Morgunblaðið - 24.07.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 25
Smáauglýsingar 569 1100
Bækur
Bækur til sölu
Tröllatunguætt 1-4, Ættir Austur-
Húnvetninga 1-4, Þorsteinsætt í
Staðasveit 1-2, V-Skaftfellingar
1-4, M. A. Stúdentar 1-5, Bergs-
ætt 1-3, Strandamenn, Sléttu-
hreppur, Saga Alþingis 1-5,
Söguþættir Landpóstana 1-3,
Árbók F. Í. 28-78 ib., Latnesk-
dönsk orðabók 1848, Biblía Rvk.
1859, Það blæðir úr morgun-
sárinu Jónas Svafár, Þorpið 1.
út., Biskupasögur 1-2 Bók-
menntafélagsins 1848, V-Ísl.
æviskrár 1-6, Skýrsla um lands-
hagi á Íslandi 1-5, Í svörtum kufli
tölusett og áritað, Tannfé handa
nýjum heimi, Alþýðubókin,
Ódáðahraun 1-3, Heimir 1-9,
Winnipeg, Kvennablaðið 1-4. ár
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sögur og
kvæði Einar Ben 1897, Saltkorn í
mold, G. B. tölusett og áritað og
Kvæði Eggerts Ólafssonar 1832.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Glæsilegar eignarlóðir til sölu
í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og
skógi vaxið land. Útsýni með því
fallegasta sem gerist. Mikil veður-
sæld. Aðeins 100 km frá Reykjavík og
60 km frá Selfossi.
Uppl í s 8935046.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Opið fyrir úti-
og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir, s. 535-2700.
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl.
14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti
boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega
viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga
kl. 11 og sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vita-
torg sími: 411-9450.
Gjábakki Kl. 9 Handavinna, kl. 13.30 Alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge kl. 13, gönguferð um hverfið kl. 13.30
og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, brids kl. 13, enskunámskeið
tal kl. 13, bókabíll kl. 14.30, bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30.
Allir velkomnir óháð aldri, nánari í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, boccia, spil og leikir kl. 15.30. Uppl í s. 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug kl. 7.15, kaffispjall í króknum
kl. 10.30, pútt á golfvellinum kl. 13.30, bridge í Eiðismýri kl. 13.30,
ganga frá Skólabraut kl. 15.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur
kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Það var haustið
1980 sem ég var
svo heppin að fá
leigt herbergi á Hraunbraut-
inni hjá þeim Veigu og Hilmari.
Það var mikil gæfa fyrir mig að
fá inni hjá þessum sæmdar-
hjónum. Nú hafa þau bæði
kvatt, Hilmar 2002 og við fylgj-
um Veigu síðasta spölinn í dag.
Fyrir óharðnaðan ungling utan
af landi var ómetanlegt að vera
tekin inn í fjölskylduna og frá
fyrsta degi fannst mér ég eiga
heima hjá þeim. Veiga átti til
að dekra við fjölskyldumeðlimi,
heitur grautur eða ristað brauð
í rúmið og kaffi eða heitt kakó
með. Hægt var að ganga að
súkkulaðikökunni á vísum stað
þegar komið var heim úr skóla,
þvottur þveginn og vel fylgst
með líðan unglingsins. Oft var
talað um að Hilmar og Veiga
Sólveig
Einarsdóttir
✝ Sólveig Ein-arsdóttir fædd-
ist 20. janúar 1926.
Hún lést 15. júlí
2018.
Sólveig var jarð-
sungin frá Graf-
arvogskirkju 23.
júlí 2018.
hefðu fengið dóttur
á heimilið þegar ég
flutti inn en þau
áttu fjóra syni fyr-
ir. Við Helgi og
fjölskylda þökkum
fyrir samfylgdina
og sendum fjöl-
skyldunni allri
innilegar samúðar-
kveðjur. Ég kveð
Veigu með þessum
orðum:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ingibjörg Bjarney
Baldursdóttir.
Mitt fley er svo lítið,
en lögurinn stór,
mitt líf er í frelsarans
hönd.
Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan
sé há,
beint upp að himinsins strönd.
Og hann stýrir bátnum þótt bylgjan
sé há,
beint upp að himinsins strönd.
(Höf. ók.)
Þessi góði maður siglir nú á
önnur mið. Ég heiðra minningu
hans með því að kveikja á kerti,
hugsa til hans og horfa yfir far-
inn veg. Hann hefur frá frum-
bernsku átt sérstakan stað í
hjarta mér og ég mun alltaf
hugsa til hans með hlýhug og
ást. Fyrstu ár ævi minnar
bjuggum við undir sama þaki og
bý ég að því. Hann var afi minn,
góður, innilegur og hlýr.
Það eru bara nokkrir dagar
síðan ég sat í kaffi hjá honum og
ræddum við um lífið, dauðann
og tilveruna. Við flettum upp í
Íslendingabók niðjum okkar og
komumst að því að þarna væru
samankomnir afi minn, sem er
elsti núlifandi fjölskyldumeð-
limur minn, og Lilli minn nýjasti
fjölskyldumeðlimurinn, en 83 ár
ber í milli. Við áttum notalegan
tíma saman, andrúmsloftið var
ljúft, rólegt og þægilegt. Máni
hraut við fæturna á afa sem
hnoðaðist með lilla minn og
gerði tilraunir til þess að syngja
fyrir hann. Það rann upp fyrir
Kristján
Ragnarsson
✝ Kristján Ragn-arsson fæddist
21. apríl 1935.
Hann lést 13. júlí
2018.
Útför Kristjáns
fór fram 20. júlí
2018.
mér að það væri
ættgengt muna
ekki texta í barna-
vísum og kvæðum.
Margs er að
minnast, við rennd-
um yfir niðja okkar
og ævi hans afa.
Við stöldruðum að-
eins við á unglings-
árum hans þegar
hann stundaði
frjálsar íþróttir af
kappi og þá sérstaklega kúlu-
varp. Hann keppti á héraðsmót-
um í frjálsum íþróttum og var
kúluvarp sérstakt dálæti hjá
honum og svaf hann nánast með
kúluna uppi í, slíkur var áhug-
inn. Hann stundaði sjósund frá
því að vora tók fram að vetri.
Eftir að hann hóf sjómennsku
varð íþróttaiðkun hans frá að
víkja en líkamlega naut hann
góðs af alla ævi. Afi hélt sér vel
og hugsaði vel um sig. Hann var
líklega sterkur og flottur maður,
alla tíð.
En lífið gefur og tekur og
þrátt fyrir að afi væri orðin full-
orðinn þá óraði mig ekki fyrir
því að þetta yrði í síðasta skiptið
sem ég færi úr heimsókn frá
honum. Til þess var hann allt of
ungur og hress. Afi bar sig alltaf
svo vel, hugsaði vel um sig og
var svo flottur maður.
Mér þykir ótrúlega vænt um
þær stundir sem við áttum sam-
an og mun varðveita minningu
hans. Hann var ekki bara afi
minn, heldur líka sona minna.
Við eigum öll eftir að sakna
hans.
Elsku afi minn, takk fyrir
tímann og takk fyrir samfylgd-
ina í lífinu.
Takk fyrir allt!
Vertu sæll.
Hafrún Anna og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar