Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræða umreiðhjólhlýtur að
flokkast undir
delluumræður
stjórnmálanna, svo
ágæt sem reiðhjól eru. Lang-
stærsti hluti stjórnmála-
umræðunnar fellur reyndar
núorðið í delluflokk. Þótt
nokkrir flokkar skari í þeim
efnum fram úr öðrum dregur
hratt úr mun. Stundum er látið
eins og reiðhjól séu veigamikill
hluti samgangna. Það er eins
og hver önnur vitleysa. En það
er samt sjálfsagt að greiða
götu þeirra sem vilja nýta sér
hjólið, með öllum sínum góðu
kostum. Það á við hvort sem
það er notað til að koma sér á
milli staða í daglegu amstri í
stað bíls, eða sér til ánægju
sem er holl og uppbyggileg.
Lengst af var lítt greint á milli
„hjólandi umferðar“ og al-
mennrar. Eftir því sem hin al-
menna jókst varð áhætta hjól-
reiðamanna sífellt meiri.
Auknir fjármunir hafa farið í
að aðgreina hjólandi umferð
með sér stígum. Þar er nú
nokkur umferð, ekki síst á góð-
viðrisdögum á hagfelldum árs-
tíma. En það eru þó látalæti
ein að tala eins og notkun hjóla
hafi mælanleg áhrif á almenn-
ingssamgöngur eða á mengun
vegna umferðar. Við bætist sá
vandi að reglur um umferð
hjóla eru óljósar og borgaryf-
irvöld hafa gert sitt til að ýta
undir ruglandina. Þannig hafa
þau prentað hvítar hjólamynd-
ir ofan í götur eins og það gefi
hjólum sérstakan rétt Það var
t.d. gert á Laugarásvegi á
svæðum þar sem húseigendur
og gestir höfðu í áratugi lagt
bifreiðum sínum. Hjólreiða-
menn sem sáu bifreiðum lagt á
þessum „merktu“ svæðum
gátu sumir ekki stillt sig um að
láta óánægju sína bitna á bif-
reiðum „lögbrjótanna“. Þessar
merkingar borgaryfirvalda
binda þó engan að lögum. Er
undarlegt að æðstu yfirvöld
borgarinnar láti slíkt viðgang-
ast. Bílstjórar sem draga úr
hraða eða stöðva bíl vegna
gangandi umferðar á merktum
gangbrautum verða ítrekað
varir við að hjólreiðamenn
koma á mikilli ferð og telja
þessar gangbrautir ætlaðar
sér, hvenær sem þeim þóknist
að mæta. Reyndar er það svo
að það er aðeins stöðvunar-
skylda vegna gangandi um-
ferðar á gangbrautum sem eru
sérstaklega merktar. Öðru
máli gegnir þar sem talið er
æskilegt að gangandi fari yfir
götu, sé það öruggt fyrir um-
ferð. Ökumenn sem ekki
þekkja þennan mun gefa röng
skilaboð og skapa mikla hættu.
Þeir ýta einnig undir varan-
legan misskilning gangandi og
hjólandi fólks um réttarstöð-
una.
Hinn 16. júlí sl.
sagði FB frá því að
nú væri unnið að
miklum breyting-
um á reiðhjólakafla
umferðarlaga. Almenningur
hefur ekkert heyrt um það.
Sagt var frá því í fréttinni að
fimmtíu athugasemdir hefðu
borist inn í „samráðsgátt rík-
isstjórnarinnar“. (Rétti upp
hönd sá sem hefur heyrt hana
nefnda.) Augljóst er þó að í
hana hafa ákafamenn um reið-
hjól sótt. Nú skal skylda öku-
menn bifreiða (íslenska stétt-
leysingja og réttlaust óþurftar-
fólk) til að hægja nægilega á
sér „þegar ökutæki nálgast
reiðhjól á eða við veg“. Þá skal
einnig fella út fortakslausa
skyldu reiðhjólamanns til að
hjóla á hjólastíg þegar göngu-
stígur er við hlið hans! Allt er á
þessa bókina lært. Við sunn-
anverðan Skerjafjörð var lagð-
ur göngustígur sem naut mik-
illa vinsælda. Á meðan verið
var að leggja göngustíga við
hlið gangstíga annars staðar í
hverfinu, sem tók óratíma, þá
var sérstaklega merkt að hjól-
reiðamenn mættu fara um
þann göngustíg. Það gerðu
þeir svikalaust og á þeim ofsa-
hraða sem tískuhjól nútímans
bjóða upp á. Var því mjög
varasamt að fara þar um gang-
andi, svo ekki sé talað um með
ung börn sem ábyrgð var borin
á. Þegar hjólastígarnir voru
loksins komnir voru heimild-
armerki um hjól tekin af stígn-
um. Ekkert var gert með það
og hvergi dregið úr hraða. Er
hættustigið nú mun meira því
að göngu- og barnafólk veit
ekki betur en að þessi stutti
spotti sé merktur þeim. Borgin
eða lögregla gera ekkert til að
standa með þessu útskúfaða
fólki. Auðvitað er gagnslaust
að nefna borgaryfirvöld. Þau
kunna ekki að skammast sín.
Annars staðar í hverfinu
sleppa hjólreiðamenn að nota
samsíða gangbrautir og hjól-
reiðabrautir en hjóla tveir og
þrír hlið við hlið eftir götunni,
með langa strollu af bílum á
eftir sér. Þeir sem híma undir
stýri segja ekkert enda heyra
þeir til þessara 95% sem borg
og lögregla telja ekki með.
Í nýju reglunum á að skylda
bifreiðarstjóra til að fara ekki
fram úr reiðhjóli nema að hafa
að minnsta kosti 1,5 metra á
milli bíls og hjóls. Þannig að nú
bætist tommustokkurinn við
önnur hjálpartæki bílstjóra.
Ökumönnum ber að draga úr
hraða sjái þeir glitta einhvers
staðar í hjól, en hjólreiðamenn
þurfa ekki að líta upp þótt þeir
sjái móður með þriggja ára
barn á göngustíg. Kannski
munu borgarbúar einhvern
tíma gera uppreisn gegn hin-
um óhæfu yfirvöldum.
Almenningur á ekki
von á góðu, en hann
er vanur því}
Bæði úti að aka og hjóla
E
mbætti landlæknis hefur sett sam-
an lýðheilsuvísa fyrir árið 2018.
Lýðheilsuvísarnir, sem nú koma
út í þriðja sinn, eru safn mæli-
kvarða sem gefa vísbendingar
um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti
þeirra, og Embætti landlæknis safnar saman og
birtir einu sinni á ári. Lýðheilsuvísarnir eru
flokkaðir eftir heilbrigðisumdæmum og eru lið-
ur í því að veita heildaryfirsýn yfir heilsufar
landsmanna.
Vísarnir auðvelda bæði sveitarfélögum, veit-
endum heilbrigðisþjónustu og heilbrigðis-
yfirvöldum að greina stöðuna í hverju heilbrigð-
isumdæmi með tilliti til þeirra þátta sem
skoðaðir eru og auðvelda vinnu við að bæta
heilsu og líðan landsmanna. Sem dæmi um
þætti sem skoðaðir voru í lýðheilsuvísum fyrir
árið 2018 eru almenn vellíðan, streita, gosdrykkjaneysla,
notkun þunglyndislyfja, líkamsþyngdarstuðull og þátttaka
í skipulögðu íþróttastarfi.
Þeir vísar sem mældir eru hverju sinni eru mismunandi
en við val á þeim er sjónum beint að áhrifaþáttum heilsu og
líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og for-
varna, auk þess sem leitast er við að draga fram þætti í
sjúkdómabyrði sem mikilvægt er að heilbrigðisþjónusta
hvers umdæmis geti brugðist við eftir föngum. Lýð-
heilsuvísarnir eru því mikilvægt tól til þess að skoða ýmsa
áhrifaþætti heilsu með markvissum hætti. Áhrifaþættir
heilsu eru annars vegar þættir sem ekki er hægt að breyta,
en hins vegar þættir sem hafa má áhrif á. Sem
dæmi um áhrifaþætti sem hafa má áhrif á má
nefna lifnaðarhætti, samskipti við fjölskyldu og
vini, auk lífsskilyrða eins og menntunar, at-
vinnu, húsnæðis og heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu.
Sem dæmi um nýtingu lýðheilsuvísanna má
nefna Heilsueflandi samfélög og Heilsueflandi
skóla. Í þeim verkefnum eru lýðheilsuvísar
meðal annars notaðir til að styðja við skóla og
sveitarfélög sem vilja skapa aðstæður sem
stuðla að heilbrigðum lífsháttum og heilsu og
vellíðan allra íbúa. Vísana má einnig nota á aðra
vegu, til dæmis sem grunn fyrir ýmiss konar
átaks- og forvarnarverkefni tengd heilsu, auk
þess sem þeir mynda mikilvægan gagnagrunn
um stöðu lýðheilsu í íslensku samfélagi.
Að mínu mati fer meðvitund landsmanna um
mikilvægi almennrar heilsueflingar almennt vaxandi.
Verkefnið um söfnun lýðheilsuvísa er dæmi um verkefni
sem mikilvægt er að styðja við áfram og vekja athygli á,
ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur einnig svo að landsmenn
allir séu upplýstir um stöðu hinna ýmissa áhrifaþátta heilsu
á landsvísu. Áhugi sem flestra landsmanna í eflingu lýð-
heilsu er forsenda þess að við náum sem bestum árangri.
Heilbrigðari, glaðari og virkari þjóð hlýtur að vera eft-
irsóknarvert takmark, og lýðheilsuvísarnir hjálpa okkur að
nálgast það takmark.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Mikilvægir lýðheilsuvísar
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Fullorðnir lundar í kringumVestmannaeyjar fljúgaallt að 110 km í leit að ætifyrir unga sína og koma
heim með sílalirfur sem eru örfá
grömm í stað síla sem vega 10 til 15
grömm. Við settum nú í sumar
GPS-staðsetningartæki á 11 lunda-
foreldra í Eyjum og í Grímsey þar á
undan. Með því að fljúga svona
langt þá fækkar öflunarferðum og
lundapysjurnar eru sjaldnar mat-
aðar. Ferðirnar eru nú orðnar
miklu færri en þarf til að ala upp
pysju,“ segir Erpur Snær Hansen,
starfandi forstöðumaður Nátt-
úrustofu Suðurlands.
„Töluvert fór að drepast af
pysju í Vestmannaeyjum í síðastlið-
inni viku. Góðu fréttirnar annars
staðar frá eru að sandsílin virðast
vera að ná sér á strik þar og sér-
staklega í Faxaflóanum,“ segir
Erpur.
Sílastofninn að ná sér
„Við erum í öðru lundaralli
sumarsins. Það var gleðilegt að sjá í
Akurey sem er rétt utan Reykja-
víkur að sílastofninn virðist vera að
ná sér. Þar var mikill sílaburður og
stór síli allt að 17 cm að lengd, auk
þess sem lirfum fer fjölgandi. Varp-
ið í Akurey er nú helmingi betra en
það leit út í fyrra ralli í júní og er
varpárangurinn kominn í 0,65 af
fleygum unga eða eggi og viðkoma
0,47 af fleygum unga eða varpholu.
þetta eru hvort tveggja miðl-
ungstölur,“ segir Erpur og bætir
við að ábúðin í Akurey sé nú 72%.
Ástandið við Ingólfshöfða sé hins
vegar svipað og við Vestmanna-
eyjar en þó sé varpið þar töluvert
fyrr á ferðinni. Varpið í Ingólfs-
höfða sé 42% og viðkoma 0,18 í
hverri holu sem er langt fyrir neðan
sjálfbærniviðmið.
„Varpið fer ekki vel af stað við
Eyjar þar sem pysjudauði er mikill
vegna þess að æti er ekki nóg í
sjónum. Það eru jákvæðar fréttir
að lundinn skuli flytja sílalirfur á
svæðið og vonandi er það byrjunin
á endurkomu sílisins við Eyjar,“
segir Erpur.
Hann segir að sandsílalirfur
séu upp undir 5 cm að lengd áður en
þær umbreytast í form fullvaxta síl-
is. Lirfurnar éti aðra fæðu en sílin.
„Það éta allir sílið sem er
grunnurinn að framtíð alls vistkerf-
isins á Selvogsbankanum, hvort
sem um er að ræða þorsk, ýsu,
lunda, hval eða aðra nytjafiska og
sjófuglategundir,“ segir Erpur og
bætir við að neðst í fæðukeðjunni
sé að finna mesta lífmassann. Hann
segir að eftir að sílastofninn hrundi
árið 2005 hafi ekkert af sambæri-
legri stærðargráðu verið til staðar
nema makríllinn árið sem hann
kom aftur fram á sjónarsviðið.
Erpur segir makrílinn éta átu og
skýrt samhengi sé á milli makríls,
hita sjávar og sílastofnsins.
„Makrílinn leitar þangað sem
sumarsjávarhiti fer ekki niður fyrir
um níu gráður. Ef það gerist breyti
hann göngumynstri sínu og leiti ann-
að. Það gerðist 1948 þegar makríllinn
hvarf, sílastofninn náði sér á strik og
lundastofninn braggaðist. Það má bú-
ast við því að makríllinn færi sig úr
stað á þeim tíma sem lundastofninn
braggast,“ segir Erpur sem segir að
sjávarhiti sé mældur við Ystaklett
í Vestmannaeyjum en það þurfi
að kafa eftir mælunum og því
sé á köflum unnið með árs-
gamlar upplýsingar. Nú standi
hins vegar til að bæta mæling-
arnar með því að setja upp
sjálfvirkt mælikerfi til
þess að fylgjast með
sjávarhitanum.
110 km flug til að ná í
sílalirfur fyrir pysjur
Lundapysja er ungi lundans.
Hún flýgur á ljósin á Heimaey.
Þegar dimmt er orðið leita
börn að pysjunum til að
bjarga þeim, og sleppa daginn
eftir.
Erpur Snær Hansen segir
að um 4.800 bæjarpysjur hafi
fundist í Vestmannaeyjum í
fyrra en nú virðist komið bak-
slag.
Náttúrustofa Suðurlands
hafi lagt til að lundaveiðar
yrðu bannaðar í Vest-
mannaeyjum í ár á þeim
grundvelli að veiðar
væru ekki sjálfbærar.
„Veiðarnar eru ekki
sjálfbærar vegna þess
hvað fáir ungar komust
upp síðastliðin 15 ár,“ seg-
ir Erpur sem reiknar með
að ljúka öðru lundaralli
rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum
og hugsanlega verði varpið í
Eyjum skoðað aftur í
ágúst.
Ekki sjálf-
bærar veiðar
LUNDASTOFNINN
Lundinn er ljúf-
astur fugla.
Morgunblaðið/Eggert
Lundi Sambýli makríls og lunda er ekki gott. Hugsanlega nær sílastofn-
inn sér ekki á strik og pysjudauði heldur áfram þar til makríllinn fer annað.