Morgunblaðið - 11.08.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 11.08.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það brestur íburðarvirkiEvrópusam- bandsins þessa dag- ana, þótt sumir setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og á því sé ekki að finna nokkurn löst. Brota- lamirnar koma fram í úrslitum kosninga nánast hvert sem litið er í aðildarríkjum þess. Almenningur er ósáttur og flokkum sem endurspegla og gera út á þá óánægju vex ásmeg- in. Franski félagsfræðingurinn Emmanuel Todd telur að brest- irnir gætu falið í sér upplausn sambandsins. Todd sagði fyrir um endalok Sovétríkjanna í bók, sem kom út 1976 undir heitinu „Fyrir fallið“ og vakti athygli víða um heim. Í viðtali við Der Spiegel virðist hann vera að segja að það sama gæti beðið ESB. „Evrópa er í af- leitri stöðu: sundruð, klofin og vansæl. Tilfinning magnleysis hefur gripið um sig í forustu- stéttum hennar. Ég er mjög raunamæddur yfir því sem við upplifum nú. En ég er alls ekki hissa. Það var fyrirsjáanlegt. Öllu fremur: Að þessu hlaut að koma.“ Todd hefur greint söguna frá sjónarhóli mannfræðinnar. „Það var metnaðarfullt og um leið skynsamlegt markmið að stofn- anavæða samvinnu þjóða Evrópu að ákveðnu marki. En sem sér- fræðingur í fjölskylduformum og þar með siðakerfum og lífs- háttum hef ég aldrei aðhyllst þá rómantísku hugmynd að Evr- ópubúar séu allir menningarlega eins og Evrópa gæti orðið sam- rýmt svæði. ESB er að verða fórnarlamb eigin helgivæðingar og takmarkalauss ofmats.“ Að mati Todds byrjuðu brest- irnir að myndast 1992 þegar áætl- anir um myntsamstarf tóku á sig mynd og sú hug- mynd ruddi sér til rúms að með mynt- inni mætti sameina álfuna. „Þá sagði ég við sjálfan mig, Evr- ópa er búin að vera. Upp frá því var hin evrópska háspeki komin í mótstöðu við veruleikann í heiminum.“ Todd er þeirrar hyggju að Evr- ópa gæti leyst upp í frumeiningar sínar vegna þess að í pólitík og hagstjórn hafi ríkt hugmynda- fræði þar sem ekki hafi verið tek- ið nægjanlegt tillit til þess hversu ólíkar þjóðir byggi meginlandið. Frökkum hafi verið sagt að þeir ættu að vera eins og Þjóðverjar, en það gætu þeir ekki, jafnvel þótt þeir vildu. Þrætt hafi verið fyrir rétt Þjóðverja til að vera Þjóðverjar og því afneitað að þeir ynnu með skilvirkari hætti en Frakkar og væru færir um að sýna talsverðan samtakamátt. Slík sérkenni mætti tiltaka um nánast öll aðildarríkin. „Evr- ópska hugmyndafræðin bar sig- urorð af reynsluhyggjunni,“ segir Todd. „ESB hélt inn í blindgötu afneitunar á veruleikanum.“ Að mati Todds hefði ESB gengið upp í heimi þar sem efna- hagslífið væri gangverk sögunnar og öll lönd álfunnar frá norðri til suðurs og vestri til austurs hefðu keppst um að verða samstiga í framleiðni, en okkar heimur væri ekki þannig. Þeir sem ekki áttuðu sig á því gætu ekki skilið þau ónot, sem nú færu um Evrópu. Greining Todds mun tæplega verða til þess að hugarfar þeirra, sem ráða för í Evrópusamband- inu breytist. Og hún verður varla til þess að þeir vilja ganga í ESB hætti að lýsa sambandinu eins og þeir vilja að það sé í stað þess að tala um það eins og það er. En hún gæti opnað einhver augu. „ESB er að verða fórnarlamb eigin helgivæðingar og takmarkalauss of- mats“} Fyrirsjáanleg þróun Enn einn áfellis-dómurinn er fallinn um stjórn- sýsluna í Reykjavík. Umboðsmaður borgarbúa hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um útleigu á Iðnó í fyrra hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið um vand- aða stjórnsýsluhætti. Matshættir til grundvallar vals á leigjanda hafi ekki verið skilgreindir eins og kostur var og því óljóst hvað hafi ráði endanlegum úrslitum um valið. Í liðnum mánuði dæmdi Hér- aðsdómur Reykjavíkur borgina til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofu- stjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Í dómnum sagði að „þrátt fyrir stjórnunarrétt eins og hlýðniskyldu hins [væru] undirmenn ekki dýr í hringleika- húsi yfirmanna sinna“. Þá komst kæru- nefnd jafnréttismála í júlí að þeirri niður- stöðu að þegar ráðið var í starf borgar- lögmanns hefði verið gengið fram hjá hæfari umsækjanda til að gegna starfinu. Umboðsmaður borgarbúa á sér ekki langa sögu og virðist fremur hafa verið litið svo á að hann væri til trafala í stjórnkerfi borgar- innar en gagns. Erindi hans týn- ast ýmist í kerfinu eða er svarað seint og illa, eins og fram kom í áfangaskýrslu hans í upphafi árs. Þótt umboðsmaðurinn hafi ekki mikið bolmagn er mikið leitað til hans og eru erindin á milli 200 til 400 á ári. Það er til vansa að mörg hundruð manns leiti ásjár um- boðsmanns á ári hverju vegna þess að mál þeirra eru látin reka á reiðanum í borgarkerfinu. Útleiga Iðnó samræmdist ekki sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti} Enn einn áfellisdómur F yrsta ágúst síðastliðinn birtist grein í NY Times Magazine um þá vit- undarvakningu sem varð á gróður- húsaáhrifunum og hvaða áhrif maðurinn hefur haft á þau. Greinin rakti söguna í kringum 9. áratuginn þar sem tækifæri gafst til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem annars væru óhjákvæmanlegar. Tækifæri sem fór forgörðum vegna spilltra stjórnmálamanna og olíufélaganna á bak við þá. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálin glíma við loftslagsbreytingar af mannavöldum sem, ef ekki hefði verið komið í veg fyrir, hefði haft gríðarlega slæmar afleiðingar í för með sér. Frægustu dæmin eru blýbensín og CFC sem eyðilagði næstum því ósónlagið. Það var fyrst farið að nota blý í bensín árið 1922. Árið 1965 vakti vísindamaður að nafni Claire Patterson at- hygli á þeirri mengun sem blýbensín var að valda. Það var þó ekki bannað í bensíni fyrr en 1988. Byrjað var að nota CFC um svipað leyti og blýbensín og var bannað í Montreal- sáttmálanum árið 1989. Kyoto-bókunin var fyrsti samningurinn sem tók á lofts- lagsvandamálinu af völdum kolefnis. Tvennum sögum fer af því hversu vel tókst til en með smá kolefnisbókhaldsbrellum tókst að ná markmiðum bókunarinnar árið 2012 vegna þátt- töku Rússlands og Úkraínu. Án þeirra hefði markmiðið ekki náðst. Nú er það Parísarsamkomulagið þar sem markmiðið er að halda hitaaukningunni vegna gróðurhúsaáhrifanna innan við 2 gráðum yfir því hitastigi sem var fyrir iðnbyltinguna. Afleiðingarnar af slíkri hækkun eru samt sagð- ar vera langtímahörmungar. Þriggja gráðu aukning væru skammtímahörmungar. Allt um- fram það veldur óhugsandi breytingum á sam- félagi manna á jörðinni. Núverandi stefna á Íslandi er að ná mark- miðum Parísarsamkomulagsins fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þó að Ísland beri ekki mikla ábyrgð hvað magn kolefnislos- unar snertir þá skipta þær aðgerðir sem Ísland fer í miklu máli. Þó ekki nema sem fordæmi. En kolefnishlutleysi er ekki nóg. Við verðum að gera betur, strax. Við verðum að þróa sjálfbæra orkugjafa, alls staðar. Við getum ekki beðið eft- ir markaðslausnum með kolefnisskattaþving- unum, þótt sá skattur sé besta tækið sem við höfum til þess. Við verðum að huga að nýsköp- un og nota umhverfisvænni aflgjafa þrátt fyrir að þeir séu dýrari. Við höfum engan annan valmöguleika. Margir lofa mátt markaðarins til þess að leysa vandamál. Ég myndi hins vegar segja að markaðurinn hafi skapað þetta vandamál. Árið 1913 byggði Frank Shuman sólarknúið vökvunar- kerfi í Maadi í Egyptalandi. Markmiðið var að græða upp eyðimörkina. Sólarorkuknúin framtíð varð þó að bíða vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og uppgötvunar ódýrrar olíu. Við glötuðum 60 árum af tækniþróun í sólarorku og getum tapað svo miklu meira ef við náum ekki tökum á hlýnun jarðar. Björn Leví Gunnarsson Pistill Kolefnisneikvæð Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen stofnun taki þátt í ýmsum öðrum verkefnum, meðal annars í eldi á laxi, bleikju og hrognkelsum, en hafi tak- markað pláss. Þurft hafi að forgangs- raða og ekki verið taldar forsendur til þess að halda þorskeldis- tilrauninni áfram. Kynbótastofninn, um 100 fiskar, er varðveittur og hægt að nota hann til að framleiða seiði, ef á þarf að halda. Enn er stunduð framleiðsla á seiðum í einni stöð í Noregi. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, full- yrðir að framtíð sé í þorskeldi. Það sé bara spurning hvort Íslendingar hafa nægt fjármagn til að standa undir þeim mikla kostnaði sem fylgir því að kynbæta stofninn. 280 milljónir í styrki AVS-sjóðurinn lagði verkefninu til 20-25 milljónir á ári og alls tæpar 280 milljónir. Aðrir aðilar að verkefn- inu kostuðu einnig nokkru til. Agnar segir að verkefnið hafi skilað töluverðri þekkingu sem nýtist í eldi á öðrum tegundum, svo sem við framleiðslu seiða og eldistækni í sjókvíum. Jafnframt hefur Hafró unnið að langtímarannsóknum á vaxtarfræði þorsks og fleiru. Vís- indamenn hafa getað fylgt þorsk- inum eftir frá klaki og upp í 3-6 ára aldur. Segir Agnar að það hafi skilað mikilvægum og spennandi upplýs- ingum, nýjungum í vaxtarfræði fiska, sem hafi jafnvel notagildi í fiskifræði almennt og við mat á fiskistofnum. Hafró hættir kynbót- um á eldisþorski Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldi Á meðan þorskeldið gekk sem best slátraði HG 10-20 tonnum upp úr sjókvíunum í Álftafirði á dag og var hráefnið góð viðbót við veiðarnar. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt seiðaeldi og áframeldi áþorski hafi ekki gengið uppskilaði tilraunaeldi Haf-rannsóknastofnunar og samstarfsfyrirtækja þekkingu sem nýtist við annað eldi og og við mat á stofnum fiska, að sögn Agnars Stein- arssonar sem stýrði verkefninu seinni árin. Verkefni um kynbætur á þorski og seiðaeldi sem AVS- sjóðurinn styrkti myndarlega í mörg ár hefur verið dregið saman und- anfarin ár og hefur nú verið lokað. Áhugi á þorskeldi kviknaði hér upp úr aldamótum, eins og hjá öðrum fiskveiðiþjóðum. Þorskstofninn var í lægð og þorskverð hátt, mun hærra en á laxi. Stóru sjávarútvegsfyrir- tækin litu til þorskeldis sem viðbótar við sína hefðbundnu starfsemi við veiðar og vinnslu á þorski og öðrum fisktegundum. Fyrstu tilraunir með aleldi á þorski hófust hér á árinu 2002 og kynbótaverkefnið IceCod sem Haf- rannsóknastofnun og Stofnfiskur stóðu að ásamt sjávarútvegsfyrir- tækjum ári síðar. Hafró sá um eldi á klakfiski og seiðaframleiðslu í til- raunaeldisstöð sinni í Grindavík. Seiðin voru síðan alin upp í matfisk- stærð í eldiskvíum, seinni árin ein- göngu hjá Hraðfrystihúsinu - Gunn- vör. Laxinn varð ofan á Árangur af þessu starfi var ekki í samræmi við væntingar. Mikil afföll urðu, bæði í seiðaframleiðslunni og vegna sjúkdóma í kvíunum. Agnar segir að á rúmum áratug hafi að- stæður gjörbreyst. Þorskstofninn náði sér á strik og þorskverð lækkaði á mörkuðum en verð á laxi hækkaði. Var lax því talinn vænlegri til eldis enda eru í laxeldi notaðir stofnar sem kynbættir hafa verið í áratugi. Áhug- inn dofnaði og fyrirtækin heltust úr lestinni. HG hætti þorskeldinu fyrir um tveimur árum. Sú litla framleiðsla sem síðan hefur verið er úr áframeldi á smáþorski sem veiddur er í þeim tilgangi. Tilraunir á því sviði hófust mun fyrr, eða á árinu 1992. Hafró tók aftur við þessu verk- efni á árinu 2013, dró smám saman úr umfangi hans og hefur rekið síðan. Agnar segir að Hafrannsókna- Þorskeldi á Íslandi náði há- marki á árinu 2009. Þá voru framleidd rúmlega 1.800 tonn. Var það bæði aleldi á seiðum og áframeldi á undir- málsþorski. Eftir það hallaði hratt undan fæti og fram- leiðslan var komin niður í 29 tonn á síðasta ári. Þar var eingöngu um að ræða villtan smáfisk sem alinn var í kvíum í sláturstærð. Framleiðslan verður enn minni og ef til vill engin í ár. Þorskeldið var alltaf öfl- ugast á Vestfjörðum, sér- staklega í Ísafjarðardjúpi, og entist HG lengst, ef litið er til stærri sjávarútvegsfyrir- tækjanna. HB Grandi byggði upp þorskeldi í laxeldisstöð í Berufirði en lagði niður starf- semina fyrir nokkrum árum og seldi aðstöðuna. Þá var Brim og forverar þess með þorskeldi í Eyjafirði um tíma. Fjöldi smærri fyrirtækja var með áframeldi á undirmáls- fiski á Austfjörðum og Vest- fjörðum. 1.800 tonn- um slátrað HÁMARKI NÁÐ 2009

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.