Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 VIÐTAL Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Það var sannarlega tilkomumikil sjón að fylgjast með tíu F-15 orr- ustuþotum taka á loft á Keflavík- urflugvelli í vikunni. Þar var á ferð- inni hluti af þeim bandarísku orrustuflugmönnum sem dvelja nú hérlendis við loftrýmisgæslu á veg- um Atlantshafsbandalagsins en 274 liðsmenn bandaríska flughersins hafa dvalið á Íslandi í rúma viku. Blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins komu við og fengu leið- sögn um svæðið og spjölluðu við orr- ustuflugmenn og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands um gang mála. „Bara æfingaskeyti“ Moggamenn hittu fyrir vingjarn- legan og brosmildan mann í einu af mörgum flugskýlum á öryggissvæð- inu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann stóð stoltur við hlið orrustu- þotu sinnar. Vegna reglna bandaríska flug- hersins gat hann ekki sagt til nafns en kallmerki hans er „Irish“. Hann hefur verið virkur orrustuflugmaður í bandaríska flughernum frá árinu 2012. „Veðrið hefur ekki verið of mikið til trafala. Þetta er ekki ósvipað breskum haustdögum svo við erum nokkuð vanir þessu,“ sagði Irish um aðstæður til flugs á Íslandi meðan hann rölti kringum flugvélina. Flota- deildin hans, 493. leiðangurs- og bar- dagaflokkur, er alla jafna með heimastöð í Bretlandi. Irish hafði farið í tvær eftirlits- flugferðir síðan hann kom til lands- ins en fékk á þriðjudaginn frí frá flugi og var þess í stað úthlutað það verkefni að spjalla við áhugasaman blaðamann Morgunblaðsins. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Hún flýgur frábærlega,“ sagði Irish og bætti kíminn við að vélin sín væri sú besta í flokknum. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum eru orrustuþoturnar búnar öflugum vopnum en spurður um þau svaraði Irish: „Þetta eru nú bara æf- ingaskot. Þetta eru ekki alvöruflug- skeyti.“ Hann sagði vélarnar að mestu vera notaðar í friðsamlega loftrým- isgæslu eins og þeir sinna núna hér við land og bætti við: „Það er t.d. þegar flugvélar villast af leið eða fara inn á svæði sem þær eiga ekki að vera á. Þá þurfum við að skerast í leikinn en vélin getur t.a.m. hafa misst samband við stjórnstöðina sína. Þá getum við aðstoðað hana við að komast örugglega aftur inn á rétta braut.“ Hann sagði tilfelli þar sem hann og samverkamenn hans þurfi að skerast í leikinn vera sjaldgæf en benti á mikilvægi undirbúnings og æfinga. Mikilvægt að halda hópinn Eins og áður segir eru bandarísku vélarnar sem nú eru staddar hér- lendis þrettán talsins, sem þykir töluvert, en sem dæmi má nefna að flugsveit Dana hafði með sér fjórar F-16 orrustuþotur þegar hún sinnti loftrýmisgæslu hér í vor. „Við höfum stundum verið sex og sex en það er miklu betra að skipta ekki upp deildinni,“ sagði Irish spurður um þetta og lýsti mikilvægi þess að flokkurinn stundaði æfingar sínar sem heild. „Okkar aðalverkefni er að sjálf- sögðu NATO-verkefnið,“ sagði Irish en bætti við að æfingar innan landa Atlantshafsbandalagsins væru einn- ig mikilvægar. Flugmenn deildarinnar eru 27 en flokkur flugvirkja og annarra við- haldsmanna fylgir hverri vél og sagði Irish m.a. ástæðuna fyrir öllum þess- um fjölda manns vera að sérhæfður aðili ynni við hvern hluta vélarinnar. „Innviðirnir eru til staðar. Svo höf- um við fengið frábærar móttökur frá Landhelgisgæslunni og þar hefur fólkið verið allt af vilja gert til þess að aðstoða okkur,“ sagði Irish um komuna til Íslands. Elskar vélina sína „Þú sérð að nafnið mitt er hérna á hliðinni,“ sagði Irish og benti á vél- Morgunblaðið/Árni Sæberg Írinn Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska flugherinn. Hann segir vélina sína vera þá langbestu í flokknum og að vingjarnlegur metingur sé daglegt brauð. Þurfa sjaldan að skerast í leikinn  274 liðsmenn bandaríska flughersins á Íslandi  Þrettán F-15 orrustuþotur fylgja Kananum  Hefur gengið vel F-15 Þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar frá árunum 1976 enn í notkun hjá Bandaríkjamönnum.  SJÁ SÍÐU 24 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.