Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 ✝ Friðrik DaníelStefánsson var fæddur á Akur- eyri 7. nóvember 1932. Hann lést 15. júlí 2018. Foreldrar hans voru: Stefán Ágúst Kristjánsson, rit- höfundur og for- stjóri, f. 14. maí 1897, d. 1. maí 1988 og Sigríður Friðriksdóttir, f. 10. febrúar 1912, d. 6. ágúst 1980. Friðrik varð stúdent frá MA 1952 og lauk viðskiptafræði- prófi frá HÍ 1959. Hann fór til Spánar og stundaði tungu- málanám við háskóla í Barce- lona 1959–1960. Hann hafði umsjón með út- Hann var einn af stofn- endum Íslensk-spánska félags- ins 1968 og í stjórn þess í nokkur ár. Hann var um tíma stjórnarformaður Orlofsdvalar (Félags Loftleiðastarfsmanna). Hann var sæmdur heið- ursmerki Stangaveiðifélags Reykjavíkur 1985 og sat um skeið í sóknarnefnd Bústaða- kirkju. Friðrik eignaðist son, Stein- ar, f. 10. maí 1956. Hann er bú- settur í Bandaríkjunum. Barns- móðir Gerður Jóhannesdóttir. Friðrik kvæntist fyrri konu sinni, Þóru Kristínu Jóns- dóttur, fv. kennara, 11. apríl 1965. Þau skildu 1973. Þau eignuðust son, Stefán Jón, við- skiptafræðing, f. 1968, starf- andi hjá NIB í Helsinki. Hann er kvæntur Auði Hafsteins- dóttur fiðluleikara. Börn þeirra eru: Hafsteinn Atli, f. 1996, Anna Katrín, f. 1998, María Björk, f. 2003 og Lilja Hrund, f. 2005. Síðari kona Friðriks er Ólafía Sveinsdóttir, fv. kennari og deildarstjóri á Ferðaskrif- stofunni Atlantik. Þau gengu í hjónaband 31. des. 1977. Dæt- ur þeirra eru: 1) Sigríður, hjúkrunarfræðingur, f. 1980. Maki: Snorri Gunnarsson, tölv- unarfræðingur. Börn þeirra: Daníel Tryggvi, f. 2008, Júlía Katrín, f. 2011 og Ísabella Helga, f. 2015. Þau eru búsett í Bandaríkjunum og 2) Ester Al- dís, hjúkrunarfræðingur, f. 1986. Maki: Sverrir Gauti Rík- arðsson, sem er að ljúka sér- fræðinámi í læknisfræði. Börn þeirra: Aron Berg, f. 2012 og Katla Maren, f. 2014. Þau eru búsett í Svíþjóð. Friðrik veiktist af park- insons-sjúkdómnum fyrir all- mörgum árum og dvaldist á Hjúkrunarheimilinu Mörk síð- asta árið. Þar naut hann frá- bærrar umönnunar. Útför Friðriks fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðju- daginn 24. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. gáfu Orkumála hjá Raforku- málaskrifstofunni í Reykjavík hluta úr ári 1959. Var fulltrúi hjá Póst- og símamálastjórn frá 1960 þar til hann hóf störf hjá Loftleiðum 1962 við hagsýslu- og rekstraráætl- anagerð. Hann vann hjá Loftleiðum þar til hann hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur frá 1974 til 1990. Eftir það og fram á síð- ustu ár vann hann sem um- boðsmaður við sölu á veiðileyf- um til erlendra stangveiðimanna. Eftirmæli eftir dáinn mann, eftirleikinn í sorginni það vann. Á dánarstundu drottinn meðtók hann, dýrðin almættis ástvini hans fann. (ÓFM) Friðrik Daníel Stefánsson, móðurbróðir minn, er látinn. Hann var fæddur 7. nóvember árið 1932 og lést hinn 15. júlí 2018, 85 ára að aldri. Hann var alnafni móðurafa síns, Friðriks Daníels Guð- mundssonar frá Teigi. Við Frið- rik vorum samferða í lífinu frá því að ég var klukkustundar- gamall, árið 1952, þar til hann lést, en ég yfirgaf dánarbeð hans klukkustundu fyrir andlátið. Friðrik lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, ár- ið 1952 og kandídatsprófi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1960. Á þessum árum dreif margt á daga hans. Hann stund- aði m.a. sjómennsku á Ný- fundnalandsmiðum, þar sem margir íslenskir sjómenn fórust á sjötta áratugnum. Hann fór í háskólanám til Spánar, dvaldi tíðum í Barcelona og varð fyrir miklum áhrifum af spænskri menningu, tónlist, sögu og tungu, en hann talaði spænsku reiprennandi. Þegar Friðrik söng spænsk lög og lék undir á gítar leið öllum vel. Og ekki sak- aði, að hann var glæsimenni, há- vaxinn, grannur, hnarreistur og fríður sýnum. Í mínum augum var hann alltaf víðförull heims- borgari, listamaður og fagurkeri. Á sjöunda áratugnum vann Friðrik hjá Loftleiðum með þeim ágætum að Sigurður Helgason, eldri, skrifaði um hann einstakt meðmælabréf fyrir vel unnin störf. Árið 1974 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur, að undirlagi föður míns og formanns félags- ins, Magnúsar Ólafssonar lækn- is. Óhætt er að fullyrða að saman hafi þeir forðað félaginu frá gjaldþroti og lagt mikið undir. Samvinna Friðriks og föður míns var alla tíð náin, allt þar til faðir minn lést árið 1990, og skömmu síðar var Friðriki fyrirvaralaust sagt upp störfum hjá Stanga- veiðifélaginu. Hvers vegna veit enginn, en svo mikið var víst að þetta var óverðskuldað og hefði bugað margan meðalmanninn. En Friðrik var enginn með- almaður, heldur sjálfstæður dugnaðarforkur sem aldrei lét bugast. Hann sá vel fyrir sér með sjálfstæðri starfsemi, tengdri veiðimálum, fram yfir áttrætt. Parkinsonssjúkdómur- inn, sem herjaði á hann síðustu æviárin, bugaði hann ekki held- ur, fyrr en síðasta æviárið, en þá þurfti hann að dvelja á hjúkr- unarheimili. Nú, þegar Friðrik heldur í sína hinstu för, kveð ég hann með Ferðabæn eftir móður- ömmu hans, Önnu Guðmunds- dóttur frá Ásláksstöðum. Gáttu jafnan gæfustig guðs á vegi sönnum, uns að bera englar þig upp að dýrðar rönnum. Nú byrja jeg reisu mín í Jesú nafni þín. Höndin þín helg mig leiði frá hættu allri jeg sneiði. Jesú mér fylgi í friði, með fögru englaliði. Ólafur F. Magnússon. Það var í Barcelona í apríl 1960 sem ég hitti Friðrik fyrst en Orri hafði kynnst honum gegnum sameiginlegan spánskan vin þeirra sem var við íslensku- nám hér. Friðrik minntist oft á þegar þeir fóru á rauðum Austin, sem Orri hafði gert upp, til Siglufjarðar í síldarvinnu. Eftir það taldist öruggt að á honum mætti ferðast til Evrópu, skelltu þeir sér 1958 með Gullfossi yfir hafið og til London. Hann sagði að þetta hefði verið hættuferð, voru eltir af lögreglunni, sem héldu þetta væru þjófar, póstbíll, merkingar horfnar. Orri pollró- legur en Friðrik hríðskjálfandi, þannig sagði hann mér frá þessu. Þá voru gjaldeyrishöft svo þeir keyptu 3 kg af dúni og fóru ekki í neina sjoppu til að selja hann, Harrods var það. Kurteis- lega var þeim bent á réttan stað með hann, fengu þeir nokkur góð pund og áttu fyrir ferð til Brussel á heimssýninguna. Nú voru þeir komnir á bragðið, keyptu í Woolworth fullt af smá- skrauti, varadekkið fyllt og þetta selt í Reykjavík sem var vel þeg- ið Það var gaman með Ólafíu og Friðrik á Spáni. Friðrik var í sambandi við efnaða Spánverja sem veiddu lax á Íslandi. Margir af þeim voru í góðu sambandi við hann. Við nutum þess t.d. þegar einn vinur hans bauð honum að nota íbúð sína við strönd. Eitt sinn vorum við hjá dóttur okkar á Spáni um páska. Friðrik skrapp yfir götuna og keypti sér „Veiðimanninn“. Í blaðinu var viðtal við hann og myndir, á svip- stundu varð hann hetja á svæð- inu þetta skírdagskvöld. Keypti hann fimm lítra Cava til skála fyrir utan heimilið hennar. Morguninn eftir fór hann með rútu til Barcelona, þótti það skondið að sjá hann aleinan í rút- unni, sögðu heimamenn að eng- inn Spánverji ferðaðist í rútu á föstudaginn langa. Eftir að hann greindist með parkinson var hann lengi hress, ætlaði að berjast gegn sjúk- dómnum. Fyrst hjóluðu vinirnir, fóru í fjallgöngur, en fyrst og fremst var sundið stundað og þar sem hann var nú ekki maður sem sat kyrr voru engin grið gefin, venjulega hringdi hann eða sendi tölvubréf sem ég mót- tók, minnti á að mæta í sund, „Nú er ekki til setunnar boðið,“ var mottóið hans, en þannig minnast börnin okkar hans: Kom með gusti inn, settist kannski við píanóið, snerist síðast snöggt að gítarnum, þotið upp og drukkinn kaffisopi og sagðir brandarar eða spurt og svarað. Síðan kvatt og hann horfinn á augabragði. Að lokum ágerðust veikindin, átti orðið erfitt með sund. Einn daginn þá kom hann inn í kaffi eftir sundið og fannst okkur hon- um vera brugðið, hann bar sig samt vel og kvaddi með orðunum „kem á morgun“, en daginn eftir hringdi hann og sagðist hafa ver- ið stöðvaður og mætti ekki einu sinni borða. Hann fékk aðstoð hjúkrunarfólks fyrst um sinn. Fyrir rúmlega einu ári fékk hann pláss á Mörkinni og var það honum erfitt, með tárin í augunum sagði hann „mér leiðist svo“. Þar var hann einnig á fart- inni, gleymdi oftast að nota göngugrind, lá mikið á. Vonandi koma fljótt góð lyf við þessum sjúkdómi. Hann átti góða ævi, eignaðist þrjú mannvænleg börn. Kletturinn hans var Ólafía. Hvíl í friði kæri vinur. Heba og Orri. Við Friðrik erum jafnaldrar og báðir aldir upp á Ytri-Brekk- unni á Akureyri. Það voru aðeins örfá hús á milli húsa foreldra okkar og við vorum heimagangar hvor hjá öðrum. Ég treysti mér ekki til að fullyrða hvenær við kynntumst og fórum að leika okkur saman en ég er viss um að það var áður en við byrjuðum í Barnaskóla Akureyrar vorið 1938. Ég minnist þess frá þess- um árum að einu sinni gaf ég Friðriki vini mínum vasahníf í afmælisgjöf. Þá sagði Sigríður móðir hans okkur að eggjárn, þótt gefin væru af góðum hug, gætu skorið á vináttuböndin á milli okkar og hún borgaði mér fimm aura fyrir hnífinn. Vinátta okkar hefur ekki rofnað þessi tæp 80 ár sem síðan eru liðin. Við vorum saman í bekk öll árin í barnaskólanum. Fyrst við strangan aga hjá „fröken“ Arn- finnu Björnsdóttur, síðan hóg- værð hjá Eiríki Stefánssyni og síðasta veturinn hjá Kristjáni Sigurðssyni. Þessi ár voru tengsl okkar sterkust og tómstundun- um eyddum við oftast saman í leiki og prakkarastrik eins og flestra stráka var háttur á þess- um aldri. Vorið 1946 tókum við inntöku- próf í Menntaskólann á Akur- eyri. Alla gagnfræðadeildina vorum við saman í bekk en í menntadeild skólans skildi leiðir. Friðrik fór í máladeild en ég í stærðfræðideild. Stúdentspróf tókum við báðir vorið 1952. Friðrik lagði stund á við- skiptafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi árið 1959. Árin 1953-1955 bjuggum við báð- ir á Gamla-Garði. Þar bjó á sama tíma Spánverji, José Romero, sem hafði hlotið styrk til náms í íslenskum fræðum. Friðrik og José kynntust og urðu góðir vin- ir. Þetta vakti áhuga Friðriks á Spáni svo að loknu viðskipta- fræðináminu fór hann í spænsk- unám við háskólann í Barselóna. Þegar hér var komið sögu vor- um við báðir búnir að ljúka námi og farnir að starfa, ég var kom- inn með fjölskyldu og Friðrik með fjölskyldu örfáum árum seinna. Það var því um margt annað að hugsa heldur en um vinina. Við hittumst sjaldan og tengsl okkar voru því mjög til- viljanakennd, en eftir starfslok beggja jukust þau nokkuð. Það var okkur Nínu mikið hryggðarefni að Friðrik veiktist af þeim sjúkdómi sem hann barðist við síðan. En ef til vill dýpkaði það vináttu okkar. Við héldum áfram að hittast. Síðast heimsótti ég Friðrik á Mörkina 4. júlí sl. Hann sat í setustofunni á 2. hæð af því að það var verið að gera við gólfið í herberginu hans. Hann bauð mér í kaffi og við sátum þarna saman, drukkum kaffið og borð- uðum vínarbrauð. Síðan fylgdi hann mér niður og við kvödd- umst. Við Nína sendum Ólafíu og niðjum Friðriks innilegustu sam- úðarkveðjur. Við söknum hans. Gunnar Baldvinsson. Elsku vinur minn Friðrik D. Stefánsson er fallinn frá. Friðrik var einstakur maður, víðlesinn, fróður, áhugasamur um menningu og listir og hafði ferðast um allan heim frá unga aldri. Friðrik var vinur vina sinna, maður orða sinna, rétt- sýnn og sanngjarn. Hann var líka þrjóskur og mikill húmoristi. Við Friðrik urðum mjög góðir vinir frá fyrstu kynnum. Sameig- inleg ást okkar á Spáni var upp- spretta endalausra samtala um land, þjóð og upplifun af ferðum okkar þangað. Friðrik var sá sem kynnti Spánverjum laxveiði á Íslandi og flutti til landsins ótal veiðimenn og fylgifólk. Ég aðstoðaði við skipulagningu ferðanna frá því við kynntumst og hann lagði mikið upp úr því að allir fengju toppþjónustu og allar ferðir voru vel skipulagðar frá upphafi til enda. Það var augljóst alveg fram á hans síðasta dag að hon- um var annt um viðskiptavini sína og að sama skapi var hann virtur og vel liðinn af öllum Spánverjunum. Á ferðum mínum um Spán er ég iðulega spurð frétta af Friðriki og allir hæla honum í hástert. Samskipti okkar Friðriks voru alltaf bráðskemmtileg. Fyrir- spurnum um smávægileg atriði fylgdu oftar en ekki fréttir af konungsfjölskyldunni, falleg ljóð, vangaveltur um lífið og til- veruna og jafnvel frumsamin kvæði. Friðrik fylgdi mér öll mín full- orðinsár og ég veit að honum þótti raunverulega vænt um okk- ur fjölskylduna og okkur öllum um hann. Elsku Ólafía, innilegar sam- úðarkveðjur til þín, afkomenda og allrar fjölskyldunnar. Friðrik var yndislegur maður sem gerði heiminn betri og litríkari. Megi hann hvíla í friði og lifa í minn- ingu okkar. Harpa Hlín Þórðardóttir. Friðrik Daníel Stefánsson Erla frænka. Hún var frænkan í Reykjavík sem við gistum oftast hjá. Í þá dagana var það ekkert vandamál fyrir fjögurra manna fjölskyldu að norðan að gista inn á sex manna fjölskyldu í blokk í Breiðholtinu þar sem hjónaherbergið var svefnsófi í stofunni. Þar var líf og fjör, stundum létt geggjað, næstum rafmagnað. Dásemdarstaður fyrir stelpur að norðan að upp- lifa hraða höfuðborgarinnar. Og dæturnar, skvísur á svipuðum aldri og við systur sem auðvitað urðu vinkonur okkar, þær voru sko með allt skvísulegt á hreinu. Yngri bræðurnir það fjörugir að við vorum hálffegnar að eiga enga slíka! Guðrún Erla Sigurðardóttir ✝ Guðrún ErlaSigurðardóttir hárgreiðslumeist- ari fæddist 27. mars 1944. Hún lést 14. júlí 2018. Útför Erlu fór fram 20. júlí frá Grafarvogskirkju í Reykjavík. Erla var dásam- leg. Fjörug. Há- vær. Lá ekki á skoðunum sínum. Rösk og dugleg. Hafði einstakt lag á að gera umhverf- ið lifandi og spenn- andi, passlega ófor- skömmuð. Ósjaldan glampaði nett stríðnisblik í kisu- augunum. Var seg- ull á krakka. Kannski af því að hún tapaði aldrei barnslegri lífsgleðinni, þrátt fyrir að fá sinn skerf af lífsins leiðindum. Alltaf til í að leika og gantast. Maður man eftir löngum Moore-sígarettum. Hárspreyi, permanentrúllum og strípuhett- um á hárgreiðslustofunni í minnsta herberginu. Höttum og skærum litum. Háhæluðu tré- töfflunum sem okkur var fyr- irmunað að skilja hvernig hún gat tiplað á allan daginn og unnið öll sín verk. Skrautmun- um og málverkum í gylltum römmum sem höfðu verið máluð í útlöndum. Sólarlagi eins og maður hafði aldrei séð það fyrr af svölunum í Dúfnahólunum, gott ef ekki nagandi grillaðar lambakótelettur í fyrsta sinn. Þegar við þóttumst það full- orðnar að við gætum sjálfar skroppið suður stóð heimili Erlu okkur áfram opið, þangað var alltaf gaman að koma. Frænkuskvísurnar héldu áfram að uppfræða landsbyggðartútt- urnar, nú um kærasta, nýjustu sporin úr djassballettinum og Villta tryllta Villa. Þó sambandið hafi dofnað í seinni tíð náði önnur okkar fundi með Erlu á heimili hennar í lok maí. Hún var orðin mjög veik. Hún talaði opinskátt um veikindi sín en hvergi var bil- bug á henni að finna, glettnin á sínum stað sem og hennar ákveðnu skoðanir. Andinn var sterkari sem aldrei fyrr, hún var sátt við sitt og hlakkaði til að kynnast sumarlandinu af eig- in raun. Á kveðjustundu hafði hún fyrir því að fiska rauða, hjartalaga gasblöðru upp úr fórum sínum og gefa gesti sín- um að skilnaði, á henni stóð: „I love you.“ Erla perla – engri lík! Erla var stolt af sínum. Hafði alveg efni á því. Hún skilur eftir sig kraftmikinn hóp niðja sem bera mömmu sinni, ömmu og langömmu fagurt vitni. Elsku frænkur og frændur, megi minning einstakrar konu lifa! Lilja og Inga Vala Jónsdætur. Blik er á vatni, blágresi vex í skóg. Sæl er á steini sumarsins hljóða ró. Blítt, er á brott ég geng, berst lag frá silfurstreng. (Ágústa Ósk Jónsdóttir) Mér komu þessi orð móður Ragnar Sigurðsson ✝ Ragnar Sig-urðsson fædd- ist 28. nóvember 1926. Hann lést 8. júlí síðastliðinn. Útför Ragnars fór fram frá Kálfa- fellsstaðarkirkju 14. júlí 2018. minnar í hug í dag þegar Suðursveitin skartaði sínu feg- ursta og kvaddi kæran vin svo fal- lega, það verður tómlegt að koma í Suðursveitina og Ragnar ekki til staðar. Um það var fólk á einu máli og það er hverju orði sannara að það er skrítið að hugsa til þess að við munum ekki fara oftar að Gamla-Garði. Það var einhver sjarmi yfir því að heimsækja Ragnar, hann var fróður, víð- lesinn og hafði gaman af að ræða málin, það var sama hvað bar á góma, aldrei kom maður að tómum kofanum. Að eiga þennan geðprúða, glettna mann fyrir vin var gott. Ragnar hefur lokið lífsgöngu sinni í hárri elli. Eins og við sjáum í árafjöld- anum þá hefur hann kynnst tímunum tvennum, séð margt, bæði gott og slæmt, og fengið að reyna á eigin skinni. Jafn- aðargeðið og góðmennska hans hefur gert honum lífið bærilegt, sem og allir vinirnir stórir sem smáir. Með þessum orðum langar okkur að þakka fyrir samfylgd- ina, trausta vináttu, hjálpsemi og alla velvild í okkar garð. Samúðarkveðjur til allra ætt- ingja og vina, megi góður Guð blessa minningu Ragnars í Gamla-Garði. Sælín Sigurjónsdóttir, Björn, Sigríður og Jón, Brunnavöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.