Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 48

Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Myndlistarkonan Nína Gauta opnar sýningu í sýningasal félagsins Ís- lensk grafík í Hafnarhúsi, hafn- armegin, í dag kl. 16. Nína vefur list sína úr þráðum ferðalaga sinna, skv. tilkynningu en þar segir að í upp- vexti sínum hafi hún orðið fyrir sterkum áhrifum frá íslenskum kon- um sem stunduðu á listrænan hátt vefnað, prjónles og ýmiss konar sauma- og handavinnu. „Það var henni því eðlileg leið að nota sér þessa tækni og þekkingu og seinna lærði hún svo Gobelin-listvefnað í Listaháskóla Parísar (École Nation- ale Superieure des Beaux Arts de Paris). Upp úr þessu þróaði hún sína eigin aðferð, einhvers staðar á milli aldagamallar myndvefnaðartækni og ýktrar textílgerðar,“ segir þar. Verk hennar verði næstum lífræn og jafnvel kynæsandi, unnin upp úr léttum tilviljunum með samblöndu fléttna, kögurs eða hnúta. Þræðir Nína vefur list sína úr þráðum ferðalaga sinna. Nína Gauta opnar Æ Æ Æ I to Eye Friðarsinninn og Íslandsvinkonan Yoko Ono lýsti því yfir á þriðjudag- inn að hún hyggist gefa út nýja hljómplötu í október. Frá þessu er sagt á fréttavef Huffington Post. Yoko Ono er 85 ára en hún telur að lífsbarátta hennar fyrir friði sé mikilvægari nú en nokkru sinni. Hljómplatan ber titilinn Warzone og er væntanleg 19. október næst- komandi. Framleiðandi plötunnar er sonur Ono, Sean Ono Lennon. Á plötunni verða ýmis lög sem Ono hefur framleitt frá árinu 1970, þar á meðal friðarsöngurinn Imagine eftir eiginmann hennar, John Len- non. Lögin hafa þó verið nokkuð slípuð og einfölduð til að gefa rödd Ono meira vægi. Ono segir lögin enn eiga erindi við almenning árið 2018. „Heim- urinn er í svo mikilli óreiðu [...] allt er svo erfitt fyrir alla. Við búum á vígvelli,“ segir Ono. „Mér finnst gaman að skapa hluti á nýja vegu. Allt breytist á hverjum degi.“ AFP Friðarsinni Yoko Ono stefnir að útgáfu nýrrar hljómplötu í október. „Við búum á víg- velli,“ segir Ono Franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler leikur verk eftir Bach (Goldberg-tilbrigðin), Boëly og sjálfan sig í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og eru tónleikarnir hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hall- grímskirkju. Mechler er organisti Fílharmóníunnar í Köln og einnig orgelprófessor í sömu borg. Á seinni tónleikum sínum, sem fara fram á morgun kl. 17, leikur Mechler verk eftir Rameau, Fauré, Ravel, Satie, Poulenc, Dutilleux (Hommage à Bach), Debussy (Hom- mage à Rameau) og sjálfan sig. Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is. Á orgelsumri Thierry Mechler er organisti Fílharmóníunnar í Köln. Heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju Reykholtshátíð hófst í gær í Reyk- holti í Borgarfirði og verður nóg um að vera á hátíðinni yfir helgina. Í dag kl. 16 verða haldnir kór- tónleikar með söngflokknum Hljómeyki sem bera yfirskriftina Sumarkveðja og er efnisskrá þeirra valin með hliðsjón af fullveld- isafmæli Íslands og inniheldur ein- göngu íslenskar kórperlur eftir mörg okkar ástsælustu tónskáld, að því er fram kemur í tilkynningu. „Hljómeyki er í fremstu röð ís- lenskra kóra og hefur í gegnum tíð- ina flutt ógrynni verka af marg- víslegu tagi ásamt því að gefa út sex geisladiska með verkum ís- lenskra tónskálda,“ segir þar en stjórnandi Hljómeykis er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Í kvöld kl. 20 mun Kammersveit Reykholtshátíðar flytja kamm- erverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Béla Bartók, nánar til- tekið Dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu í G- dúr og Flautukvartettinn í C-dúr eftir Mozart og Píanókvintett í C-dúr eftir Bar- tók. Hátíðinni lýk- ur á morgun með hátíðartón- leikum kl. 16 og eru þeir liður í afmælisdagskrá vegna hundrað ára afmælis full- veldis Íslands. Yfirskrift tón- leikanna er Fullveldi í 100 ár – Ís- lensk kammertónlist frá 1918 til 2018 og munu allir flytjendur hátíð- arinnar koma fram á tónleikunum. Guðni Tómasson útvarpsmaður verður kynnir og mun leiða áheyr- endur í gegnum söguna þessi hundrað ár sem liðin eru frá því að Ísland varð fullvalda ríki, segir í til- kynningu. Tónleikarnir fara allir fram í Reykholtskirkju og miðasala fer fram á midi.is. Kór, kammersveit og hátíðartónleikar Guðni Tómasson útvarpsmaður. Undir trénu 12 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 20.00 Andið eðlilega Sögur tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu- Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Kefla- víkurflugvelli, fléttast saman og tengjast þær óvæntum böndum. Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 22.00 Hearts Beat Loud Bíó Paradís 20.00 You Were Never Really Here 16 Metacritic 84/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 20.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Metacritic 88/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 17.45 The Party 12 Gamanleikur sem snýst upp í harmleik. Metacritic 73/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 18.00 BPM (120 Beats Per Minute) 12 Bíó Paradís 22.00 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 18.00 Mamma Mia! Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn Metacritic 66/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 19.50, 22.15 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 21.55 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 13.50, 14.30, 16.30, 17.10, 19.10, 19.50, 22.20 Háskólabíó 15.40, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 15.00, 17.00, 19.30, 21.50 Mission: Impossible Fallout 16 Ethan Hunt,sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við tímann eftir að verkefni mis- heppnast. Laugarásbíó 22.15 Sambíóin Egilshöll 20.30 Sambíóin Akureyri 20.40 Sambíóin Keflavík 20.30 Hereditary 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30, 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Akureyri 22.30 Hotel Artemis 16 Myndin gerist í framtíðinni þegar óeirðir geisa í Los An- gelis. Nunna rekur leynilega slysavarðsstofu fyrir glæpa- menn. Háskólabíó 18.30, 21.20 The Equalizer 2 16 Laugarásbíó 17.00, 19.45, 22.00 Smárabíó 17.20, 19.40, 21.50, 22.30 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 21.30 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 16.00 Tag 12 Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.20 Ocean’s 8 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.00 Adrift 12 Morgunblaðið bbbmn Laugarásbíó 19.50 Sicario: Day of the Soldado 16 Morgunblaðið bbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,4/10 Smárabíó 22.20 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 12.30, 14.00, 14.30, 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 14.00, 15.00, 17.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00 Sambíóin Akureyri 15.00, 15.30, 17.30, 18.00 Sambíóin Keflavík 15.00, 15.30, 18.00 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjöl- skylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.30, 17.40 Smárabíó 12.50, 15.10, 17.30 Háskólabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 15.00, 17.30 Draumur Smárabíó 15.10 Pétur Kanína Smárabíó 13.00 Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd- armál úr fortíðinni. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 70/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Ant-Man and the Wasp 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Ís- lands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 15.50, 21.10 Bíó Paradís 22.00 Skyscraper 12 Myndin fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gísla- tökumálumsem nú vinnur við öryggisgæslu. Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Smárabíó 19.50, 22.10 Borgarbíó Akureyri 19.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.