Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 20

Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is Þegar við veltum slíkri spurningu fyrir okkur, sem er yf- irskrift þessa pistils, er nauðsynlegt að leiða hugann að þeim aðstæðum sem voru uppi þegar verkfalls- vopnið beit hvað best á atvinnurekendur. Á þeirri tíð var algeng- ara að atvinnurek- endur væru með meiri eigináhættu í rekstri fyrirtækja sinna. Þeir áttu því iðulega yfir höfði sér persónu- legt gjaldþrot ef reksturinn gengi ekki. Í þeirri ógn var sterkasta afl verkfallsvopnsins. Þá var einnig fá- títt að einstaklingar væru verulega skuldsettir, umfram lán til íbúða- kaupa eða stofnunar atvinnurekst- urs. Slíkt frelsi frá skuldum gerði fólki kleift að þola tekjutap um tíma, því margar leiðir voru þá færar til öflunar frumþarfa þó að verkfall væri í gangi. Í fyrirkomulagi nútímans er í hverfandi mæli um að ræða eig- ináhættu, eigenda eða stjórnenda fyrirtækjanna. Þeir búa yfir ráðandi afli um hvort samið verði við við- komandi stéttarfélög eða rekstur fyrirtækisins stöðvaður. Áhætta eigenda fyrirtækjanna er nú aðallega hjá lánastofnunum því algengast er að fyrirtæki samtíðar okkar séu skuldsett eins og mögu- legt er. Og í mörgum tilfellum meira en nemur staðgreiðsluverðmætum raunverulegra eigna þeirra. Einnig er staðan þannig nú að áhætta félagsmanna stéttarfélag- anna af langvarandi verkfalli er meiri en áhætta stjórnenda fyr- irtækjanna. Ástæða þess er sú að al- mennt er launafólk nú skuldsett að efstu mörkum greiðslugetu. Slíkt veldur því að fólk hefur lítið þol fyrir þeim tekjumissi sem af verkfalli hlýst. Viðsemjendur þeirra (at- vinnurekendurnir), halda hins vegar sínum launum óskertum, þó að þeir kalli verkfallsaðgerðir yfir fyrirtæki sitt. Íslenskir atvinnurek- endur hafa komið sér upp einskonar sovésku „Kremlar“-fyr- irkomulagi. Það felst í því að ákvarðanir um hvort samið skuli við tiltekin stéttarfélög eða ekki, er tekið undir einu þaki, af þröngum hópi atvinnurekenda, sem hvorki hafa hagsmuni eða áhættu af viðkomandi verkfalls- boðun. Þessir aðilar hafa komið sér fyrir í valdastöðum þessarar ís- lensku „Kremlar“. Aðrir atvinnu- rekendur eru svo skyldaðir til að fylgja valdboðunum „Kremlverja“, eða eiga á hættu að vera sniðgengn- ir af viðskiptaumhverfinu og lána- stofnunum. Líklegt er, ef skoðað væri, að fáir eða jafnvel enginn þess- ara „valdhafa“, sé í fjárhagslegri eigináhættu, þó að atvinnurekstur þeirra stöðvist um ótiltekinn tíma vegna vinnudeilna. Óneitanlega vekur það athygli að framangreint „Kremlar“-fyr- irkomulag atvinnurekenda skuli vera svo afgerandi og ákveðið tengt þeim stjórnmálaflokki sem hefur „frelsi einstaklingsins“ að sínu helsta aðalsmerki. Þegar allir framangreindir þættir eru skoðaðir og vegnir saman, er ljóst að langur tími er liðinn síðan verkfallsvopnið varð stéttarfélögum bitlaust í baráttu til kjarabóta fyrir lægri tekjuhópa samfélags okkar. Verkföllin undanfarna áratugi hafa borið þess glögg merki að meirihluti stéttarfélaga landsins hugsar nákvæmlega „ekkert“ um kjaraþætti stofnenda stéttarfélaga landsins. Þeir sýna það gleggst með því fyrirkomulagi kjaraviðræðna sem hér hafa verið innleitt. Þar er ævinlega byrjað að semja í % hækk- un fyrir tekjulægstu hópana. Hinir tekjuhærri fá sömu prósentuhækk- un auk viðbóta. Til að geta snúið frá þeirri óskilj- anlegu stefnu ASÍ, um áratuga skeið, að haga framkvæmd kjara- baráttu sinnar með þeim hætti að allir fái margfaldar kjarabætur um- fram stofnendur samtakanna, sem eru lágtekjuhópar samfélagsins hef- ur verið illskiljanleg. Breyting á slíku virðist verða að koma frá fólk- inu, eða frá Alþingi. Margreynt tel ég vera að forysta ASÍ snúi ekki af sinni villubraut, nema nýir vindar fái þar að blása, eins og margt bendir nú til. Sú framkvæmd sem hér hefur við- gengist í marga áratugi, er afar ljót- ur smánarblettur á öllum þeim sem veitt hafa þeirri framvindu braut- argengi. Að hafa launahækkanir af lágtekjuhópum (frumyrkjunum) með reikningslegum ótuktarbrell- um, er smán sem allir þessir aðilar hafa bundið fast við nafn sitt, sem minningum um afrek þeirra. Ef einhvern tímann á að nást raunhæf kjarabót fyrir þá hópa sem feta slóð frumyrkjanna eftir lág- launaskalanum, verður að koma til algjör umsnúningur á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Nauð- synlegt er að fara nýjar leiðir í kjarabaráttu því sá hópur sem mesta þörf hefur fyrir kjarabætur, hefur minnsta möguleika til að taka á sig tekjuskerðingu vegna langvar- andi verkfalla. Ef nást á marktækur árangur í leiðréttingu launa á Ís- landi, borið saman við önnur lönd sem við viljum miða okkur við, verð- ur að fara aðrar leiðir til kjarabóta. Skoðum það í öðrum pistli. Eru verkföll tímaskekkja? Eftir Guðbjörn Jónsson Guðbjörn Jónsson »Ef nást á marktækur árangur í leiðrétt- ingu launa á Íslandi verður að fara nýjar leiðir til kjarabóta. Höfundur er fyrrv. hagdeildarmaður í banka. Mig langar til að þakka RÚV fyrir góða þjónustu við útsendingar frá HM. Mér finnst hafa verið vel að verki staðið og við, fótbolta- áhugafólkið, höfum fengið að njóta þessara útsendinga í rauntíma. Kær- ar þakkir. Vestlendingur. Furðuleg stefna ríkisins í launamálum Um nokkurn tíma stóð mikilvæg heilbrigðisstétt í launakarpi við ríkið. Marga undrar hvers vegna ríkið semur ekki um ásættanleg grunn- laun í stað þess að standa sífellt í karpi um lág grunnlaun og leyfa síð- an stofnunum og embættum að greiða vissum hópum yfirvinnu og álagsgreiðslur 12 mánuði ársins, jafnvel með framúrkeyrslu ár eftir ár. Er þetta gert til að halda niðri grunnlaunum hjá öðrum hópum? Þeir sem ekki eru með þessar föstu greiðslur og verða að vinna sína yfirvinnu um nætur og helgar fara niður á strípuð grunnlaun í sum- arfríum. Þess vegna taka margir ríkis- starfsmenn, t.d. álagshópar, sín sum- arfrí í áföngum og fá því ekki þá hvíld sem skyldi. Hvers vegna semur ríkið ekki um ásættanleg grunnlaun hjá heildinni og afnemur yfirvinnugreiðslur nema í neyðartilfellum? Jafnframt undrar marga fast- heldni ríkisins og fleiri stofnana við reglur um uppfærslu verðtryggðra lána með okurvöxtum. Það sama á við um lítil viðbrögð við undanskotum frá greiðslum til sam- félagsins. Launamaður. Flott þjónusta hjá RÚV HM Margir glöddust yfir útsendingum RÚV frá HM í Rússlandi. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.