Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru mörg handtökin sem þarf til þess að koma heilu verki í höfn. Láttu engan þvinga þig til samkomulags heldur láttu í þér heyra. 20. apríl - 20. maí  Naut Að reyna að breyta hegðun einhverra annarra er næstum því erfiðara en að losa sig við slæman ávana. Viljirðu ná málum fram af einhverju viti þarftu að vera mjög þolinmóður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að reyna að gera of margt í einu. Vertu óhræddur við að henda gömlum hlutum og því sem skiptir þig ekki lengur máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er tími ævintýranna svo gríptu þau tækifæri sem gefast til að upplifa þau. Ekki verða hissa eða móðgaður ef jafnvel bestu vinir setja út á persónulegar framfarir þínar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt að öllum líkindum taka farsæl- ar ákvarðanir varðandi vinnuna í dag og á morgun. Hugmyndir þínar njóta meiri stuðn- ings en þú áleist í upphafi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef sambandi lýkur tapar maður ekki aðeins því sem maður lagði sjálfur af mörk- um, heldur líka því sem hinn aðilinn hafði fram að færa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er smá misræmi í því hvernig þú sérð þig og hvaða augum allir aðrir heiminum líta þig. Þolinmæðin er ekki á hverju strái þessa dagana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að því kominn að gefast upp og skyldi engan undra. Gefðu öðrum tækifæri og svo geturðu vegið og metið það sem þeir segja og tekið svo þína ákvörðun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er stundum nauðsynlegt að taka áhættu til þess að koma málum fram. Gættu þess að haga væntingum þínum alltaf í samræmi við það sem þú veist mögulegt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fjölskyldusamkomur og umræður um gömlu góðu dagana eru á döfinni. Fáðu fólk til til að taka höndum saman í sameig- inlegu máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur komið sér vel að vera gæddur hæfilegum skammti af þrjósku þegar allir vilja kasta sinni ábyrgð yfir á þig. Vertu opinn og nærgætinn og þá muntu hafa þitt fram. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kringum þig eru. Vertu vel undirbúinn og hafðu öll þín mál á hreinu. Ólafur Stefánsson hefur sett áLeirinn skemmtilegan brag sem ber það með sér að vera ortur í þann mund sem þingfundur var sett- ur á Þingvöllum í tilefni af því að öld var liðin síðan samningar tókust við Dani um að Ísland yrði fullvalda ríki. Bruna’ á Þingvöll í dag er á liði því lag og þau leggja á heiðina snemma. Því að fullveldið er orðið fjörgamalt hér svo að fagnaður ætti’ ekki’ að skemma. Undir Lögbergsins vegg sólu lít eða hregg sem að leikur við gestina prúða. Verði sviti um koll eða setji að hroll þá er sjálfgert með teppum að dúða. Þó að veislan sé dýr og ei verðurinn rýr kokteill vísast af fræðingum hristur, Þá sig renta í kvöld þvílík hátíðahöld Þó að heilnæmur svefn þar sé misstur. En um síðir í kvöld bæði’ á svanna og höld værðin svífur af störfum þann daginn. Verkin letruð og skráð verða’ í lengd sem og bráð. – og hér lok set við Þingvallabraginn. Þórður Tómasson í Skógum skráði íslenska þjóðfræði eftir Sig- urði Þórðarsyni frá Brunnhól, sem síðan var gefið út í bókinni „Þjóð- hættir og þjóðtrú“. Það er einkar skemmtileg lesning bæði vegna málsins og þess mikla fróðleiks sem þar er að finna um venjur, siði og hætti fólks í Austur-Skaftafellssýslu um aldamótin 1900. Ég gríp niður þar sem stendur „kveðið um hesta og menn“: Svartur maður á svörtum jór, svarta þenur hann kríka. Hleypur með ’onum hundur stór, hann er svartur líka. Látum þramma þófajó þó ’onum veiti rig og slig. Hann er nógu hófastór heim að bera þig og mig. Halldór litli hleypti á skeið hestinum sínum brúna. Ferðin hans var furðu greið, fallega reið hann núna. Lítið þýðir að berja hann Brún, hann batnar ei við slögin. Fús er hann að fara í tún og fæst ekki um lögin. Ljótur, Sóti, Léttfeti, langi Rauður, Grani, Bleikur, Gulur, Gráskjóni, Gráni, Penni, Mani. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Þingvallafundi og hestar og menn „VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ BRAUTRYÐJANDA.“ „FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ LÁTA HÁRIÐ VAXA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann er tilbúinn með bros, koss og búinn að elda þegar þú kemur heim. VIÐ ÆTTUM AÐ ÞRÍFA HÚSIÐ SMAKK! AF HVERJU GERÐIRÐU ÞETTA?! VAR BARA AÐ SKIPTA UM STÖÐ VIRKISGRÖFIN VAR SLÆM HUGMYND! NEI, ALLS EKKI! VATNIÐ BJARGAR OKKUR FRÁ HRÓLFI HRÆÐILEGA! EN HVAÐ MUN BJARGA OKKUR FRÁ MYGLUSVEPPNUM Í KJALLARANUM? Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Margt er skrýtið í kýrhausnum,eins og dæmin sanna. Þannig benti franskur kunningi Víkverja honum á það á dögunum að sláandi líkindi eru með íslenska orðinu „kartöflur“ og franska orðinu yfir greiðslukort, sem mun vera „carte bleue“. Þá erum við einkum að tala um framburðinn. Fyrir vikið man sá franski alltaf eftir að borga korta- reikninginn sinn þegar hann sér kartöflur eða þær ber á góma hér í fásinninu. x x x Eins og sleipir tungumálamennhafa þegar gert sér grein fyrir þýðir „carte bleue“ einfaldlega „blátt kort“, sem helgast af því, að sögn kunningjans, að í öndverðu voru greiðslukort í Frakklandi ávallt blá á litinn. Víkverji beðst velvirð- ingar á því að hafa gleymt að spyrja hvort það hafi nokkuð breyst. x x x Allt upplýstist þetta eftir að annarkunningi Víkverja, sem jafn- framt er kunningi hins franska kunningja, upplýsti í óspurðum fréttum að hann væri alinn upp á ýsu og kartöflum. Það hlýtur að teljast gott uppeldi. x x x Enda þótt glæný línuýsa með kart-öflum og mörfloti standi alltaf fyrir sínu ber að fagna aukinni fjöl- breytni þegar kemur að því að reiða fram fiskrétti hér á landi. Hug- myndaauðgi margra veitingahúsa er til mikillar fyrirmyndar. Um það eru Víkverji og hinn franski kunningi hans sammála. „Fiskurinn hérna er mjög góður,“ sagði Frakkinn í fram- haldi af kartöfluumræðunni á dög- unum. x x x Annars er merkilegt hvernigmerking orða getur skolast til. Víkverja verður til dæmis hugsað til Íslendings sem nam í Frakklandi og var þar gjarnan kallaður „le petit garçon“ vegna smæðar sinnar. Eftir að hann kom heim og greindi fé- lögum sínum frá þessu var hann aldrei kallaður annað en „Lubbi Tík- arson“. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálm: 34.19)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.