Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 ✝ Sigurður varfæddur 4. sept- ember 1952 og and- aðist á Landspít- alanum, krabba- meinsdeild, 14. júlí sl. Foreldrar hans voru Elín Á. Ingv- arsdóttir og Sig- urður J. Júlíusson. Kjörforeldrar Sigurðar voru Ingv- eldur Markúsdóttir og Stefán Torfason Hjaltalín. hennar börn eru Hendrik Björn, Þráinn Arnar og Björg Ólöf. Sigurður var bifvélavirki að mennt, starfaði lengst af við störf tengd bílum og nú síðastliðin ár hjá Frumherja. Í frítíma sínum naut hann sín í sumarbústaðnum og bar sá staður merki um hve mikill listasmiður hann var og naut hann þess svo innilega að hafa fallegt í kringum sig því hann var mikill fagurkeri og má sjá merki þess allt um kring. Hann stundaði laxveiðar fyrr á árum og hafði gaman af, sér- staklega ferðum hans og Ingólfs til Rússlands og fleiri staða. Sig- urður var líka hestamaður þó síðastliðin ár hafi dregið úr því. Sigurður verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, þriðju- daginn 24. júlí 2018, kl. 13. Uppeldissystur hans eru Sigurbjörg og Ingibjörg. Börn Sigurðar eru Ingólfur Davíð, fæddur 8. október 1973, og Kristjana Lind, fædd 13. nóv- ember 2010. Kona Ingólfs er Erna Þor- steinsdóttir og börn hans eru Hólm- fríður, Stefanía og Úlfar. Eftirlifandi kona Sigurðar er Kristín Benediktsdóttir og Traustar hendur um hugann halda og bera mig gegnum nóttina kalda. Halda þétt um hjartans rætur, hvar sem er og hvernig sem lætur. Augun blíðlega beina til mín og lífið það birtist í annarri sýn. Því þitt bros, hlátur og góða hjarta gerði alla mína daga bjarta. Þegar mér leið sem verst fannst ég vera að falla, þú lýstir minn veg, lagaðir lífsins halla. Ef ekki væri þín hönd og þín hlýja þá myndi ég heiminn ávallt flýja. Því þú dregur fram styrk og gleði í mér, hver stund var dýrmæt í návist með þér. Ég þakka Guði gjafmildi sína því hann gaf mér traustu höndina þína. Aldrei mun gleymast þitt bros og hlátur eða tíminn sem bar með sér taum- lausan grátur. Í minningum alltaf endist sú nótt þegar heimurinn þagnaði og allt varð hljótt. Elsku Siggi minn, takk fyrir hvað þú gerðir mömmu ham- ingjusama. Það var ævintýri lík- ast að fá að þekkja þig, fá að fylgjast með þér og mömmu, öllu því sem þið tókuð ykkur fyrir hendur sem var svo ótal margt og hvernig ástin var ykkur að leiðarljósi í öllu sem þið gerðuð. Þegar litla ófædda barnið mitt kemur í heiminn þá hef ég svo ótal margar sögur að segja henni, sögur sem þú sagðir mér og minningar sem við sköpuðum saman. Ég mun reyna mitt besta að kenna henni og leiðbeina henni eins og þú kenndir mér. Ég elska þig. Þín Björg Ólöf og ófædd búbbulína. Elsku afi minn. Nú ertu far- inn eftir langa baráttu þar sem þú stóðst þig eins og hetja. Ég er svo óendanlega stoltur af þér og þrautseigju þinni í gegnum þetta ferli. Ég tel mig svo hepp- inn að hafa átt þig að í öll þessi ár. Þú kenndir mér svo margt, þar fremst í flokki er hesta- mennskan. Bestu minningar mínar eru af okkur tveim ríðandi inn í sólarlagið við Elliðavatn. Þar vorum við áhyggjulausir, bara við og hestarnir að njóta tilverunnar. Þú hefur verið mér svo frábær afi í gegnum tíðina og hef ég fengið að eyða miklum tíma af barnæsku minni hjá ykk- ur ömmu. Ómetanlegur tími sem ég mun aldrei gleyma. Þér mun ég aldrei gleyma, elsku afi minn. Þeim gildum sem þú kenndir mér, þeim ótrúlega fyndnu bröndurum sem þú sagðir, hvernig maður þú varst og hvernig maður ég vil verða. Ég lít upp til þín ávallt, afi minn, og ég mun sakna þín um alla tíð. Þinn Kristján Valur. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Siggi minn er látinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það lýsir honum best hvernig hann tókst á við þennan sjúk- dóm. Af einskæru æðruleysi, já- kvæðni, bjartsýni og dugnaði, sem hjálpaði okkur öllum sem stóðum við hlið hans í þessari erfiðu baráttu. Síðustu vikurnar þurfti hann að að styðja sig við tvær hækjur til að komast um. Ekki slökkti það á jákvæðni hans eða kærleika til okkar sem með honum vorum, alltaf glaður, æðrulaus og með óbilandi kjark þótt úlitið væri dökkt. Kærleik hans við okkur öll sem vorum honum náin fáum við seint fullþakkað og geymi ég minningu hans djúpt í hjarta mínu. Þökk sé kærum vini fyrir allt sem hann gaf mér í orði og verki. Menn og málleysingjar blessa minningu hans. Siggi minn átti trúna á Jesú í hjarta sínu og síðar meir rennur upp nýr dagur, bjartur og fagur, þar sem við verðum saman á ný. Drottinn blessi ástvini þína, elskaði vinur, Kristínu systur mína, Kristjönu litlu, Ingólf og alla nána ættingja og vini. Kærleikur þinn fylgir okkur öllum alla tíð. Loforð Drottins: Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar vera til, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. (Op. 21) Vinur þinn og mágur, Ólafur Benediktsson. Nú er hann Siggi bróðir bú- inn að kveðja eftir erfið veikindi. Hann var bara 6 mánaða þeg- ar hann kom til okkar á Klapp- arstíginn, en þá var ég 12 ára. Þar ólst hann upp í góðu yfirlæti og eignaðist góða vini í Skugga- hverfinu þar sem þeir léku sér í Flosaporti, Völundi og Kveld- úlfsporti. Við áttum alltaf kindur þegar Siggi var lítill. Hann átti kind sem hét Kolla og var mikið gæludýr hjá honum. Seinna eignaðist hann hesta og naut þess að vera á hestbaki. Siggi eignaðist 3 börn, Ingólf, Svövu og Kristjönu, fyrir nokkrum ár- um kynntist hann Kristínu sinni og áttu þau góð ár saman. Hún studdi hann og hugsaði vel um hann í veikindunum, á hún og hennar fólk þakkir skilið fyrir það. Þú hefur fengið friðinn blíða, fróun harms það getur veitt. Sárt var það að sjá þig líða, sárt að geta ekki neitt. (JH) Hvíl í friði, litli bróðir. Ingibjörg St. Hjaltalín. Sigurður Júlíus Stefánsson Elsku mamma. Það sem ég vildi sagt hafa: „Við skulum alltaf vera vinur“ – það var okkar leiðarstef í gegnum lífið. Við vorum þó ekki alltaf sammála, þú og ég, en grínuðumst ávallt með það að ekki væri við öðru að búast af hrúti og nauti. Þú varst með undurfyndinn meinhæðinn húmor sem þú sýndir í innsta hring, sem náði nýjum hæðum í samveru- stundum með Dísu. „Við skulum alltaf vera vinur“ – var það sem þú sagðir við mig þegar þú last Sölku Völku í fyrsta sinn. Á kvöldin sagð- ir þú mér frá sögunni sem markaði mig mikið. Og við áttum þetta leið- arstef, þú og ég. Við vinkonurnar í hverfinu áttum svo gott að eiga nokkrar mömmur og uppeldis- mæður sem sinntu okkur. Þú náðir meira að segja að pína ofan í þær kvíslgreiningu og fornbókmennt- um. En það var svo mikið meira en bara það; þið mæður okkar og uppeldismæður voruð fyrirmyndir okkar vinkvenna í lífinu líka. Það er ekkert smá stórt hlutverk! Við náðum ekki að hjóla saman um Bordeaux eða drekka prosecco í Róm, en við áttum magnaðar Soffía Magnúsdóttir ✝ Soffía Magn-úsdóttir fædd- ist 19. apríl 1952. Hún lést 30. júní 2018. Útför hennar fór fram 16. júlí 2018. stundir saman – hlustuðum á göldr- óttan fado í Lissa- bon, gengum saman í hæðum Machu Picchu og fórum í pílagrímaferð í hús Pablo Neruda. Og þúsund aðrar minn- ingar koma upp í hugann. Heima og að heiman, með ykkur pabba, og með Þóri og börnunum okkar. Ég hugsa um allar okkar góðu stundir og þakka fyrir þær. Þegar kom svo að því að skipta yfir í ömmuhlutverkið þá stækkaði hjartað um helming. Það sem börnin mín elskuðu að vera nálægt þér og nutu nærveru þinnar fæst ekki með orðum lýst. Og þrátt fyr- ir veikindi þín síðustu ár reyndir þú hvað þú gast, nýttir þú hvern einasta orkuþráð í líkama þínum til að taka vel á móti barnabörn- unum. Takk fyrir það, takk fyrir að skilja eftir ljúfar minningar sem þau geta tekið með sér inn í lífið. En, svo er það lífið, það er svo óútreiknanlegt; eitthvað breyttist, hugur og líkami gengu ekki í takt, og engin svör. Og veröldin snérist á hvolf og varð ekki eins og áður: Ég geng í hring í kringum allt sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. (Steinn Steinarr.) Þannig virtist þér líða; fyrir ut- an og í engum tengslum við líf okk- ar sem í kringum þig voru. Það var það erfðasta fyrir okkur öll; þú gast ekki tekið þátt í veröld okkar hinna. „Hvítur heimur, harður heim- ur“ – uppáhaldsljóð okkar beggja. Svona byrjaði lífið og svona varð þinn heimur. Hann varð einfald- lega of harður, „ljós sem sker, loft sem skellur“. Og það er erfitt fyrir okkur hin að skilja þennan hug- arheim. Ég ætla svo að fá lánuð orð Ingibjargar Haralds aftur og senda þér þessa kveðju: Fyrir þig Þar sem vegurinn byrjar er engill til verndar það vantar á hann annan vænginn og höndin sem blessar vegfarandann er brotin engu að síður legg ég óttalaus af stað á leiðarenda lítil kapella þar kveiki ég á hvítu kerti fyrir þig sem fórst og gleymdir að kveðja ég sem á engan guð verð að treysta því að guð þinn taki mark á kertinu mínu og sjá: er ég kem aftur út skín sól á heiðum himni og fuglar syngja í trjánum fyrir þig sem fórst og gleymdir að kveðja. (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Þín Heiða. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI SIGURJÓNSSON, fv. leigubifreiðastjóri, andaðist 11. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls fyrir hlýhug og ummönnun. Steinunn S. Káradóttir Hjörtur Hjartarson Páll Kárason Málfríður Baldursdóttir Sigurjón Kárason Vigdís Helga Eyjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KRISTBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Kidda, ættuð frá Skoruvík á Langanesi, lést miðvikudaginn 18. júlí. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Óskar Jensen Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, systir, amma og langamma, ÁSLAUG BENNIE ÞÓRHALLSDÓTTIR, fv. sjúkraliði, Krókamýri 78, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 13. Runólfur Sigurðsson Anna Margrét Guðjónsdóttir Þórhallur Biering Guðjónsson Baldvin Guðjónsson Þórhildur Þórhallsdóttir Donovan Ingibjörg Erla Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SJÖFN JANUSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Karen Kjartansdóttir Eiríkur Trausti Stefánsson Valborg Kjartansdóttir Magnús Haukur Magnússon Kjartan Kjartansson Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST JÓHANNSSON frá Teigi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, sunnudaginn 22. júlí. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. júlí klukkan 13. Sigrún Runólfsdóttir Unnur Ágústsdóttir Margrét Ágústsdóttir Runólfur Ágústsson Áslaug Guðrúnardóttir Jóhann Ágústsson Aðalheiður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.