Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 53
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, er 63 ára í dag. Hann út-skrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands 1979 og hefur starfað viðkennslu og stjórnun í 39 ár, var fyrsti kennarinn í Seljaskóla og Grandaskóla, kenndi svo í Melaskóla. Allt þar til hann fékk skólastjóra- stöðu í Rimaskóla fyrir 25 árum, þar sem hann hefur starfað síðan. „Það er huggulegt að eiga afmæli í ágúst, allt umhverfi er í blóma,“ segir Helgi og það er gott í honum hljóðið. Hann er við góða heilsu og fagnaði í júní kvartaldar afmæli Rimaskóla og um leið auðvitað starfs- afmæli sínu sem skólastjóri. „Ég er orðinn það gamall í hettunni að ég mun vera eini ráðherraskipaði skólastjórinn á Íslandi,“ segir afmæl- isbarnið glettið. Helgi er búinn að gera og græja fyrir haustið og skipulagði starfs- mannamál skólans í vor. „Ég er svo heppinn að starfsfólkið hér treystir skólanum og vill vinna hér,“ segir Helgi, að því er virðist vel liðinn skólastjóri. Hann hefur staðið fyrir öflugu skákstarfi í Rimaskóla og er sjálfur mikill skákmaður. Rimaskólanemendur eru margfaldir Íslands- meistarar, sexfaldir Norðurlandameistarar og enginn hefur tölu á hversu oft skólinn hefur orðið Reykjavíkurmeistari. Helgi er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og á þar hús með systk- inum sínum. Systkinin eiga að auki eyjuna Bíldsey á Breiðafirði. Ræt- urnar eru þar og Helgi sækir mikið í Hólminn, segir hann. Helgi er kvæntur Aðalbjörgu Jónasdóttur, sérfræðingi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þau eiga saman þrjú uppkomin börn og þrjú barna- börn. Alpafjöllin Helgi ásamt eiginkonu sinni og börnum á ferðalagi í sum- ar. F.v. Jón Árni, Aðalbjörg, Helgi, Sigríður Björg og Jónas Örn. Síðasti ráðherra- skipaði skólastjórinn Helgi Árnason er 63 í dag H eiðar Jónsson fæddist í Reykjavík 9.8. 1948 en ólst upp á Staðastað á Snæfellsnesi hjá fóst- urforeldrum sínum, Þorgrími V. Sigurðssyni, prófasti þar og kennara, og k.h., Áslaugu Guð- mundsdóttur húsfreyju. Heiðar fór til Bandaríkjanna á unglingsárunum og var þar við nám en starfaði eftir heimkomuna hjá Flugleiðum. Hann var sölumaður hjá Glóbus í 11 ár en sneri sér síðan æ meira að innflutningi á snyrtivörum og kynningu á þeim og starfaði þá jöfnum höndum fyrir umboðsaðila hér á landi og erlenda framleiðendur. Heiðar var einn af stofnendum Karonsamtakanna en hann starfaði með þeim samtökum í nokkur ár. Þá hefur hann starfað með Módelsam- tökunum og Módel 79. Heiðar Jónsson, fararstjóri og snyrtir – 70 ára Með dóttur og dótturdóttur Heiðar með dóttur sinni, Sigríði Láru Heiðarsdóttur og dóttur hennar, Viktoríu Láru. Hinn brosmildi og bjartsýni fagurkeri Á Staðastað Fjölskyldan og vinafólk á tröppunum á Staðastað uppúr 1950. Heiðar er sá yngsti, fyrir miðri mynd, líklega þriggja ára að aldri. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. n r ir r n tir n r í ófi í HR rk- 8. a- ús- m- Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.