Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
24. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.15 106.65 106.4
Sterlingspund 139.46 140.14 139.8
Kanadadalur 80.75 81.23 80.99
Dönsk króna 16.672 16.77 16.721
Norsk króna 13.011 13.087 13.049
Sænsk króna 12.013 12.083 12.048
Svissn. franki 106.96 107.56 107.26
Japanskt jen 0.9546 0.9602 0.9574
SDR 149.07 149.95 149.51
Evra 124.25 124.95 124.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9915
Hrávöruverð
Gull 1224.85 ($/únsa)
Ál 2074.5 ($/tonn) LME
Hráolía 72.65 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Meðalraun-
ávöxtun Birtu lífeyr-
issjóðs undanfarna
þrjá áratugi er
4,3%, samkvæmt
niðurstöðu saman-
tektar á vettvangi
sjóðsins, sem greint
er frá á vefsíðu
hans. Fram kemur
að í þeim útreikn-
ingum koma við
sögu 16 lífeyrissjóðir, það er að segja
Birta og allir þeir sjóðir sem sameinuðust
frá árinu 1988 og urðu að Birtu lífeyr-
issjóði frá og með 1. desember 2016.
Þegar tekið hefur verið tillit til ávöxtunar
og stærðar allra sjóðanna yfir tímabilið
og meðalávöxtun reiknuð í samræmi við
það reynist meðalávöxtun Birtu yfir
3,5% viðmiðun hvort heldur horft er til
25 eða 30 undangenginna ára. Haft er
eftir Ólafi Sigurðssyni, framkvæmda-
stjóra Birtu, að raunávöxtun eigna ís-
lenska lífeyrissjóðakerfisins sé um 3,3%
síðastliðin 40 ár.
Meðalávöxtun Birtu síð-
ustu 30 ár er um 4,3%
Ólafur
Sigurðsson
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Í fyrra stóðu erlendir ferðamenn
undir 46% af starfsemi veitinga-
þjónustu hérlendis, 29% af afþrey-
ingar- og tómstundastarfsemi,
13,6% af menningarstarfsemi og
4,5% af verslun. Útgjöld erlendra
ferðamanna í starfsemi sem snýr
aðallega að heimamarkaði hefur
farið vaxandi undanfarið. Þetta
kemur fram í bráðabirgðaniður-
stöðum ferðaþjónustureikninga
Hagstofunnar.
Útgjöld erlendra ferðamanna
hérlendis vega mest í þjónustu-
greinum sem tengjast ferðamönn-
um beint, til dæmis ferðaskrifstof-
ur, hótel og gistiheimili, bílaleigur
og farþegaflutningar.
Samspil krónu og verðs
Samkvæmt tísti Konráðs S.
Guðjónssonar, hagfræðings Við-
skiptaráðs, á Twitter hefur verð á
hótelgistingu og veitingum hækk-
að um 19% á síðustu fjórum árum.
Aðspurður hvort þetta sé ekki
minni hækkun en hann hafi búist
við segir Konráð að við fyrstu sýn
hafi það verið svo, en ekki þegar
rýnt sé betur í tölurnar. „Ef mað-
ur horfir einungis á prósentutöl-
una þá er þetta ekkert svo mikil
hækkun. Meira býr þó að baki sé
horft á allt annað sem er að ger-
ast. Til dæmis hefur krónan
styrkst um 25 til 30% á fjórum ár-
um. Þessi hækkun er því töluvert
meiri fyrir erlenda ferðamenn
heldur en fyrir hinn íslenska
launamann. Verðhækkanir til er-
lendra ferðamanna hafa því að ein-
hverju leyti farið í gegnum styrk-
ingu krónunnar og hefur það vegið
þyngra en hækkanir aðila í hótel-
og veitingaþjónustu,“ segir hann.
„Verðhækkunin er náttúrlega
misjöfn miðað við hvaðan ferða-
mennirnir koma,“ heldur Konráð
áfram. „Það hefur verið nokkurra
tuga prósenta hækkun í erlendri
mynt og er það ein af ástæðum
þess að við erum ekki lengur að
horfa á jafnmikinn vöxt í ferða-
þjónustu og áður. Það eru að
mörgu leyti töluverðar áskoranir
um þessar mundir í ferðaþjónust-
unni. Fyrir hinn íslenska launa-
mann er hótel- og veitingaþjónusta
hins vegar ódýrari en hún var
2014, í hlutfalli við laun. Laun okk-
ar Íslendinga hafa hækkað meira
en sem nemur þessari hækkun í
veitinga- og hótelgeiranum, eða
um 36%.“
Neyslumynstur að breytast
Skapti Örn Ólafsson, upplýs-
ingafulltrúi Samtaka ferðaþjónust-
unnar, segir ferðaþjónustuna vera
að upplifa ákveðnar breytingar
samhliða óhagstæðri gengisþróun.
„Neyslumynstur okkar góðu er-
lendu gesta er að breytast – þeir
dvelja skemur, fara í færri ferðir í
afþreyingu og spara við sig í mat
og drykk,“ segir hann.
„Eins og staðan er í dag er
rekstarumhverfið gífurlega erfitt
fyrir útflutningsatvinnugrein eins
og ferðaþjónustuna, enda hefur
krónan styrkst um tugi prósenta
ásamt miklum launahækkunum,
sem kemur illa við mannaflsfreka
atvinnugrein.“
Aðspurður hvort einhver grein
hafi aukið hlutdeild sína til ferða-
manna verulega á síðustu árum,
segir Skapti það ljóst að ferða-
þjónustan hefur skapað óbein
tækifæri fyrir nánast allt hagkerf-
ið. „Ferðaþjónustan stuðlar að
aukinni fjölbreytni í atvinnulífi,
nýjum tekjumöguleikum og bættri
nýtingu innviða og fasteigna. Víða
um land styrkja ferðamennirnir
grundvöllinn fyrir verslanir, veit-
ingastaði, gistihús, afþreyingu og
menningarstarfsemi sem blómgar
öll byggðarlög svo um munar.
Ferðaþjónustan hefur þannig hald-
ið uppi hagvexti þjóðarinnar und-
anfarin ár.“
Helmingur veitingaþjónustu
til erlendra ferðamanna
Morgunblaðið/Hanna
Ferðamenn Verð á hótelgistingu og veitingum hefur hækkað minna en laun síðstu 4 ár að mati hagfræðings Viðskiptaráðs.
Verðlag á hótel- og veitingaþjónustu hefur hækkað um 19% á síðustu fjórum árum
Vísitala neysluverðs miðuð við verð-
lag í júlí hækkar um 0,04% frá mæl-
ingum í júní, samkvæmt nýjum töl-
um frá Hagstofu Íslands.
Samkvæmt því nemur verðbólga nú
2,7% miðað við hækkun neysluvísi-
tölu síðastliðna 12 mánuði.
Þegar húsnæðisliður vísitölu
neysluverðs er tekinn út lækkar vísi-
talan um 0,26% á milli mánaða. Árs-
verðbólga án húsnæðis mælist sam-
kvæmt því 1,4%.
Hækkun neysluvísitölunnar er
innan þess bils sem spár greining-
ardeilda gerðu ráð fyrir, en þær lágu
á bilinu frá 0,2% lækkun og upp í
0,1% hækkun.
Arion banki segir að flugfargjöld
og húsnæðisverð hafi drifið verð-
bólguna áfram í júlí. Flugfargjöld
hækki jafnan yfir sumartímann þeg-
ar háannatími ferðaþjónustunnar
gangi í garð. Alls hafi flugfargjöld til
útlanda hækkað um 23% sem komi
beint á eftir 15,5% hækkun í júní.
Arion banki bendir þó á að flugfar-
gjöld séu þrátt fyrir þetta um 13%
lægri nú en fyrir ári.
Íslandsbanki segir að eins og und-
anfarin misseri sé húsnæðisliður
neysluvísitölunnar meginrót þeirrar
verðbólgu sem nú mælist, þó að
betra jafnvægi sé að skapast á mark-
aði þessa dagana. Hröð hækkun
íbúðaverðs á landsbyggðinni undan-
farið sé athyglisverð.
Landsbankinn telur að líklega sé
stærsta fréttin í tölum Hagstofunnar
sú, að verðbólga án húsnæðis skuli
halda áfram að hækka. Hún hafi
hækkað nokkuð samfellt síðan í sept-
ember þegar 3,1% verðhjöðnun
mældist á þessum mælikvarða.
Morgunblaðið/Ómar
Verðlag Flugfargjöld hækkuðu í
júlí eins og jafnan á sumrin.
Verðbólgan
mælist nú 2,7%
Ársverðbólga án
húsnæðis heldur
áfram að aukast