Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur
Merkivélarnar
frá Brother eru
frábær lausn
inná hvert
heimili og
fyrirtæki
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
AKUREYRARKIRKJA | Slökunarmessa í Ak-
ureyrarkirkju kl. 11. Sólveig Thoroddsen og
Sergio Coto Blanco leika á lútu og hörpu.
Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún
Magna Þórsteinsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Gönguguðsþjónusta kl.
11. Gengið frá Árbæjarkirkju um Elliðaárdalinn
og staldrað við á nokkrum stöðum í söng og
bæn. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar.
Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn,
Emma Eyþórsdóttir leikur á úkúlele og Kriszt-
ina Kalló organisti leikur á flautu. Á eftir er
messukaffi í kirkjunni.
ÁSKIRKJA | Áskirkja verður lokuð til júlíloka
vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks
kirkjunnar. Ekkert helgihald verður í kirkjunni
fyrr en eftir verslunarmannahelgi.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn
Valgeirsson prédikar og þjónar. Félagar úr
Dómkórnum syngja og organisti er Kári Þor-
mar. Bílastæði við Alþingishúsið.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg guðsþjónusta
Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11. Helga
Björk Jónsdóttir djákni leiðir stundina. Ástvald-
ur Traustason leikur undir safnaðarsöng.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra
Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Organisti er
Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl.
11. Barn borið til skírnar. Organisti er Douglas
Brotchie. Prestur er Þórhildur Ólafs.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti,
prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyr-
ir altari og messuþjónar aðstoða. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er
Lára Bryndís Eggertsdóttir. Ensk messa kl. 14 í
umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Alþjóðlegt
orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sun-
nud. kl. 17. Thierry Mechler, orgelleikari Fíl-
harmóníuhljómsveitar Kölnar, leikur. Fyrir-
bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10:30.
Árdegismessa miðvikud. kl. 8.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti er Steinar Logi Helgason.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Skírnarguð-
sþjónusta verður í Hjallakirkju kl. 11. Guðs-
þjónustan er helg stund þar sem ungt barn
verður borið til skírnar. Prestur er Sunna Dóra
Möller. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Kaffi og djús að lokinni stund. Kvöld-
guðsþjónusta byrjar svo aftur í Lindakirkju 12.
ágúst en fram að því minnum við á sumarstarf
þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi.
MOSFELLSKIRKJA | Bæna- og gönguguðs-
þjónusta kl. 11. Byrjum í kirkjunni og göngum
bænagöngu á Mosfell. Sr. Ragnheiður Jóns-
dóttir leiðir gönguna með aðstoð Þórðar Sig-
urðssonar organista, sem mun spila á úkúlele.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna
Sif Svavarsdóttir þjónar, kór kirkjunnar syngur,
organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Guðni Már Harðarson prédikar og þjónar fyrir
altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Í messunni flytur Shadrack
Choir frá Noregi sálma og trúarlega tónlist.
Organisti er Jón Bjarnason.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Egill
Hallgrímsson sóknarprestur annast prests-
þjónustuna. Organisti er Guðmundur Vilhjálms-
son.
Morgunblaðið/Brynjar GautiKirkjur Skálholtskirkja.
Orð dagsins: Hinn rang-
láti ráðsmaður.
(Lúk. 16)
Verðbólga er mæld
með ákveðnum hætti
en svo er það annað
mál með hvaða hætti
reiknaðar breytingar
hafa á hag almennings
beint eða óbeint.
Upplýsingar um
verðbólgu einar og sér
geta verið og eru ugg-
laust fræðandi og/eða
gagnlegar mörgum.
Hins vegar, þar eð verðbólgan er
oft og tíðum látin hafa áhrif á höf-
uðstól, vexti og afborgun lána, verð-
ur útreikningur hennar og undir-
liggjandi útgjaldapóstar stórt
álitamál. Þessu til viðbótar er verð-
bólgan til skoðunar þegar samið er
um laun á vinnumarkaði og samn-
ingar gerðir með hliðsjón af undan-
genginni verðbólgu og líkast til á
væntingum um hver hún verði í nán-
ustu framtíð, og í síðara tilvikinu er
stuðst við einhvers konar véfréttir,
sem geta brugðist til beggja vona,
eins og spádómar eiga til með að
gera eðli sínu samkvæmt.
Þegar talað er um verðbólgu er átt
við neyzluvísitöluna. Neyzluvísitalan
byggist á 49 útgjaldaliðum dæmi-
gerðrar meðal fjölskyldu og þessir
49 liðir svo samdregnir í 12 flokka. Í
hverjum flokki eru útgjaldaliðir sem
taldir eru vera sama eðlis. T.d. mat-
arkaup, skó- og fatakaup, húsnæð-
iskostnaður og svo framvegis.
Samanlagðir útgjaldaliðir (49 tals-
ins) gefa vísbendingu um útgjöld
meðalfjölskyldunnar á ári. Þessi lið-
ir/flokkar eru vigtir sem notaðar eru
til að reikna út verðbólgu með tilliti
til verðbreytingar hvers útgjaldaliðs
um sig frá einum mánuði til þess
næsta.
Stærsti útgjaldaflokkurinn, miðað
við neyzlukönnun hagstofunnar fyrir
árin 2013-2016, er húsnæði 31% af
töldum heildarútgjöldum og stærsti
útgjaldaliðurinn er eigin húsaleiga,
18% af heildarútgjöldum.
Næststærsti flokk-
urinn er ferðalög og
flutningar sem vegur
14,5% af útgjöldum, þá
koma matur- og
drykkjarvörur sem
vega 13,1% og í fjórða
sæti eru tómstundir og
menntun sem vega
11,1%. Samanlagt gera
fjórir flokkar 68,7% af
útgjöldum meðalfjöl-
skyldunnar.
Þar sem vísitala
neyzluverðs hefur áhrif
á höfuðstól, vexti og afborganir verð-
tryggðra lána og þar eð útgjöld til
húsnæðis vega þungt í vístölunni
(18%) er rík ástæða til að skoða með
hvaða hætti reiknuð eigin húsaleiga
er reiknuð.
Reiknuð eigin húsaleiga er fengin
sem jafngreiðsluupphæð sem fer eft-
ir:
Verði á dæmigerðri fasteign á
einhverjum upphafspunkti er og síð-
an uppreiknuð með hliðsjón af breyt-
ingum á fasteignaverði frá einum
tíma til annars.
Raunvöxtun á íbúðalánum með
breytingum sem kunna að hafa orðið.
Líftíma fasteigna.
Það eru fyrstu tveir liðirnir sem
einkum hafa áhrif á reiknaða húsa-
leigu. Bæði hækkun fasteignaverðs
og hækkun vaxta leiða til hækkunar
á reiknaðri eigin húsaleigu. Hver svo
sem hækkun reiknaðrar húsaleigu er
leiðir til að neyzluvísitalan hækkar
um 18% sinnum hækkun reiknaðrar
húsaleigu. Segjum til dæmis að
reiknuð húsaleiga hafi hækkað um
10% þá hækkar neyzluvísitalan um
18% x 10%=1,8%.
Segjum nú að hinn dæmigerði
íbúðareigandi sé með íbúðarlán upp
á krónur 17.078.635 (sbr. ríkisskatt-
stjóri) hefur höfuðstóllinn vegna
ofangreindar verðbreytingar hækk-
að um 307.559.
Um 27,9 % fjölskyldna eiga skuld-
laust húsnæði en 72,1 % eru með
meðaltalsskuld að upphæð
17.086.635. Það er ljóst hækkun fast-
eignaverðs hefur mismunandi áhrif á
þessa tvo hópa. Í báðum tilvikum
hækkar eign þeirra en hefur enga út-
gjaldaaukningu í för með sér hjá
þeim skuldlausu en útgjöld þeirra
skuldugu hækka sem nemur hækkun
afborgana og vaxta á íbúðarláninu
vegna hækkunar neyzluvísitölu.
Hækkun fasteignaverðs kann að
auka annan húsnæðiskostnað að því
marki sem fasteignagjöld eru
ákvörðuð sem hlutfall af fast-
eignaverði.
Af því sem að ofan greinir þá þá
eru útgjöld vegna eigin húsnæðis sú
upphæð sem viðkomandi þarf að
greiða vegna skuldar sinnar. Miðað
við haldbær opinber gögn, meðal-
lánstíma 20 ár og 3,6% vexti, þá eru
heildarútgjöld meðalheimilis
1.213.138 á ári og skiptast í vexti og
afborgun af höfuðstól, vextir 358.806
og afborgun 854.332, reiknuð sem
meðaltöl yfir lánstímann. Afborgun-
in er í eðli sínu eignamyndun og því
eingöngu vextirnir sem teljast til út-
gjalda líkt og greiðsla fyrir síma eða
tryggingar svo eitthvað sé nefnt.
Sé þessi skoðun samþykkt að við-
bættri þeirri staðreynd að 72,1% fjöl-
skyldna skulda húsnæðislán þá verð-
ur niðurstaðan sú að reiknuð
húsnæðisútgjöld í stað reiknaðrar
eigin húsaleigu ætti að vera vextir af
húsnæðisláni x 72,1% = 258.974 í
stað 1.124.018 reiknuð húsaleiga, eða
4,8% af heildarútgjöldum í stað
18,1%.
Niðurstaðan af ofangreindu er að
það er álitamál hvort núverandi út-
reikningur eigin húsaleigu eigi
heima í neyzluvísitölunni, í það
minnsta sé hún notuð til að upp-
færslu íbúðalána með hliðsjón af
verðbólgu.
Benda má á að það skiptir ekki
meginmáli hvort lán séu verðtryggð
eða ekki sé neyzluvístalan notuð sem
verðbólguviðmið, þá kemur hún til að
með að hafa áhrif á vexti og afborg-
anir hvort sem um verðtryggð eða
óverðtryggð lán er að ræða, það
skiptir því máli að verðbólguvísirinn
sýni sem næst raunverulegar verð-
breytingar sem hafa áhrif á útgjöld
fjölskyldna í landinu og þá kemur
augljóslega til skoðunar hvort núver-
andi útreikningur eigin húsaleigu og
talning í vísitölunni kalli á endur-
skoðun.
Hugleiðing um verðbólgu
Eftir Þorbjörn
Guðjónsson » Það er álitamál hvort
núverandi útreikn-
ingur eigin húsaleigu
eigi heima í neyzluvísi-
tölunni, í það minnsta sé
hún notuð til að upp-
færslu íbúðalána með
hliðsjón af verðbólgu.
Þorbjörn Guðjónsson
Höfundur cand oecon.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi um-
ræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt
í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem not-
anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is