Morgunblaðið - 08.08.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það stefnir í afar slæma berja-
sprettu í haust nema eitthvert
kraftaverk gerist,“ segir Sveinn
Rúnar Hauksson, læknir og berja-
áhugamaður, um
berjasprettu á
Vesturlandi í
haust. Að hans
sögn geta berja-
áhugamenn þó
verið rólegir því
berjaspretta á
Norðausturlandi
er með besta
móti. „Ég held að
þetta verði með
betri berjaárum
fyrir austan enda kominn tími til eft-
ir nokkur léleg ár. Fyrir þá sem vilja
komast í ber er lítið annað að gera en
að halda norður eða austur í tínslu,“
segir Sveinn.
Rigning og kaldir vormánuðir
Spurður hvers vegna berjasprett-
an á Vesturlandi sé eins lítil og raun
ber vitni segir Sveinn að kaldir vor-
mánuðir eigi stóran þátt í því. „Ég
held að ástandið sé ótrúlega lélegt
hérna fyrir vestan eftir rigningu og í
raun kulda á þessum vormánuðum.
Það þarf eitthvað ótrúlegt að gerast
til að það sjáist ber hér á þessu síð-
sumri,“ segir Sveinn, sem sjálfur
ætlar að halda austur til tínslu. Þá sé
lítið annað í boði vilji fólk geta borið
ber á borð í vetur. „Ég stefni á að
fara austur að tína. Þá helst á Héraði
auk þess að fara niður í firðina eins
og maður kemst. Maður þarf ekki að
fara víða þarna fyrir austan enda
kemst maður í góðan berjamó á
mörgum stöðum þarna,“ segir
Sveinn.
Ólík spretta eftir
landshlutum
Mjög lítil berjaspretta á Vesturlandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Tínsla Berjaspretta á Vesturlandi er
afar lítil en mikil á Norðausturlandi.
Sveinn Rúnar
Hauksson
JÓN BERGSSON EHF
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM
Hentar þetta þínum garði, svölum,
rekstri eða sumarbústað?
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
„Mín tilfinning er sú að markaðurinn
sé orðinn mettur,“ segir reyndur
veitingamaður úr Reykjavík um veit-
ingahúsamarkaðinn í borginni.
Veitingastöðum og matsölustöðum
hefur farið hratt fjölgandi á undan-
förnum áratug samhliða fjölgun
ferðamanna og hefur landslag
Laugavegarins og miðborgarinnar
líklegast orðið fyrir mestum breyt-
ingum vegna þessa.
Fjölbreytt úrval veitingastaða
Morgunblaðið fór í óformlega
könnunarrannsókn í gær er blaða-
maður gekk niður Laugaveginn og
skráði samviskusamlega niður hjá
sér þá matsölustaði og veitingastaði
sem urðu á vegi hans. Samkvæmt
þeim útreikningum eru starfandi
fjörutíu veitinga- og matsölustaðir á
Laugaveginum einum og sér, frá
Bankastræti og upp að Hlemmi. Þá
eru ekki meðtalin þau fjölmörgu
kaffihús og barir sem þar finnast.
Veitingastaðir þessir eru af öllum
toga; í bland við nýrri og nýtískulega
veitingastaði og „Bistro“ má finna
rótgróna fjölþjóðamatsölustaði og
allt þar á milli.
Að sögn Óla Más Ólasonar, veit-
ingamanns og eiganda nokkurra veit-
ingastaða í miðbænum, var fjölgun í
veitingabransanum gífurlega mikil á
tímabilinu 2012-2015 en hefur nú náð
jafnvægi. „Nú er bara komið það
mikið af veitingastöðum og börum og
þetta er farið að dreifast á mun fleiri
hendur. Það er ekki aukning lengur
og fækkar gestum ef eitthvað er,“
segir Óli. Af þeim sökum þurfi nýir
veitingastaðir að vanda sig ef þeir
eiga að lifa af. „Veitingastaðir þurfa
að hafa meira fyrir hlutunum núna ef
miðað er við hvernig þetta var fyrir
nokkrum árum og vanda sig meira.
T.d. verða þeir að passa upp á verð-
lagningu fyrir erlenda ferðamenn til
að eiga séns,“ segir Óli og bætir við
að það hafi aukist að ferðamenn
kaupi sér ódýrari mat og mat í lág-
vöruverslunum.
Bransinn barmar sér
Ólafur Örn Ólafsson, sem einnig
hefur víðtæka reynslu af veitinga-
staðarekstri, segir að lítið eða ekkert
svigrúm sé til útþenslu á mark-
aðnum. „Bransinn hefur verið að
barma sér yfir stöðunni veit ég. Mín
tilfinning er sú að veitingahúsamark-
aðurinn sé að verða mettur ef hann
er ekki orðinn mettur,“ segir Ólafur.
Hann telur jafnframt að reynsla af
veitingastaðarekstri spili stórt hlut-
verk þegar kemur að afkomu stað-
anna. „Sumir hafa þekkingu og aðrir
minni þekkingu til að reka veitinga-
staði og það er sennilega það sem
skilur milli feigs og ófeigs í þessu um-
hverfi.“
„Verða að vanda sig meira í dag“
Alls fjörutíu veitingastaðir á Laugaveginum Fjölgun staða samhliða fjölgun ferðamanna
Veitingamenn telja markaðinn mettan Veitingastaðir verði að stilla verðlagningu í hóf
Morgunblaðið/Valli
Gróska Á Laugaveginum einum eru fjörutíu starfandi veitingastaðir í dag.
Stöðum fjölgar einnig í næstu götum við Laugaveginn og víðar.
Keppa um ferðamennina
» 350 veitingastaðir eru
skráðir í Reykjavík á ferðaveit-
unni TripAdvisor
» 40% af erlendum ferða-
mönnum árið 2017 voru
Bandaríkjamenn og Bretar.
» Samkvæmt könnun Ferða-
málastofu frá 2016 voru 78%
erlendra ferðamanna á Íslandi
með tekjur í meðallagi eða yfir
meðallagi.
» Fjölgun ferðamanna nam
5,4% milli 2017 og 2018, sem
er mun minni fjölgun en hefur
mælst milli ára síðastliðin ár.