Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 6

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Áletranir á kletta og náttúrumyndanir í Stöðvarfirði brjóta í bága við náttúruverndar- lög. Listamaður fékk heimild fyrir áletrun- unum frá landeigendum staðarins og heimilaði Fjarðabyggð verkin. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri Umhverfisstofnunar, segir að stofn- unin bíði svara frá Fjarðabyggð. „Þarna er skýrt bannákvæði í lögunum,“ segir hún. Umhverfisstofnun ber að fylgja eftir nátt- úruverndarlögunum og hefur því sent fyr- irspurn til Fjarðabyggðar um frekari upplýs- ingar varðandi leyfisveitingu sveitarfélagsins. „Svo virðist sem fólk sé ekki fullmeðvitað um efni ákvæðisins. Þarna gæti þurft að efla kynn- ingu á náttúruverndarlögunum og er það í bí- gerð,“ segir Sigrún. „Áletrunin hefur átt sér stað nú þegar en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið og verður það gert að fengnum upplýsingum frá sveitarfélaginu.“ Umhverfisstofnun býst við svörum frá Fjarða- byggð ekki seinna en í dag, 9. ágúst. Í XII. kafla 71. gr. náttúruverndarlaga segir að hvers konar áletranir á náttúrumyndanir séu óheimilar og varði refsingu skv. 9.gr. veronika@mbl.is Ljósmynd/Kevin Sudeith Áletranir í Stöðvarfirði standast ekki lög  Fjarðabyggð heimilaði áletranirnar  Umhverfisstofnun sendi Fjarðabyggð fyrirspurn og bíður svara Umdeild listaverk Listamaðurinn Kevin Sudeith skar listilega út lágmyndir, fugl og reiðmann. Svo virðist sem umhverfið og náttúran móti verk Kevins. Þau standast þó ekki náttúruverndarlög. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Samfélagið lamaðist algjörlega og maður sá hversu virkilega háð við er- um rafmagninu,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hvera- gerði, um rafmagnsleysi sem kom upp í bænum í gær og stóð yfir í um níu klukkustundir. Rafmagn er nú komið á í bænum og allt komið í samt lag. Spurð um hvort rafmagnsleysið hafi valdið miklu tjóni kveður Aldís já við. Nefnir hún í því samhengi fyr- irtæki sem urðu af viðskiptum í kjöl- far rafmagnsleysis. „Verslanir og veitingastaðir auk annarra aðila á markaði misstu við- skipti sín. Kostnaður vegna þess að þjónustustaðir voru lokaðir er því um- talsverður en góðu fréttirnar eru þær að svo virðist sem lítið sem ekkert hafi eyðilagst eða skemmst. Það voru reyndar einhverjar skemmdir á gufu- veitunni í sundlauginni þannig að laugin var lokuð í gær. Á heildina litið virðist þetta hins vegar hafa sloppið vel þrátt fyrir að hafa varað svona lengi,“ segir Aldís og bætir við að afar sjaldgæft sé að álíka bilun eigi sér stað. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær varð bilun í aflspenni í aðalveitu- stöðinni í Hveragerði. Til að koma rafmagni aftur á voru fengnar vara- aflsstöðvar utan af landi. „Þetta var keyrt áfram á varaaflsstöðvum sem komu utan af landi. Nú er þetta hins vegar komið í samt horf á nýjan leik,“ segir Aldís. Bilanatíðni aflspenna lág Til að finna álíka rafmagnsleysi í bæjarfélagi sem er af sambærilegri stærð og Hveragerði þarf að fara um fjögur ár aftur í tímann. Þetta segir Rósant Guðmundsson, kynningar- stjóri Rarik. „Á undanförnum árum hefur orðið einu sinni straumleysi í stærra bæjarfélagi sem er svipað að lengd og truflunin í Hveragerði í fyrradag. Það var á Breiðdalsvík og stóð sú truflun yfir í tæpar 23 klukku- stundir,“ segir Rósant. Að sögn Rósants geta bilanir í afl- spennum komið upp hvenær sem er. Með réttu viðhaldi sé bilanatíðni þeirra hins vegar afar lág. „Aflspenn- ar geta bilað hvenær sem er. Ef sagan er samt skoðuð kemur í ljós að með réttu viðhaldi er tíðni bilana lág. Í ljósi þess hve dýrir aflspennar eru þá er iðulega ekki gert ráð fyrir tvöföldu ör- yggi með aukaspenni á hverjum stað heldur reynt að hafa tiltækan vara- spenni sem má flytja á svæðið þegar þörf krefur,“ segir Rósant. Spurður um hvort hægt sé að gera við háspennustrenginn sem talinn er hafa valdið biluninni segir Rósant svo vera. Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir á lóð Hveragerðisbæjar og lík- ur eru á að því að framkvæmdaraðilar hafi rekist í strenginn sem olli skammhlaupinu. „Bilunin varð á há- spennustreng og aflspenni í tengivirki fyrir Hveragerðisbæ. Við vitum ekki hversu alvarlegt tjónið er hjá við- skiptavinum en það verður hægt að gera við bæði strenginn og aflspenn- inn,“ segir Rósant. Engin starfsemi í níu klukkustundir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerði Rafmagnslaust var í bænum í um níu klukkustundir í fyrradag og olli það töluverði tjóni hjá aðilum á markaði vegna lokaðra þjónustustaða.  Rafmagnsleysi í Hveragerði olli töluverðu tjóni hjá verslunum og veitingastöðum  Fjögur ár frá álíka straumleysi í stærra bæjarfélagi  Bilanatíðni aflspenna afar lág  Sundlaugin enn lokuð í gær Vodafone er að leggja niður þráðlaust fjarskiptakerfi sem ýmist er kennt er við eMax eða Lofthraða. Not- endum sem eru um það bil 200 í dreifbýli á Vesturlandi og Suðurlandi hefur verið tilkynnt að dreifikerfið verði lagt niður í áföngum á næstu mánuðum og boðið að tengjast netinu með öðrum hætti. Sýn hf. sem er móðurfélag Vodafone tók við þessum viðskiptum 1. desember sl. þegar það tók við 365 miðl- um ehf. Samkvæmt upplýsingum Vodafone hefur notendum kerfisins fækkað mjög undanfarin ár eða úr um það bil 1.500 í um 200. Það hefur leitt til þess að tekjur kerf- isins duga ekki fyrir útgjöldum. Ástæðan er meðal ann- ars sú að ljósleiðarakerfi og háhraða farsímakerfi hafa verið byggð upp á þeim dreifbýlissvæðum sem helstu nýttu sér kerfi Lofthraða/eMax áður. Tengjast á farsímanet Þá er tilgreint að þetta kerfi sé að mestu leyti byggt upp á opnu tíðnisviði og sé því viðkvæmt fyrir trufl- unum. Notendur eru aðallega í Borgarfirði, Kjós og á Suður- landi. 30 til 40 þeirra hafa möguleika á að tengjast ljós- leiðara, samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Eiríks- syni, forstöðumanni á tæknisviði Vodafone. Flestir þeirra sem eftir eru hafi möguleika á að tengjast 4G far- símaneti. helgi@mbl.is Vodafone leggur niður dreifikerfi eMax á næstunni  Aðeins 200 notendur eftir  Boðið að tengjast á annan hátt Hættir Vodafone tók við fjarskiptakerfi eMax/Lofthraða. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að v 595 1000 AGUAMARINA Frá kr. 100.995 Frá kr. 149.995 ve rð ge tur br ey st án fr ir . 13. ÁGÚST Í 11 NÆTUR COSTA DEL SOL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.