Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Verð á mann í
tveggja manna herbergi
ISK159.900 ISK189.000
Miðað við 2 saman
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Hópferð með Fúsa
á Brekku 11. árið í röð
Bókaðu
snemma!
Uppselt
öll árin
Farið frá Seyðisfirði 5. september
og komið til baka 11. september
Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna
frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun,
gisting í 4 nætur á Hótel Færeyjummeð hálfu
fæði. Gist er í Þórshöfn og þaðan er farið í
skoðunarferðir um eyjarnar. Hér getur þú
upplifað Færeyjar með skemmtilegu fólki.
Aðeins
6 sæti
laus
Verð á mann í
eins manns herbergi
SKECHERS ON THE GO DÖMUSANDALAR MEÐ LÉTTU
OG MJÚKU GOGA MAX INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41
DÖMUSKÓR
KRINGLU OG SMÁRALIND
7.995
Áskell Örn Kárason er meðalefstu manna þegar tefldarhafa verið fimm umferðiraf ellefu á Evrópumóti öld-
unga 65 ára og eldri sem fram fer
þessa dagana í Drammen í Noregi.
Áskell gerði jafntefli við Svíann Nils-
Gustaf Renman í fimmtu umferð og
hafði þá unnið tvær skákir og gert
þrjú jafntefli. Svíinn vann þetta mót í
fyrra.
Með honum í opna flokknum teflir
einnig Jóhannes Björn Lúðvíksson
sem vakti mikla athygli í fyrstu um-
ferð er hann gerði jafntefli við stiga-
hæsta keppanda mótsins, Rússann
Vladislav Vorotnikov. Jóhannes
Björn er höfundur bókar sem var
mjög umtöluð þegar hún kom út á ní-
unda áratug síðustu aldar, Falið
vald. Hann var einn af efnilegustu
skákmönnum Íslands á árunum í
kringum 1970 en hefur sáralítið teflt
undanfarið. Þess vegna var nánast
með ólíkindum, að hann skyldi ná
jafntefli gegn svo öflugum skák-
manni og það sem meira var – hann
átt unnið tafl:
EM öldunga 2018, 1. umferð:
Jóhannes Björn – Vorotnikov
Eftir misheppnaða kóngssókn
Rússans fyrr í skákinni stóð Jóhann-
es Björn uppi með unnið tafl í þess-
ari stöðu. Hér er einfaldast að leika
36. De4! sem hótar hróknum á g6 og
einnig að ná drottningaruppskiptum
með 37. Dc4+. Jóhannes lék hins-
vegar ...
36. Hae1 ... og eftir
36. ... Hg5! 37. De4 Hca5 38.
Dg6+ sættust keppendur á jafntefli
þar sem hvítur verður að þráskáka.
Jóhannes hefur ekki náð að fylgja
þessari góðu byrjun eftir en það er
gaman að sjá hann aftur að tafli.
Eftir fimm umferðir var staða
efstu manna í 65 ára flokknum:
1. Leif Ögaard (Noregi ) 4 ½ v. (af
5) 2. – 4. Stebbings ( Englandi ),
Barle ( Slóveníu ) og Hedin ( Svíþjóð
) 4 v.
Áskell Örn var í 5.-17. sæti með 3
½ vinning. Keppendur í flokki 65
+ára og eldri eru 66 talsins.
Í opna flokki 50 ára og eldri voru
Svíarnir Holst og Blomström efstir
með 4 ½ vinning. Sá síðarnendi vann
Simen Agdestein í fimmtu umferð.
Sigurlaug Friðþjófsdóttir teflir í
kvennaflokknum 50 ára og eldri. Þar
eru keppendur níu talsins og Sigur-
laug stigalægst og var með ½ vinn-
ing eftir fimm umferðir.
Þekktasta skákkona mótsins er án
efa Nona Gaprindhasvili, heims-
meistari frá árunum 1962-1978, en
hún kaus að tefla í opna flokknum og
var jöfn Áskatli Erni eftir fimm um-
ferðir.
Næst yngsti stórmeistari
skáksögunnar
Indverjinn Praggnanandhaa er
yngsti stórmeistari heims í dag en
hann er aðeins 12 ára og tíu mánaða
gamall. Nýlega birti vefsíða Chess-
base lista yfir yngstu stórmeistara
sögunnar og kennir þar ýmissa
grasa. Bobby Fischer var yngsti
stórmeistari skáksögunnar í 35 ár en
hann var 15 ára gamall þegar hann
var sæmdur titlinum er hann komst í
hóp áskorenda á millisvæðamótinu í
Portoroz árið 1958. Í dag er hann þó
aðeins í 44 sæti en sá yngsti er
áskorandinn úr síðasta heimsmeist-
araeinvígi, Sergei Karjakin sem var
12 ára og sjö mánaða þegar hann
hafði uppfyllt öll skilyrði til að öðlast
titilinn. Topp 10 listinn er svona:
1. Karjakin (Úkraína/Rússl.) 12 ára
2. Praggnanandhaa (Indland) 12 ára
3. Abdusatturov (Uzbekistan) 13 ára
4. Negi (Indland) 13 ára
5. Magnús Carlsen (Noregur) 13 ára
6. Wei (Kína) 13 ára
7. Bu (Kína) 13 ára
8. Rapport (Ungverjaland) 13 ára
9. Radjabov (Aserbadsjan) 14 ára
10. Ponomariov (Úkraína) 14 ára
Áskell Örn meðal efstu
manna á EM öldunga
65 ára og eldri
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Chessbase
12 ára stórmeistari Praggnanandhaa við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti.
Það var bæði merkilegt og gaman að
sjá leifar steinbryggjunnar sem
komu í ljós á dögunum þegar verið
var að endurgera svæðið við austur-
enda Tollhússins í Kvosinni í
Reykjavík.
Ég spyr því hvers vegna megi
ekki hafa hana til sýnis? Væri ekki
hægt að koma henni inn í skipulagið
á þessari byggingu sem verið er að
reisa þarna þannig að hún geti verið
til sýnis? Mér finnst að svona gamlar
minjar verði að vera sýnilegar fólki.
Ef erlendir ferðamenn fara að furða
sig á nafni götunnar, Steinbryggjan,
væri þá ekki gaman að geta sýnt
þeim það mannvirki, sem gatan heit-
ir eftir? Ég er sannfærð um að
ferðamennirnir hefðu gaman af að
vita ástæðuna fyrir nafngiftinni. Ég
vona því að menn loki ekki alveg yfir
þetta, heldur komi þessu þannig fyr-
ir að hægt sé að sjá þetta gamla
kennileiti. Þetta er einmitt það sem
ferðamenn sækjast eftir þegar þeir
koma til landsins. Það má ekki
gleyma því. Þeir sem eru að alast
upp í landinu hafa líka gott af því að
sjá sögulegar minjar, ekki síst í mið-
borg Reykjavíkur. Látum þær því
sjást sem víðast.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Steinbryggjan
Steinbryggjan Hún fór undir uppfyllingu
1940 og hefur verið hulin sjónum manna,
þar til hún kom í ljós nýlega við uppgröft.
Allt um sjávarútveg