Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) lítur ekki
svo á að birting á upplestri á þjóð-
söngnum Ó, Guð vors lands, í
tengslum við þátttöku íslenska lands-
liðsins í heimsmeistarakeppninni í
Rússlandi teljist brot á lögum sem
banna notkun þjóðsöngsins í við-
skipta- og auglýsingaskyni. Telur
RÚV að efnið teljist dagskrárkynning
en ekki auglýsing þrátt fyrir að loka-
orðin séu: „RÚV – okkar allra.“ For-
sætisráðuneytið er með það til skoð-
unar hvort myndskeiðið teljist brot á
lögum um þjóðsöng Íslendinga.
Ríkisútvarpið krafið svara
Eftir að Ríkisútvarpið hóf að birta
umrætt myndskeið þar sem ýmsir
þjóðþekktir Íslendingar, þar á meðal
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra, lásu línur úr texta þjóðsöngs-
ins, bárust fyrirspurnir til forsætis-
ráðuneytisins sem fer með málefni
þjóðsöngsins.
Forsætisráðuneytið sendi útvarps-
stjóra fyrirspurn 3. júlí þar sem vakin
var athygli á því að ekki sé heimilt að
flytja eða birta þjóðsönginn í annarri
mynd en þeirri upprunalegu eða nota
hann á nokkurn hátt í viðskipta- og
auglýsingaskyni. Brot geti varðað
sektum eða fangelsi allt að tveimur
árum.
„Er þess farið á leit við Ríkisút-
varpið að það upplýsi forsætisráðu-
neytið um það á hvaða forsendum um-
rædd notkun á þjóðsöng Íslendinga
er byggð og hvernig hún samræmist
fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 7/
1983 um þjóðsöng Íslendinga.“
Kynning, ekki auglýsing
Ríkisútvarpið hefur nú svarað
fyrirspurn ráðuneytisins og mótmæl-
ir því að umrædd „dagskrárkynning“
teljist lögbrot með þeim hætti sem
vísað er til í erindi forsætisráðuneyt-
isins. Skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins
bendir í svarinu á það að dagskrár-
kynningin hafi einskorðast við ljóð
Matthíasar Jochumssonar og því telj-
ist þetta ekki flutningur á þjóðsöng-
num í skilningi laganna. Þá geti notk-
unin tæplega talist í auglýsingaskyni
þar sem um sé að ræða dagskrár-
kynningu fyrir HM.
Tekið er fram að dagskrárkynning-
in hafi ekki verið birt í sérstökum og
skýrt afmörkuðum auglýsingatímum
RÚV. Lokaskiltið og lesturinn: „RÚV
– okkar allra“ sé alla jafna notað í
viðameiri dagskrárkynningar RÚV.
Í svarinu kemur fram að eitt helsta
markmið Ríkisútvarpsins sé að stuðla
að félagslegri samheldni í íslensku
samfélagi. HM í Rússlandi sé líklega
einn stærsti sjónvarpsviðburðurinn í
sögu RÚV. Gerðar hafi verið dag-
skrárkynningar af ýmsu tagi til að
byggja upp stemningu fyrir viðburð-
inn, meðal annars til að sýna tengsl
þjóðarinnar við fótbolta, stolt og
stuðning við landsliðið. Nálgunin við
flutning ljóðsins í dagskrárkynning-
unni miði að því að sameina þjóðina.
„Markmið dagskrárkynningarinn-
ar og forsendur RÚV voru því að
skapa stemningu og þjappa þjóðinni
saman í aðdraganda þeirrar miklu
þjóðhátíðar sem þátttaka íslenska
landsliðsins í HM [í] knattspyrnu
var,“ skrifar Margrét Magnúsdóttir,
skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.
Málið enn til skoðunar
Í svari forsætisráðuneytisins til
Morgunblaðsins kemur fram að svar
Ríkisútvarpsins sé til skoðunar í
ráðuneytinu. Endanleg afstaða verði
tekin til umræddra álitaefna að lok-
inni þeirri skoðun.
Telja myndbandið ekki auglýsingu
Forsætisráðuneytið metur nú svör Ríkisútvarpsins vegna notkunar á texta þjóðsöngsins í tengslum
við kynningu á RÚV Ráðherra telur ekki að upphafleg beiðni um þátttöku hans stangist á við lögin
Morgunblaðið/Eva Björk
Útvarpshúsið Telst útgáfa RÚV af þjóðsöngnum dagskrárkynning eða auglýsing? Er dagskrárkynning ekki aug-
lýsing? Svör Ríkisútvarpsins eru til skoðunar í forsætisráðuneytinu og er niðurstöðu þess að vænta.
Í fyrirspurn
forsæt-
isráðuneyt-
isins til Rík-
isútvarpsins
er sérstök
athygli vakin
á því að í
boði út-
varpsstjóra
til forsætis-
ráðherra um
að taka þátt í upplestrinum sem
hún þáði hafi ekki komið fram
að myndskeiðið yrði mögulega
notað í auglýsingaskyni. Í upp-
haflegu boði útvarpsstjóra til
forsætisráðherra, sem raunar
var aukamál í tengslum við ósk
um viðtal við ráðherra um mál-
efni Ríkisútvarpsins, kom fram
að myndbandið yrði undanfari
HM í knattspyrnu þar sem hitað
yrði upp fyrir ferð landsliðsins
til Rússlands.
Í svari forsætisráðuneytisins
við fyrirspurn Morgunblaðsins
kemur fram það mat forsætis-
ráðherra að fyrirhuguð notkun
myndskeiðsins, eins og henni
var lýst í erindi útvarpsins, hafi
ekki farið í bága við lög um
þjóðsöng Íslendinga.
Ekki kynnt
sem auglýsing
FORSÆTISRÁÐHERRA TÓK ÞÁTT
Katrín
Jakobsdóttir