Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Morgunblaðið flutti í
sumar frétt af nýrri
hugmynd að sæstreng
milli Íslands og Bret-
lands. Um er að ræða
nokkuð minni streng
en mest var ræddur
fyrir nokkrum árum og
minnir á það sem áður
var nefnt sviðsmynd
Landsvirkjunar. Ætlað
er að flytja gegnum
strenginn til sölu á
Bretlandi orku sem er of ótrygg til
að selja hér á landi, en kæmi í stað-
inn fyrir gas eða kol í Bretlandi. Að
sögn ættu samningar um sölu orku
um strenginn ekki að hafa áhrif á al-
mennt orkuverð fremur en samn-
ingar til annarra stórnotenda hér á
landi, en það gengur ekki á innri raf-
orkumarkaði ESB.
Verkefnið
Það er fyrirtækið Atlantic Super-
connection (ASC) sem kynnir þessa
hugmynd og framkvæmdastjóri
þess, Fiona Reilly, sem rætt var við.
Hún telur, samkvæmt heimasíðu
fyrirtækisins, að í félagi við Ísland
megi færa nær ótakmarkaðar auð-
lindir hreinnar vatnsorku og jarð-
varma til Bretlands, en það er ofmat.
Hugmynd fyrirtækisins er, að
reisa kapalverksmiðju í Bretlandi og
skapa þekkingarmiðju kringum
hana sem gerir Breta
leiðandi afl í sæ-
strengsverkefnum í
heiminum. Fram-
kvæmdir hefjist 2019
og strengurinn verður
framleiddur lagður og
tilbúinn til notkunar
2025, þegar Bretar
ætla að loka öllu kola-
verunum. Fjármögnun
verkefnisins er sögð
klár og starfshópur um
sæstreng var að sögn
ASC endurskipaður ár-
ið 2017. Hugmynd fyrirtækisins um
verð orkunnar í Bretlandi er £65
/MW, sem er lágt og skilur varla eft-
ir mikið svigrúm til að tryggja arð-
semi virkjana hér og viðbótarfram-
kvæmda í flutningskerfi.
Áhrif á orkuverð hér
Miðað við fram setta hugmynd
verður flutningskostnaður hár
fyrstu árin, meðan eigandi strengs-
ins fær fé sitt til baka með arði, en
síðar afskrifast hann, flutnings-
kostnaður lækkar og þá gætir áhrifa
meir á almennt orkuverð á Íslandi.
Taka skal frá um 450 MW af flutn-
ingsgetu strengsins fyrir flutning
umframorku Landsvirkjunar. Gall-
inn er sá, að aldrei er hægt að taka
vatn úr miðlun án áhættu, nema rétt
yfir blásumarið. Afhending til ann-
arra á afgangsorku mun því minnka.
Virkjun 150 til 250 MW af ótil-
teknum jarðvarma og smávirkj-
unum til viðbótar gengur verulega á
hagkvæmasta hluta auðlindarinnar
sem eftir er, en við erum skilin eftir
með óhagkvæmari hlutann til eigin
þarfa og skapar það þrýsting á að
hækka orkuverð.
Hærra orkuverð veikir sam-
keppnisstöðu iðnaðar.
Þáttur landsreglara
Landsreglarinn, sem skal sam-
kvæmt tilskipun ESB vera í hverju
landi verði óháður öllum öðrum
stjórnvöldum og aðeins háður
ACER og stjórnmálamönnum ESB.
Verði þriðji orkupakkinn sam-
þykktur hér og gengið út frá því, að
báðar þjóðir verði áfram í innri
markaði ESB eftir Brexit, þá verður
hugsanlega hægt með tímabundinni
undanþágu að semja um sölu inn á
strenginn eins og við stóriðju. Að
þeim tíma liðnum yfirtaka landsregl-
arar Íslands og Bretlands völdin yfir
viðskiptum yfir hinn afskrifaða
streng, en þeim ber að starfa með
hagsmuni allra notenda innan ESB
fyrir augum. Landsreglararnir fara
einnig með vald yfir svæðismörk-
uðum ríkjanna tveggja og ber að
tengja þá á þann hátt sem best
gagnast ESB í heild sinni. Þá aukast
áhrif strengsins á almennt orkuverð.
Varla er vafi á, að hinn íslenski
landsreglari verði að lögum skyldur
til að greiða eftir mætti fyrir teng-
ingum þessa sæstrengs við Ísland.
Þar á meðal þarf hann að ýta á eftir
tímanlegri styrkingu flutningskerf-
isins og því, að land yrði tekið frá
fyrir tenginguna. Hann getur aftur á
móti ekki skipt sér af framkvæmd-
um eða leyfisveitingum vegna virkj-
ana, en þar hefur ESB þó sína eigin
stefnu. Í forsendukafla tilskipunar
nr. 72/2009 er eftirfarandi töluliður,
lauslega þýtt, en það athugist að hér
á orðið notendur við alla notendur á
innri markaði ESB:
(57) Það, að stuðla að réttlátri
samkeppni, góðu aðgengi ólíkra
söluaðila og koma upp nýjum afl-
stöðvum ætti að vera í forgangi hjá
meðlimaþjóðum til að notendur geti
að fullu nýtt sér tækifærin á hinum
frjálsa innri orkumarkaði.
Hvaða tæki ESB hefur til að
fylgja eftir stefnu sinni er svo annað
mál, en erfitt getur reynst að hindra
fjárfestingar eða leyfi til einkaaðila
frá löndum ESB.
Lokaorð
Áhætta almenns iðnaðar á Íslandi
af sæstreng til Bretlands til lengri
tíma er veruleg, samþykkt 3. orku-
pakkans eykur hana og íslensk
stjórnvöld missa öll tök á þeim áhrif-
um.
Árið 2003 var umhverfi þess innri
raforkumarkaðar ESB sem við
gengum inn í allt annað en það um-
hverfi sem blasir við í dag. Mikilvæg
ábending kom frá Alexöndru Bjark-
ar Adebyi, í Mogganum 28/6-’18.
Umhverfið innan ESB ber nú mun
meiri einkenni yfirþjóðlegs valds en
áður. Landsreglarinn, settur sam-
kvæmt tilskipun ESB nr. 72 frá
2009, veitir stofnun ESB ákveðið
áhrifavald beint inn í stjórnkerfi
lands síns fram hjá öðrum stjórn-
völdum (Trójuhestur) og skal skila
skýrslum um framgang tiltekinna
mála til að unnt verði að beita þeim
áhrifum á markvissan hátt. Sams-
konar dæmi er í nýjum persónu-
verndarlögum, en þar voru brýnir
hagsmunir í húfi væru þau ekki sam-
þykkt. Hins vegar má sýna fram á,
að orkupakkinn er andstæður ís-
lenskum hagsmunum og því upp lagt
að hefja andóf gegn valdaásælni
ESB með því að fella hann.
Eftir Elías Elíasson » Áhætta almenns iðn-
aðar á Íslandi af sæ-
streng til Bretlands til
lengri tíma er veruleg,
samþykkt 3. orkupakk-
ans eykur hana og ís-
lensk stjórnvöld missa
öll tök á þeim áhrifum.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur
í orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Endurnýjun sæstrengshugmynda
Það er að renna upp
fyrir mér (og Íslenskri
erfðagreiningu), að við
Íslendingar þjáumst af
vissri þröngsýni: Við
viðurkennum ekki sem
skyldi, að við erum lík-
lega að mestu leyti
komnir af steinald-
arfólkinu sem bjó um
allt í Noregi, Bretlandi
(og Danmörku?) í
fimmtán þúsund ár fyrir okkar tíma-
tal.
Þetta er áskorun, vegna þess að
ólíkt þjóðunum sem þar búa enn, bú-
um við ekki að því að geta sótt sál-
arstyrk allt aftur að ísöld fyrir þjóð
okkar, þegar mest á ríður að sanna
okkar tilverurétt í alþjóðasamfélag-
inu; en þurfum þess í stað að láta
okkur nægja þær röksemdir sem
takmarkast að mestu leyti við ellefu
hundruð ár innflytjenda á þessari
eldfjallaeyju!
Fjölbreyttir stein-
aldaráar okkar
Því ætti það nú að
vera kærkomið og
ódýrt úrræði að bæta
úr þessu með hug-
arfarsbreytingu og
fræðslu. Þar gæti Ís-
lensk erfðagreining vís-
að veginn; en á nýleg-
um
almenningsfyrirlestri
hennar vörpuðu mann-
fræðingar hennar ljósi
á ýmis atriði; sem að vísu stangast á
við margt í hefðbundnum sjálfs-
myndum Íslendinga um „norræna
kynstofninn“ sinn; en sem vísa um
leið á brautir fyrir Íslendinga til að
hugsa út fyrir það box; svosem; Ís-
lendingar virðast vera blandaðri en
við héldum; af því allt að helmingi
erfðamengja Íslendinga fyrstu alda
hér, virðast keltnesk en ekki nor-
ræn. Það bendir til að þótt meirihluti
okkar hafi komið frá Noregi, þá
komi rúmur þriðjungurinn frá Bret-
landi.
Sú uppgötvun ætti að vera okkur
hvati til að opna á að samsama for-
tíðarímynd okkar meira við Bret-
land; með opnum huga; en ekki að-
allega við Noreg; líkt og verið hefur
lenskan.
En það gefur ekki bara opnari og
nútímalegri sjálfsmynd af rótum
okkar, heldur gefst okkur þá jafn-
framt tækifæri til að upplifa okkur
sem afkomendur tveggja steinald-
armenningarsvæða í fyrndinni í stað
eins; Noregs. Og slíkt er kærkomið í
ljósi þekkingarfæðar fræðimanna
um steinaldarfólk Evrópu, þar eð
allir þekkjum við vel hið myndræna
enska risasteinahof Stonehenge!
Reyndar getur það líka glatt okk-
ur sem viljum sjá einsleita fortíð Ís-
lendinga sem mesta, að Íslensk
erfðagreining telur sig sjá að fyrir
landnám okkar var genamengi
Norðmanna og Breta fádæma svipað
og skylt miðað við nágrannaþjóðir,
hvort sem var. Enda komu aðgrein-
andi tungur kelta og norrænna til
sögunnar miklu seinna!
Annað sagði þó Íslensk erfða-
greining á fundinum, sem gengur
gegn trúfestu Íslendinga á „ljós-
leitan norrænan kynstofn“, en það
er, að steinaldarþjóðirnar sem komu
til Evrópu voru meira og minna
„dökkar“: Af þeim þrem (helstu?),
var sú fyrsta með „ljósa“ húð en
„dökk“ augu og hár; sú næsta með
„ljós“ augu en „dökka“ húð og hár;
og sú þriðja; (er norræna fólkinu er
víst tamt að kenna sig við; er kom
væntanlega með indó-evrópsku
tungumálafjölskylduna okkar); var
með „ljóst“ hár en „dökka“ húð og
augu. Síðan virðast þessir hópar
hafa náð að blandast rækilega sam-
an um árþúsundir í Mið-Evrópu!
Sýnum ættrækni okkar!
Okkur ætti hins vegar að þykja
fengur í að vita að fyrsti hópurinn
var sá sem mun hafa breiðst fyrst
norður til Noregs (og Danmerkur) í
kjölfar hreindýraveiða sinna. Því
það var sá sami sem mun hafa gert
öll hellismálverkin frægu og líflegar
andlitsteikningar sínar á hellaristur;
og því býðst okkur nú þar kærkomið
tækifæri til að samsama okkur við
þessa steinaldarmannaætt okkar á
stigi veiðimanna og safnara.
Það er gott fyrir okkur að vita að
áar okkar í forneskju höfðu æva-
fornt land undir fótum á meðan Ís-
land var enn að verða til, þar sem áð-
ur höfðu verið risaeðlur og upphaf
lífsins.
Hins vegar kallar það á hógværð
hjá okkur að frétta, að ekki hefur
enn sannast að tunga okkar af indó-
evrópsku málafjölskyldunni, hafi
náð til Noregs fyrr en á kristnum
tíma! Og hefur þá væntanlega bland-
ast málum og menningum lítt
þekktra þjóða sem bjuggu þar þá
fyrir?
Þetta ætti nú að hjálpa okkur að
hugsa um nýbúa okkar upprunna frá
öðrum steinaldarbakgrunnum; sem
og að geta boðið frændtungunni
okkar; enskunni; birginn; með yf-
irvegaðri hætti!
Fyrir löngu orti ég ljóð um stein-
aldarfortíð okkar, sem nefnist: Yfir-
lit; en þar segi ég m. a. þetta:
Jafnvel á Ísöld
hefur mönnum leiðst;
vaknað um miðja nótt
meðan loðfílar rumdu í fjarska,
gangandi í halarófu.
Hundurinn hefur líka rumskað,
brennt hluta af líftíma sínum
í leiðinda-ólundarstöru
fram á lappirnar sínar.
Menn hafa rumskað við
mammútamartraðir:
að ástvinur dytti
ofan í ísgildrur
til æðandi loðfíla.
Fjölbreyttur upp-
runi Íslendinga?
Eftir Tryggva V.
Líndal
Tryggvi V. Líndal
» Íslendingar virðast
vera blandaðri en
við héldum.
Höfundur er skáld og
menningarmannfræðingur.