Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Handverkshátíðin í Hrafnagili er
nú haldin í 26. sinn og hófst hún
með kvöldvöku síðastliðið fimmtu-
dagskvöld.
Um það bil hundrað hönnuðir og
annað handverksfólk selja vörur
sínar á hátíðinni. Á meðal þess sem
verður til sölu er fatnaður, ker-
amik, snyrtivörur, textílvörur og
skart sem er gjarnan unnið úr
rammíslenskum hráefnum. Mikill
undirbúningur hefur verið fyrir há-
tíðina sem haldin er í Hrafnagils-
skóla í Eyjafirði og stendur fram á
sunnudag. „Við breytum íþrótta-
húsinu og skólastofum í sýning-
arrými. Nú í ár er sýningakerfið að-
eins öðruvísi en áður þannig að
núna er allt meira opið og rýmra
Aðgangs-
eyrir í formi
þjóðbúnings
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Vikan fyrir Fiskidag er fiskidags-
aðventan, það er bara þannig. Við
erum búin að vera á fullu að und-
irbúa, skreyta húsin okkar og gera
allt klárt,“ segir Björn Friðþjófsson
Dalvíkingur, sem hefur eldað súpu á
Fiskisúpukvöldinu mikla frá upp-
hafi. Fiskisúpukvöldið var haldið á
Dalvík í gærkvöldi en þegar blaða-
maður Morgunblaðsins ræddi við
Björn í gær voru hann, fjölskylda
hans og nágrannar í óðaönn við að
elda súpu fyrir kvöldið.
„Við tökum okkur saman í nokkr-
um húsum í hverfinu sem ég bý í og
eldum saman súpu. Við skiptum á
milli okkar, hver með sinn súpupott
og komum svo saman á einum stað
og gefum gestum og gangandi.“
Björn segir að þau eldi í sameiningu
að minnsta kosti hundrað lítra af
fiskisúpu.
„Það er alveg gríðarlegur fjöldi
sem kemur þarna. Við byrjum að
skammta súpuna klukkan kortér yf-
ir átta og svo á öllu að vera lokið
tveimur tímum síðar, oftar en ekki
er öll súpan búin aðeins fyrr.“
„Ekkert nema skemmtilegt“
Þrátt fyrir mikla mannmergð seg-
ir Björn engan asa ríkja á Fiski-
súpukvöldinu. „Gestirnir sem koma
eru bara ánægðir og afslappaðir og
þarna er enginn troðningur. Fólk
bara tekur þessu rólega og spjallar
saman. Þetta veitir okkur mikla
gleði að gera þetta og fólk er þakk-
látt og ánægt sem kemur til okkar,
þetta er bara ekkert nema skemmti-
legt.“
Fiskidagurinn mikli er haldinn há-
tíðlegur á Dalvík í dag. Björn segir
Dalvíkinga almennt jákvæða fyrir
hátíðinni. „Þetta er gríðarlega mikil
hátíð fyrir okkur og þetta hjálpar
okkur íbúunum að halda bænum
snyrtilegum og gera hann áhuga-
verðan fyrir fólk að heimsækja.“
Margir Dalvíkingar horfa á árið út
frá Fiskideginum mikla. „Það eru
margir sem segja að hér sé tímatalið
fyrir og eftir Fiskidag, hér miða
margir við það að klára eitthvað fyr-
ir Fiskidag,“ segir Björn og hlær.
Framkvæmdastjóri Fiskidagsins
mikla, Júlíus Júlíusson, segir und-
irbúning fyrir hátíðina hafa gengið
eins og í sögu.
„Þetta hefur bara gengið afskap-
lega vel, tugir aðila eru í sjálfboða-
vinnu við að græja og gera og það er
alveg magnað að sjá það.“
Aðspurður hvort búist sé við met-
Tímatal miðast við Fiskidaginn
Mikill undirbúningur liggur að baki Fiskideginum mikla sem er haldinn hátíðlegur í dag Gera
má ráð fyrir metaðsókn Tjöld, tjaldvagnar og húsbílar þekja hvern einasta græna blett á Dalvík
Morgunblaðið/Björn Friðþjófsson
Fjölskyldan Helga Níelsdóttir, Erna Rós Bragadóttir, Rósa Kristín Níelsdóttir og Karen Nóadóttir elda fyrir svanga gesti Fiskidagsins mikla.
Morgunblaðið/Atli Rúnar
Sjálfboðaliðar Konur í óðaönn að smyrja rúgbrauð sem verður boðið upp á ásamt síld á Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Yfirkokkur Fiskidagsins, Friðrik
V., verkstýrði framleiðslunni. Hann segir um undirbúninginn: „Hér er bara unnið með hjartanu!“ Það munu ábyggilega fáir fara svangir heim af hátíðinni.