Morgunblaðið - 24.07.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.07.2018, Qupperneq 31
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag www.mbl.is/laushverfi Hressandi morgunganga Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta eru heimspekivangaveltur um eigið ágæti og réttinn til að vera til eins og maður er,“ segir tónlist- arkonan Bjarney Anna Jóhann- esdóttir, öðru nafni Fnjósk, um við- fangsefni nýútgefinnar hljómplötu sinn- ar, Who are you? „Niðurstaðan er sú að ástæður fyrir því að vera ekki eins og mað- ur er eru í raun frekar lélegar, þann- ig að það er óþarfi að fylgja þeim,“ segir hún. „Ræð ekki hvað ég sem“ Who are you? er önnur hljómplata Bjarneyjar, en hún hafði áður gefið út diskinn Rat Manicure 2013 undir listamannsnafninu Sockface. Á hljómplötunni eru átta frumsamin lög eftir Bjarneyju sem hún syngur og leikur einnig undir á ýmis hljóð- færi. Aðrir hljóðfæraleikarar sem leika á plötunni eru Kristján Edel- stein, Ragnar Ólafsson, Gert-Ott Kuldpärg og Sævar Torfason. Styrmir Hauksson masteraði plöt- una. Sjálf spilar Bjarney mest á gítar, píanó og ukulele. „Ég tek þátt í gít- arpörtunum en flottu sólóin á plöt- unni eru Krissi Edelstein. Diskurinn er aðallega mitt sköpunarbarn en ég fékk fólk til að hjálpa mér með und- irspilið. Þegar ég gerði fyrri plötuna sá ég sjálf um allt undirspilið og ég er ekki góð á öll hljóðfæri. Ég vildi láta þetta hljóma vel svo ég fékk vini mína og kunningja til að spila á hljóðfæri með mér. Mér finnst þessi plata fyrir vikið ekki eins til- raunakennd og sú fyrri. Það besta sem ég lærði af hinni plötunni var að hlusta eftir því sem ég vildi í hljóðinu. Í staðinn fyrir að vinna út frá hugmynd og sætta mig við það sem kom út frá því fór ég að virkilega spekúlera í því sem ég vildi.“ Af lögunum á plötunni eru þrjú á íslensku og fimm á ensku. „Ég ræð ekki hvað ég sem. Ef eitthvert lag verður að vera á ensku, þá verður það á ensku, og öfugt. Ég hef tak- markaða stjórn yfir mínu eigin ímyndunarafli og hvernig lögin eiga að vera. Það er dálítið erfitt að ákveða það bara. Þegar ég byrja á lagi er ég venjulega með hugmynd að texta eða hljóði eða einhverju svo- leiðis. Ég vinn út frá því og þá kem- ur þetta oft af sjálfu sér.“ Fór að vilja lifa aftur Bjarney lýsir tónlistinni á nýju plötunni sem svo að hún hljómi eins og smáhlutir í vasa barns sem finnst gaman að taka þá upp af jörðinni. Til dæmis ber eitt lagið titilinn „Ég fann krossfisk“. Undir niðri liggja þó stundum önnur skilaboð: „Lagið er tæknilega séð um barn sem vill ekki tala um að það er lagt í einelti, vill bara tala um krossfiskinn sinn. Þeg- ar ég sem lög nýti ég mér oft slæmar tilfinningar. Til dæmis líkamshlut- aröskun og sjálfsmorðshugleiðingar. Ég fór að vilja lifa aftur þegar ég samdi lagið „Enough“. Í mörgum lögunum mínum er ég að vinna í sjálfri mér og tjá tilfinningar sem er annars erfitt að tjá í daglegu tali,“ segir Bjarney. Leggur drög að þeirri þriðju Hún segist vera farin að vinna í nýjum lögum en enn ekki vera byrj- uð að taka þau upp. „Ég er með plön um þriðju plötuna en það er senni- lega allavega ár í hana. Mér finnst öllum hafa gengið mjög vel að vinna saman að þessari. Það var ekkert svona hljómsveitadrama. Allir voru vinir og skemmtu sér saman. Þetta var algjör Stubbastund,“ segir Bjarney að lokum. Smáhlutir í barnsvasa  Bjarney Anna Jóhannesdóttir gefur út hjómplötuna Who are you?  Nýtir sér oft slæmar tilfinningar við lagasmíðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fnjósk Bjarney Anna Jóhannesdóttir gengur undir nafninu Fnjósk, sem henni þykir skemmtilegt orð. Persóna indverska búðareigandans Apu í Simpsons-þáttunum hefur ver- ið mjög umdeild þar sem hún þykir draga upp mjög stereótýpíska mynd af indverskum innflytjendum í Bandaríkjunum. Um helgina var Comic Con ráð- stefnan haldin í San Diego þar sem höfundur þátt- anna, Matt Gro- ening, mætti og þurfti enn og aft- ur að svara fyrir persónu Apu. Hann hefur hins vegar ekkert gef- ið eftir í þeirri af- stöðu sinni að dregin sé upp já- kvæð mynd af búðareigandanum. Groening segist elska indverska menningu, ind- verskar kvikmyndir og tónlist og segir að Apu sé virðingarvottur við hana og ekki síst hinn þekkta Apu kvikmyndaþríleik sem þykir sann- kallað meistaraverk. Deilurnar hófust árið 2017 þegar Hari Kondabolu gerði gagnrýnu heimildarmyndina The Problem With Apu. Síðan þá hefur indverska samfélaginu í Bandaríkjunum verið tíðrætt um þær þreytandi erkitýpur sem hafa fylgt í kjölfar þessarar per- sónu. Ummæli Groenings komu Kondabolu ekki í uppnám. Hann ein- faldlega bauð höfundi Apus í kaffi- bolla til að ræða málin. Umdeildur Apu sést hér ræða við hinn vitgranna Homer Simpson. Matt Groening Segir Apu virðingarvott Til stendur að gera kvikmynd eftir hinum vinsæla söngleika Andrew Lloyd Webber, Cats, og verður tón- listarkonan Taylor Swift meðal þeirra sem leika í henni. Af öðrum má nefna Jennifer Hudson, James Corden og Ian McKellen. Working Title og Uni- versal framleiða myndina, skv. vefn- um Screen Daily. Og leikstjórinn er enginn aukvisi, Bretinn Tom Hooper sem á m.a. að baki The King’s Speech. Um kvikmyndaaðlögunina sér Lee Hall, höfundur söngleikjarins Billy Elliot. Í frétt Screen Daily segir að Hoo- per hafi þegar varið tveimur árum í vekrefnið og að tökur hefjist nú í nóv- ember. Tim Bevan og Eric Fellner koma að framleiðslunni fyrir Work- ing Title og Debra Hayward og Hoo- per framleiða einnig en þau fram- leiddu saman kvikmyndina sem gerð var eftir söngleiknum Vesalingarnir sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun. Söngleikurinn Cats, eða Kettir, er í fjórða sæti yfir þá söngleiki sem lengst hafa verið sýndir á Broadway í New York og í sjötta sæti yfir söng- leiki á West End í London. Hann hef- ur veirð þýddur á yfir 20 tungumál. Í verkinu segir af flokki katta sem kallast Jellicles og fylgst með þeim að næturlagi. Söngleikurinn var frum- sýndur í London árið 1981. Hudson er bandarísk söng- og leik- kona og hlaut Óskarsverðlaun árið 2007 fyrir hlutverk sitt í kvikmynd- inni Dreamgirls. Swift hefur verið til- nefnd í tvígang til Golden Globe verð- launa og hún hefur reynt aðeins fyrir sér sem leikkona, í kvikmyndinni One Chance og hún talaði inn á teikni- myndina The Lorax. Corden er þekktastur sem spjallþáttastjórnandi þó hann hafi áður starfað sem leikari og McKellen þarf vart að kynna því þar fer einn þekktasti leikari Breta. Taylor Swift leikur í Cats kvikmynd AFP Köttur Taylor Swift, tónlistarkonan góðkunna, mun leika í Köttum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Menning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.