Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kenningar um að viðskipti með rost- ungstennur hafi ráðið úrslitum um viðhald og endalok norrænu byggð- arinnar á Suð- vestur-Grænlandi eru ekki nýjar af nálinni. Orri Vé- steinsson, pró- fessor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands, segir þó að flestir fræðimenn sem fjalli um málið í dag telji að fleiri skýringar séu á afdrifum byggðarinnar. Endalok byggðarinnar hafa lengi verið ráðgáta. Lífseigar voru kenn- ingar um að inúítar hefðu útrýmt norrænu mönnunum, ef til vill í bar- áttu um brauðið. Danski fornleifa- fræðingurinn Poul Nørlund rann- sakaði málið á millistríðsárunum og birti niðurstöður sínar í riti sem kom út á árinu 1936. Þar kom hann fram með þá kenningu, fyrstur manna, að efnahagsmálin hefðu átt mestan hlut að máli, meðal annars viðskipti með rostungstennur. Rostungsveiðar skiptu máli Ef til vill má líkja samdrætti í rostungsviðskiptunum við efnahags- hrun. „Allir eru sammála um að þetta er hluti af málinu. Það er ótvírætt að rostungsveiðar skiptu miklu máli fyrir efnahag þessara byggða,“ segir Orri. Hann segir að margt annað hafi bjátað á í byggðinni á 14. og 15. öld. Loftslagið var að kólna og sam- göngur urðu erfiðari vegna hafíss. Þá hafi konungsvaldið í Noregi misst áhuga á byggðinni og hætt að senda þangað skip til verslunar. Sömuleiðis hafi áhugi kirkjunnar dofnað því eftir að biskupinn lést, ár- ið 1378, hafi nýr biskup ekki verið sendur til Grænlands. Miðstjórn- arvaldið hafi hætt að sinna þessum byggðum, leyft þeim að veslast upp. Segir Orri að í 2-3 þúsund manna byggð þurfi ekki margir íbúar á barneignaraldri að flytja burtu, kannski ein fjölskylda á ári í mörg ár, til þess að fólk missi trúna á framtíðinni þar. Nefnir hann Horn- strandir á Íslandi sem hliðstæðu. Hann tekur fram að þótt útflutn- ingur á rostungstönnum hafi minnk- að sé lífsviðurværið ekki skýringin á brottflutningi fólksins. Það hafi allt- af haft nóg að borða. Meginhlutinn frá Grænlandi Að mati Orra bæta niðurstöður vísindamanna frá háskólum í Cam- bridge og Ósló, sem birtar voru á vef Science Daily í vikunni, því við fyrri þekkingu hversu stór hluti rostungs- beina sem unnin voru á verkstæðum í Evrópu var frá Grænlandi. Í grein- inni kemur fram að niðurstöður DNA-rannsókna bendi til að mikill hluti þeirra tanna sem verslað var með í Evrópu á miðöldum hafi komið frá Grænlandi. Morgunblaðið/RAX Hvalsey Kirkjan í Hvalseyjarfirði í Eystribyggð er einn af þekktustu stöðum í sögu búsetu norrænna manna á Suð- ur-Grænlandi og rústir kirkjunnar eru áþreifanlegustu minjarnar um byggðirnar. Fleiri ástæður en „efnahagshrunið“  Margt bjátaði á í norrænu byggðunum á Grænlandi Orri Vésteinsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Síminn telur að RÚV sé óheimilt að selja auglýsingar þar sem slík starf- semi sé ekki rekin í dótturfélagi líkt og lög geri ráð fyrir. Þetta segir Magnús Ragnarsson, framkvæmda- stjóri sölusviðs hjá Símanum. Er þessi sýn fyrirtækisins meðal sjón- armiða í kvörtun til fjölmiðlanefndar vegna auglýsingasölu RÚV fyrir HM í fótbolta í sumar. Málið er til umfjöllunar hjá Sam- keppniseftirlitinu og fjölmiðlanefnd, en fjölmiðlanefnd fer með þann hluta málsins er varðar lög um Rík- isútvarpið nr. 23/2013. Lög séu brotin mjög harkalega „Við teljum að lögin hafi verið brotin mjög harkalega. Þau eru frá árinu 2013 og í þeim er kvöð um það að allur samkeppnisrekstur, þ.m.t. auglýsingasala, skuli hafa verið færð í sérstök dótturfélög fyrir 1. janúar 2018. Þetta skilyrði var eitt af því sem varð til þess að ESA, eftirlits- stofnun EFTA, féll frá rannsókn á ólögmætum ríkisstuðningi við RÚV árið 2013. Það var forsenda fyrir því, að þetta yrði gert. Fimm ár dugðu RÚV ekki til að hlíta lögunum og við teljum að öll auglýsingasala sé RÚV óheimil sem stendur, þ.e.a.s. á með- an RÚV er brotlegt við lög um Rík- isútvarpið,“ segir Magnús. Hann nefnir að RÚV hafi átt í við- ræðum við mennta- og menningar- málaráðuneytið um lagalega hlið málsins. „Lögin segja að þessi starf- semi eigi að vera í dótturfélagi og þau hafa tekið gildi. Á meðan lög- gjafinn segir þetta, þá getur RÚV ekki verið að „vinna í málinu“ með framkvæmdarvaldinu. Þetta virkar ekki þannig,“ segir hann. Aðskilnaður í bókhaldi nægi Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri telur að markmiðum laganna sé náð enda hafi samkeppnisrekstur og almannaþjónusta RÚV verið að- skilin í ársreikningum og bókhaldi RÚV frá 1. janúar 2015 í samræmi við ríkisstyrktarreglur ESA. Var það gert í samráði við endurskoð- endur og mennta- og menningar- málaráðuneytið. „Hugmyndin með lagasetningunni á sínum tíma var að uppfylla ríkisstyrktarreglur EFTA og gera það skýrt og greinilegt í reikningum hvaða fjármunir færu í almannaþjónustu og hvað væri í samkeppnisrekstri,“ segir hann. „Síðan hefur RÚV, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðu- neytið, unnið að útfærslu 4. grein- arinnar. Það eru ýmis lagatæknileg álitaefni sem þarf að finna lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hann. Aðspurður segir Magnús Geir að það hafi verið mat stjórnarmanna RÚV að hætt væri við að stjórn RÚV fjarlægðist þennan hluta starf- seminnar óheppilega mikið ef hann væri færður í sérstakt dótturfélag með annarri stjórn, enda hafi mark- miðum lagasetningarinnar verið náð. Eruð þið ósammála Símanum um að RÚV sé auglýsingasala óheimil? „Það liggur fyrir að löggjafinn hefur um áratuga skeið valið bland- aða leið fjármögnunar almannaþjón- ustunnar, það er með auglýsingasölu og útvarpsgjaldi. Það hefur ekki breyst og eftir því hefur verið unnið. Símamenn eru hins vegar í baráttu fyrir annarri leið þar sem þeir tala fyrir því að RÚV hverfi af auglýs- ingamarkaði. Mér finnst sjálfsagt að menn hafi ólíkar skoðanir á fjár- mögnun almannaþjónustunnar, en sú umræða verður að vera málefna- leg og yfirveguð,“ segir hann. RÚV sé óheimil sala auglýsinga  Beri að stofna dótturfélag um söluna  RÚV telur markmiðum laganna náð Magnús Ragnarsson Magnús Geir Þórðarson Auglýsingasala » Síminn telur það skýrt í lög- um að RÚV þurfi að stofna dótturfélag um auglýs- ingasölu. » RÚV telur sig þegar hafa náð markmiðum laganna með aðskilnaði í bókhaldi fyrirtæk- isins. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Borið hefur á því að fólk þurfi að sýna skilríki og fylla út pappíra með nafni og kennitölu, til að fá lyf afhent í lyfja- búðum undanfarið, en Morgunblaðinu barst ábending um það og spurðist fyrir í lyfjaverslunum í framhaldinu. Fengust þau svör að skv. nýrri reglugerð um lyfjaávísanir og afhend- ingu lyfja, sem tók gildi að mestu 1. júlí sl., verði að vera hægt að rekja hverjir séu viðtakendur lyfja við af- greiðslu þeirra. Lyfjastofnun benti á, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins, að í reglugerðinni segi m.a. að lyf verði einungis afhent sjúklingi eða umboðs- manni hans, eiganda dýrs eða um- ráðamanni þess gegn framvísun per- sónuskilríkja og skal skrá með rekjan- legum hætti kennitölu þess sem fær lyfið afhent. Ábyrgðin hjá lyfjafræðingi Lyfjafræðingur ber ábyrgð á af- greiðslu og afhendingu lyfja skv. nýju reglugerðinni, en í svari Lyfjastofn- unar við frekari fyrirspurnum segir að reglugerðin kveði ekki á um með hvaða hætti skuli sannreyna að ein- staklingur sé eiginlegur umboðsmað- ur sjúklings. Unnið sé að útfærslu á því hvernig einstaklingar geti sjálfir takmarkað, með rafrænum hætti, rétt annarra til að sækja fyrir þá lyf, en niðurstaða þeirrar útfærslu liggur enn sem komið er ekki fyrir. Ekki fengust nein skýr svör frá Lyfjastofn- un um með hvaða hætti umboð og um- boðsmennska við móttöku og afhend- ingu lyfja skuli fara fram. Einar Magnússon, lyfjamálastjóri hjá velferðarráðuneytinu, svaraði því til í samtali við Morgunblaðið að út- færsla á umboði og umboðsmennsku við afhendingu lyfja skv. reglugerð- inni væri eitt af því sem komið hafi í ljós að þarfnaðist nánari skoðunar. Hann gat ekki svarað því hvenær raf- ræn lausn yrði tilbúin né hvort hún yrði til þess fallin að leysa umboðs- vandann, en vonaðist til að málin skýrðust áður en síðustu atriði reglu- gerðarinnar taka endanlega gildi í febrúar á næsta ári. Óvissa vegna umboðs til að sækja lyf fyrir sjúklinga  Reglugerð tók gildi án nánari leiðbeininga og útfærslna Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 SKÓLA VEIS LA Þú fær ð skóla tölvuna hjá okk ur, opið alla helgina og ís í boði NÝR BÆKLINGUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.