Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Renew Nánari upplýsingar á www.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Heilbrigt hár Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og kopar og sink í hreinu íslensku vatni. • dregur úr hárlosi • styrkir hár og minnkar hættu á brotnum endum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir nær öruggt að fé hafi farist í Skaftárhlaupinu en hversu margt sé nær ómögulegt að segja að svo stöddu. „Bæði hefur það getað hafa farist í hlaupinu og svo er þetta endalaust að drepast í drull- unni á eftir,“ segir Gísli sem sjálfur náði að bjarga einhverju fé nálægt sínu búi. „Þegar það flæddi hér náð- um við að bjarga fé hér sem við viss- um um en ég sá hér inn frá að þar voru einhverjir skrokkar inni við gljúfrið bara í hringiðu vatnselgs- ins,“ segir Gísli. „Þetta fór út um allt hraun þar sem er fé. Bæði hér inn á afrétti hjá okkur og inn hjá Múla sem er næsti bær fyrir innan.“ Féð finnst við næstu smölun Hann segir að það hafi verið til- viljun að þau hafi séð eitthvað af sínu fé rétt við bæinn og náð að bjarga því. Líklega verður ekki hægt að segja hversu margt fé fórst fyrr en í næstu smölun. „Þegar farið verður að smala þá finnst þetta nú sjálfsagt. Það er ekki farið að sjatna neitt af viti og vatnið er ekki nærri hlaupið fram ennþá. Þetta er hér út um öll hraun og örugglega hérna inn í inn- hraunum líka. Það var einhver að segja að það hefði sést skrokkur af kind fljótandi við Kúðafljót og kom- inn þá fram úr öllu. Þannig að það er nær öruggt að það hafi farist eitt- hvað af fé en hve margt get ég ekki svarað.“ Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur farið minnkandi og var nærri 400 m3/s á hádegi í gær. Rennsli í byggð fer einnig minnkandi og mun draga úr vatnsmagni í Skaftá næstu daga. Hins vegar er vatnsmagn í Grenlæk og Tungulæk enn að aukast. Þar skilar sér vatn sem runnið hefur út í Eldhraun og renn- ur svo út í lækina. Nær öruggt að fé hefur drepist  Kindaskrokkar í hringiðu í hlaupinu Morgunblaðið/RAX Skaftárhlaup Nokkrir sólarhringar eru í að áin nái eðlilegu rennsli. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þetta kerfi er brothætt og það þarf því að reyna að rækta það eins vel og mögulegt er til þess að kerfið skili þeim árangri sem að er stefnt,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, um reynslu af nýju fjármögnunarkerfi heilsu- gæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu sem innleitt var fyrir rúmu ári. Nýja fjármögnunarkerfinu er ætlað að sjá til þess að fjármagn til rekstrar hverrar stöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem heilsu- gæslan þjónar. Fjármagn fylgir hverjum einstaklingi svo ef ein- staklingur ákveður að færa sig yfir á aðra heilsugæslustöð þá færist fjár- magnið með honum þangað. Hver og einn hefur frelsi til að skrá sig hjá þeirri heilsugæslustöð sem hann kýs. 23% fleiri komur í Firði Eftir að nýja fjármögnunar- kerfið var innleitt hefur aðsókn á heilsugæslustöðvar breyst, sam- kvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygg- inga Íslands. Komum á heilsugæslu- stöðvar höfuðborgarsvæðisins fjölgaði að meðaltali um 4% á milli ár- anna 2016 og 2017 en þær fóru úr 471.036 í 488.193. Hlutfallslega fjölg- aði þeim mest í heilsugæslunni í Firði, eða um 23%, og í Efstaleiti, eða um 22%. Komum fækkaði um 11% í Grafarvogi og 9% í Efra-Breiðholti. Það verður til þess að þær stöðvar fá minna fjármagn en ella. Spurður hvort ekki sé óánægja með það segir Steingrímur: „Það örlar eitthvað á því.“ Markmið nýja fjármögnunar- kerfisins er að heilsugæslustöðvar sinni skjólstæðingum sínum betur. „Vegna þess að fólk getur sjálft valið er stöðvunum í raun veitt gríðarlega mikið aðhald og er mikið keppikefli fyrir hverja og eina stöð að halda sín- um skjólstæðingum.“ Steingrímur segir áríðandi að sama fjármögnunarkerfi sé innleitt á landsvísu. „Það er algjört lykilatriði og í raun hafa menn ekki langan tíma til þess að klára það. Við sjáum alveg merki þess að það fer að hrikta í grunnforsendum þessa kerfis ef það verður ekki gert. Í nýja kerfinu getur fólk skráð sig annars staðar en lög- heimili þess segir til um. Mikið er um það að fólk sem býr úti á landi skrái sig á stöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þá lendum við í vandræðum með fjár- mögnunina vegna þess að það er ekki sama kerfi kerfið úti á landi og því fylgja engir fjármunir fólki sem það- an kemur. Einnig ef fólk fer aftur út á land án þess að afskrá sig af heilsu- gæslustöð á höfuðborgarsvæðinu, þá eru greiðslurnar til stöðvarinnar ekki skertar.“ Gjörbreytt aðsókn á heilsugæslustöðvar  Taka þarf upp nýtt fjármögnunarkerfi á landsvísu að mati forstjóra Sjúkratrygginga Íslands  Fjöldi skjólstæðinga stýrir m.a. fjármögnun hverrar stöðvar  Dreifing hefur breyst mikið Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsugæsla Breytt fyrir- komulag hefur áhrif á komur. Tveir ferðalangar leggja mat á möguleika hvíts á ofvöxnu taflborðinu á Miðbakkanum í Reykjavík. Öllu makindalegri er maðurinn sem stýrir svörtu mönnunum; situr kappklæddur og bíður næsta leiks. Morgunblaðið/Valli Ekki teflt á tvær hættur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Reykjanesbæ er gert að veita að- gang að reikningum sem gefnir voru út í tilefni af árshátíð Reykjanes- bæjar árið 2017 samkvæmt niður- stöðu úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Bærinn hafði áður synjað aðila um þessar upplýsingar á grundvelli þess að þær byggðust á einka-, fjárhags- og viðskiptamálefnum einstaklinga og lögaðila. Var synjun bæjarins kærð til úrskurðanefndar um upp- lýsingamál í janúar, sem úrskurðaði nýlega að bærinn skyldi afhenda kæranda umbeðin gögn, eftir að hafa afmáð úr þeim bankaupplýsingar einstaklinga. Í kærunni kom m.a. fram að kærandi féllst ekki á rök- semdir Reykjanesbæjar, þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að gögn- in innihéldu upplýsingar sem rétt- lættu synjun á beiðni hans. Þar að auki mættu þeir sem ættu í viðskipt- um við sveitarfélagið vera við því búnir að mæta samkeppni og átta sig á að upplýsingalög giltu um starf- semi hins opinbera. Úrskurðarnefndin tók undir slík sjónarmið, taldi synjun bæjarins á grundvelli þess að standa vörð um mikilvæga og viðkvæma viðskipta- og einkahagsmuni ekki eiga rétt á sér. „Að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila er sér- stök áhersla lögð á rétt almennings til upplýsingar um ráðstöfun opin- berra fjármuna,“ segir í úrskurðin- um. Þá telur nefndin að þótt vísað sé til upplýsinga um fjármál einstak- linga, „verður ekki talið að einstakur reikningur listamanns fyrir skemmt- un á árshátíð gefi slíka innsýn í fjár- mál viðkomandi að rétt sé að tak- marka aðgang að honum og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti al- mennings um ráðstöfun opinberra fjármuna.“ Opinbera kostnað við árshátíð  Reykjanesbæ ber að afhenda reikninga vegna skemmtanahalds Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Reykjanesbær þarf opna reikninga fyrir árshátíð bæjarins. Engar kærur liggja fyrir í þeim þremur kynferðisbrotamálum sem eru til rannsóknar hjá Lögreglunni í Vestmanneyjum eftir Þjóðhátíð um helgina. Kona varð fyrir kyn- ferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags. Í hin- um tveimur er uppi grunur um misneytingu. Að söng Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, verða ekki gefn- ar frekari upplýsingar um þessi mál. Heildarfjöldi fíkniefnamála var 35 að þessu sinni, árið 2017 voru málin 47, árið 2016 voru málin 30 og árið 2015 72 talsins. Grunur er um sölu- og dreifingu í tveimur þessara mála. Þá komu fimm lík- amsárásir inn á borð lögreglu. Mál til rannsóknar í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst um helgina tilkynning um nauðgun í umdæmi sínu. Fram kemur í skriflegu svari lögreglu við fyrirspurn Morgunblaðsins að mál- ið sé til rannsóknar og að frekari skýrslutökur eigi eftir að fara fram. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Morgunblaðið hefur upplýsingar um atvikalýsingu í málinu sem lög- regla vildi ekki staðfesta þegar eft- ir því var leitað í gær. Engin brot kærð  Þrjú kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Eyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.