Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 22

Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 ✝ Þór Harðarsonbifreiðasmiður fæddist í Hafn- arfirði 10. ágúst 1958. Hann lést í faðmi fjölskyld- unnar á heimili sínu eftir harða baráttu við krabbamein þann 16. júlí 2018. Foreldrar hans voru Hörður Run- ólfsson frá Hálsum í Skorradal, f. 7. apríl 1911, d. 5. febrúar 2005, og Sigrún Steinsdóttir frá Spena í Miðfirði, f. 1. maí 1916, d. 13. desember 1988. Þór var yngstur systkina sinna, alsystkini hans eru Auður, f. 1943, Bergljót, f. 1945, Úlfar, f. 1947, og Ingibjörg, f. 1953, systkini Þórs sammæðra Ing- ólfur, f. 1933, d. 2015, og Val- gerður, f. 1937, d. 1969, og samfeðra Hilmar, f. 1938, d. 2017. Uppeldissystir Þórs er Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, f. 1963. Þann 4. apríl 1993 kvæntist Þór Guðrúnu Hrönn Smára- dóttur frá Hvolsvelli, f. 5. mars réttingaverkstæði í Hafnarfirði um árabil. Síðar gengu synir Þórs til liðs við hann í verk- stæðisrekstrinum á Viðarhöfða í Reykjavík, og hafa þeir einn- ig starfrækt bílaleigu síðustu ár. Sambúð Þórs og Guðrúnar hófst í íbúðarskúr við æsku- heimili Þórs að Hólsvegi. Með eljusemi að vopni reistu þau sér hús í Funafold í Grafarvogi á árunum 1984-1987 þar sem þau hafa búið æ síðan ásamt börnum og hundum. Þór lagði mikinn metnað í að búa fjöl- skyldu sinni öruggt og fallegt heimili og hafði hann einkar gott auga fyrir vönduðu hand- verki. Þau hjón hafa alla tíð verið heimakær og þó einnig notið ferðalaga innan lands sem utan, oft á húsbíl. Gamlir tímar, sér í lagi stríðsárin, heilluðu Þór og hafði hann dá- læti á ýmsum antíkmunum og fornbílum. Söguáhuganum deildi hann með dóttur sinni og bílaáhuganum með sonum sín- um, en öll fjölskyldan samein- aðist í áhuga og væntumþykju fyrir hundum. Útför Þórs verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, þriðju- daginn 24. júlí 2018, klukkan 15. 1961, en þau hófu sambúð í lok árs 1980. Guðrún er dóttir hjónanna Smára Guðlaugs- sonar, f. 1925, og Önnu Þorsteins- dóttur, f. 1928. Börn Þórs og Guðrúnar eru Andri, f. 12. októ- ber 1985, Sigrún Sif, f. 19. desember 1989, og Ívar, f. 1. febrúar 1993, unnusta Ívars er Nanna Sveinsdóttir, f. 17. september 1993. Þór ólst upp í Kleppsholtinu í Reykjavík, gekk í Langholts- skóla og Ármúlaskóla. Leið Þórs lá í Iðnskólann í Reykja- vík þar sem hann hóf nám í bifreiðasmíði, en starfsnám stundaði hann hjá Trausta Hallsteinssyni. Ávallt var kært milli Þórs og lærimeistara hans en þeir félagar háðu baráttuna við krabbamein í sameiningu frá greiningu Þórs. Aðeins rúmur mánuður er milli and- láta þeirra Trausta og Þórs. Að loknu námi rak Þór sitt eigið Ég er svo lánsöm að vera partur af ykkur, fjölskyldunni í Funafoldinni, og ég hefði ekki getað beðið um betri tengdafor- eldra en þig og Guðrúnu, það er svo dýrmætt að eiga gott fólk í kringum sig. Klossarnir, flíspeysan, matarsmekkurinn þinn, bílarn- ir, handlagnin, garðurinn, visk- an, hlýjan og þolinmæðin eru hlutir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Ég veit það fyrir víst að þú hefðir orðið frábær afi og hefð- ir kennt og sýnt barnabörnun- um þínum heilmargt skemmti- legt og áhugavert, eins og þú hefur gert fyrir Ívar. Ég er heppin að Ívar eigi þig sem fyrirmynd og hafi lært af þér allt sem þú hefur kennt honum. Það hafa verið forréttindi að kynnast þér, elsku Þór, þó svo að tíminn hafi orðið styttri en við hefðum óskað okkur. Minningar um dásamlegan mann lifa í hjörtum okkar. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Nanna Sveinsdóttir. Kæri vinur og svili minn, Þór Harðarson, þú hefur nú kvatt þennan heim. Það var ekki langur tími sem þú fékkst eftir að þér og Guð- rúnu var tilkynnt um að ekkert væri hægt að gera fyrir þig. Ég hef þekkt þig, kæri Þór, í fjóra áratugi og vissi vel hvernig þú varst innréttaður, ljúfur dreng- ur, mann- og dýravinur. Þannig að það kom mér ekki á óvart hvernig þú tókst þessum áföll- um sem á þig og fjölskyldu þína dundu. Þú tókst því með æðru- leysi og jákvæðni og allir sem voru í kringum þig og allt sem gert var fyrir þig var yndislegt og gott. Kæri Þór, við vorum ekki bara svilar, heldur einnig góðir vinir og bar aldrei skugga á þann vinskap. Þú þurftir ekki að hafa mörg orð um hlutina en þú lést verk- in tala, bæði hvað varðar vinnu og ekki síst það er snéri að Guðrúnu og börnum ykkar. Margt var brallað saman, eitt ógleymanlegt atriði er þeg- ar við tveir vorum með uppá- komu fyrir Guðrúnu og Eddu. Það var svokallað ryksuguat- riði, þá klæddumst við sokka- buxum og öðrum búnaði með Hoover-ryksugubarka í hönd- um og „sungum“ I want to break free. Ógleymanlegt atriði sem lifir enn og er lýsandi fyrir það að þú ert nú „free“. Það er mikill heiður að hafa fengið leyfi til að fylgja þér, kæri Þór, síðustu stundir, daga og vikur, sem þú lifðir. Ég, Edda og fjölskylda okk- ar vottum ykkur, elsku Guðrún, Andri, Sigrún, Ívar og Nanna, samúð okkar og biðjum góðan Guð að varðveita ykkur. Góðar minningar lifa um góðan dreng. Takk fyrir allar góðar stundir, sjáumst síðar Þór minn. Vonandi hlustar þú enn á One night only. Erlendur Árni Hjálmarsson. Ástkær móðurbróðir minn, Hörður Þór Harðarson, er lát- inn. Banamein hans var krabbamein. Einungis 59 ára og svo stutt í 60 ára afmælið hans, nákvæm- lega 10. ágúst 2018. Þór frændi var yngsta systk- ini móður minnar heitinnar, Valgerðar Hauksdóttur. Hann var mér afar góður. Ég minnist þess þegar ég sem munaðar- laust barn flutti á Hólsveg 16 árið 1969, þá nýbúin að missa móður mína. Ég var stödd í forstofunni þegar frændi minn labbaði út með vinum sínum í átt að bíl- skúrnum. Einn vinur hans spurði hver þessi litla stelpa væri. Hann tilkynnti að ég væri litla systir hans. „En Þór, þú átt enga litla systur,“ sagði vin- ur hans. „Hún er dóttir elstu systur minnar sem lést í sum- ar“, sagði Þór. Mér hlýnaði svo mikið við þessi orð, þau buðu mig svo velkomna. Þannig var Þór frændi. Þór kenndi mér að hjóla og einnig að hugsa vel um hjólið mitt. Á hverju vori fékk ég ekki að hjóla á því fyrr en farið hafði fram skoðun á hjólinu og vor- hreingerning líka. Þór elskaði farartæki alls konar strax frá barnsaldri. Hann smíðaði flottustu kassa- bílana í hverfinu. Fáir fengu að prófa þá, enda einstakir. Hann smíðaði bíla frá grunni, löngu áður en hann mátti sjálfur keyra. Hann lærði svo bílasmiðinn við Iðnskólann. Það sagði sig sjálft. Þegar ég lauk bílprófi rétti hann mér bíllykla og sagði mér að fara á rúntinn. Ég hváði og sagði að ég hefði bara rétt í þessu verið að fá prófið, en hann sagði: „Þú getur allt sem þú vilt, Kolbrún“. Hann gerði ekki greinarmun á kyni, ein- ungis hvatti mann til að láta hlutina gerast. Þór var mér stuðningur í gegnum unglings- árin og oftar en ekki ljáði hann mér eyra. Það var ómetanlegt... Þegar ég flutti norður upp úr tvítugu lágu leiðir okkar ekki saman til margra ára. Hann kynntist yndislegri konu, henni Guðrúnu, og saman eignuðust þau þrjú börn. Þau byggðu hús í Foldahverfi í Grafarvogi og einnig byggði hann upp at- vinnustarfsemi sína sem bíla- smiður. Þór vann mikið og við sáumst ekki lengi vel. Ég eign- aðist mann fyrir norðan og börn og fór ekki oft suður. Við misstum hvort af öðru lengi vel. Þór frændi verður alltaf í hjarta mínu þessi góði frændi sem var alvöru bróðir litlu frænku sinnar. Hann lánaði mér „betri“ tónlist þegar hon- um fannst frænka sín hlusta á algjört krap. Albúmin með Elton John voru honum hjartfólgin en samt rölti hann með þau í næsta her- bergi svo frænka hans myndi kynna sér alvöru tónlist. Elsku Guðrún, Andri, Sigrún Sif og Ívar. Sorg ykkar er mik- il. Hún er meiri en orð fá lýst. Þór átti eftir að fá að upplifa svo margt, verða afi, njóta barnabarna og samveru við börn sín og eiginkonu. Fá að eldast og njóta rólegra daga. Hvíl í friði elsku Þór minn. Við höfum misst marga sem nú eru handan móðunnar miklu. Þau munu nú bjóða þig velkom- inn og faðma þig, elsku Þór. Þín, Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og fjölskylda. Elsku Þór, ég þekkti þig bara sem Þór, vissi ekki einu sinni að þú hétir líka Hörður fyrr en mörgum árum eftir við kynntumst, sem var í gegnum Guðrúnu skólasystur. Ekki vissi ég þá, í bekkjarpartíunum þar sem þú og Reynir minn lærðuð að syngja saman Maís- tjörnuna, að það væri upphafið af innilegum vinskap sem hefur haldist síðan. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar þessi orð eru skrifuð. Margt sem við Reynir erum þakklát fyrir að hafa gert með þér. Allar útileg- urnar, þar sem þú lést bíða eftir þér! Alltaf nóg að gera á verkstæðinu og Guðrún tilbúin með allt, hringjandi í okkur til að fullvissa okkur um að þau væru alveg að koma. Sem var líka raunin, tjöldin komin upp fyrir miðnætti! Öll skiptin sem „julefrokosterne“ voru hér hjá okkur. Þar sem síldin hitti ekki alltaf í mark hjá þér komstu bara með þitt eigið hangikjöt. Matvandur varstu alla tíð. En þessi siður var orðinn ómiss- andi fyrir okkur öll. Ég mun sakna laugardagsmorgnanna, þar sem ég gat gengið að vín- arbrauðinu, kaffinu og notalegu spjalli vísu. Enn fremur koma upp í hugann sterkar tilfinn- ingar þínar til heimilis- hundanna Tínu, Gæsku, Roxy og núna Pollýjar, þú varst alla tíð mikill hundavinur. Alltaf var gott að leita til þín varðandi ráðgjöf í bílamálum eða ef þörf var á að laga eitt og annað í heimilisbílunum. Allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur, vannst þú af vandvirkni og alúð. Húsið sem frá upphafi var ramminn utan um fjölskyldulíf ykkar Guðrún- ar, var valið af kostgæfni. Þér þótti óskaplega vænt um að vera heima að dytta að ýmsu og hafðir skemmtilegan smekk og skoðun á hvernig og hvaða hlutir ættu að vera í húsinu. Ekki voru allir alltaf sammála, en þú hafðir lag á að láta hlut- ina finna sinn stað á heimilinu og allt í einu var bara eins og það hefði alltaf átt að vera þar. Þú hafðir svo góða nærveru, mjög þolinmóður og frábær hlustandi. Þú hafðir sterkar skoðanir án þess endilega að troða þeim upp á fólk. Þið Guðrún hafið byggt upp fallegt heimili og fjölskyldulíf saman, í ykkar sambandi ríkti traust, virðing, hlýleiki og vin- skapur sem kom svo berlega í ljós í veikindum þínum. Þið voruð svo samheldin sem fjöl- skylda að ekkert var óyfirstíg- anlegt og þú fékkst að kveðja eins og þú óskaðir. Ég gæti skrifað og skrifað en ætla að láta staðar numið, þessi illvígi sjúkdómur kom okkur öllum í opna skjöldu, ótímabær, illvígur og sár. Það er stórt skarð sem höggvið er í fjöl- skylduna og vinahópinn. Elsku Guðrún, Andri, Sigrún og Ívar, hugur okkar er með ykkur á þessum erfiða tíma! Ykkar vinir, Lone og Reynir. Þór Harðarson ✝ Vagn PrebenBoysen fæddist í Ringe, Danmörku, 7. apríl 1944. Hann lést í Danmörku 7. júlí 2018. Foreldrar hans voru Astrid Katrine Boysen, húsmóðir, f. 1918, d. 2000, og Andreas Carsten Boy- sen vélsmiður, f. 1915, d. 1981. Systur Vagns eru Birgit Larsen, f. 1937, d. 1979, Inger Maria Bundgaard, f. 1940, og Lilly Ingrid Kjeldsen, f. 1940. Fyrrverandi eiginkona Vagns er Sigrún Ólafsdóttir, f. er Birgir Gunnarsson, f. 1963. Eftirlifandi eiginkona Vagns er Ása Hildur Baldvinsdóttir, f. 1954, sonur hennar og stjúpson- ur Vagns er Pétur Þór Bene- diktsson, f. 1976, eiginkona hans er Anna Kristín Guðmundsdóttir og eiga þau tvær dætur, Ásu Diljá og Dagbjörtu Lóu. Sonur Vagns og Ásu er Andreas Boy- sen, f. 1984, sambýliskona hans er Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir, f. 1984, dætur hennar eru Álfrún Ösp, f. 2009, og Ása Máney, f. 2010. Vagn lærði hársnyrtiiðn í Danmörku og starfaði við það alla tíð. Hann rak hársnyrti- stofuna Hárkúnst frá 1986 og hann kenndi í faginu í Iðnskól- anum í Hafnarfirði frá 1995 til starfsloka 2004. Útför Vagns fer fram í Lang- holtskirkju í dag, 24. júlí 2018, klukkan 15. 1948, sonur hennar og stjúp- sonur Vagns er Ólafur Hrafn Emilsson, f. 1966, giftur Jónu Sig- ríði Einarsdóttur og eiga þau einn son, Einar, f. 2000, og dóttir Vagns og Sig- rúnar er Asdrid Boysen, f. 1969, fyrrverandi eiginmaður hennar er Hermann Arason, börn þeirra eru Sigrún Lind, f. 1994, Elma Rún, f. 1996, og Ari, f. 1999. Nú- verandi sambýlismaður hennar Hann elsku pabbi minn lést sviplega í Danmörku 7. júlí síð- astliðinn. Vagn tók mig að sér þegar ég var aðeins þriggja ára gamall og ég kallaði hann strax pabba. Hann var ótrúleg uppspretta af fróðleik og var óþreytandi í að svara spurningum, leika við og smíða leikföng fyrir ungan spenntan dreng sem vildi helst hafa þennan nýja kærasta mömmu bara út af fyrir sig. Pabbi var einhver sá bónbesti maður sem ég hef kynnst á æv- inni og reyndist mér alla tíð svo vel og ég veit að margir fleiri treystu á hann því að það lék bók- staflega allt í höndunum á honum. Hann var mikill kennari og listamaður í sínu fagi og átti auð- velt með að miðla sinni kunnáttu til fjölda nemenda sem leituðu til hans. Hann naut þess að búa til og skapa hvort sem það var eitt- hvað fyrir okkur bræðurna eða paradísin sem hann gerði fyrir þau mömmu í Højrup. Þar var hann glaðastur í faðmi fjölskyld- unnar sinnar og þar kvaddi hann þennan heim. Ég er svo þakklátur fyrir allt það sem þessi fallegi maður gerði fyrir mig og litlu fjölskylduna mína. Okkur finnst hann hafa kvatt okkur alltof snemma og við munum sakna Vagns afa óendan- lega mikið og muna hann alla tíð. Pétur Þór Benediktsson. Með sorg í hjarta kveðjum við okkar góða vin og samstarfs- félaga til margra ára Vagn Pre- ben Boysen. Vagn var frábær vinnufélagi, bóngóður, sem gott var að vinna með og hafði hann mikinn metnað fyrir sínu fagi sem hársnyrtir. Hann var sífellt brosandi og til í glens og grín. Einstaklega handlaginn við að gera við hluti sem þurftu lagfær- ingar við. Kynni Eyva og Vagns eru frá árinu 1978 af Klapparstígnum, þá var Eyvi 16 ára að læra hár- snyrtiiðn og kynntist hann þar hinum danska Vagni í ullarsokk- unum sínum, borðandi rúnn- stykki með vínarbrauði ofan á. Leiðir Vagns og Eyva lágu svo aftur saman þegar þeir fóru að kenna saman hársnyrtiiðn við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 1994 og saman settust þeir á skólabekk við Kennaraháskóla Íslands til að öðlast kennararétt- indi. Vagn var einkar góður kenn- ari og enn í dag nýtum við okkur aðferðir hans, bæði í vinnu og við kennslu. Leiðir Gretu og Vagns lágu saman árið 1994 þegar hann kom að kenna við Iðnskólann í Hafn- arfirði. Heppin vorum við að fá hann til liðs við okkur í IH. Sam- viskusamari, metnaðarfyllri og hjálpsamari mann var varla hægt finna. Vagn var mikill vinur og hlý manneskja. Að horfa á Vagn klippa sinn klassíska herrafláa var unun, það var eins og að horfa á listamann gera fullkomið lista- verk. Mikill vinskapur fylgdi öll þessi ár og að koma í heimsókn til þeirra hjóna, Vagns og Ásu, til Danmerkur var yndisleg upplif- un. Silla kynnist Vagni þegar hún flutti heim til Íslands árið 1998 eftir að hafa unnið í Danmörku í nokkur ár. Fyrstu kynni Sillu af Vagni eru þegar hún var gesta- kennari í IH. Þar mætti henni grannur maður, léttur í lund með yfirvararskegg í ullarsokkum og spjallaði við hana á dönsku. Þá óraði hana ekki fyrir því að 10 ár- um seinna yrðu þau samkennar- ar, sá tími var lærdómsríkur og er þakklæti efsti í huga því af Vagni var margt að læra og af reynslu hans, færni og hlýju var ekki annað hægt en að verða betri kennari. Steinunn kynntist Vagni þegar hún hóf að kenna með honum árið 2009, hann tók afar hlýlega á móti henni og aðstoðaði hann hana við ýmislegt er við kom kennslunni, Það var ómetanlegt að fá að starfa með fagmanni eins og Vagni. Minnisstæð er ferð okkar kennara til Óðinsvéa í Danmörku á keppni og í skólaheimsókn og fengum við að gista í höllinni góðu í Højrup. Þar áttum við kennar- arnir yndislega stund saman og þann tíma geymum við vel í hjarta okkar ásamt öllum þeim góðu stundum sem við áttum með Vagni. Við minnumst Vagns með mikilli hlýju og væntumþykju. Við sendum Ásu, Hildi og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfalls góðs vinar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Eyvindur, Greta, Sigurlaug og Steinunn. Vagn Preben Boysen Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.