Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Herdís og Sævar keyptu villu …
2. Ágústa Eva landaði risahlutverki …
3. Hollywood fær það óþvegið
4. Fundu lík fjögurra ára drengs
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kæra Jelena eftir Ljúdmílu Raz-
úmovskaju í leikstjórn Unnar Aspar
Stefánsdóttur verður frumsýnd á Litla
sviði Borgarleikhússins í apríl á næsta
ári. Leikritið fjallar um hóp kraftmik-
illa og sjarmerandi nemenda sem
koma óvænt í heimsókn til umsjón-
arkennara síns með vín og gjafir undir
því yfirskini að óska henni til hamingju
með afmælið. Fljótlega er ljóst að þau
hafa allt annað í huga en að gleðja
kennarann sinn og við tekur hrikaleg
atburðarás þar sem hlutirnir fara gjör-
samlega úr böndunum. Með hlutverk
nemendanna fara Haraldur Ari Stef-
ánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Þur-
íður Blær Jóhannsdóttir og Aron Már
Ólafsson, sem leikur í sinni fyrstu sýn-
ingu í atvinnuleikhúsi, en kennslukon-
una leikur Halldóra Geirharðsdóttir.
Leikritið naut gríðarlegra vinsælda
þegar það var sýnt á Íslandi fyrir tæp-
um 30 árum. Kristín Eiríksdóttir færir
þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur
nær í stað og tíma. Filippía I. Elísdóttir
hannar leikmynd og búninga, Björn
Bergsteinn Guðmundsson lýsingu og
Valgeir Sigurðsson sér um tónlist.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Borgarleikhúsið set-
ur upp Kæru Jelenu
Guðbjörg Ringsted opnar mál-
verkasýningu að Brúnum í Eyjafjarð-
arsveit í kvöld kl. 20. Þema málverk-
anna sem hún sýnir er
blómamunstur af ís-
lenska kven-þjóðbún-
ingnum, en Guðbjörg
hefur fengist við þetta
viðfangsefni und-
anfarin ár. Sýningin
stendur til 23. sept-
ember og er opin alla
daga milli kl. 13 og 18.
Opnar málverka-
sýningu að Brúnum
Á föstudag Hæg suðlæg átt og bjart með köflum, en stöku síð-
degisskúrir norðaustantil. Hiti 10 til 17 stig. Á laugardag Austan 5-
10 syðst, annars hægari vindur. Víða léttskýjað og hiti 10 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 2-7 m/s og léttir víða til, en skúrir
um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast sunnan heiða,
en 5 til 10 stig norðaustanlands.
VEÐUR
„Fyrir tveimur mánuðum
var ekki ljóst hvort ég gæti
kastað spjóti nokkurn tím-
ann aftur eða að ég gæti
komist til Berlínar. Þannig
að ég ætla að njóta þess að
vera hérna,“ segir Ásdís
Hjálmsdóttir, Íslands-
methafi í spjótkasti, sem
keppir á sínu sjötta Evr-
ópumóti í Berlín í dag.
Meiðsli í baki og kálfa hafa
truflað undirbúninginn en
spjótið gæti farið langt. »2
Nýt þess að keppa
verkjalaus á EM
„Í hraðari hlaupum myndast frekar
lína af hlaupurum, en ekki svona
suðupottur þar sem allir hafa ennþá
orku til að slást,“ sagði Aníta Hinriks-
dóttir sem var dæmd úr keppni eftir
undanúrslit í 800 metra hlaupi á Evr-
ópumótinu í frjálsum íþróttum í Berl-
ín í gærkvöld. Aníta átti í nokkrum
stimpingum við sænskan keppanda
sem hún þekkir afar vel, og var dæmd
úr keppni vegna þeirra.
Hún undi dómnum
enda hefði tími henn-
ar ekki dugað til að
komast í úrslit, líkt og
hún gerði á EM
fyrir tveimur ár-
um. Sindri Hrafn
Guðmundsson
lauk einnig
keppni í gær, á
sínu fyrsta
stórmóti í
flokki fullorð-
inna. »3
Suðupottur þar sem all-
ir hafa orku til að slást
KA-menn gengu hnípnir af Akureyr-
arvelli í gærkvöld eftir að hafa gert
1:1-jafntefli við FH, í Pepsi-deild karla
í knattspyrnu, í mikilvægum leik í
baráttunni um sæti í Evrópukeppni á
næstu leiktíð. KA komst yfir um miðj-
an seinni hálfleik en Brandur Olsen
tryggði FH dýrmætt stig með laglegu
marki á 90. mínútu. Fjögur stig skilja
því liðin áfram að. »4
Jafntefli í Evrópuslag
á Akureyrarvelli
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Við fengum hugmyndina þegar við
kynntumst dansmenningunni hérna
á Íslandi og áttuðum okkur á því
hvað það er í raun mikil dans-
stemning á landinu,“ segja þau
Anna Claessen og Friðrik Agni
Árnason, stofnendur Dans og kúlt-
úrs sem stendur reglulega fyrir
danskennslu, -ferðum og -kvöldum.
Í gær héldu þau danskvöld á
Gauknum þar sem leiðbeinendur úr
hinum ýmsu dansskólum komu og
kenndu dans.
West coast swing, kizomba,
zumba, jallabina, afro og fleiri
dansar voru á dagskrá á Gauknum í
gær en Anna segir danspartíin vera
fullkominn vettvang fyrir þá sem
vilja uppgötva sinn uppáhaldsdans.
„Þetta er frábært bæði fyrir dans-
félögin og fyrir dansunnendur sem
langar að æfa dans en vita ekki al-
veg hvar þeir eiga að byrja. Þeir
geta komið á danskvöld og fundið
strax sinn dans,“ segir Anna. Dans
og kúltúr hélt fyrsta danspartíið í
júní á Gauknum, sem heppnaðist
svo vel að ákveðið var að endurtaka
leikinn. „Staðurinn fylltist og þetta
heppnaðist vel. Nú ákváðum við að
hafa eitt kvöld þar sem fólk getur
lært allt að fimm dönsum,“ segir
Anna. Anna og Friðrik voru áður
með danssýningar á Gauknum en
ákváðu að fara skrefinu lengra og
leyfa almenningi að taka þátt í
dansinum.
Fóru í dansferð til Spánar
Kennarar í allskyns dönsum
héldu uppi stemningu og kynntu
dans en Anna og Friðrik stukku
sjálf á svið og kenndu dansspor í
zumba, jallabina og samkvæm-
isdansi. Þau eru bæði vel kunn
dansheiminum og hafa stundað
dans frá fjögurra ára aldri. Nú
kenna þau zumba og jallabina í
Worldclass en Anna líka í Kram-
húsinu auk þess að hún er fram-
kvæmdastjóri Dansíþrótta-
sambands Íslands. Friðrik er
verkefnastjóri Listahátíðar í
Reykjavík. „Það er svo æðislegt að
geta starfað við það sem maður
hefur áhuga á og að vinna með öðr-
um. Okkur langar líka að kynna
fólki dansinn og leyfa því að upplifa
gleðina sem dansinn hefur gefið
okkur,“ segir Anna.
Dans og kúltúr starfar á víðu
sviði og heldur ekki einungis dans-
kvöld heldur býður einnig upp á
danskennslu, skemmtiatriði á við-
burðum og dansferðir. Í apríl
efndi félagið t.a.m. til ferðar til
Spánar, þar sem danskennsla var í
fyrirrúmi.
Deila dansgleðinni með öllum
Dans og kúltúr
heldur danskvöld
á Gauknum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dansað á Gauknum Félagið Dans og kúltúr efndi til danspartís á Gauknum í gærkvöldi. Þar gátu dansunnendur
lært allt að fimm nýja dansa. Skipuleggjendur vilja leyfa öðrum að upplifa gleðina sem dansinn hefur gefið þeim.
Innlifun Félagar í Dans og kúltúr þekkja dansfræðin betur en flestir.