Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Ég sá Freyju Dröfn fyrst sumarið 1979 þar sem hún stóð fyrir utan Hrísalund 10 á Ak- ureyri og segi ég við bílstjórann, er þekkti Freyju, „rosalega er þetta falleg stúlka.“ Hann var fljótur að minnast á aldur hennar en hún var aðeins 15 ára og ég hafði talið hana eldri. Svo leið ár- ið og ég fór að vinna á Svalbarðs- strönd, á alifuglabúinu Fjöreggi. Mér til mikillar ánægju byrjar Freyja Dröfn einnig að vinna þar og tókust á með okkur góð kynni, við hófum fljótt sambúð sem ent- ist í sex ár. Þá var hún 16 ára og ég 18 ára, við vorum ung þá. Þar sem Freyja hafði mikinn áhuga á tungumálum fór hún fljótlega til Brighton í Englandi þar sem hún lærði ensku. Hún var þar í heila þrjá mánuði, frá janúar 1981 og fram á vorið. Ég beið þolinmóður, ástfanginn ung- lingur, eftir því að hún kæmi heim. Fljótlega eftir það fluttum við út til Noregs þar sem ég fékk vinnu við kúabú. Freyja hafði minna að gera þar en fékk þó vinnu við að tína jarðarber sem henni þótti gaman. Kom alltaf með nýtínd ber til mín á kvöldin. Fyrsta sem Freyja bað um í Nor- egi var köttur þar sem hún var mikill kattavinur. Átti hún þó- nokkuð af köttum gegnum tíðina. Við vorum í Noregi í sex mán- Freyja Dröfn Axelsdóttir ✝ Freyja DröfnAxelsdóttir fæddist 18. mars 1964. Hún lést 10. júlí 2018. Útför hennar fór fram 20. júlí 2018. uði og þrátt fyrir ungan aldur Freyju stóð hún sig vel í ókunnu landi. Eftir að við komum heim settumst við að á Akureyri, ég hóf störf hjá Símanum og Freyja á sjúkra- húsinu, seinna vann hún á dagblaðinu Degi. Ári seinna eignuðumst við dóttur okkar, hana Söndru Berg- ljótu Clausen. Þetta var árið 1983 og var það ár sérstakt fyrir okkur bæði þar sem við urðum foreldr- ar. Einnig var millinafnið þýðing- armikið, Bergljót í höfuðið á móð- ur minni sem lést aðeins 30 ára gömul. Árið 1985 varð Freyja fyrir því áfalli að faðir hennar varð bráð- kvaddur, aðeins 47 ára gamall, hann Axel Björn Clausen. Hún syrgði hann mikið. En nú ert þú farin, elsku Freyja mín, og takk fyrir allt sem þú gafst mér og góða ferð, vinan. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Blessuð sé minning þín, Freyja mín, sendi samúðarkveðj- ur til Söndru og systkina hennar sem og Maggýjar, Telmu, Huldu og Jónasar. Þráinn Stefánsson. Afi Óli var ein- stakur maður sem við kveðjum með söknuði í hjarta en jafnframt ómældu þakklæti. Hann var sannkallaður karl í krapinu, sterkur og staðfastur, en þó svo blíður og góður, með þétt- ustu faðmlögin og létta lund. Haf- sjór af fróðleik og sagði bestu sög- urnar af lífinu eins og það var. Það má með sanni segja að afi hafi verið fyrirmynd okkar afkomend- anna, hann virtist kunna allt og hafa ráð við öllu. Hvergi var betri staður en við eldhúsborðið hjá þeim ömmu, afi með gamalt kaffi í mjólkurglasi og amma búin að reiða fram kræs- ingar, helst pönnsurnar frægu. Bæði svo ung í anda og skemmti- leg, áhugasöm um allt sem á daga okkar hafði drifið. Afi og amma voru einstaklega samrýmd hjón og einkenndist samband þeirra af gagnkvæmri virðingu, ást og þakklæti sem var auðsjáanlegt og eftirsóknarvert að tileinka sér. Afi var fjölmörgum mannkost- um gæddur. Honum varð ávallt hugað fyrst og síðast um aðra, hann lagði ríka áherslu á stund- vísi og aldrei heyrðist hann tala illa um nokkurn mann. Afi kunni síður við að upphefja sjálfan sig eða hafa í frammi að óþörfu, en þó var hann stoltur af afrekum sín- um sem voru svo ótalmörg. Hann sagðist oft hafa verið heppinn í líf- Ólafur K. Guðmundsson ✝ Ólafur Krist-berg Guð- mundsson fæddist 29. maí 1930. Hann andaðist 27. júlí 2018. Útför Ólafs fór fram 7. ágúst 2018. inu, en lukka þeirra ömmu var sannar- lega engin tilviljun. Lífið getur ekki ann- að en leikið við svo yndislegt fólk. Margt kemur upp í hugann sem ég minnist afa fyrir og þakka. Alltaf mátti treysta á þau ömmu ef eitthvað bjátaði á og aldrei stóð á því að fá Skodann lánaðan eftir að bíl- prófið var í höfn með þeirra hjálp. Ökukennslan einkenndist af óþrjótandi metnaði og þolinmæði og lögðu þau ríka áherslu á ná- kvæmni í akstrinum. Ljóslifandi eru einnig minningar um ótal ferðir í skátaskálann við Hvaleyr- arvatn sem kveiktu áhuga minn á skáta- og útivistarlífi, að ógleymdri dýrmætri leiðsögn um berjalendur stór Hafnarfjarðar- svæðisins svo berjatínslu fjöl- skyldunnar yrði örugglega við- haldið. Afa var mjög annt um að kenna okkur öll kennileiti í nátt- úrunni en hann þekkti hverja þúfu og hól með nafni. Sameig- inlegt áhugamál okkar afa, frí- merkja- og myntsöfnun, er mér einnig kært og mun svo verða um ókomna tíð enda átti afi stóran þátt í að móta heilbrigða söfnun- aráráttu mína sem veitir fádæma sælu og afi þekkti vel af eigin raun. Góðan Guð biðjum við um að styrkja elsku ömmu Gógó, sem kveður ekki bara eiginmann sinn heldur líka sálufélaga og besta vin. Við yljum okkur við allar góðu minningarnar um yndisleg- an afa og vin, full þakklætis fyrir allt og allt. Hjalti Þór og fjölskylda. Kær vinur minn frá liðnum dögum austur á Horna- firði, Hreinn Ei- ríksson frá Mið- skeri, er látinn. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Hreini fyrst þegar ég var í unglingaskóla á Höfn, en þar annaðist hann smíða- kennslu. Kennsla lét honum mjög vel enda átti hann alla tíð afar létt með að umgangast unglinga og ungt fólk. Hreinn var einstaklega ljúfur maður í allri viðkynningu og skemmti- legur félagi, hvort heldur sem var í starfi eða leik. Hann var félagslyndur og lagði mikið af mörkum í þeim efnum, ekki síst í leikstarfsemi bæði á Höfn og í Nesjum. Mörg hlutverk lék hann með eftirminnilegum hætti en best man ég hann í Ævintýri á gönguför þar sem hann lék bragðarefinn Skrifta- Hans. Íþróttamaður hafði hann verið á yngri árum og keppti oft í ýmsum greinum á íþrótta- mótum í héraðinu. Íþróttavöll höfðu Nesjamenn gert sér í sjálfboðavinnu sem þeir nefndu Leikvang og þar kom unga fólkið í sveitinni saman og skemmti sér. Minnist ég þess að á bernskudögum mínum Hreinn Eiríksson ✝ Hreinn Eiríks-son fæddist 10. mars 1931. Hann lést 10. júlí 2018. Útför Hreins fór fram 19. júlí 2018. mátti stundum sjá þá Miðskersbræður sýna þar gömul til- þrif og var sem sjá mætti gamlan keppnisglampa í auga. Á seinni árum sinnti Hreinn starfi meðhjálpara í Bjarnaneskirkju og rækti það starf af trúmennsku og alúð. Umhirða um garð og kirkju var í hans höndum til fyrirmyndar. Kirkjuna þekkti hann líka vel enda hafði hann unnið að smíði hennar og hús- búnaði. Vísast hefur hann líka kunnað því vel að standa að slætti í Bjarnaneskirkjugarði, sem er svo skammt frá hans eigin bernskuslóðum. Ég kveð minn gamla vin og mun sakna þess að heyra hann ekki framar segja kímilegar sögur af fyrri tíðar körlum og kerlingum með sínu sérstaka lagi sem erfitt er að lýsa, en persónur birtust manni ljóslif- andi í meðförum hans og un- aðslegum tilburðum og raddblæ. Ekki spillti skaft- fellski framburðurinn og spaugilegur tónn sem yljaði alla frásögnina. En við beygj- um okkur undir lífsins lögmál því að allt hefur vissulega sinn tíma. Eiginkonu Hreins, Kristínu Gísladóttur, og börnum þeirra votta ég innilega samúð. Gunnar Sveinn Skarphéðinsson. Ástkær faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁRNASON, rithöfundur og þýðandi, Grundarstíg 12, Reykjavík, sem lést laugardaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 13. Árni Kristjánsson Þórarinn Kristjánsson Alda Arnardóttir Eyjólfur Kjalar Emilsson tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Holtsmúla, til heimilis að Fellstúni 6, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir viljum við færa því góða starfsfólki sem kom að veikindum hennar og sýndi henni einstaka hlýju og umhyggju. Ragnar Eyfjörð Árnason Sigurður Ingi Ragnarsson Steinunn Valdís Jónsdóttir Árni Eyfjörð Ragnarsson Sigurrós Einarsdóttir Smári Hallmar Ragnarsson Halla Mjöll Stefánsdóttir Gunnur Pálsdóttir Ástkær faðir okkar, tendafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR GUÐJÓNSSON, fv. bóndi, Hvammi í Vatnsdal, Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 13. Ingibjörg R. Hallgrímsdóttir Gísli Ragnar Gíslason Þuríður Kr. Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Þór Jónsson Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, systir og vinkona, MAGNEA JENNY GUÐMUNDARDÓTTIR frá Melgraseyri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 6. ágúst. Kveðjuathöfn fer fram í Áskirkju föstudaginn 17. ágúst klukkan 13. Útför verður frá Melgraseyrarkirkju laugardaginn 18. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning Krabbameinsfélagsins, 301-26-706, kt. 700169-2789. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Finnbogi Kristjánsson Jóhanna Halldórsdóttir Snævar Guðmundsson Anna Guðný Gunnarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ÚLFARSDÓTTIR EDWALD, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 17. ágúst klukkan 13. Jón Haukur Edwald Álfheiður Magnúsdóttir Birgir Edwald Ragnheiður Óskarsdóttir Helga Edwald Eggert Edwald Jacqueline McGreal Kristín Edwald barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR G. SIGURÐSSON varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 6. ágúst eftir langa og farsæla ævi. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 17. ágúst klukkan 15. Theodóra Thorlacius Jórunn Thorlacius Sigurðardóttir Sigurður Ingólfsson Þórarinn Ingólfsson Oddur Ingólfsson Hildur Ingólfsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar elskaði faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, EINAR RÓSINKAR ÓSKARSSON frá Ísafirði, sem varð bráðkvaddur á Dynjanda í Leirufirði 5. ágúst verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarfélag Ísafjarðar. Hanna Rósa Einarsdóttir Engilráð Ósk Einarsdóttir Jónas Þorkelsson Eydís Eva Einarsdóttir Gunnþóra Rós, Óskar Guðmundur og Eva Þórkatla Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir Albert og Lydía Ósk Óskarsbörn Eiginmaður minn, bróðir okkar, tengdasonur, mágur og frændi, EINAR RAGNARSSON, Traunufer Arkade 10 Wels, Austurríki, lést á Klinikum-sjúkrahúsinu í Wels mánudaginn 16. júlí. Útför hans fór fram frá Basilika Enns – St. Laurenz-kirkjunni í Enns í Austurríki laugardaginn 21. júlí. Minningarathöfn fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 24. ágúst klukkan 15. Claudia Gluck Ragnarsson Kristín Ragnarsdóttir Arne Nordeide Þórunn Ragnarsdóttir Snorri Egilson Málfríður Ragnarsdóttir Guðmundur Ragnarsson Þóra Friðriksdóttir og fjölskyldur Hanna Cluck Andrea, Harry, Max og Ivy Martina, Albert, Steffi, Florian og Chrisi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.