Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 34

Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki leiðrétta lægsta lífeyri aldr- aðra og öryrkja? Það hefur ítrekað verið farið fram á það við forsætis- ráðherra, að svo verði gert en án árangurs. Undirritaður fór þessa á leit við forsætisráðherra strax í byrjun janúar. En ekkert hefur gerst varðandi leiðréttingu. Rík- isstjórnin setti málið í nefnd og hún skilar ekki áliti fyrr en næsta haust eða næsta vetur! Kostar lítið að leiðrétta kjör þessa hóps Það liggur fyrir aldraðir og ör- yrkjar geta ekki lifað af lægsta líf- eyri almannatrygginga, þegar ekki er um aðrar tekjur að ræða. Þessi lífeyrir er við fátæktarmörk. Það er tiltölulega lítill hópur sem er eingöngu með tekjur frá almanna- tryggingum, hefur svokallaðan „strípaðan“ lífeyri almannatrygg- inga. Þess vegna kostar það ekki svo mikið að leiðrétta kjör þessa hóps. Hvað er lífeyrir þessa fólks hár? Hann er þessi: Giftir eldri borgarar og öryrkjar hafa 204 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Einhleypir eru með 239 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Öllum er ljóst, að það er eng- in leið að lifa af þessum lágu upp- hæðum; upphæðin dugar ekki fyrir öllum útgjöldum. Fram til þessa hefur verið algengt að lyf eða læknisheimsóknir hafi orðið út- undan en í einstaka tilvikum hafa aldraðir eða öryrkjar ekki getað keypt nægilegan mat. Húsnæðis- kostnaður er stærsti útgjaldalið- urinn. Hann getur verið á bilinu 150 þúsund til 190 þúsund kr. á mánuði. Það er langstærsti út- gjaldaliðurinn en kostnaður við samgöngur getur einnig verið mik- ill. Vilja ekki hækka lífeyri á undan launum Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekkert viljað gera til þess að leið- rétta framangreind lægstu kjör? Svarið er þetta: Ríkisstjórnin vill ekki veita öldruðum og öryrkjum kjara- bætur áður en samið er um launakjör á al- mennum launamark- aði. Ríkisstjórnin ótt- ast greinilega að hækkun lífeyris þrýsti lægstu launum upp! Keppikefli ríkis- stjórnarinnar er að halda hækkun lægstu launa í skefjum, þannig að þau hækki helst ekki meira en 2-3% (Samtök atvinnulífsins vilja helst ekki meiri hækkun en 2%). Nokkrir stjórnmálaflokkar vilja tengja lífeyri aldraðra og öryrkja og lægstu laun saman. M.ö.o: Þess- ir flokkar segja að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum. En það þýðir að lífeyrir megi ekki hækka meira en lágmarkslaun. Þessari stefnu er ég ósammála. Ég tel að stjórnvöld og samtök aldraðra eigi að berjast fyrir þeirri hækkun líf- eyris sem nauðsynleg er til þess að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi og geti lifað með reisn. Það getur þurft að hækka líf- eyri umtalsvert til þess að ná þessu markmiði. Það er síðan verkefni verkalýðshreytingarinnar að berj- ast fyrir þeirri launahækkun sem hreyfingin telur nauðsynlega til þess að hækka laun nægilega mik- ið. Það er ekki mál aldraðra eða samtaka þeirra. Ólga í röðum launafólks Litlar líkur eru á því að það tak- ist að halda launahækkunum lægstu launa við 2-3%. Ofurlauna- hækkanir stjórnmálamanna, emb- ættismanna, dómara og forstjóra einkafyrir- tækja að meðtöldum bankastjórum hafa hleypt illu blóði í launafólk og verkalýðs- félög. Verkalýðsfélög og launamenn telja að það sé sanngirnismál eftir það sem á undan er gengið að leiðrétta kaup verkafólks mynd- arlega. Ég er sammála því. Einkum er ég óánægður með laun þeirra lægst launuðu. Þeir eru í sömu stöðu og lægst launuðu aldr- aðir og öryrkjar. Það verður að leiðrétta myndarlega kjör allra þessara aðila. Sumir stjórnmálamenn virðast hikandi við að berjast fyrir hærri lífeyri aldraðra en lágmarkslaun eru. Ég tel ástæðulaus að hika við það. Það er verkefni stjórnmála- manna að berjast fyrir mannsæm- andi kjörum aldraðra og öryrkja. Og þeir eiga ekki að hika við að tryggja þessum aðilum sómasamleg kjör. Aldraðir eiga að geta lifað ævikvöldið með reisn. Þeir eiga ekki að þurfa að horfa í hverja krónu. Og hið sama gildir um ör- yrkja. Það er næg byrði fyrir þá að glíma við erfiða sjúkdóma og skerta starfsorku þó fjárhags- áhyggjur bætist ekki við. Aldraðir búnir að skila sínu vinnuframlagi Ég tel ekki nauðsynlegt að þeir sem komnir eru á ellilífeyrisaldur séu áfram á vinnumarkaðnum. Þeir eru búnir að skila sínu vinnufram- lagi til þjóðfélagsins. En ef þeir kjósa að vinna eitthvað eftir 67 ára aldur er gott að þeir eigi kost á því án tekjuskerðingar ríkisvaldsins. Öryrkjar eiga erfiðara með að vinna vegna örorku sinnar, sjúk- dóma og skertrar starfsorku. Þjóð- félagið verður að tryggja þeim full- nægjandi lífeyri. Lægsti lífeyrir aldraðra við fátæktarmörk? Eftir Björgvin Guðmundsson » Það liggur fyrir að aldraðir og öryrkjar geta ekki lifað af lægsta lífeyri almannatrygg- inga, þegar ekki er um aðrar tekjur að ræða. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. vennig@btnet.is Svanur Guðmunds- son birtir greinina „Landasala og raf- orkusala“ um Þriðja orkupakka Evrópu- sambandsins í Morg- unblaðinu 1. ágúst 2018. Helsta umræðuefni hans er Þriðji orku- pakki ACER (Orku- stofa Evrópusam- bandsins) og varar hann við sam- þykkt hans á Alþingi Íslendinga, en pakkinn verður væntanlega tekinn til umræðu og atkvæðagreiðslu eft- ir sumarfrí á hausti komanda. Nokkur atriði í grein Svans Svanur nefnir Orkustofu ACER á Íslandi „Landsreglara“ en ég mun ekki nota það heiti enda minn- ir það mig helst á þurs í Íslendinga- sögunum með járnstaf í hendi og ástæða væri að óttast, sem sagt leiðandi nafngift. Ég ætla hvorki að fara út í um- ræður um landakaup útlendinga til að geta stundað laxveiðar á Íslandi eða kaup útlendinga á hlutum í orkufyrirtækjum. Í svona umræðu líta menn gjarnan á orkufyrirtækin sem einhvers konar gullnámu sem ávallt verði mikill gróði af, en það er alls ekki gefið mál eins og dæm- in sanna. Einnig kemur í hug að Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, seldi yfir 50 ríkis- fyrirtæki á stjórnarárum sínum 1980-90, þar á meðal raforkufyr- irtækin. Núna 30 árum síðar eru þau flest í eigu erlendra aðila og virðist ekkert vera að því. Svanur heldur því fram að sam- þykkt Annars orkupakkans í ís- lensk raforkulög 2003 hafi verið mistök. Þetta er að mínu mati alls ekki rétt og þyrfti hann að útskýra þá staðhæfingu sína nánar. Svanur ber aðstæður á markaði í Bretlandi saman við aðstæður á Ís- landi og segir: „Raforkuframleiðsla á ESB-markaði er að ráðandi hluta keyrð á kolum og jarðgasi. Hér er allt keyrt á vatni og jarðhita. Mark- aðsaðstæður á jarðefnum stjórna því verðinu í ESB-löndum en hér sveiflast ekkert nema rigningin.“ Mér er fyrirmunað að skilja þetta og botna reyndar bara ekkert í því. Ég fylgist daglega með raf- orkumarkaðnum á Bretlandi og get upplýst Svan um að framleiðsla úr kolum er nú sem komið er hverf- andi. Raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkuauðlindum hefur á undanförnum árum verið að taka forystu undir merkjum upp- boðsmarkaða sem halda samkeppni í heiðri. Þetta er vel hægt á Íslandi og einhver meiri háttar misskiln- ingur hjá Svani að svo sé ekki. Svo er hér smá athugasemd um að í grein Svans kemur fram að heildarnotkun Íslands af raforku er 17 Twh (Terawattstundir). Hefði mátt nefna að þetta væri árleg notkun, en til að halda málum til haga er hún víst nærri 19 TWh/ári. Tímalína Þriðja orkupakka ACER Ekki er úr vegi að fara yfir helstu atburðarás málefna Þriðja orkupakkans: 1996: Fyrsti orkupakki ESB; opnað á frelsi í viðskiptum með raf- orku og bókhaldslegur aðskilnaður vinnslu, flutnings og dreifingar hjá raf- orkufyrirtækjum. Há- mark sett varðandi magn gróðurhúsa- lofttegunda. Útblástur án endurgjalds. 2003: Annar orku- pakki ESB; frelsi í raf- orkuviðskiptum inn- leitt þannig að notendum var gert kleift að velja sinn eig- in framleiðanda raf- orku. Hertari takmarkanir á út- blæstri gróðurhúsalofttegunda og útblástur yfir 90% af heimildum verður gjaldkvæður. 2003: Ný raforkulög sett á Ís- landi, þar sem tilskipanir fyrsta og annars orkupakka eru innleiddar. 2009: Þriðji orkupakki ESB; lag- færir tilskipanir annars orkupakka og leggur grundvöll að innra orku- markaði ESB. Sameiginlegur að- gangur að millilandatengingum og stýringu þeirra. 2011: Eftirlitsstofnun ESB í raf- orkumálum ACER stofnsett. 2015: Fimm stoðir mótaðar hjá ACER í rammaáætlun orkumála: (1) Afhendingaröryggi raforku, (2) Samþættur innri orkumarkaður, (3) Orkunýting, (4) Loftslags- aðgerðir og (5) Rannsóknir og ný- sköpun. 2016: Fjórði orkupakki ESB eða „Vetrar-pakkinn“ boðar hreina orku fyrir alla Evrópubúa árið 2030: leggur grundvöll að virkjun endurnýjanlegrar orku til raf- orkuframleiðslu og setur ný ákvæði um afhendingaröryggi raforku. Apríl 2018: Norðmenn sam- þykkja með 75% meirihluta í Stór- þinginu að fella Þriðja orkupakk- ann inn í EES samninginn milli EFTA og ESB. Hið sama hefur einnig gerst í Liechtenstein. Maí.-ágúst 2018: Umræður á Ís- landi um þriðja orkupakkann og hvort eigi að samþykkja hann á Al- þingi. Verksvið ACER ACER stefnir að því að koma á fót sameiginlegum innri markaði fyrir raforku í ESB og aðstoða kerfisstjórnir einstakra ríkja við aðlögun. Verksvið ACER er nánar að: (1) Stuðla að samræmingu í stjórnun raforkukerfa milli landa í Evrópu; (2) Aðstoða við að móta evrópskar reglur um stjórnun á raforkukerf- um; (3) Taka einstakar bindandi ákvarðanir um skilmála og skilyrði varðandi raforkutengingar yfir landamæri í Evrópu; (4) Ráðleggja evrópskum stofnunum um málefni sem tengjast raforku; (5) Fylgjast með innri markaði fyrir raforku í hverju landi fyrir sig og (6) fylgjast með heildsölumarkaði með raforku í hverju landi fyrir sig til að greina og hindra markaðsmisnotkun. Eftirlitið verði í nánu samráði við kerfisstjórnir landanna. Þessi atriði eru flest tæknilegs eðlis, en í umræðu hér á landi hefur mest farið fyrir hinum lagalega þætti ACER og hvort framsal á þjóðlegu valdi eigi sér stað í bága við heimildir í stjórnarskrá Íslands. Það virðist ekki vera samkvæmt upptalningunni hér að framan. Svanur, ACER og Þriðji orkupakkinn Eftir Skúla Jóhannsson »Raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkuauðlindum hefur verið að taka forystu á Bretlandi undir merkj- um uppboðsmarkaða. Þetta er vel hægt á Ís- landi. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Bílar HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.