Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 57
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Hinsegin dagar eru nú haldnir í tutt- ugasta sinn en hátíðin fór fyrst fram árið 1999. Yfirskrift Hinsegin daga í ár er baráttu- gleðin, sem vísar til þrotlausrar baráttu Samtak- anna ’78 og alls hinsegin fólks á Íslandi á síðustu áratugum fyrir bættum rétt- indum og sam- félagsstöðu, segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Að sama skapi fangar yfirskriftin gleðina sem einkennir hinsegin sam- félagið og baráttu þess,“ segir Gunn- laugur að auki um yfirskrift hátíð- arinnar. Þá segir hann að það megi velta því fyrir sé hvaðan þessi gleði kemur, þ.e.a.s. hefur hún alltaf verið einlæg eða hefur þetta verið leið til þess að brynja sig frá umhverfinu og samfélaginu? Gleðin verður einlægari „Við stöndum í þeirri trú að gleðin verði sífellt einlægari eftir því sem fleiri sigrum er fagnað. Á móti kem- ur, eins og við vitum, er ennþá ým- islegt sem við þurfum að minna á og berjast fyrir,“ segir Gunnlaugur og bendir á að Ísland sé að dragast aft- ur úr nágrannalöndum hvað laga- lega stöðu hinsegin fólks varðar, þá helst hvað varðar stöðu og réttindi trans- og intersex-fólks. „Auk þess þurfum við stöðugt að fræða og vera á varðbergi því það hefur sýnt sig að réttindi sem hefur verið barist fyrir og hafa fengist geta, því miður, einhvern veginn auðveldlega horfið,“ segir Gunn- laugur einnig um hvar baráttan stendur í dag. Óneitanlegt er þó, segir Gunnlaugur, að Ísland stendur mjög framarlega á heimsvísu þegar kemur að stöðu og réttindum hin- segin fólks. Gleðigangan á laugardag er há- punktur hátíðarinnar og tugþús- undir gesta fylgjast með henni ár hvert. Gönguleiðinni var breytt á síðustu hátíð og var leiðinni snúið við. Gunnlaugur segir aðspurður að mikil ánægja hafi verið með hvernig það tókst til. Gangan hófst á Hverf- isgötu í fyrra en í ár hefst hún á Sæ- braut við tónlistarhúsið Hörpu. Göngunni stillt upp við Hörpu „Það skapaðist mjög skemmtileg stemning á Hverfisgötunni í upp- stillingu göngunnar, því er ekki hægt að neita, en gatan var heldur þröng fyrir allan þennan fjölda auk ökutækja. En ég held að það verði ekki síður skemmtilegt að stilla upp göngunni við Hörpu með Faxaflóa og Esjuna í bakgrunni,“ segir Gunn- laugur. Að sama skapi, bætir Gunn- laugur við, var mikil kátína með það að enda gönguna í Hljómskálagarð- inum í fyrra og verður það sama upp á teningnum í ár. Um 30 atriði hafa tekið þátt í Gleðigöngunni und- anfarin ár og er reiknað með svip- uðum fjölda í ár. Gangan verður eins og áður með allra glæsilegasta móti og segir Gunnlaugur að engum ætti því að leiðast á laugardaginn. Hefst upp- stilling í gönguna kl. 12 á hádegi og lagt verður af stað stundvíslega kl. 14 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu. Göngunni lýkur við Sól- eyjargötu þar sem glæsilegir úti- tónleikar taka við í Hljómskálagarð- inum. Fagna tilverunni í litadýrð Í Gleðigöngunni, segir á vef Hin- segin daga, sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans-fólk, intersex-fólk og aðrir hin- segin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. „Auk þess, eins og nafnið gefur til kynna, lögðu stofn- endur göngunnar árið 1999 mikið upp úr því að gleðin væri við völd. Fyrst og fremst er það sýnileikinn og að koma saman, raddir okkar eru sterkari þegar við erum sameinuð,“ segir Gunnlaugur um hvaða þýðingu Gleðigangan hefur. Litir, gleði og jákvæð orka ein- kenna gönguna svo úr verður mikill sameiningarkraftur. „Auðvitað hef- ur gangan eins og hátíðin öll marg- þættan tilgang. Við viljum sýna þakklæti og gleðjast yfir því sem hefur afrekast en einnig nýta orkuna til að ná lengra í okkar baráttu- málum og hampa hinsegin menn- ingu, sem er svo sterk,“ segir Gunn- laugur. Sýnileiki og umræða er meiri Myndast hefur hefð fyrir ýmiss konar viðburðum og listum, sem hafa dafnað í hinsegin samfélaginu og eru nú að stækka og verða víð- tækari. „Til að mynda er ekki langt síðan drag var bundið við homma og hinsegin samfélagið en er í dag orðið gríðarlega stór geiri eins og við Jákvæð orka Líkt og nafnið gefur til kynna er gleðin ávallt við völd í Gleðigöngunni ár hvert þar sem áfangasigrum í réttindabaráttu, hinsegin menningu og fjölbreytileikanum er fagnað. Morgunblaðið/Hanna Andrésdóttir Litadýrð Í Gleðigöngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans-fólk, inter- sex-fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einn hóp og koma baráttumálum sínum á framfæri. Baráttugleðin ríkir á Hinsegin dögum  Viðburðir Hinsegin daga yfir 30 talsins  Hátíðin nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni Gunnlaugur Bragi Björnsson Matthew Landrus, listfræðingur og prófessor við Oxford-háskóla, telur sig geta sannað að málverkið Salva- tor Mundi, eða Bjargvættur heims- ins, sem eignað var Leonardo da Vinci og selt fyrir metfé í nóvember sl. sé að stærstum hluta málað af ein- um aðstoðarmanna hans, Bern- ardino Luini. Þessu greinir The Guardian frá. „Ég get sannað að Luini málaði stærstan hluta verksins. Sönnunin felst í því að bera saman Bjargvætt heimsins og önnur málverk Luini,“ segir Landrus og telur að Leonardo hafi aðeins málað 5-20% af verkinu en Luini verið að- almálarinn. Uppboðshúsið Christie’s seldi verkið fyrir jafn- virði nær 47 millj- arða íslenskra króna síðla síð- asta árs, sem var hæsta verð sem greitt hafði verið fyrir verk eins gömlu meistaranna. Í frétt The Gu- ardian kemur fram að verk Luini séu yfirleitt seld fyrir innan við 138 milljónir íslenskra króna. Telur rangt að eigna da Vinci verkið Bjargvættur heimsins rifjar upp að hann, þegar hann kvaddi hlutverkið 2002, hafi alls ekki átt von á því að snúa aftur – þrátt fyr- ir að hafa alla tíð verið afar stoltur af hlutverkinu. Á fyrrgreindri ráð- stefnu gaf Stewart til kynna að breytinga væri að vænta. „Mögu- lega verð ég ekki lengur skipstjóri. Hann verður kannski ekki sá Jean- Luc sem þið þekkið best,“ sagði Stewart, en fyrir liggur að nýja þáttaröðin gerist 20 árum eftir að Nemesis lýkur. Patrick Stewart snýr aftur sem Picard Patrick Stewart Breski leikarinn Patrick Stewart upplýsti á Star Trek-ráðstefnu í Las Vegas um helgina að hann hygðist bregða sér aftur í hlutverk Jean-Luc Picard skipstjóra á geim- skipinu USS Enterprise. Stewart fór með hlutverk Picard í sjón- varpsþáttaröðinni Star Trek: The Next Generation á árunum 1987 til 1994 og í fjórum kvikmyndum, en seinust þeirra er Nemesis frá 2002. „Það kemur mér ánægjulega á óvart hversu spenntur og upp- tendraður ég er við tilhugsunina um að fá að bregða mér aftur í hlutverk Jean-Luc Picard og fá tækifæri til að kanna nýjar víddir persónunnar,“ skrifar Patrick Stewart á Twitter-síðu sinni og Z-brautir & gluggatjöld Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.