Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nágrannaþjóðir okkar hafa brugðist
við ásókn í kaup á bújörðum með ýms-
um hætti. Strangar reglur giltu um
eignarhald á bújörðum í Danmörku til
ársins 2010. Þá
voru gerðar breyt-
ingar á löggjöf og
nokkrum sinnum
síðan, síðast árið
2015, og slakað á
reglunum. Skilyrði
sem þarf að upp-
fylla til að eignast
bújörð í Dan-
mörku eru tví-
mælalaust strang-
ari en hér, að mati
Torfa Jóhannessonar, ráðgjafa í land-
búnaði og skógrækt á skrifstofu Nor-
ræna ráðherraráðsins í Kaupmanna-
höfn.
Þröskuldurinn lækkaður
Morten Haahr Jensen, lögfræðing-
ur og ráðgjafi, segir í grein um hver
megi eiga jörð í Danmörku að eftir
breytingarnar á dönsku landbúnaðar-
lögunum 2010 hafi mun fleiri getað
eignast þar jarðir en fyrir breytinguna.
Áður hafi m.a. verið sett þau skilyrði
fyrir kaupum á landbúnaðarlandi að
kaupandinn uppfyllti búsetuskyldu í
átta ár, krafa um eigin búrekstur í átta
ár ef eignin var 30 hektarar eða stærri.
Þá var gerð krafa um menntun í bú-
fræði til jarðeigenda sem eignuðust 30
hektara eða meira. Ef sami eigandi átti
fleiri en eina jörð máttu ekki vera
meira en tíu km á milli þeirra. Sett var
hámark á hvað hver og einn mátti eiga
mikið land.
Enn er við lýði búsetuskylda sem
gildir í tíu ár. Hægt er að fullnægja
henni með því að leigja út íbúðarhúsið
og leigjandinn búi á jörðinni. Þetta
þýðir að flestir geta nú eignast land-
búnaðarland í Danmörku að mati
Jensen, ekki síst vegna afnáms kröf-
unnar um búfræðimenntun. Ekki er
hægt að kaupa landbúnaðarland án
bygginga, nema maður eigi fyrir jörð
með íbúðarhúsi.
Einnig hefur verið slakað á
reglum varðandi kaup félaga á bú-
jörðum. Fyrir lagabreytinguna 2010
var sett það skilyrði að virkur bóndi
ætti minnst 10% af hlutafé félagsins
og færi með meirihluta atkvæða.
Hann varð annaðhvort að vera fyrr-
verandi eigandi landsins eða upp-
fylla skilyrði til að mega eiga bújörð.
Aðrir hluthafar urðu að vera tengdir
bóndanum fjölskylduböndum. Nú
nægir að „bóndinn“ fari með
„ákvörðunarvald“ í félaginu. Mun
fleiri en áður geta nú gegnt stöðu
„bóndans“. Engin krafa er gerð til
fjárfesta í félaginu svo lengi sem
„bóndinn“ uppfyllir kröfur.
Ýmsir uggandi í Danmörku
Torfi sagði að dregið hafi verið úr
skilyrðunum fyrir jarðakaupum í
Danmörku til að fá meira fjármagn
inn í greinina og það hafi vissulega
gengið eftir. Hins vegar séu ýmsir
uggandi yfir eignasamþjöppun og
aukinni ásókn erlendra aðila í land-
búnaðarland. Hann bendir m.a. á að
sé land skilgreint sem landbúnaðar-
land samkvæmt dönskum skipulags-
lögum sé skylt að viðhalda því í góðu
ástandi til landbúnaðar.
Býsna strangar reglur gilda um
eignarhald á bújörðum í Noregi,
bæði hvað varðar búsetu og nýtingu.
Þar eru óðalsjarðir algengar og
ganga þær í arf þannig að eitt barn
óðalsbóndans eignast jörðina
óskipta. Stuðningur við landbúnað
er ríflegur í Noregi og auðveldara
þar en víða annars staðar að vera
með lítil bú.
Torfi bendir á að talsverður hluti
af bújörðum á Íslandi sé ekki sér-
staklega gott landbúnaðarland og í
sjálfu sér skipti ekki miklu máli hver
eigi þær. Aðrar jarðir séu búsæld-
arlegar og gott landbúnaðarland.
Huga þarf að því hvort þær séu nýtt-
ar til landbúnaðar eða ekki. Torfi
sagði að afla þyrfti meiri upplýsinga
um stöðu mála hvað varðar nýtingu
landbúnaðarlands og matvælafram-
leiðslu hér á landi. Honum finnst
koma til greina að setja strangari
skilyrði fyrir eignarhaldi á góðum
bújörðum en jörðum sem eru síðri til
búskapar.
Torfi bendir á að Evrópusambandið
(ESB) noti styrkjakerfi til að hvetja
jarðeigendur til þess að halda landinu í
rækt. Hér á landi sé meginreglan sú að
bændur þurfi að hafa greiðslumark og
framleiða mjólk eða kjöt til að fá bein-
greiðslur. Í ESB eru landstyrkir háðir
því að umhverfislegu og ræktunarlegu
ástandi landsins sé viðhaldið. Landið
má ekki blása upp og skógur ekki ná
rótfestu á ruddu landi. Ekki er gerð
krafa um uppskeru til að fá styrk. Í
flestum tilvikum er þó stunduð ræktun
og uppskera sem skilar ákveðnum
tekjum auk styrkjanna.
Í Noregi eru bændur styrktir til að
halda ruddu landi opnu svo skógurinn
teygi sig ekki þangað. Torfi bendir á
að hér sé engin stefna um að kjarr
megi ekki yfirtaka úthaga. Menn
virðist ekki hafa miklar miklar
áhyggjur af því þótt kjarr nái yfir-
höndinni. Norðmenn hafi hins vegar
áhyggjur af því og Skotar hafi lengi
stundað það að brenna lynghagana.
Gegnsæi um eignarhald
Torfi kveðst telja mikilvægt að
gegnsæi ríki um raunverulega eig-
endur jarðnæðis og að auðvelt sé að
afla upplýsinga um það. Hann segir
það vekja ákveðinn ugg þegar félög
sem eru í eigu annarra félaga og svo
koll af kolli eigi orðið mikið land.
Hægt sé að setja skilyrði sem komi í
veg fyrir að t.d. fjárfestingarsjóðir,
sem enginn veit hver á í raun og veru,
eignist fjölda jarða.
Strangari reglur um jarðir en hér
Þröskuldurinn við jarðakaup er hærri í Danmörku en hér Danir hafa þó slakað á reglunum
Mikilvægt að eignarhald á jörðum sé gagnsætt, að mati ráðgjafa sem þekkir til mála á Norðurlöndum
Bújarðir á Íslandi
384 jarðir eru að hluta eða öllu leyti í eigu einstaklinga með lögheimili
erlendis, þar af eru 62 að öllu leyti í eigu aðila
með lögheimili skráð erlendis2
7.670 jarðir eru skráðar á landinu samkvæmt Fasteignaskrá1
2.378 jarðir eru í eigu félaga eða fyrirtækja1
6.600 lögbýli voru skráð í landinu 31. desember 20173
706 bú þar af fengu greiðslur vegna naut-gripa, það er vegna mjólkur- og/eða
nautakjötsframleiðslu4
500 jarðir er áætlað að á sé stunduð hrossarækt og hestahald5
80 eigendur eru að þeirri jörð
sem er skráð með
flesta eigendur2
250 jarðir eru skráðar með
10 eða fleiri eigendur,
þar af eru 140 með
byggingum og 110
óbyggðar2
Heimildir: 1) Þjóðskrá Íslands. 2) Svar innanríkisráðherra 28.9. 2016.
3) Lögbýlaskrá 2017. 4) Búnaðarstofa Matvælastofnunar. 5) Félag hrossabænda.
2.218 bú hafa fengið greiðslur vegna kjöt- og mjólkurframleiðslu það sem af
er árinu 2018 og þar er því stundaður hefðbundinn
búskapur með nautgripi og/eða sauðfé4
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jarðakaup Bújarðir eru orðnar eftirsóttar, ekki síst ef laxveiðihlunnindi fylgja, og nokkur félög í eigu útlendinga
að hluta eða öllu leyti hafa keypt margar jarðir undanfarin ár. Myndin er sviðsett og úr myndasafni.
Torfi
Jóhannesson
Salernisaðstaða hefur mjög verið
bætt í Vatnajökulsþjóðgarði. Þannig
hafa síðustu daga verið tekin í notk-
un 10 til 12 klósett í Jökulsárlóni og
annar eins fjöldi hafði þá verið tek-
inn í notkun í Skaftafelli. Þá hafa
verið sett upp fjögur þurrklósett í
Vikraborgum, við bílastæðin við
gönguleiðina inn að Öskju.
Klósettin í Skaftafelli eru í sér-
stöku húsi og þar eru einnig sturtur
og þvottavélar. Aðstaðan við Jökuls-
árlón er í snyrtilegum gámahúsum.
„Það er mikil framför að fá þessa að-
stöðu,“ segir Magnús Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Næst á dagskrá er að
koma upp betri aðstöðu við Dettifoss
en það næst ekki í ár.
Bætt salernisaðstaða í
Vatnajökulsþjóðgarði
Þjónustuhús Salernin eru í nýju
húsi við tjaldsvæðið í Skaftafelli.