Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Það hafa orðið tíðindi í næstumhverjum kosningum síðustu tvö
ár.
Horfa má vítt um, Ítalía og Ung-verjaland, Trump og Tyrkland.
Demókratar vestra telja sig eigavon í að vinda ofan af veldi
Repúblikanaflokks í nóvember nk.,
svo þeir haldi ekki áfram um alla
spotta, í Hvíta húsi og báðum þing-
deildum.
Kannanir benda til þess að þærvæntingar séu raunsæjar.
Trump kunni að tapa meirihlutanum í
fulltrúadeild þingsins. Karl er þó enn
brattur.
Og austan við oss er líka kosið ognokkru fyrr. Réttur mánuður er
í kosningar í Svíþjóð. Þær verða 9.
september. Þar gætu orðið tíðindi, ef
marka má kannanir.
Sé horft til meðals allra kannanasíðasta mánuð mælast Sósíal-
demókratar (S) með 23,4% og Svíþjóð-
ardemókratar (SD) (stimplaður hægri
öfgaflokkur) er með 22,7% og stærsti
flokkur borgaraflokkanna fjögurra,
Moderaterna (M) með 18,9%.
Nýjasta birta könnunin sýnir þóSD með 25,5% fylgi og S með
21,1% fylgi.
Það er sláandi að bera þessar tölursaman við úrslit síðustu kosninga
í Svíþjóð. Þá fengu Sósíaldemókratar
31% fylgi, sem þótti mikil hrakför fyr-
ir þá, og SD skaust upp í 12,9 %, sem
þóttu mikil ólíkindi.
Sænska konungshöllin
Sveifla í kortum
STAKSTEINAR
U
Síðustu dagar
útsölunnar
Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
30-70%afsláttur
Veður víða um heim 7.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 8 rigning
Nuuk 13 skýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 28 heiðskírt
Stokkhólmur 24 heiðskírt
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 34 heiðskírt
Brussel 34 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 28 heiðskírt
París 35 alskýjað
Amsterdam 31 heiðskírt
Hamborg 35 heiðskírt
Berlín 34 heiðskírt
Vín 29 skýjað
Moskva 19 skýjað
Algarve 37 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 31 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 28 þrumuveður
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 26 léttskýjað
Montreal 24 alskýjað
New York 29 þoka
Chicago 26 þoka
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:58 22:10
ÍSAFJÖRÐUR 4:45 22:32
SIGLUFJÖRÐUR 4:28 22:16
DJÚPIVOGUR 4:23 21:44
Nýr fallturn var tekinn í notkun í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á
laugardag í 25 ára afmælisveislu
Fjölskyldugarðsins. Hátt í 1.200
manns prófuðu nýja tækið fyrsta
daginn.
„Það var mikið stuð, löng röð í
fallturninn og eiginlega búin að vera
röð í hann síðan,“ segir Þorkell
Heiðarsson, verkefnastjóri í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum. Turn-
inn er 20 metra hár en gamli turninn
var 15 metrar á hæð. Hann er búinn
fleiri sætum en sá fyrri og snýst í
hringi. Lágmarkshæð þeirra sem
fara í hann er 107 cm en 97 cm sé
viðkomandi í fylgd með fullorðnum.
Nýtt kastalasvæði hefur einnig
verið sett upp í garðinum ásamt öku-
skóla og gagnvirkum leikvelli.
„Gagnvirka leikvöllinn mætti kalla
minnisstöðubraut. Þar er hægt að
fara í alls konar leiki þar sem staur-
ar og snertiskjáir tala við þátttak-
endur.“
Margt var um manninn í afmælis-
veislunni um verslunarmannahelg-
ina en um 4.000 manns fjölmenntu í
garðinn. Þá voru tónleikar þar sem
Stuðmenn, Salka Sól og Jói Pé komu
fram. Vætuveðrið dró úr heimsókn-
um í garðinn í sumar, en á afmælis-
daginn viðraði vel. „Ég vonast til
þess að við getum bætt fleiri tækjum
í garðinn á næstunni,“ segir Þorkell.
Morgunblaðið/Hari
Glænýr Nýi fallturninn kemur frá
Ítalíu og er 20 metra hár.
1.200 manns
prófuðu nýj-
an fallturn
519 þúsund farþegar flugu með vélum
Icelandair í júní og fækkaði þeim um
5% miðað við júlímánuð í fyrra.
Framboðnum sætiskílómetrum á
leiðum félagsins fjölgaði á sama tíma
um 2%. Veldur það því að sætanýting
fór úr 89,2% í júlí í fyrra í 85,3% nú. Í
tilkynningu frá félaginu segir að sala
á áfangastaði í Norður-Ameríku
gangi treglegar en áætlanir gerðu ráð
fyrir en sætanýting á leiðum félagsins
í Evrópu hafi hins vegar staðið í
90,7% og aukist um 2,9 prósentustig á
milli ára.
Í sömu flutningatölum kemur fram
að farþegar Air Iceland Connect hafi
verið 32 þúsund í júní og hafi fækkað
um 14% milli ára. Segir félagið að
fækkunina megi rekja til þess að fé-
lagið hafi hætt að fljúga til Belfast og
Aberdenn í maí og einnig lagt af beint
flug milli Keflavíkur og Akureyrar.
Framboðnum gistinóttum á hótel-
um Icelandair Group fjölgaði um 13%
í júní frá því sem var á fyrra ári og
voru þær 51.475 talsins. Seldum gisti-
nóttum fjölgaði um 9% og stóðu í
43.276. Herbergjanýtingin fór við það
úr 87,4% í 84,1%. Leiguflugsstarfsemi
á vegum fyrirtækisins óx ásmegin
milli júnímánaða eða um 7% og voru
seldir blokktímar 2.669 miðað við
2.489 blokktíma í júní í fyrra.
Fraktflutningarnir gáfu hins vegar
eftir og fækkaði seldum tonnkíló-
metrum um 6% og voru þeir 10.081.
Farþegum fækkar um 5%
Icelandair segir Norður-Ameríkumarkaðinn dragbít