Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 26

Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Flokkur ImransKhans fékkflest þingsæti í kosningunum í Pak- istan á miðvikudag og er þar með ljóst að krikket-hetjan verður væntanlega næsti forsætisráðherra sjötta fjöl- mennasta ríkis heims og eins af níu ríkjum í heiminum með kjarn- orkuvopn. Hann getur hins vegar ekki myndað stjórn án stuðnings annars flokks eða flokka. Kosið er beint um 272 sæti á pakistanska þinginu og 70 sæti eru tekin frá fyrir konur og trúarlega minnihlutahópa. Til að ná meiri- hluta þarf 137 sæti. Flokkur Kahns, Tehreek-e-Insaf eða Réttlætis- hreyfing Pakistans, fær samkvæmt kosningayfirvöldum í Pakistan 109 sæti, Múslimafylkingin-Nawaz, flokkur Shabbaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, 63 sæti og Þjóðarflokkur Paksitans 39 sæti. Khan varð frægur fyrir frammi- stöðu sína a krikketvellinum. Um árabil leiddi hann landslið Pakist- ans í íþróttinni og var lykilmaður þegar liðið varð heimsmeistari árið 1992. Hann var þekktur glaumgosi og fastur gestur í slúðurdálkum dagblaða. Eftir að íþróttaferlinum lauk skipti hann hins vegar um kúrs. Hinn nýi Khan var guðhræddur og helgaði sig baráttu gegn spillingu og fátækt. Upphafið lofaði ekki góðu. Hinn nýi flokkur fékk aðeins eitt þingsæti í kosningunum 1996 og fékk hann það sæti. Honum hefur hins vegar vaxið ásmegin og nú er flokkur hans stærstur á þingi. Panama-skjölin eiga stóran þátt í velgengni hans. Fyrir tveimur árum komu fram gögn um að Nawaz Sharif, þáver- andi forsætisráðherra landsins, hefði seilst í opinbert fé til að kaupa íbúðir í London í nafni barna sinna. Upphæðirnar skiptu millj- ónum dollara. Khan krafðist af- sagnar Sharifs. Svo fór að hæsti- réttur landsins svipti hann embætti og tveimur vikum fyrir kosningar var Sharif handtekinn ásamt dóttur sinni. Ásakanir um að Khan skáki í skjóli pakistanska hersins varpa hins vegar skugga á sigurinn. Herinn í Pakistan hefur haft mikil völd allt frá því landið hlaut sjálfstæði 1947 og farið með stjórn landsins í helming þess tíma. Í kosningunum 2013 gerðist það í fyrsta skipti að valdataumarnir í landinu skiptu um hendur með lýð- ræðislegum hætti. Í gær tóku nokkrir stjórn- málaflokkar sig saman og kröfðust nýrra kosninga vegna afskipta hersins. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins sögðu að ekki hefði ríkt jafnræði milli frambjóðenda í kosningunum og þær hefðu ekki farið jafnvel fram og kosningarnar 2014. Múslimafylkingin og Þjóðar- flokkurinn, sem Benazir Bhutto leiddi á sínum tíma, hafa skipst á að fara með völdin í landinu á milli þess sem herinn hefur stjórnað, en nú hefur endi verið bundinn á valdatíð þeirra. Khans bíða erfið verkefni. Spill- ing er rótgróin í landinu og fátækt mikil. Pakistan hefur tekið lán frá Kínverj- um til að efla innviði, en áhyggjur af að landið muni ekki geta staðið í skilum fara vaxandi. Há fæðingartíðni er vandamál. Íbúafjöldinn hefur fimmfaldast frá 1960 og er nú um 207 milljónir. Er talað um að haldi fólksfjölgun áfram með sama hætti muni það skapa margvísleg vandamál og þá helst að skortur á vatni muni skerða lífskjör verulega. Spurning er hvernig Khan muni eiga við herinn. Hann hefur sagt að hann hafi þegar hann leiddi krikket-landsliðið verið undir mikl- um þrýstingi og ávallt staðist hann. Hann muni ekki kikna gagnvart hernum. Mikil spenna var milli hersins og Nawaz Sharifs. Ástæðan var sú að hann vildi draga úr völdum hersins og bæta samskiptin við Indland. Pakistan er á milli steins og sleggju. Öðrum megin er Afganist- an, hinum megin Indland. Pakistan dróst inn í átök stórveldanna þegar Bandaríkjamenn beittu sér gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Þegar Sovétmenn hurfu á braut hvarf áhugi Bandaríkjamanna. Pakist- anar sátu uppi með nágranna í lamasessi. Pakistanska leyniþjón- ustan varð nátengd talibönum og Pakistanar reyndu að nýta sér stöð- una í Afganistan í refskák sinni við Indverja. Eftir árásina á tvíburaturnana 2001 birtust Bandaríkjamenn á nýj- an leik og leituðu aðstoðar sinna gömlu bandamanna í Pakistan. Hin nánu tengsl Pakistans við talibana voru hins vegar iðulega uppspretta tortryggni. Þá hafa öfgaöfl nánast farið sínu fram á ákveðnum svæð- um Pakistans. Öryggissveitir hafa hins vegar farið hart fram gegn þeim á undanförnum misserum og hefur verið rólegra í landinu. Sér- fræðingar hafa þó sagt að ekki hafi verið ráðist að rót vandans og enn hafi öfgaöfl bolmagn til að láta til skarar skríða. Það sást í aðdrag- anda kosninganna. Kosningabaráttan í Pakistan var hörð og mörkuð af ofbeldi og hryðjuverkum. Mörg tilræði voru framin og létust í þeim rúmlega 175 manns, þar á meðal þrír frambjóð- endur. Á kjördag lést 31 maður í sjálfsmorðstilræði fyrir utan kjö- stað í borginni Quetta. Hryðju- verkasamtökin Ríki íslams lýstu til- ræðinu á hendur sér. Ekki er ljóst hvernig samskiptin verða við Bandaríkin, sem hafa dregið úr fjárframlögum til Pakist- ans. „Þeir hafa ekki gefið okkur neitt nema lygar og svik og halda að leiðtogar okkar séu fífl,“ tísti Donald Trump fyrr á árinu. Khan gagnrýnir Bandaríkjamenn fyrir að halda að þeir geti látið Pakistana dansa eftir sínu höfði með því að henda í þá peningum, en heitir að koma jafnvægi á samskiptin báðum löndum í hag. Khan sýndi útsjónarsemi þegar hann stýrði pakistanska landsliðinu í krikket. Nú bíður hans öllu vanda- samara verkefni og hann mun þurfa á öllu sínu að halda og gott betur. Krikket-hetjunnar Imrans Khans bíður vandasamt verkefni} Valdaskipti í Pakistan Í dag (27. júlí) fylgdi ég nafna mínum til grafar. Ingimar Jón Sæland Númason er einn ljúfasti og kær- leiksríkasti einstaklingur sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Það er í minningu hans sem ég ákvað að hafa þennan pistil minn eins og raun ber vitni. Ekkert okkar kæru vinir kemst undan því að þurfa að kveðja ástvin sem horfið hefur á braut og flutt sig um set til Sólarlandsins sem bíður okkar allra að lokum. Það er eitt af því sem við getum öll verið örugg um. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við erum almennt ekki tilbúin til að horfast í augu við þann missi sem fylgir dauðanum. Það er á þessum erfiðu tímamótum sem fjölskyldan, vinirnir og kærleikurinn skipta okkur öll hvað mestu máli. Þar sem ég er búsett í Reykjavík þurfti ég að leggja land undir fót og halda heim til Ólafsfjarðar þar sem kveðjustundin fór fram. Fjörð- urinn fagri skein eins og skíragull, sólin umvafði okk- ur öll, þerraði tár og kyssti kinn. Þar sem ég gekk á eftir líkfylgdinni og lét hugann reika áttaði ég mig skyndilega á því að ég söng í huganum „Þessi fallegi dagur“. Í sorginni var hjarta mitt barmafullt af þakk- læti vegna alls þess sem gerði þennan dag ógleyman- legan. Réttum 30 árum áður gekk ég þessa sömu leið á eftir kistu bróður míns, þá sá ég enga fegurð, fann ekkert þakklæti og átti enga gleði. Þá hélt ég að ég myndi springa af harmi og aldrei líta framar glaðan dag. En svona er lífið, sagt að tím- inn lækni öll sár. Ég er að vísu ekki sam- mála því, en hann dregur úr og deyfir. Með tímanum lærir maður að lifa með sorginni og vera þakklátur fyrir það sem manni er gefið. Það var einmitt þessa helgi sem búið var að ákveða ættarmót hjá fjöl- skyldunni. Mikil gleði og kátína var í upp- siglingu en svona er lífið óútreiknanlegt, það er alltaf að koma á óvart. Ykkur finnst kannski skrítið að ég skuli skrifa akkúrat svona pistil, en það verður bara að hafa það. Ég er ávallt einlæg í því sem ég geri og í þetta sinn er ég einungis að skrifa eins og mér líður. Lífið er annað og svo miklu meira en pólitík. Þess vegna langar mig að lokum að senda ykkur öllum bjartsýni og bros inn í daginn. Langar að biðja ykkur að vera góð við hvert annað og aldrei að gleyma því að „Kærleikurinn kost- ar ekkert.“ Inga Sæland Pistill Í gleði og í sorg Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagt er til að dregið verði úrofframleiðslu kindakjötsþannig að jafnvægi komistá milli framleiðslu og eftir- spurnar haustið 2019. Í tillögum og framvinduskýrslu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga eru hugmyndir um það hvernig bregðast skuli við erfiðleikum sauðfjárrækt- arinnar, bæði bráðaaðgerðir og að- gerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt til lengri tíma. Tillögurnar verða grundvöllur endurskoðunar búvörusamnings í sauðfjárrækt sem ákveðið hefur ver- ið að flýta. Í tillögum um bráðaaðgerðir er lagt til að hvatt verði til fækkunar sauðfjár. Fyrst er nefnt að bændum 67 ára og eldri standi til boða að gera samninga um að hætta. Sér- stakar greiðslur vegna gæðastýr- ingar verði frystar til að draga úr framleiðslu. Meðal annarra aðgerða er að stofnaður verði stöðugleika- sjóður sem bændur stjórni og verði hann stjórntæki til að jafna út sveifl- ur á mörkuðum. Þá er í bráðaaðgerðunum farið yfir tillögur ráðgjafarsviðs KPMG um hagræðingu í framleiðslu og vinnslu kindakjöts en skýrslan var birt fyrr í vikunni. Meðal annars er lagt til að horft verði til þess að af- urðastöðvarnar geti unnið saman að ákveðnum verkefnum og kannað hvort æskilegt sé að fjármunir verði tryggðir til úreldingar sláturhúsa. Uppstokkun á kerfinu Fram kemur í framvindu- skýrslu starfshópsins að hann hefur rætt hugmyndir að breytingum á kerfinu til framtíðar og leggur þær fram til frekari umræðu. Tekið er fram að hugmyndirnar eru ekki full- mótaðar. Meðal annars þurfi að kanna betur áhrif þeirra. Kjarninn í tillögunum er að stuðningskerfi ríkisins í sauð- fjárrækt verði opnað mun meira en verið hefur. Dregið verði úr fram- leiðsluhvetjandi stuðningi en bændur fái frelsi til að nýta stuðninginn til fjölbreyttari starfsemi, í samræmi við þeirra eigin frumkvæði, hug- myndir og þá möguleika sem bújörð- in býður upp á. Þótt stuðningurinn verði ekki bundinn við ákveðna framleiðslu verður áfram áhersla á að auka verðmætasköpun á bújörð- um og ýta um leið undir styrkingu byggðar, nýsköpun, sjálfbæra land- nýtingu, gæði og aukna fagmennsku. Bændur muni þurfa að gera aðlög- unarsamninga við ríkið um þessar breytingar. Byggt á búsetugrunni Samráðshópurinn vill upp- stokkun á styrkjakerfinu. Horft verði til þeirra fjármuna sem hver framleiðandi kindakjöts hefur fengið á undanförnum tveimur til þremur árum í gegnum stuðning út á ærgildi og gæðastýringu og á þeim grunni myndist nýr réttur, svokallaður „bú- setugrunnur“. Hann verði meg- instoðkerfi sauðfjárbúskapar. Talið er að þannig stuðningur muni skapa greininni rekstrarlegar forsendur og verð afurðanna til neytenda muni lækka. Þeir bændur sem vilji breyta til geti gert aðlögunarsamninga. Með því geti þeir skapað skilyrði til nýsköpunar og fjölþættari reksturs, dregið úr eða hætt sauðfjárbúskap til að snúa sér að annarri nýtingu á jörðinni eða snúa sér að skógrækt, náttúruvernd, landgræðslu eða öðrum verkefnum á sviði loftslagsmála. Eldri bændum verði gefinn kostur á að hætta en halda stuðn- ingi til ársins 2023. Dregið verði úr framleiðslu kindakjöts Kristján Þór Júlíusson land- búnaðarráðherra hefur í sam- ráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun búvörusamninga vegna sauðfjárræktar. Sam- kvæmd gildandi samningum áttu viðræður um endur- skoðun að fara fram á næsta ári. Skipaðar verða viðræðu- nefndir á næstu dögum. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samn- ingsins á þessu ári. Viðræðurnar munu meðal annars fara fram á grund- velli tillagna og hug- mynda um aðgerðir vegna erfiðleika sauð- fjárræktar sem samráðs- hópur um endurskoðun búvörusamnings í sauð- fjárrækt hefur skilað til ráð- herra og birt- ar voru í gær. Endurskoðun samnings flýtt SAUÐFJÁRRÆKT Kristján Þór Júlíusson Morgunblaðið/Eggert Réttir Talið er að draga þurfi úr framleiðslu kindakjöts um að minnsta kosti 2 til 3 þúsund tonn á ári til að jafnvægi skapist á markaðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.