Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 30
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Opnun á sýningarverkefninu TORF, eða Earth Homing: TORF, verður í kvöld, miðvikudaginn 8. ágúst, kl. 20.00–23.30 í eynni Gróttu, þar sem sýningin stendur síðan til sunnu- dagsins 9. september. Átján íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni, auk þess sem haldin verður fyrirlestraröð. Meðal sýningarstaða eru Ráða- gerði, Albertsbúð, Vitavarðarhúsið, Gróttuviti og Fræðasetrið í Gróttu. Sýningarverkefnið hefst á Íslandi í tilefni af 100 ára fullveldisafmæl- inu, og heldur síðan til Noregs og Færeyja, en í sýningaskrá segir að TORF kanni sameiginlega arfleifð torfhýsa í þessum þremur norrænu löndum. Þrjár ólíkar nálganir Sýningarstjórn og umsjón með dagskrá annast Annabelle von Girsewald, en hún segir að nálgunin verði ólík í hinum löndunum. „Sýningarverkefnið hefst hér á landi með skapandi vinnu listafólks- ins, þar sem konseptið er að hverj- um listamanni er úthlutað verkefni í tengslum við torfhús; eins og bað- stofa, hurð, gluggi, andi eða veður,“ útskýrir von Girsewald. „Sýningin í Færeyjum mun snú- ast um hvaðan hefðin kemur, og þess vegna valdi ég Noreg. Þar verður hins vegar sýningin um sam- anburð á íslenskum og norsk- samískum arkitektúr. Í Færeyjum verður vinnustofa með nemendum frá öllum löndunum, þar sem þeir vinna með listamönnunum og fá tækifæri til að tileinka sér þekkingu fyrirlesaranna. Þess vegna er mjög áríðandi að sýningin hafi þessa hlið- ardagskrá þar sem sérfræðingar á sínu sviði tala,“ segir von Girsewald. „SÍM bauð mér að vera gestasýn- ingarstjóri í janúar í fyrra, og þau höfðu skipulagt fyrir mig heimsókn- ir í vinnustofur listamanna, og þannig valdi ég listamennina til þátttöku á þessa sýningu. Þeir hafa verið að vinna að þessu í um eitt og hálft ár,“ segir von Girsewald. „Seinasta haust var ég síðan með vinnubúðir um torf á lista-og tónlist- arhátíðinni Cycles á Gerðsafni, og þar kom hugmyndin að þessari sýn- ingu.“ Birgir Andrésson heitinn er einn- ig með verk á sýningunni. „Ég vissi af verkunum hans og ég var mjög hrifin af ljóðateikning- unum hans sem hann kallaði húsa- ljóð, þar sem hann vann með hlutföll og grunnteikningar íslenska torf- bæjarins. Ég er mjög spennt að fá verk hans að láni.“ Byggingarefni framtíðarinnar? „Það var listamaðurinn Hreinn Friðfinnsson sem kynnti mér fyrst íslensku torfhúsin, en ég hef verið að vinna með honum síðan 2013 við verkefnið hans „House Project“. Síðan þá hef ég verið heilluð af þeim, ekki bara fagurfræðilega, heldur einnig hugmyndafræðilega, þar sem allar mínar sýningarnar snúast um heimili. Og torfbæirnir eru mjög fallegir en líka hluti af menningu ykkar, menningararfi og jörðinni, og þar með hluti af sögunni og þeim þrengingum sem íslenska þjóðin þurfti að þola. Ég geri mér grein fyrir að þetta getur verið viðkvæmt umfjöllunar- efni hér; torfbæirnir voru bannaðir og þeir hafa ýmsar neikvæðar teng- ingar eins og; „að vera nýskriðinn út úr torfkofanum“. En mér finnst eins og að nú sé nógur tími liðinn frá þessum tíma til að heimsækja hann aftur, og mér finnst hlutverk mitt sem sýningarstjóri vera að koma þessu fólki saman, og skoða þetta á þverfaglegan hátt og frá misjöfnum sjónarhornum; daglegu lífi, menningararfi, arkitektúr, og hvernig við getum mögulega notað þennan efnivið í byggingar framtíð- arinnar eftir allt sem við höfum gert við höfum gert umhverfinu.“ Náttúran ræður „Ég veit ekki hvað kemur út úr þessu, en vonandi geta nemendurnir í Færeyjum sagt okkur hvað við getum lært af þessum arkitektúr, og vonandi munu einhver þeirra íhuga að vinna með torf eða þennan jarðararkitektúr í framtíðinni á ábyrgan máta þar sem borin er virðing fyrir náttúrunni,“ segir von Girsewald. „Einn mælendanna, Hrólfur Karl Cela frá Basalt arki- tektum, mun tala um jarðar- arkitektúr og hvernig náttúran hef- ur áhrif á hvernig þeir hanna byggingar. Vinna listamannanna er svo tákn- rænni. Ég úthlutaði Heklu Dögg Jónsdóttur eldi, og hún ætlar að hafa gamladags ljósaperur í tveimur ólíkum húsum, aðra á Gróttu og hina í Ráðagerði. Ljósaperurnar munu fylgja flóði og fjöru, og eru þannig samstilltar við náttúruna; ljósaperan í Rauðagerði lýsir þegar Fagur- og hugmyndafræðilega heilluð  Sýningin Earth Homing: TORF er opnuð í Gróttu í kvöld og stendur til 9. september  Sýningar- stjórinn Annabelle von Girsewald segir Hreinn Friðfinnsson hafa kynnt henni íslenska torfið Morgunblaðið/Valli Tilhlökkun Sýningarstjórinn Annabelle von Girsewald ásamt listamanninum Ólafi Sveini Gíslasyni. Fjölbreytni Átján íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Schola cantorum, Kammerkór Hallgrímskirkju sem Hörður Áskelsson stjórnar, kemur fram á tónleikum í kirkjunni í dag kl. 12. Á efnisskránni eru íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tón- leikagestum er boðið upp á kaffi og sætan mola í suður- salnum að tónleikunum loknum þar sem tækifæri gefst til að spjalla við söngvarana og kynnast starfi kórsins. Miðar eru seldir við innganginn og á midi.is. Schola cantorum syngur í hádeginu Þorkell Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.