Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
✝ ErlingurHallsson fædd-
ist að Sílalæk í
Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu 15.
mars 1936. Hann
lést á Landspít-
alanum 27. júlí
2018.
Foreldar hans
voru Hallur Jónas-
son, f. 8.1. 1903, d.
18.10. 1972, og
Bergljót Guttormsdóttir, f.
13.12. 1906, d. 21.9. 1946. Systk-
ini hans voru; Einar, fæddur
1934, dáinn 1936, Aðalsteinn,
fæddur 1938, Ingunn, fædd
1942, dáin 2003, og Sigríður
Björg, fædd 1945,
dáin 2012.
Eiginkona Er-
lings var Ásta
Tryggvadóttir,
fædd í Reykjavík,
30. september 1939,
dáin 5. ágúst 2016.
Börn þeirra: Jónas
Pétur, fæddur 12.4.
1958, dáinn 18.5.
2008, Einar, f. 22.4.
1959, Guðrún, f. 2.6.
1961, Tryggvi, f. 3.12. 1962,
Hallur, f. 17.7. 1964, dáinn 28.3.
1968 og Erlingur, f. 27.2. 1972.
Útför Erlings verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 8. ágúst
2018, klukkan 13.
Árið er 1971 og ég tíu ára, það
er vetur og snjór yfir öllu. Síminn
hringir og æskuvinkona mín er í
símanum. „Ætlar pabbi þinn að
lesa í kvöld?“ spyr hún. „Já“,
svara ég. „OK, ég kem þá!“
Á annars frekar nútímalegu
heimili mínu var nefnilega hús-
lestur tíðkaður.
Pabbi las og við mamma og oft
vinkona mín sátum við hannyrðir
og drukkum í okkur frásagnir af
konum og kraftaskáldum, hrakn-
ingasögum, eldgosum og lífsbar-
áttu Íslendinga í gegnum aldirn-
ar.
Þetta var mjög einkennandi
fyrir föður minn, hann bar keim
af sínum uppvexti, maður tveggja
heima, með annan fótinn í forn-
eskju og hinn tryggilega í nútím-
anum.
Faðir minn var ljúfur uppal-
andi, sem hækkaði aldrei róminn
við okkur systkinin, sem gátum
þó verið miklir ólátabelgir eins og
gengur.
Ef hann taldi sig þurfa að leið-
beina okkur „sílunum“ sínum,
eins og hann kallaði okkur, var
það gert með dæmisögum en ekki
umvöndunum. Þessar dæmisög-
ur sem hann spann upp úr sér
voru oft á tíðum mjög kostulegar
og fyndnar en við „sílin“ velkt-
umst ekki í vafa um hvað betur
mátti fara í háttum okkar.
Föður mínum hafði vegnað vel
í lífinu en hann þekkti aðra tíma
og vildi að við systkinin lærðum
snemma að það þyrfti að hafa fyr-
ir því að eignast vasapening.
Hann var útsjónarsamur í þeirri
kennslu og setti upp ýmis einföld
verkefni sem við gátum leyst í bíl-
skúrnum og fengið greitt fyrir
eftir uppmælingu.
Hann lagði ríka áherslu á lest-
ur og leiki, svo sem gátur, kveð-
skap og farandsögur sem fóru á
milli okkar og uxu að furðuleg-
heitum með hverju barni. Þá var
mikið hlegið og ærslast.
Ég minnist æsku minnar með
mikilli hlýju og þakklæti til for-
eldra minna fyrir þann tíma sem
ég átti með þeim. Minning þeirra
lifir.
Guðrún Erlingsdóttir.
Í dag kveðjum við afa okkar
sem við munum sakna sárt en
minningarnar ylja. Afi var ótrú-
legur! Hann var svo ótal margt.
Hann var viðskiptamaður, lista-
maður, fræðimaður, skákmaður,
góður eiginmaður, mikill fjöl-
skyldumaður og þannig mætti
lengi telja. Hann og amma reynd-
ust okkur ómetanlegur stuðning-
ur og þá ekki síst þegar faðir okk-
ar, elsti sonur þeirra, lést langt
fyrir aldur fram. Eftir að afi
veiktist kom hans sterki persónu-
leiki skýrt fram. Hann tók hverj-
um degi fagnandi og með ótrú-
legri aðlögunarhæfni náði hann
að njóta lífsins. Hann vann eins
lengi og heilsan leyfði og í raun
miklu lengur. Hann hélt góðu
sambandi við alla sína stóru fjöl-
skyldu og ekkert gladdi hann
meira en velgengni og hamingja
sinna nánustu. Afi tókst á við
hvert verkefni með aðdáunar-
verðri yfirvegun, lífsgleði og já-
kvæðni. Hann var áhugasamur
um hreinlega allt, framtíðar-
róbóta, forsöguleg skrímsli og
allt þar á milli. Hann hafði alltaf
einhverja góða sögu eða fróð-
leiksmola að deila.
Við munum sakna afa sárt og
hann skilur eftir sig stórt skarð
en við erum líka ótrúlega þakk-
látar fyrir allar minningarnar og
allt það sem hann kenndi okkur.
Nú er hann farinn en lifir áfram
hjá okkur afkomendum hans um
ókomna tíð.
Ásta og Sigurlaug
Jónasdætur.
Fyrstu kynni mín af Erlingi
Hallssyni voru fyrir hartnær
fjörutíu árum. Þau kynni voru
óhjákvæmileg en jafnframt
ánægjuleg.
Við Jónas Pétur, elsti sonur
Erlings og Ástu, höfðum þá
ákveðið að rugla saman okkar ör-
fáu reytum – rúmfatnaði, tafl-
borði og nokkrum vínylplötum.
Áður höfðum við reyndar verið
ansi flott á því og transportað um
borgina þvera og endilanga í
glæsivagni Erlings, Pontiac
LeMans árgerð 7́7. Á jóladag
1979 var mér formlega boðið í
jólamat og þá um leið að hitta
væntanlegt tengdafólk. Tengda-
foreldrar mínir tóku mér afar vel
sem þau og gerðu allar götur
síðan.
Raunar fannst mér sem ég
hefði fæðst á 18. öldinni þegar ég
gekk inn í stórglæsilegt hús
þeirra í Garðabænum því að
bernskuheimili mitt hefði getað
rúmast í stofunni þeirra. Erling-
ur sá líklega gamla sál í sinni
fyrstu tengdadóttur því hann var
ólatur við að segja mér gamlar
sögur og rifja upp gamlar sagnir
auk þess að lána mér bækur sem
fjölluðu um fyrri tíma. „Þú átt nú
aldeilis eftir að hafa gaman af
þessari bók, Begga mín.“ Það
reyndist yfirleitt rétt en stundum
gat hann ekki stillt sig um að
segja frá skemmtilegustu topp-
unum í bókunum, sem var dálítið
eins og að ljóstra upp um endi á
góðri bíómynd. Þannig var Er-
lingur, sagnamaður sem ávallt sá
spaugilegu hliðarnar í hverri
sögu.
Ég get ekki minnst Erlings án
þess að minnast Ástu. Þó að við
Jónas Pétur hefðum heitið hvort
öðru ævarandi trúnaði skildu
leiðir okkar eftir tuttugu og
tveggja ára hjónaband. Ásta
tengdamóðir mín sagði oft „þú
skildir ekki við okkur Erling“ og
það varð raunin. Allir ævidagar
sem við áttum saman í þessu lífi
voru dagar vináttu og velvilja.
Fyrir það þakka ég um leið og
ég minnist þeirra heiðurshjóna
Ástu Tryggvadóttur og Erlings
Hallssonar. Blessuð sé minning
þeirra.
Bergþóra Einarsdóttir.
Enn fækkar í systkinabarna-
hópnum, afkomenda Sigríðar
Friðjónsdóttur og Jónasar Jón-
assonar á Sílalæk í Aðaldal. Nú
kveðjum við Erling Hallsson.
Hann var næstelsta barn Halls
föðurbróður míns og Bergljótar
konu hans, sá elsti sem komst
upp en eldri var Einar, sem lést
um tveggja ára aldur.
Erlingur var sterkur persónu-
leiki sem auðvelt var að hrífast af.
Hann vann við verslunar- og
kaupmannsstörf mestalla sína
starfsævi og að segja til þess síð-
asta. Hann var líka sagnfræðing-
ur af Guðs náð. Hann las mikið,
grúskaði mikið og var vel að sér
um marga hluti sem tengdust
ættinni okkar, forfeðrum og
mörgu fleiru. Hann vildi segja frá
og deila. Fyrir mér var það oft
eins og að sitja við sagnabrunn að
hlusta á hann. Hann vissi mín
sterku tengsl við frændfólk okkar
og naut þess að segja mér frá.
Erlingur fæddist á Sílalæk en
flutti fljótlega til Húsavíkur, þar
sem fjölskyldan byggði sér hús
við „Rauðatorgið“. Þetta voru lítil
einbýlishús sem byggð voru af
verkamönnum og var Hallur fað-
ir hans einn af þeim sem voru í
forsvari fyrir þessar fram-
kvæmdir.
Árið 1946, þegar Erlingur var
tíu ára, varð fjölskyldan fyrir því
mikla áfalli að móðir hans féll frá
mjög skyndilega og stóð Hallur,
pabbi hans, þá einn uppi með
fjögur ung börn. Heimilið losnaði
upp og fóru þau systkinin hvert í
sína áttina. Erlingur var á þess-
um tíma hjá frændfólki sínu á
Sandsbæjunum, þeim Baldri
Guðmundssyni og Signýju
Hjálmarsdóttur á Bergi, og ólst
hann þar upp fram yfir fermingu.
Eftir það kom hann suður og
þeir bræður, hann og Aðalsteinn,
sameinuðust um að koma sér
áfram, sem þeim tókst við góðan
orðstír. Byrjuðu sem sendlar,
urðu verslunarstjórar og stofn-
uðu síðan sín eigin fyrirtæki,
fyrst með nýlenduverslanir og
síðar húsgagnaverslanir. Þeim
gekk mjög vel og voru eftirsóttir,
enda einstaklega liðlegir við alla
sína kúnna.
Erlingur hafði mörg hugðar-
efni önnur en lestur, hann tefldi,
spilaði brids og golf, og stóð sig
vel alls staðar. Hann var einnig
mjög listfengur og eftir hann
liggja mörg listaverk.
Síðustu árin glímdi hann við
veikindi og eftir andlát Ástu konu
hans flutti hann í Eirborgir, þar
sem hann undi hag sínum vel. Þar
naut hann þess að eiga fé-
lagsskap með öðrum íbúum og
var virkur í mörgu.
Ég heimsótti hann tvisvar á
þeim tíma, sem hann bjó þar og
skynjaði mjög vel hvernig um-
hverfið þarna bætti honum lífs-
gæðin og fylltu það skarð sem
hafði orðið við missi eiginkonu og
þess að heilsan fór þverrandi.
Í apríl sl. hafði Erlingur sam-
band við mig og vildi ræða ýmis
mál. Ég fór til hans í kjölfarið
ásamt Halli, systursyni hans.
Hann fór yfir margt með okk-
ur og langaði að fá meiri tíma með
okkur. Ég færði honum tvær
bækur, sem frændi okkar hafði
tekið saman um langömmu-
bróður okkar, Jón Halldórsson,
sem var einn af þeim fyrstu sem
fluttu til Vesturheims og settist
að í Nebraska á seinni hluta 19
aldar. Bækur sem ég vissi að Er-
lingur mundi njóta þess að lesa.
Fékk símtöl í kjölfarið þar sem
hann lýsti ánægju sinni með þess-
ar bækur og þess að kynnast nýj-
um þáttum fjölskyldusögunnar.
Alltaf stóð til að fara í fleiri
heimsóknir, sem ekki urðu, því
miður.
Ég mun sakna frænda míns,
þess að fá ekki að heyra meira frá
honum og því sem hann hafði að
miðla.
Sendi börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elín Mjöll Jónasdóttir.
Lífið flýtur ekki alltaf áfram
lygnt, slétt og fellt. Stundum
verða boðaföll og við stöndum
uppi manni færri. Samt sem áður
heldur lífið áfram enda þótt við
séum agndofa yfir örlögunum og
megum sætta okkur við að góður
vinur okkar hvarf á einu auga-
bragði yfir móðuna miklu. Við
sem eftir sitjum reynum að skilja
hvers vegna okkur var þyrmt en
sá sem hinn slyngi sláttumaður
valdi mátti mæta örlögum sínum
föstudaginn 27. júlí.
Kynni okkar fjögurra voru að
sönnu ekki löng – eitthvað á ann-
að ár, en þeim mun meira gef-
andi. Áhugamál okkar allra voru
sagnfræði, Íslendingasögurnar,
skáldskapur og fleira sem hafði
bókmenntalegt eða sögulegt
gildi. Það er ekki oft sem fólk á
efri árum eignast nýja vini og
samræðurnar fá þegar dýpt og
inntak.
Erlingur Hallsson var nýbúinn
að lesa ævisögu Einars Bene-
diktssonar í þremur bindum og
Leitina að svarta víkingnum,
hvorutveggja rit sem heilluðu
hann mjög og urðu til mikilla um-
ræðna okkar í millum svo og ann-
arra sem birtust í sófahorninu í
matsalnum sem tengdur er Korp-
úlfunum í Borgum. Í kaffinu dró
hann oft upp vísur sem hann hafði
grafið upp eða ort sjálfur og aldr-
ei þreyttist hann á að koma uppá-
halds umræðuefni sínu að, þjóð-
flutningum og afdrifum
Vest-Gota. Hann var ekki lang-
skólagenginn en ágætlega
menntaður með víðtæka þekk-
ingu. Í fyrrasumar bauð hann
nokkrum okkar í ferðalag í
Fljótshlíðina á slóðir Gunnars á
Hlíðarenda.
Erlingur var vörpulegur mað-
ur, nokkuð hávaxinn og vel hærð-
ur en því miður bundinn við hjóla-
stól sakir sjúkdóms þess er hrjáði
hann. Við viljum þakka honum
þann tíma sem við áttum með
honum, nutum þeirrar þekkingar
sem hann var ósínkur á að miðla
öðrum og húmornum sem ætíð
var grunnt á. Við vonum að við
höfum einnig getað miðlað hon-
um nokkru. Þökk fyrir okkur.
Auður Hildur
Hákonardóttir,
Pétur Jósefsson,
Ragnhildur Einarsdóttir.
Ef ég ætti að skrifa bók um
Erling Hallsson yrði það tví-
mælalaust hetjusaga með ævin-
týraívafi. Þetta yrði líka baráttu-
saga, en þó án stríðs eða
heiftúðugra átaka, því Erlingur
var friðsamur maður þótt hann
væri fastur fyrir og vissi hvað
hann ætlaði sér. Þetta yrði bók
um sorgir og sigra, um auðugt líf
og um hamingjuna. Þetta yrði
skemmtileg bók og merkileg bók,
því Erlingur var skemmtilegur
og stórmerkur maður sem lifði
auðugu lífi vegna þess hvernig
hann var og þeirrar jákvæðu sýn-
ar sem hann hafði á lífið og til-
veruna.
Það þyrfti góðan rithöfund
með nóbelsríka hæfileika til að
skrifa bók sem þessa svo að sómi
væri að. Ég verð því að láta
nægja þessi örfáu og fátæklegu
orð í minningu tengdaföður míns
og ég vona að þeir sem lesa taki
viljann fyrir verkið.
Erlingur skráði sjálfur sína
lífsbók og gerði það á eftirtektar-
og aðdáunarverðan máta. Efni-
viðurinn sem lífið færði honum
var hvorki einfaldur né auðunn-
inn og hefði í meðförum annarra
auðveldlega getað orðið sorgar-
saga. En því var öðru nær. Er-
lingur skapaði sér og sínum gott
og innihaldsríkt líf. Hann var
skapandi með frjóan huga,
áhugasamur um allt milli himins
og jarðar og alveg einstaklega já-
kvæður maður.
Erlingur kynntist ungur Ástu
konu sinni og það er ekki ofsagt
að saman hafi þau fundið ham-
ingjuna og borið hana með sér
alla tíð, jafnt í gleði og raunum.
Ung misstu þau son á barnsaldri
og síðar uppkominn son á besta
aldri. Þessi áföll tókust þau á við
saman og lærðu að lifa með sorg-
inni án þess að láta hana yfirtaka
líf sitt. Eins og þau hjónin komu
mér fyrir sjónir voru þau sam-
hent og samrýnd, ótrúlega ólík og
svo áberandi hjartanlega ánægð
hvort með annað. Það var gaman
að kynnast þeim og gott að
þekkja þau. Kynnin hefðu svo
gjarna mátt vera lengri.
Ég vil að lokum votta börnum
Erlings og öðrum ástvinum hans
samúð mína en samgleðst þeim
jafnframt sem áttu því láni að
fagna að eiga með honum samleið
til lengri eða skemmri tíma.
Minningin um þennan mæta
mann mun lifa.
Margrét Erlendsdóttir.
Erlingur Hallsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR BJARNADÓTTIR
frá Kóngsbakka,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, aðfaranótt fimmtudags.
Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju
föstudaginn 10. ágúst klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi.
Þorsteinn Jónasson Kristín Rut Helgadóttir
Bjarni Jónasson Laufey Magnúsdóttir
Agnar Jónasson Svala Jónsdóttir
Guðbjörg Guðbjartsdóttir Kristinn Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
SVANUR BRAGASON
húsasmiður,
Boðaþingi 12,
lést á krabbameinslækningadeild
Landspítalans föstudaginn 3. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg L. Svansdóttir Jón A. Sigurjónsson
Karólína V. Svansdóttir
Ingibjörg Svansdóttir Kjartan I. Lorange
Unnur S. Bragadóttir Jörgen Midander
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VILHJÁLMUR ÓLAFSSON,
Arnarsmára 2,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
miðvikudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjartavernd.
Birna Þóra Vilhjálmsdóttir
Ólafur S. Vilhjálmsson Sigrún Steingrímsdóttir
Þórður Örn Vilhjálmsson Jóhanna Ólafsdóttir
Sigurlaug Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær frænka okkar,
PÁLÍNA JÓNA ÁRNADÓTTIR,
fóstra,
sem lést á Dvalarheimilinu Grund
föstudaginn 3. ágúst, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. ágúst
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Stefán Björnsson og Pálína Árnadóttir