Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018FÓLK
SPROTAR
Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð Skúli Valberg
Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festu - mið-
stöðvar um samfélagsábyrgð.
Skúli er rekstrarhagfræðingur MBA frá Háskólanum í
Reykjavík og iðnaðar- og kerfisverkfræðingur frá Univers-
ity of Florida. Skúli er með yfir 25 ára stjórnunarreynslu úr
viðskiptalífinu og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann hefur
jafnframt verið ráðgefandi fyrir frumkvöðla og fjárfesta í norrænni nýsköp-
un um árabil. Skúli hefur störf í september.
Skúli ráðinn framkvæmdastjóri
BIOEFFECT Auðbjörg Óskarsdóttir hefur tekið við starfi
alþjóðlegs viðskiptastjóra hjá BIOEFFECT. Verkefni hennar
lúta að því að efla og styrkja sölu á BIOEFFECT erlendis í
nánu samstarfi við starfandi dreifiaðila fyrirtækisins.
Auðbjörg starfaði áður sem svæðisstjóri hjá Bestseller
og sá um rekstur, starfsmannamál og innkaup fyrir tísku-
vöruverslanir fyrirtækisins hér á landi. Auðbjörg er með BA í sálfræði frá
Háskóla Íslands.
Auðbjörg alþjóðlegur viðskiptastjóri
VISTASKIPTI
„Þjónusta Koride snýst ekki bara
um að hjálpa fólki að deila með sér
kostnaðinum við ferðalög með því að
samnýta bílaleigubíla, heldur erum
við líka að liðka fyrir því að ferða-
langar kynnist öðru fólki og eigi auð-
veldra með að skoða landið.“
Þannig lýsir Michelle Spinei starf-
semi sprotans Koride (www.ko-
ride.co). Michelle er framkvæmda-
stjóri Koride en hún stofnaði
fyrirtækið með Kristni Evertssyni
sem fer með hlutverk tæknistjóra.
Saman taka þau þátt í Startup
Reykjavík í sumar og stefna að því
að Koride fari í loftið í október.
„Dæmigerður notandi væri ein-
staklingur sem ferðast einn til Ís-
lands og langar að skoða fleira en
Reykjavík en rekur sig á að það get-
ur verið dýrt að leigja bíl og halda
einn af stað. Í gegnum Koride getur
hann fundið annað fólk í sömu spor-
um, og sammælst um að þau ferðist
saman og dreifi þannig kostnaðinum
á fleiri herðar. Koride býður upp á
skilaboðakerfi og stjórnborð þar
sem verður hægt að skipuleggja
ferðalagið; bæði hvert leiðin liggur,
á hvaða tíma verður lagt af stað og
hvernig sameiginlegur kostnaður
s.s. af leigu á bíl og bensínkaupum
deilist á hópinn,“ útskýrir Michelle.
„Í stjórnborðinu verður hægt að
skoða kort af Íslandi þar sem búið er
að merkja inn áhugaverða áfanga-
staði og skemmtilegar akstursleiðir,
og hópnum gert auðvelt að sníða
ferðina að eigin óskum.“
Fjórði hver ferðast einn
Koride hyggst rukka þjónustu-
gjald fyrir að tengja fólk saman, og í
framtíðinni fá að auki söluþóknun
frá samstarfsaðilum í ferðaþjónustu
þegar bókun er gerð í gegnum vef
Koride.
Michelle segir að vöntun sé á
þjónustu af þessu tagi og margt sem
bendi til að notendahópurinn geti
orðið mjög stór. „Ef við skoðum al-
þjóðlegar tölur þá er einn af hverj-
um fjórum ferðamönnum einn á
ferð. Þá eru áherslur ferðamanna að
breytast, og þeir vilja upplifa hluti
og tengjast öðru fólki á ferðalögum
sínum frekar en að bara skoða minn-
isvarða og musteri í borgum. Á það
sérstaklega við um ungt fólk, sem
tekur t.d. Airbnb-gistingu fram yfir
hótel, að þau sjá heilmikið virði í því
að skoða heiminn í góðum félags-
skap og skapa tengsl sem þau búa að
löngu eftir að ferðalaginu lýkur,“
segir hún. „Fólk vill að ferðalagið
veiti því einstaka upplifun, og besta
leiðin til þess er að kynnast öðru
fólki.“
Gangi allt að óskum mun Koride
breiða úr sér til annarra landa en
Michelle segir Ísland tilvalinn prufu-
markað. „Bæði er Ísland vinsæll
áfangastaður ferðamanna í leit að
ævintýrum og upplifun, og svo eru
staðhættir líka þannig að fátt annað
er í boði en að komast á milli staða á
bíl,“ útskýrir Michelle. „Á eftir Ís-
landi myndum við vilja spreyta okk-
ur á Noregi enda á margan hátt
svipaður markaður; land sem er í
miklu uppáhaldi hjá ævintýragjörn-
um ferðalöngum og staður sem kall-
ar iðulega á það að leigja bíl ef fólk
vill skoða náttúru landsins.“
Þurfa að láta boltann
byrja að rúlla
Til að koma Koride af stað þurfa
Michelle og Kristinn m.a. að leysa
sama vandamál og t.d. stefnumóta-
vefir standa frammi fyrir: til þess að
fólk hafi gagn af þjónustunni þurfa
aðrir notendur að vera þar fyrir. Og
jafnvel ef tekst að fá nokkur hundr-
uð ferðamenn til að skrá sig á vefinn
eru allar líkur á að aðeins örlítill
hluti þeirra eigi samleið, s.s. hvað
varðar ferðadagsetningar og óskir.
„Það verður krefjandi að koma
þessu af stað og við reiknum með því
að þurfa að afla fyrstu notendanna
hér um bil handvirkt, en þegar tekst
að láta boltann fara að rúlla léttist
róðurinn og hægt verður að nota t.d.
auglýsingar á samfélagsmiðlum til
að ná með hnitmiðuðum hætti til
þeirra sem eru líklegastir til að vilja
nota Koride.“
Tengja saman fólk sem
passar vel saman
Efasemdamenn myndu benda á
að það sé hægara sagt en gert að
finna góðan ferðafélaga. Fólk hafi
mjög ólíkar þarfir á ferðalögum, og
ólíkar áherslur, og ekki skrítið að
jafnvel perluvinir og ástrík pör eiga
það til að fara í hár saman á ferða-
lögum. Michelle segir Koride leitast
við að laga þennan vanda með því að
leggja nokkrar einfaldar spurningar
fyrir notendur. „Til að nýta sér þjón-
ustu Koride þarf fólk að gefa
ákveðnar grunnupplýsingar um
sjálft sig, og m.a. tiltaka hvort því
líkar betur að ferðast hægt og skoða
hvern stað vandlega eða ferðast
hraðar og strika sem flesta staði út
af listanum. Við reynum að draga
fram hvaða persónuleika fólk hefur
og hvernig það kýs að ferðast og
þannig para ferðalangana betur
saman. Notendur geta líka séð
myndir af öðrum ferðalöngum og
mælt þá út áður en þeir velja sér
ferðafélaga. Notendareikningar á
Koride verða líka tengdir við Face-
book, svo að tryggt sé að enginn villi
á sér heimildir.“
Michelle bendir líka á að það þurfi
ekki endilega að vera markmið í
sjálfu sér að para saman ferðalanga
sem smellpassa saman. „Oft felst
áhugaverðasta upplifunin í því að
ferðast með fólki sem er ekki alveg
eins og maður sjálfur, hefur aðra sýn
á lífið og tilveruna, og mögulega
eignast vin sem maður hefði annars
aldrei rekist á.“
Morgunblaðið/Hari
Kristinn Evertsson og Michelle Spinei hjá Koride. Þau beina sjónum sínum
að ört stækkandi hópi ævintýragjarnra ferðalanga í leit að upplifun.
Skoða landið og
eignast nýjan vin
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Koride hyggst tengja
ferðalanga saman svo þeir
geti átt ánægjulegri og
ódýrari dvöl á Íslandi.
Ferðamenn sækjast eftir
einstakri upplifun og ein
besta leiðin til þess er að
skoða landið í góðum fé-
lagsskap.
Tækifæri í
veitingarekstri
Við leitum að áhugasömum aðilum
til reksturs á veitingastað í
Listhúsinu í Laugardal
Um er að ræða mjög áhugaveða staðsetningu. Allt rýmið
var standsett fyrir um það bil tveimur árum síðan og eru öll
tæki til veitingareksturs til staðar.
Mjög gott tækifæri til að hefja veitingarekstur á
áhugaverðum stað.
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Reykjavíkurborg Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur og
deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti, hefur verið ráðinn
sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hann
mun hefja störf um miðjan ágúst.
Hákon hefur gegnt núverandi starfi sem deildarstjóri
skólaþjónustu frá árinu 2005.
Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996
með áherslu á vinnusálfræði.
Hákon nýr framkvæmdastjóri Barnaverndar