Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 44
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Elsku amma mín. Þegar ég hugsa til þín þá sé ég fyrir mér all- ar þær góðu stundir sem ég átti í sveitinni; pönnukökur, heimaln- ingar að fá pela og hláturinn þinn. Mér fannst alltaf svo gaman að fara upp í sveit og er sveitin okkar enn þann dag í dag uppáhalds staðurinn minn og mun að öllum líkindum vera það áfram um ókomna tíð. Þú varst einhver sú sterkasta kona sem ég hef þekkt og þú munt ávallt vera stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég hitti þig síðast fyrir tveim- ur vikum og ef ég hefði vitað að það væri í síðasta skiptið þá hefði ég líklegast aldrei getað farið frá þér. Tilhugsunin um að hitta þig aldrei aftur ristir dýpra en ég get sett í orð, en þá er gott að halda fast í allar þær góðu minningar sem þú gafst mér. Þessar minn- ingar mun ég hafa með mér í gegnum lífið og nota þær til að minnast þín og hversu heppin ég var að hafa fengið þig sem ömmu. Mikið óskaplega elska ég þig og sakna þín innilega. Ég vona að þér líði vel með afa og Hrafnkeli. Við sjáumst svo einn daginn aftur, og endilega kíktu í heimsókn ef þú getur. Þegar eitt ferðalag endar hefst næsta. Þú kvaddir okkur, ferðbúin, tilbúin. Sumarlandið bíður, ég bið að heilsa og sé þig svo seinna. (Þóra Sif Guðmundsdóttir) Þóra Sif Guðmundsdóttir. Elsku dásamlega Unnur amma mín hefur nú kvatt þennan heim og er nú komin til Gísla afa og ég sé þau fyrir mér una sér vel yfir nýbökuðum kleinum og flatkökum með góðan kakóbolla, með sveit- ina sína allt í kring. Amma var kjarnakona sem vildi öllum vel. Hún sýndi öðrum hlýju og umhyggju og tók vel á móti öllum þeim sem komu til hennar á Syðri-Hamra. Öll þau skipti sem ég kom til hennar fann ég að henni þótti vænt um mig og ég fann það í innilegu faðmlagi hennar. Hún gaf ríflega af öllu og hugsaði alltaf um hvernig hún gæti glatt aðra. Kærleikur í garð náungans var henni í blóð borinn eins til allra dýra og náttúrunnar. Ég var svo heppin að fá það tækifæri að koma til ömmu og afa upp í sveit og upplifa náttúruna og frelsið að hlaupa um og vera ég sjálf, orkuboltinn sem var alltaf hlaupandi upp um alla kletta og hóla en það nýttist vel í bústörfin og verð ég alltaf þakklát fyrir það tækifæri að upplifa sveitalífið, en skemmtilegastur þótti mér hey- skapurinn. Þá kom mikið af fólki, amma passaði upp á að allir fengu gott að borða og ég man gleðina og orkuna sem ríkti þá. Sveita- störfin voru erfiðisvinna en upp- lifun mín var gleði og almenn vinnusemi við það að klára verkið en þessi vinnusemi hefur fylgt mér allt mitt líf. Eftir langan dag var komið að kvöldkaffinu og var þá hlustað á útvarpið og fengið sér eitthvað ljúffengt sem amma hafði bakað og spjallað um daginn og veginn. Þetta voru ljúfar stundir sem mér Unnur S. Óskarsdóttir ✝ Unnur S. Ósk-arsdóttir fædd- ist 9. apríl 1932 á Skammbeinsstöð- um í Holtum. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Lundi á Hellu 27. júlí 2018. Útförin fer fram frá Kálfholtskirkju í dag, 9. ágúst 2018, klukkan 14. þykir vænt um þótt ég hafi ekki kunnað að meta þær þá sem barn en í dag á ég þessar minningar í hjarta mínu um ókomna tíð. Takk, elsku amma, fyrir að vera opin, fyndin, ljúf og að þykja svona vænt um mig. Takk fyrir að hugsa svona vel um mig þegar ég kom til þín í sveitina. Takk fyrir að þykja svona vænt um börnin mín þegar þú hittir þau í fyrsta sinn og um- fram allt takk fyrir að vera amma mín. Ég var heppin að eiga þig sem ömmu mína og ég mun aldrei gleyma þér og ég ber stolt þitt nafn og ætla að tileinka mér um- hyggjusemi þína og hvernig þú hugsaðir um fólkið i kringum þig. Þú ert fyrirmynd sem allir ættu að líta upp til. Ég elska þig og við sjáumst í sumarlandinu einn dag- inn. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Þín, Unnur María. Elsku amma mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim og langþráðir endurfundir í hand- anheimum framundan. Einlægt bros og ljósar krullur munu stökkva upp um hálsinn á þér og fagna komu þinni, við hin munum hins vegar syrgja þig af öllu hjarta. Það hafa verið forréttindi að vera dótturdóttir þín og fá að alast upp innan um hlýjuna, þolinmæð- ina og þrautseigjuna sem geislaði alltaf frá þér. Sem barn í sveitinni þinni leið mér alltaf vel og fékk að upplifa margt sem jafnaldrar mín- ir í borginni upplifðu aldrei. Mér eru svo margar stundir minnisstæðar og hringsnúast þær nú allar í huga mér á meðan ég felli tár yfir þessum óbærilega missi. Þegar við vorum saman í berjamó, þegar við settum niður kartöflur, þegar ég fékk að gefa heimalningnum úr pela og þegar ég fékk þá merkilegu vinnu að tína sprekin í trjágarðinum þínum. Þú kenndir mér að vinna og um- hyggja væri dyggð, án þess að segja það beinum orðum, heldur sýndir þú mér það í verki. Núna þegar ég er eldri geri ég mér sífellt betur grein fyrir því hve sterk kona þú varst. Alltaf varstu komin á fætur á undan öll- um og tilbúin með morgunmatinn, það voru alltaf hrein föt, húsið hreint, hádegismatur, kaffitími og kvöldmatur og oft á tíðum kvöld- kaffi. Mér fannst það alltaf svo mikil fríðindi þegar við krakkarnir fengum kex í kvöldkaffi áður en við fórum í háttinn. Og ekki fóru gestir sem litu við varhluta af gestrisni þinni þegar þeir stungu inn nefjum. Þessi vinna sem þú lagðir á þig svo öðrum liði vel, þessi ósýnilega vinna húsfreyj- unnar, henni gleymi ég aldrei og mun aldrei taka sem sjálfsögðum hlut. Aldrei fann ég fyrir því að sam- band okkar breyttist með árunum sem liðu, þú tókst alltaf svo vel á móti mér þegar ég leitaði til þín. Þegar ég hringdi frá Danmörku og þú kenndir mér að steikja kleinur í gegnum símann en neit- aðir að kenna mér að steikja flat- kökur því það myndi vera alltof mikil bræla í litlu íbúðinni minni í Danaveldi og það væri óhollt fyrir Kötlu. Þegar þú hjálpaðir mér að rekja sögu lopapeysunnar á Ís- landi, bæði með því að rifja upp ullarflíkur sem þú klæddist sem barn og þína eigin sögu sem prjónara. Þegar þú sýndir Eskil að það væri hægt að kveðja með handa- bandi þegar honum fannst erfitt að kveðja fólk með faðmlagi var mér einnig ómetanlegt. Þú varst alltaf með leið til þess að öllum liði vel og fór fólk alltaf brosandi frá þér og mun ég líka kveðja þig með brosi því að þú varst amma mín. Af öllu hjarta, Guðmunda Dagbj. (Dagga). Með hlýju í hjarta vil ég minn- ast elsku Unnar sem var gift móð- urbróður mínum, honum Gísla. Unnur á Hömrum, eins og hún einatt var kölluð innan fjölskyld- unnar, var einstaklega skemmti- leg og ljúf kona. Sem barn fór ég oft í heimsókn að Syðri-Hömrum, bæði til styttri og lengri tíma, þar sem amma mín, Magga frænka, Unnur og Gísli og börn þeirra bjuggu. Í minningunni var Unnur mjög til staðar fyrir okkur krakkana þótt hún hefði sannarlega næg önnur verkefni á sinni könnu. Hún spjallaði mikið við okkur, hló að uppátækjum okkar og gaukaði gjarnan óvænt að okkur mola. Kleinurnar hennar og flatkökur voru einstaklega góðar. Unnur vakti traust barnshjartans og nærvera hennar var góð. Þessi til- finning gagnvart Unni var einnig til staðar þegar maður fullorðnað- ist og það var ávallt gott að hitta hana. En lífið var ekki alltaf sárs- aukalaust hjá Unni. Það var mikill harmur fyrir fjölskylduna þegar Hrafnkell sonur þeirra Gísla dó á barnsaldri. Þegar aldur færðist yfir, þau Gísli orðin ein í kotinu og hætt hefðbundnum búskap, urðu líka þáttaskil og breytingar sem þurfti að takast á við. Unnur var þó alltaf með nokkrar rollur sem glöddu hjarta hennar mikið, ekki síst á vorin. Mér þótti mjög vænt um þegar Unnur sendi mér mynd til Noregs af kindunum sínum, það var greinilegt að þær gegndu mikilvægu hlutverki í lífi hennar. Unnur var félagslynd og var því hin ánægðasta þegar hún fékk pláss á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Það var mikill léttir fyrir hana þegar Gísli tók einnig ákvörðun um að þiggja dvalar- pláss þar og bjó hann þar fram að sínum dánardegi í desember 2013. Unni leið ávallt mjög vel á Lundi og var yndislegt að hitta hana þegar við systurnar og dæt- ur okkar heimsóttum hana í mars á þessu ári. Ég votta Ástu og Erlingi og fjölskyldum þeirra samúð mína. Megi minning um góða konu lifa. Arndís Þorsteinsdóttir. Nú hefur Unnur á Syðri-Hömr- um kvatt þennan heim. Unnur var gift Gísla móður- bróður okkar og bjó fjölskyldan á Syðri- Hömrum en í heimili hjá þeim voru einnig amma okkar, Arndís Þorsteinsdóttir, og frænka, Margrét Illugadóttir. Oft fórum við í bíltúr að Hömrum og alltaf voru móttökurnar jafn góð- ar. Þar var tekið á móti okkur með útbreiddan faðminn. Við eldri systkinin munum vel eftir gamla bænum og eru það sérstakar og dýrmætar minningar. Á Hömrum fengum við að valsa um allt, kíkja í fjósið, ná í hest og hrúgast á bak eins mörg og við komust fyrir og ævintýralegt var að leika sér í klettunum. Já, það var gaman að koma að Hömrum. Við minnumst Unnar sem hlát- urmildrar, gamansamrar konu sem alltaf tók svo hlýlega á móti okkur þegar við komum í heim- sókn. Hún var myndarleg hús- móðir og mikið var gott að setjast við eldhúsborðið þeirra og gæða sér á heimabökuðu góðgætinu sem alltaf var þar á borðum. Hún hugsaði vel um ömmu og Möggu, og alla í kringum sig, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Fyrir það ber að þakka. En Unnur fór ekki í gegnum líf- ið án áfalla. Hrafnkell sonur henn- ar lést, aðeins tæplega 13 ára gamall, af slysförum. Slíkur harm- ur markar djúp spor. Unnur og Gísli dvöldu síðustu árin á Lundi á Hellu en Gísli lést árið 2013. Lífsgöngu Unnar er lokið en við eigum dýrmætar og góðar minningar um hana og fólkið okk- ar á Syðri- Hömrum. Við sendum Ástu, Erlingi og þeirra fjölskyldum samúðarkveðj- ur. Systkinin frá Ártúni 8, Arndís, Sigríður, Jóna, Garðar, Margrét og Sigrún. Unnur Óskarsdóttir frá Syðri- Hömrum í Ásahreppi er gengin sinn veg og eftir sitjum við með minningarnar einar um hana og þær eru góðar. Ég kynntist Unni fyrir um tutt- ugu árum er ég heimsótti hana á síðkvöldi og sá strax að þarna var væn kona og það var tilhlökkunar- efni að fá að kynnast henni betur. Unnur var ekki mikið fyrir að tjá tilfinningar sínar, bar þær ekki á borð fyrir alla en þegar við tókum „pedicure og manicure“ inni á baði á Syðri-Hömrum og klipptum hár og lögðum, þá sagði hún mér ým- islegt um líf sitt. Það var aðdáun- arvert að heyra hvað hún dró allt- af fram það besta í samferðafólki sínu en var þó raunsæ og talaði um mismun á stöðu karla og kvenna um miðja síðustu öld. Hún sagði að hún hefði oft óskað sér að vera karl á þeim tíma. Hún bjó lengi vel með tvær aðr- ar húsmæður á heimilinu, tengda- móður sína og frænku hennar. Það sem henni þótti verst í þessari sambúð sem var á ýmsan hátt góð, var að þeim frænkum kom ekki saman um uppeldið á börnunum á heimilinu. Hún var oft í hlutverki sáttasemjara í deilum þessara kvenna og hugsaði oftar en einu sinni hvort ekki hefði verið gott að vera eina húsmóðirin á heimilinu og hafa þannig meira um uppeldi barna sinna að segja. Hún taldi þó að afkomendur hennar hefðu orð- ið hið vænsta fólk. Við Unnur fórum nú í seinni tíð saman í nokkrar ferðir upp að Skammbeinsstöðum í Holtum en þar var hún fædd og upp alin. Meðan við borðuðum samlokur og drukkum appelsín var gaman að hlusta á hana segja frá æsku sinni á þeim stað en þar hafði henni liðið vel. Hún rifjaði upp eitt og annað varðandi búskaparhætti í þá daga og þá gleði sem oft ríkti við bú- störfin. Hún minntist þess hve mikið frjálsræði það hefði verið að hjóla niður brekkurnar og fá vind- inn í fangið og heyra um leið í fugl- unum og lækjunum. Frásögn hennar var svo lifandi og hrífandi að ég sá þetta allt fyrir mér og naut þess að sjá hana brosa yfir minningum sínum. Það var mikil tónlist á æsku- heimili hennar en pabbi hennar var organisti í Marteins- tungukirkju og Unnur söng þar í kirkjukórnum auk þess sem hún lærði orgelleik af pabba sínum og spilaði alla tíð. Oft kom heimilis- fólkið á Skammbeinsstöðum sam- an og söng og trallaði sér til skemmtunar auk þess sem það spilaði oft á spil á vetrarkvöldum. Unnur var mikil handavinnu- kona og naut ég góðs af því þegar ég fór í gegnum textílmennt í Kennaraháskólanum. Hún var alltaf tilbúin til þess að aðstoða mig og var mikið flinkari en ég við allt. Hún prjónaði reglulega ullar- leista á strákana mína og voru þeir henni afar þakklátir fyrir það. Fallegri sokka var ekki hægt að fá. Unnur var mikill húmoristi og sá ýmislegt skemmtilegt í fari samtíðarmanna og sveitunga. Það var aldrei meinhæðni eða öfund í þessum sögum. Unnur talaði aldr- ei illa um nokkurn mann, bara gleði og hlátur sem fylgdi þessum frásögnum. Það var gaman að hlæja með henni og ekki versnaði nú kompaníið þegar Ásta dóttir hennar var mætt á staðinn. Mikið óskaplega var gaman að hlæja með þessum elskum að öllu og engu. Þegar ég heimsótti Unni í síð- asta sinn, rúmum sólahring fyrir dauða hennar, kom til hennar hóp- ur afkomenda í heimsókn. Tveir þeir yngstu fóru að spila á orgel langömmu sinnar til að gleðja hana og stytta henni stundirnar og var það falleg stund. Ég vona að gæfa fylgi þessum ungu afkom- endum Unnar minnar og fólkinu hennar öllu um langan aldur. Ragnheiður Jónasdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓN SVEINSSON, Hátúni 17, Vík í Mýrdal, lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni föstudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Víkurkirkju, föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Víkurkirkju, reikn. 0317-13-1406, kt. 700269-0869. Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir Sveinn Þórðarson Inger Schiöth Sólveig Þórðardóttir Árni Eiríksson Kristján Þórðarson Sigrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi minn, sonur okkar, bróðir og barnabarn, EINAR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 2. ágúst. Útför auglýst síðar. Alía Margrét Einarsdóttir Guðmundur Gunnarsson Thassanai Thaebthao Ingifríður Ragna Skúladóttir Guðmundur Guðbjartsson Guðmundur Dór Guðmunds. Hrafnkell Skúli Guðmundsson Alexía Ýr Magnúsdóttir Patrik Birnir Guðmundsson Aron Máni Guðmundsson Margrét Dóra Guðmundsd. Moritz W. Sigurðsson Bróðir okkar, HALLUR JÓHANNESSON, Dalbraut 21, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 5. ágúst. Útför fer fram frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 11. ágúst klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Jóhannesson Leifur Kr. Jóhannesson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR GUÐJÓNSSON, fyrrv. bóndi, Hvammi í Vatnsdal, er látinn. Útför auglýst síðar. Ingibjörg R. Hallgrímsdóttir Gísli Ragnar Gíslason Þuríður Kr. Hallgrímsdóttir Finnborgi Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Þór Jónsson Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON flugumferðarstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, lést laugardaginn 4. ágúst. Jarðarför auglýst síðar. Una Ásgeirsdóttir María Marta Einarsdóttir Kristín Einarsdóttir Jón Ásgeir Einarsson Sólveig Gyða Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.