Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 4

Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 4
Steinþór Skúlason Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands (SS), segir miklar kostnaðarhækkanir þrýsta á verð- hækkanir. Laun hafi hækkað mikið. „Á síðustu þremur til fjórum árum hafa laun hækkað um 30-40%. Þar með talið launataxtar í kjötframleiðsl- unni. Menn hafa aðeins komið broti af því út í verðlagið. Það á við um fyrir- tæki í framleiðslu, hvort sem þau eru í kjöti eða einhverju öðru. Til að byrja með var gengi krónu að styrkjast. Það gerði fyrirtækjunum kleift að mæta hluta af þessum kostn- aðarauka. Síðan sjá allir að afkoma fyrirtækjanna hefur versnað og krón- an mun ekki styrkjast meira. Það er því fullt tilefni til að hækka verðskrár. Svo er annað mál hvort það er svig- rúm til þess. Það er misjafnt eftir greinum.“ – Hvað geta fyrirtækin tekið þetta lengi á sig? „Sum eiga kannski auðveldara með að velta þessu út í verðlagið en önnur. Í sumum tilfellum leiðir þetta til verð- bólgu eða hækkana. Í öðrum tilfellum getur þetta kippt grundvellinum undan rekstri fyrirtækjanna. Það er eins og gengur.“ Hækkun kjararáðs óheppileg – Innflutt verðhjöðnun vegna gengisstyrkingar virðist að baki. Er að hefjast nýr kafli þar sem við tekur hefðbundnara verðbólguumhverfi? „Já, ég held að við séum á leið í 5- 10% verðbólgu á næstu tveimur árum eða svo. Auðvitað tel ég eins og marg- ir aðrir að fyrri ríkisstjórn hafi gert herfileg mistök með því að ógilda ekki úrskurði kjararáðs. Allt sem hefur gerst síðan er afleiðing þess,“ segir Steinþór og vísar til launahækkana. „Það er ekki sannfærandi að biðja aðra um að vera með hóflegar launa- kröfur þegar þessi fyrirmynd liggur fyrir. Það hlýtur að vera óheppilegt að opinberir starfsmenn leiði launaþróun,“ segir Steinþór. 40% launahækkun frá maí 2015 Ari Edwald, forstjóri Mjólkursam- sölunnar (MS), segir miklar hækkan- ir á innlendum kostnaði hafa skapað hækkunarþörf. „Það hefur skapast þrýstingur á verðhækkanir hjá innlendum iðnfyrirtækjum, jafnframt því að allra leiða verði að leita til að hagræða í rekstrinum og lækka kostnað. Svo dæmi sé tekið er vegið meðaltal samningsbundinna launahækkana hjá Mjólkursamsölunni frá maí 2015 og fram á sumarið 2018 rúm 40%, að meðtöldum lífeyrisbreytingum. Ann- að dæmi er að frá árinu 2012 hefur orkukostnaðurinn hækkað um nærri 100%, þ.e. verð á raforku til okkar, þ.m.t. breytingar á afsláttum. Erlend- is eru menn að velta fyrir sér hvort laun nái að hækka um hálft til eitt prósent á ári. Við höfum hins vegar verið að hækka laun um eitt prósent á mánuði á þessu tímabili!“ segir Ari. Hann segir að sú verðlagsnefnd sem starfaði til 1. júlí hafi brugðist varð- andi endurskoðun á verðskrám. Hún ákveður afurðaverð til búvörufram- leiðenda og verð búvara í heildsölu. Miðast við nóvember 2016 „Þar hafa stjórnvöld ekki staðið sig í stykkinu. Við störfum í því umhverfi að opinber verðlagsnefnd verðleggur okkar veigamestu vörur. Þótt þetta séu ekki allar vörurnar eru það engu að síður þær sem gefa tóninn. Verð- lagsnefndin hefur sett sér verklags- reglur um að meta þróun verðlags- grundvallarins fjórum sinnum á ári og taka ákvarðanir í framhaldi af því til hækkunar, eða lækkunar, eftir að- stæðum hverju sinni, á vörum sem undir hana heyra. Síðasta verðhækk- un á þessum verðlagsbundnu vörum tók gildi 1. janúar 2017 og miðast við aðstæður í nóvember 2016. Bráðum verða liðin tvö ár og það er bagalegt, m.a. vegna þess að það leiðir til meiri og umdeildari breytinga þegar þær loksins verða,“ segir Ari. Telja tímabært að hækka verðið  Forstjóri SS segir fyritækin aðeins hafa komið broti af miklum kostnaðarhækkunum út í verðlagið  Spáir 5-10% verðbólgu  Forstjóri MS segir bagalegt hversu lengi hafi dregist að endurskoða verð Ari Edwald Mánaðarleg launavísitala helstu launþegahópa Vísitala des. 2014=100. Heimild: Hagstofa Íslands. Desember 2014 Apríl 2018 129,8 100 Starfsmenn á almennum vinnumarkaði Opinberir starfs- menn alls 131,0 100 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Margir nýttu sér góða veðrið á föstudag og böðuðu sig í sólinni á Austurvelli í Reykjavík. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir sumarveðri á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sunnudag, og gæti hiti þá farið upp í 24 gráður – gangi allt eftir. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, kveðst bjartsýnn á að spáin gangi eftir. „Vindáttin þarf að vera rétt og vindstyrkurinn þarf að vera nægur svo að hafgolan nái ekki yfirhönd- inni. Við myndum vilja að hér í Reykjavík kæmi vindurinn yfir Mosfellsheiði og þar yfir. Ef allt gengur upp þá ætti hitinn að fara yfir 20 gráðurnar,“ segir Óli Þór. Í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustanátt, 8 til 15 metrum á sekúndu. Samkvæmt spám mun þykkna upp eftir því sem líður á daginn og fer að rigna, fyrst suð- austanlands. Þurrt verður norð- vestan til fram undir kvöld. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast á Norðurlandi, að sögn Veðurstof- unnar. veronika@mbl.is Höfuðborgarbúar fengu langþráð sólskin í gær og mátti því víða sjá fólk á götum úti Vongóður um að spár gangi eftir Morgunblaðið/Valli Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þátttökutölur um bólusetningu barna hafa farið niður frá árinu 2014. Það þarf ekki eingöngu að þýða að færri börn séu bólusett heldur er sennilega líka um að ræða kerfislæg- an vanda við skráningu,“ segir Ka- milla Jósefsdóttir,“ sérfræð- ingur hjá embætti landlæknis og sérfræðingur í smitsjúkdómum. „Það er eins og almenningur hafi aðeins slakað á gagnvart bólusetn- ingum. Mislingar eru algengir í sum- um Evrópulöndum og mjög smit- andi. Kíghósti er nokkuð algengur hér og getur verið lífshættulegur börnum innan sex mánaða aldurs- sem ekki hafa þróað með sér fulla vörn gegn sjúkdómnum,“ segir Ka- milla. Kamilla segir að verið sé að skoða bólusetningarþátttöku í samvinnu við heilsgæslur, aðallega á höfuð- borgarsvæðinu. Hún segir að komið hafi í ljós að skráningum bólusetn- inga sé ábótavant, sem og skráning- um þar sem bólusetning er afþökk- uð. Kamilla segir heilsugæslurnar þurfa að vera meira á verði gagnvart því að skrá við fyrstu komu ef börn hafa verið bólusett í fyrra heima- landi. Ef það sé ekki gert hafi ein- staklingar engar upplýsingar um stöðu bólusetninga þegar fram í sæki og börn sem búa erlendis með lög- heimili á Íslandi geti ruglað tölunum um óbólusetta. Hugsanlegt að almenning- ur hafi aðeins slakað á  Kerfisvandi í skráningum  Kíghósti og mislingar algengir Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sprauta Bólusetningum er ætlað að koma í veg fyrir faraldra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.