Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
Einfasa rafmótor 2800 W
Sjálfbrýnandi kurlaravals
Koma með safnkassa
Meðfærilegir og hljóðlátir
45 mm hámarks sverleiki stofna
Flottur í garðinn eða í sumarbústaðinn
Wolf Garten - Model SDL2800
Greinakurlarar
í garðinn eða sumarbústaðinn
Öflugur og afkastamikill
9 HP Honda bensínmótor
60 mm hámarks sverleiki stofna
Hámarks afköst 2.5 m3 / klst
Tilvalinn í sumarbústaðinn
Jo Beau - Model M200
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
ICQC 2018-20
Mamma Mia! Here We Go Again Ný Ný
Hotel Transylvania 3 3 2
The Incredibles 2 5 5
Equalizer 2 Ný Ný
Ant-Man and the Wasp 4 3
Hereditary Ný Ný
Skyscraper 2 2
Kona fer í stríð 9 9
Book Club 7 5
Jurassic World: Fallen Kingdom 11 7
Bíólistinn 20.–22. júlí 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Framhald söngvamyndarinnar
Mamma Mia! sem heitir Mamma
Mia! Here We Go Again, naut mik-
illar aðsóknar um helgina, eins og
við mátti búast því fyrsta myndin
var einkar vinsæl þegar hún var
sýnd hér á landi á sínum tíma. Rúm-
lega ellefu þúsund manns sáu fram-
haldsmyndina um helgina og skil-
aði það bíóhúsunum tekjum upp á
um 14,7 milljónir króna. Teikni-
myndin Hótel Transylvanía 3 var
næsttekjuhæst en þó sáu hana
miklu færri eða um 3.100 manns.
Bíóaðsókn helgarinnar
11.000 sáu Mamma Mia!
Here We Go Again
Rómantík Úr söngvamyndinni
Mamma Mia! Here We Go Again.
Sú saga hefur gengið fjöllunum
hærra í meira en hálfa öld að enska
leikkonan Shirley Eaton, sem fór
með hlutverk gullstúlkunnar íðil-
fögru í Goldfinger, þriðju James
Bond-kvikmyndinni frá árinu 1964,
hafi látist stuttu eftir tökur. Og
banamein leikkonunnar hafi raun-
verulega verið gull, líkt og urðu ör-
lög Jill Masterson í myndinni.
Jill hefndist nefnilega illilega fyrir
að svíkja einn mesta skálk kvik-
myndasögunnar, Auric Goldfinger,
sem hún hafði hjálpað að svindla í
spilum eins og góð og gegn hand-
bendi gera. Þegar Jill sneri baki við
húsbónda sínum og féll kylliflöt í
föngulegan faðm 007, njósnara
hennar hátignar, sem leikinn var af
Sean Connery, tók Goldfinger til 14
karata óþokkabragðs og lét drepa
fyrrverandi hjálparhellu sína.
Aðferðin fólst í að mála hana með
gulli frá hvirfli til ilja. Í myndinni
skýrir James Bond dauða vinkonu
sinnar með því að húðin hafi ekki
fengið nægilegt súrefni.
Dæmigert fyrir daga netsins
Allt er þetta gott og blessað sem
skáldskapur, en af einhverjum
ástæðum fór sú saga á kreik að gull-
málunin fyrir hlutverkið hafi í alvör-
unni orðið Shirley Eaton að aldur-
tila. Dæmigerð þjóðsaga eins og þær
sem fóru gjarnan á flug áður en
hægt var að afla sér upplýsinga á
netinu, segir á vefsíðu BBC.
Fréttir af andláti Eaton voru hins-
vegar stórlega ýktar, enda var hún
sprelllifandi og er enn, áttatíu og
eins árs að aldri. Samt reyndist
hægara sagt en gert að kveða sögu-
sagnir niður, en þær fengu byr undir
báða vængi vegna þess að Eaton lék
aðeins smáhlutverk í kvikmyndum
eftir Goldfinger-ævintýrið og ekkert
eftir 1969.
Slíkt er að vísu nánast eins og
dauði fyrir suma, segir Christian
Blauvelt, stjórnandi Debunked,
nýrra vídeóþátta á heimasíðu BBC,
sem snúast um að afsanna alls konar
kjaftasögur og goðsagnir. Hann
kannar upptök þeirra og rökstyður
hvers vegna þær fái ekki staðist. Ein
eftirminnileg-
asta táknmynd
kvikmynda-
sögunnar, hin
gullslegna
kona, lifir enn.
vjon@mbl.is
Lygasaga um dauða
gullstúlku í Goldfinger
Í Debunked, nýjum vídeóþætti á heimasíðu BBC, eru
kjaftasögur kveðnar í kútinn Shirley Eaton er sprelllifandi
14 karata morð Í Goldfinger, þriðju James Bond myndinni lét kúrkurinn drepa aðstoðarkonu sína með gulli.
007 Hann heitir
Bond, James Bond.
Það gerist sífellt aðgengara að að-
standendur kvikmynda og sjón-
varpsþátta bjóði upp leikmuni og
búninga til að safna til góðgerðar-
mála eða fjármagna ný verkefni.
Vanalega enda þó hlutir sem hafa
sögulega þýðingu á safni.
Um helgina þótti sumum hafa
orðið breyting þar á, þegar Sacha
Baron Cohen hóf að selja á eBay
„vatnspyntingatæki“ sem hann
fékk Dick Cheney til að árita og
mun ágóðinn renna til Amnesty Int-
ernational.
Þegar auglýsingin er skoðuð má
sjá að það er Erran Morad, ísraelski
andhryðjuverkasérfræðingurinn,
sem er að selja pyntingatækið, en
Baron Cohen brá sér í hlutverk
hans í sjónvarpsþættinum Who is
America? til að plata repúblikana
til að styðja verkefni sem mæltist til
að öll börn myndu bera byssur.
Uppboðið hófst á sunnudaginn og
lýkur klukkan eitt að íslenskum
tíma á miðvikudagsmorgun, en
hæsta boð var $3.800 þegar þetta
var ritað. Erran Morad biður þó
fólk um að örvænta ei, því „búist er
við að afleiðingar ákvörðunar
Bandaríkjanna að pynta fanga
muni vara að eilífu.“
Áritað vatnspyntingatæki á eBay
Ólíkindatól Sacha Baron Cohen.
AFP
Vampíruþættirnir vinsælu um
blóðsugubanann Buffy, Buffy the
Vampire Slayer, voru framleiddir á
árunum 1996 til 2003 og náðu mikl-
um vinsældum víða um heim. Nú
stendur til að gera nýja þætti
byggða á persónunni, konunni
ungu sem reyndist vampírum
einkar skeinuhætt, og að þessu
sinni verður það þeldökk leikkona
sem leikur Buffy, að því er fram
kemur í frétt á vef sjónvarpsstöðv-
arinnar CNN, en þar er vitnað í
ónefndan talsmann stöðvarinnar
Fox 21 Television Studios sem
framleiða mun þættina.
Talsmaðurinn segir að sögusvið-
ið verði í anda samtímans, heimur
sem einkennist af afar fjöl-
breytilegu mannlífi og líkt og í
gömlu þáttunum verði fengist við
málefni líðandi stundar með ýmsum
hætti.
Það var vefurinn Deadline sem
fyrstu greindi frá þessari „end-
urræsingu“ á Buffy en þættirnir
gömlu voru byggðir á kvikmynd-
inni Buffy the Vampire Slayer frá
árinu 1992. Í henni lék Kristy
Swanson Buffy en Sarah Michelle
Gellar tók við keflinu í sjónvarps-
þáttunum. Engar fréttir hafa borist
af því enn sem komið er hverjir
muni leika í hinum væntanlegu
þáttum um Buffy.
Blóðsugubaninn Buffy endurræstur
Blóðsugubani Sarah Michelle Gellar í
hlutverki Buffy í sjónvarpsþáttunum.