Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 11FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
Af síðum
Trygglyndi fæst ekki ókeypis,
eins og Ryanair hefur komist að.
Ódýr flugfargjöld duga ekki ein
og sér til að tryggja að við-
skiptavinir haldi áfram að eiga
viðskipti við fyrirtækið. Fyrir
nokkrum árum hleypti flug-
félagið írska af stokkunum nýju verkefni undir merkjum slagorðsins
„Always Getting Better“ (Sífellt að verða betri), með það fyrir augum að
bæta þjónustustigið sem svo oft hefur legið undir gagnrýni. Á mánudag-
inn mátti sjá að það hefur haft í för með sér aukinn kostnað að stuðla að
bættri þjónustu, með hærri launum til flugmanna og áhafna. Eldsneyt-
iskostnaður hefur líka verið á uppleið.
Þessi blanda hafði slæm áhrif á afkomutölur fyrsta ársfjórðungs sem
birtar voru á mánudag. Lækkandi flugmiðaverð, hærri launakostnaður
og vaxandi eldsneytiskostnaður urðu þess valdandi að tölurnar reyndust
ekki nægilega góðar. Hagnaður eftir skatta lækkaði um fimmtung, niður
í 319 milljónir evra, en þá eru ekki talin með áhrifin af lítilsháttar tapi
systurflugfélagsins Laudamotion.
Ryanair hafði varað við því fyrirfram að hagnaður myndi dragast sam-
an og tókst að gera betur en markaðsgreinendur höfðu spáð. Engu að
síður lækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 6%.
Tekjur á hvern „gest“, eins og Ryanair kallar nú þjóhnappa sem fylla
sæti, hækkuðu þegar allt kom til alls. Það kemur til vegna þess að fleiri
farþegar velja að borga aukalega fyrir að tryggja sér sæti eða fá að fara
snemma um borð. Markaðsvirði flugfélagsins jafngildir nú þrettán-
földum hagnaði, sem bendir til þess að markaðurinn sé líka tilbúinn að
borga aukalega fyrir slíka uppfærslu – og töluvert meira en fyrir hluta-
bréf flestra keppinauta Ryanair.
En bíðið nú við. Vingjarnlegra við farþega og fúst að semja við stétt-
arfélög? Það myndi enginn undrast það ef hluthafar teldu sig þurfa að
gaumgæfa hvort þeir hefðu örugglega hlutabréf í réttu félagi í hönd-
unum. Enn sem komið er virðast launahækkanir hafa haft minniháttar
áhrif á arðsemi félagsins. Launakostnaður myndar einungis 12% af
heildarútgjöldum Ryanair. En ef það verður reglan að nota vinnuafl í
stéttarfélögum, eins og virðist stefna í, þá gæti það dregið úr hagkvæmni
til lengri tíma litið. Á vinnumarkaði þar sem mikil eftirspurn er eftir fólki
og þar sem reyndir flugmenn fá allt að 300 þúsund evrur í árslaun í Kína,
hefur Ryanair um fátt annað að velja en að hegða sér almennilega.
En þetta gæti leitt til hægari vaxtar. Markaðsrannsóknarfyrirtækið
Bernstein spáir því að sætaframboð muni aukast um 7% á ári fram til
2020. „Always Demanding More“ (Sífellt að krefjast meira) gæti orðið
nýtt slagorð sem lýsir starfsfólkinu. Ef svo fer, þá hafa hluthafar
fulla ástæðu til að ókyrrast.
LEX
AFP
Ryanair: Inn til
lendingar
Harley-Davidson hefur lækkað
hagnaðarspá sína fyrir þetta ár.
Mótorhjólaframleiðandinn, sem hef-
ur lent á milli steins og sleggju í
tollastríði Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins, gerir nú ráð
fyrir því að tollar muni valda
rekstri þess meira tjóni en áður var
talið.
Núna er áætlað að framlegð
fyrirtækisins af sölu mótorhjóla
verði í kringum 9-10% „í ljósi þeirra
áhrifa sem við væntum að tollar
muni hafa á árinu 2018“, að því er
Harley upplýsti á þriðjudag.
Í maí sagðist fyrirtækið gera ráð
fyrir framlegð á bilinu 9,5-10,5% og
hafði þá þegar lækkað tölurnar um
2-3 prósentustig frá árinu 2017,
vegna fyrirhugaðra endurbóta á
framleiðsluferlum. Þó svo að Harley
hafi búist við einhverjum áhrifum af
hækkun Bandaríkjastjórnar á toll-
um á stál og ál, þá hafði fyrirtækið
vænst þess að áhrifin myndu koma
fram „í smáum skrefum“.
Kaupendur farnir að eldast
Í júní beindi framkvæmdastjórn
ESB spjótum sínum sérstaklega að
Harley og öðrum þekktum banda-
rískum vörum, á borð við Levi‘s-
gallabuxur og búrbon-viskí, eftir að
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hafði lagt á tolla á stál og ál. Í fram-
haldinu greindi mótorhjólaframleið-
andinn frá því að til stæði að flytja
hluta af framleiðslu mótorhjóla sem
ætluð eru fyrir Evrópumarkað frá
Bandaríkjunum til annarra landa.
Fyrir vikið fékk Harley að kenna á
bræðikasti Trumps á Twitter.
Í Bandaríkjunum, lykilmarkaði
Harley, seldust 6% færri mótorhjól
á öðrum ársfjórðungi 2018 en á
sama tímabili í fyrra. Er það sjötta
ársfjórðunginn í röð sem salan í
Bandaríkjunum minnkar. Þessi þró-
un þykir til marks um að kaup-
endahópur Harley-Davidson mót-
orhjóla í Bandaríkjunum, þar sem
margir eru stuðningsmenn Trumps,
er að eldast með þeim afleiðingum
að eftirspurnin á heimamarkaði fer
dalandi.
Markaðsgreinendur höfðu þegar
gert ráð fyrir svona miklum sam-
drætti á Bandaríkjamarkaði, og því
er óljóst hvort árásir Trumps á
Harley fyrir að flytja störf úr landi
hafi haft neikvæð áhrif á viðhorf
kaupenda. Harley hafði þegar fært
töluvert af framleiðslu sinni úr landi
áður en tilkynnt var um nýju toll-
ana.
Á fyrri helmingi ársins dróst sal-
an í Bandaríkjunum saman um 9%
en jókst um 0,5% á erlendum mörk-
uðum. Sú hækkun felur þó þá stað-
reynd að í Kyrrahafshluta Asíu
minnkaði salan um 7% og í Kanada
um 5%.
Salan utan Bandaríkjanna
skiptir sköpum
Harley-Davidson, sem er með
höfuðstöðvar sínar í Wisconsin, hef-
ur ekki breytt áætlun sinni um að
afhenda á bilinu 231 til 236 þúsund
mótorhjól á heimsvísu á þessu ári.
Ef það á að takast skiptir sköpum
að salan gangi vel utan Bandaríkj-
anna. Svo þegar Harley stóð í síð-
asta mánuði frammi fyrir nýjum
tollum á Evrópumarkaði, sem munu
hækka verðið á innfluttu mótorhjóli
um 2.200 dali, sagðist fyrirtækið
ekki eiga annarra kosta völ en að
færa stærri hluta framleiðslunnar
úr landi.
„Kaupendahópurinn í Evrópu
leikur lykilhlutverk í stefnu okkar á
alþjóðamarkaði … Harley Davidson
seldi nærri 95 þúsund mótorhjól
utan Bandaríkjanna á síðasta ári,
eða 39% af heildarsölunni. Þegar
fram í sækir þætti Harley-Davidson
æskilegt að helmingur viðskipta
fyrirtækisins væri utan Bandaríkj-
anna,“ skrifar Craig Kennison hjá
Baird í greiningarskýrslu sem kom
út áður en afkomutölur Harley lágu
fyrir. Fyrirtækið segist ætla að
„kynna áætlanir sínar um að byggja
upp nýja kynslóð mótorhjólafólks
um allan heim“ hinn 30. júlí næst-
komandi.
Hagnaður á hvern hlut á öðrum
ársfjórðungi nam 1,45 dölum, en
var 1,48 dalir fyrir ári. Ef „kostn-
aður við hagræðingu í framleiðslu“
er dreginn frá nemur hagnaðurinn
1,52 dölum á hlut sem er töluvert
hærra en þeir 1,41 dalir sem mark-
aðurinn hafði vænst. Hagnaður
félagsins á ársfjórðungnum dróst
saman miðað við sama tímabil í
fyrra í takt við minnkandi sölu.
Hagnaðurinn nam samtals 242
milljónum dala, en var 259 milljónir
á síðasta. Tekjur voru 1,71 millj-
arður dala, en til samanburðar
1,77 millljarðar fyrir ári.
Harley-Davidson varar
við meira tjóni vegna tolla
Eftir Cat Rutter Pooley og
Patti Waldmeir
Vélhjólaframleiðandinn
goðsagnakenndi, Harley-
Davidson, hefur orðið
skotspónn í tollastríði
Bandaríkjanna og ESB.
Nú eru horfur á að áhrif
þess á afkomu fyrirtæk-
isins verði meiri en útlit
var fyrir í upphafi.
AFP
Donald Trump dáist hér að Harley-Davidson-mótorhjóli fyrir utan Hvíta húsið
fyrr á árinu en hrifning forsetans á stjórnendum fyrirtækisins er heldur minni.