Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Aðventublær í Bamberg Aðventan í Þýskalandi er heillandi og mikil jólastemning er í borgum og bæjum. Ferðin hefst í borginni Bamberg, komið verður til Nürnberg, þar sem finna má elsta jólamarkað landsins og til borgarinnar Würzburg sem er töfrandi á aðventunni og státar af líflegum jólamarkaði. 30. nóvember - 7. desember Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Afgreiðsla Skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið hefur dregist úr hömlu, þrátt fyrir að sveitarfélagið Ölfus, hafi fyrir sitt leyti samþykkt tillögur að nýju deili- skipulagi fyrir mörgum mánuðum. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að óæskilegur dráttur, svo mánuðum skiptir, hefði orðið á afgreiðslu máls- ins hjá stofnuninni, en nú eftir sum- arfrí yrði verkefnið í algjörum forgangi hjá stofnuninni og von á niðurstöðu á allra næstu vikum. Það er félagið Hveradalir ehf., þar sem Þórir Garðars- son, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf., er í forsvari, sem yrði framkvæmdaaðili að uppbyggingu baðlóns og hótels á landi Skíðaskálans í Hveradölum, ef nýtt deiliskipulag verður samþykkt. Fram kom í frétt hér í Morgunblaðinu í desember 2017 að Skipulagsstofnun væri að meta hvort fyrirhuguð upp- bygging í Stóradal á baðlóni og hóteli, inn af Skíðaskál- anum í Hveradölum, þurfi að fara í mat á umhverfisáhrif- um. „Afgreiðsla þessa máls hjá okkur hefur því miður dreg- ist á langinn, það er alveg rétt. Það eru nokkrar skýringar á því,“ sagði Ásdís Hlökk, „eins og það þurfti að afla frekari gagna, fá umsagnir og fá frekari gögn frá framkvæmda- aðila“. „Lokaúrvinnsla hjá okkur hefur vissulega dregist um- fram það sem æskilegt er, sem einkum hefur helgast af manneklu og verkefnafjöld. Það var ætlunin að ljúka þessu verkefni fyrir sumarið en þar sem það náðist ekki verður verkefnið á algjörum forgangslista hjá Skipulagsstofnun eftir sumarleyfi og við stefnum að því að ljúka þessu máli á allra næstu vikum,“ sagði Ásdís Hlökk. Enn beðið niðurstöðu Skipulagsstofnunar  Forstjórinn segir að afgreiðsla á nýju deiliskipulagi á Hveradalasvæðinu verði sett í forgang hjá stofnuninni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveradalir Forsvarsmenn Hveradala og sveitarfélagið Ölfus hafa lengi beðið niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er auðvitað frábrugðið öllu því sem maður þekkir,“ segir Sigurjón Ragnarsson, staðarstjóri Kæli- smiðjunnar Frosts í Shikotan sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi. Vísar hann í máli sínu til dvalar sinn- ar á svæðinu en hann hefur nú dvalið þar í um þrjár vikur ásamt þremur öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Miklar framkvæmdir eru að hefjast á svæðinu en ráðgert er að uppsjáv- arfrystihús rísi þar á næstu mán- uðum. Verkefnið er samvinnuverk- efni nokkurra íslenskra tæknifyrir- tækja, þar á meðal Skagans 3X, Kælismiðjunnar Frosts og Rafeyrar. „Við erum mættir hingað til að byggja stórt sjálfvirkt frystihús ásamt starfsmönnum nokkurra ann- arra fyrirtækja. Það eru enn sem komið er einungis starfsmenn tveggja fyrirtækja mættir á svæðið en þeim á eftir að fjölga. Við erum fjórir komnir hingað og svo er Raf- eyri með sjö menn, en þess utan er- um við með nokkra verktaka á staðn- um á okkar snærum, bæði frá Armeníu og Rússlandi,“ segir Sigur- jón. Gríðarlega afskekkt eyja Það eru eflaust fáir sem kannast við eyjuna, Shikotan, en eyjan er staðsett á landamærum Rússlands og Japans. Eignarréttur eyjunnar hefur verið þrætuepli milli landanna frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Rússar tóku Shikotan af Jap- önum. Fáir búa á eyjunni en talið er að núverandi íbúar Shikotan séu um tvö þúsund talsins. „Þrátt fyrir að vera öðruvísi en það sem maður þekkir hér heima hefur dvölin verið virkilega góð. Það sem má þó setja út á er að sjaldgæft er að menn tali ensku auk þess sem samgöngur eru í molum,“ segir Sigurjón. Til að kom- ast til Shikotan þurftu starfsmenn Frosts að fara í fjögur flug auk þyrluferðar. „Við flugum til Helsinki þaðan sem við fórum beint til Moskvu. Næsta stopp var í Sakalín áður en við tókum eitt flug í viðbót til eyjar á svæðinu. Í stað þess að taka ferju þaðan ákváðum við að fara með þyrlu á milli eyjanna,“ segir Sig- urjón. Spurður um hvar starfsmenn ís- lensku fyrirtækjanna dvelji segir Sigurjón að reist hafi verið hótel á svæðinu sem rúma eigi um 30 manns. Nauðsynlegt hafi verið að reisa hótelið enda sé gistiaðstaða á eyjunni lítil sem engin. „Hótelið er svona IKEA-einingahús með fullt af herbergjum fyrir okkur. Þetta sam- félag er of lítið til að geta tekið á móti 30 manns þannig að þessi ákvörðun var tekin. Armenarnir og Rússarnir, sem einnig starfa við framkvæmd- irnar, eru hins vegar ekki í alveg eins vistlegum híbýlum en þeir búa á öðr- um stað í nágrenninu,“ segir Sig- urjón. Hann bætir því við að gest- risni íbúa sé til fyrirmyndar. Þá sé ýmislegt gert til að stytta verka- mönnum stundir. Dvelja í fimm vikur í senn „Rússarnir eru mjög gestrisnir og er mjög umhugað um að menn vilji vera hérna og þetta verkefni verði að veruleika. Til að stytta okkur stundir höfum við t.d. skoðað eyjuna auk þess sem nú um helgina ætlum við að halda alþjóðlegt fótboltamót. Þar mun Ísland mæta Rússlandi og Armeníu sem verður skemmtilegt,“ segir Sigurjón. Íslensku starfsmennirnar dvelja á Shikotan í fimm vikur í senn en koma þess á milli heim til Íslands. Að sögn Sigurjóns hefur tekið talsvert á að dvelja á eyjunni þó að það hafi einnig verið mikil upplifun. „Það tekur auð- vitað á að vera svona langt í burtu en eins og ég segi þá hefur dvölin hér verið mjög góð. Hitinn hérna hefur farið yfir 30 gráður undanfarið og þetta er að mörgu leyti para- dísareyja á þessum árstíma,“ segir Sigurjón. Góð dvöl á framandi stað  Starfsmenn íslenskra tæknifyrirtækja hafa undanfarnar vikur dvalið á Shi- kotan á Kúrileyjum austast í Rússlandi  Upplifun sem er frábrugðin öllu öðru Ljósmynd/Aðsend Starfsmennirnir Sigurjón hefur ásamt þremur öðrum starfsmönnum Frosts dvalið á Shikotan undanfarið. Frystihúsið Ráðgert er að húsið verði tekið í notkun um áramótin. Ágústmánuður hefur farið betur af stað en aðrir sumarmánuðir 2018 hvað veður varðar í Reykjavík. Fyrstu 9 dagana í ágúst hafa mælst 72 sólskinsstundir í Reykja- vík, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Er þetta 15 stundum fleira en að meðaltali. Til samanburðar mældust aðeins 14 sólskinsstundir fyrstu 10 daga hins sólarlitla júlí og 23 stundir fyrstu 10 dagana í júní. Maí var hins vegar skárri með 51,3 stundir sömu daga. Þegar Trausti gerði upp miðsum- arið 2018 hinn 26. júlí s.l. kom í ljós að sólskinsstundirnar voru 344 fyrstu 14 vikur sumars og höfðu aldrei verið færri í sögu mælinga í höfuðborginni. Miðað við síðustu tíu ár er hiti í Reykjavík fyrstu 9 dagana -0,9 stig- um neðan meðallags og úrkoma er um þrír fjórðuhlutar meðalúrkomu sama tíma, segir Trausti. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Valli Sumar og sól Mannlíf við Austur- völl á góðum degi í síðasta mánuði. Sólin hefur skinið glatt í ágústmánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.