Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 16

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Flugfargjöld hækka um 23% Hótelþorp við Stöðvarfjörð Breytingar á skipulagi Icelandair Marriott rís við Keflavíkurflugvöll Loftleiðir semja um lúxusferðir Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Mikil aukning er milli ára í lántöku á óverðtryggðum íbúðalánum hjá innlánsstofnunum á fyrri helmingi ársins, samkvæmt nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um bankakerf- ið. „Við túlkun talnanna þarf að hafa í huga að þetta eru ný útlán að frá- dregnum upp- og umfram- greiðslum,“ segir Hrönn Helgadótt- ir, sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, í samtali við Viðskipta- Moggann.„Meira er greitt aukalega inn á verðtryggð lán í hverjum mánuði en þau óverðtryggðu og því dregst hærri fjárhæð frá veittum nýjum útlánum hjá þeim. Hins veg- ar er ljóst að það er greinileg aukn- ing í lántöku á óverðtryggðum íbúðalánum fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við í fyrra.“ Tvöföldun milli ára Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir það sé ekki óeðlilegt að fólk leiti frekar í óverðtryggðu lánin ef það býst við verðbólgu á næstunni. „Án þess að hafa skoðað þessar tölur sérstaklega, þá er örugglega tilhneiging hjá lántökum að skuld- breyta úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð með föstum vöxtum. Meginskýringin er þá væntingar lántaka um að vinnumarkaðurinn fari á fleygiferð og við komum til með að lenda í verðbólguástandi.“ Samkvæmt tölum úr Hagvísum Seðlabanka Íslands, sem komu út í lok síðasta mánaðar, námu ný óverðtryggð íbúðalán fyrstu fimm mánuði ársins samtals 45,8 millj- örðum króna þegar upp- og um- framgreiðslur eru ekki dregnar frá, en einungis 23,9 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Verðtryggð lán drógust saman á sama tímabili um 5 milljarða króna og námu 69,7 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Morgunblaðið/Ómar Mikil aukning var í óverðtryggðum íbúðalánum bankanna á fyrri árshelmingi. Tólfföldun í óverðtryggðu Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Óverðtryggð íbúðalán inn- lánsstofnana, að frádregn- um upp- og umfram- greiðslum, fóru úr 2,3 milljörðum króna á fyrri helmingi síðasta árs í 29,5 milljarða króna í ár. Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Það vakti töluverða athygli í vik-unni þegar bréf Origo fóru allt í einu á flug á íslenskum hluta- bréfamarkaði. Gengi bréfa félags- ins hefur hækkað um 10% frá því 18. júlí síðastliðinn. Hluthafar félagsins hafa þó ekkiriðið feitum hesti á þessu ári, en gengi bréfanna hefur fallið nokkuð frá áramótum, þegar verð á hlut var 26,8 krónur. Bréf félags- ins standa nú í 22 krónum á hlut, það er í kringum 18% lækkun á árinu. Það er athyglisvert að velta fyrirsér hvað hefur fengið bréfin til þess að hækka svona undanfarið. Hvort það sé vegna þess að Origo hafi verið vanmetið á markaði, er ekki gott segja. Einnig er athyglis- vert að gengi bréfanna hefur hækkað um 7,3% síðan tilkynnt var að söluferli Tempo myndi dragast á langinn. Við birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins, í apríl, var tekið fram að gert væri ráð fyrir að söluferli Tempo myndi ljúka um mitt árið. Vöxtur Tempo hefur verið mik-ill undanfarið. Fram kom í síðasta uppgjöri Origo að tekjur Tempo hefðu aukist um 25% á síð- ustu 12 mánuðum. Tempo hefur því verið eins konar gullkálfur félagsins. Ætli það sé enn vilji stjórnenda til að selja eða vilja þeir halda áfram að mjólka kálfinn? Að halda tempói Sjómennska og útgerð hefurlöngum verið samofin karl- mennskunni. Og reyndar hefur karlmennskan ein ekki dugað til, því fáir hafa þótt gjaldgengir í þessari atvinnugrein sem ekki hafa „migið í saltan sjó“. Hvort það eigi við um konurnarþrjár sem skipa munu meiri- hluta í stjórn sjávarútvegsfyr- irtækisins HB Granda eftir aðal- fund á morgun skal ósagt látið. En hvað sem því líður má kalla það tímamót að konur skuli nú skipa meirihluta stjórnarmanna í þessu rótgróna útgerðarfélagi. En þótt framlag kvenna til sjó-mennskunnar sé kannski tak- markað þá hefur þáttur kvenþjóð- arinnar í sjávarútvegi verið stór í gegnum tíðina og þá einkum í vinnslu afurða, sem reyndar er einn af meginrekstrarþáttum HB Granda. Auðvitað skiptir kynferðistjórnarmanna ekki máli heldur fyrst og fremst sú reynsla og þekking sem stjórnin býr sam- eiginlega yfir. Þar ætti ný stjórn HB Granda að vera vel sett með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það er hins vegar freistandi aðrenna huganum aftur til þess tíma þegar Árni heitinn Vil- hjálmsson og svo Kristján Lofts- son réðu ríkjum í útgerðarfélag- inu. Tímarnir breytast og þeir breytast hratt. Ásjóna HB Granda hefur tekið miklum breytingum einungis á þessu ári. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig félagið mun þróast í höndum nýrrar stjórnar og for- stjóra. Sjómannslíf, sjómannslíf SAS hefur þurft að af- lýsa um 700 flug- ferðum á síðustu þremur mánuðum vegna manneklu. Þurfti að aflýsa 700 flugferðum 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.