Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Horft á síma Síminn þótti eitt sinn undratæki og margir áttu það til að hlusta eftir að hringing heyrðist á bæjum. Nú er öldin önnur og síminn gegnir mun viðameira hlutverki en áður. Kristinn Eftir tæpar þrjár vikur kemur Alþingi saman að nýju. Ráð- herrar eru að leggja lokahönd á þau þing- mál sem þeir hyggjast leggja fram á 149. lög- gjafarþingi. Hið sama má segja um þing- menn. Frumvörp, þingsályktun- artillögur, fyrirspurnir og skýrslubeiðnir eru á teikniborð- inu. Þingmenn jafnt sem ráðherrar vita að þeir verða vegnir og metnir út frá fjölda þeirra mála sem lögð eru fram, óháð efni og innihaldi. Þeir sem oftast tala í þingsal nota stóryrði og fella palladóma yfir mönnum og málefnum til að ná at- hygli fjölmiðla. Skynsamleg orð- ræða nær illa eyrum almennings. Síðasta þing var óvenju stutt, enda kosningar 28. október síðast- liðinn. Þingið var sett 14. desember og lauk störfum 13. júní. Þingfundardagarnir voru alls 65. Alls voru 84 frumvörp samþykkt sem lög eða tæplega 1,4 frumvörp á hverjum þingfundardegi að með- altali. Alls voru lögð fram 160 frum- vörp. Af 83 þingsályktunartillögum voru 29 samþykktar, 50 tillögur voru óútræddar og fjórar ekki sam- þykktar. Þingmenn lögðu fram 13 beiðnir um skýrslur frá ráðherrum og ríkisendurskoðanda. Alls voru lagðar fram 398 fyrirspurnir til skriflegs eða munnlegs svars og auk þess beindu þingmenn 143 óundirbúnum fyrir- spurnum til ráðherra. Á vef Alþingis kem- ur fram að þingmál til meðferðar voru 674 og tala prentaðra þing- skjala 1.296 þegar þingi var frestað í júní. Ræðukóngur þingsins talaði í yfir 17 klukku- stundir. Fimm þing- menn og einn ráðherra töluðu í 10 klukkutíma eða lengur. Þeir þing- menn sem töluðu margfalt minna höfðu hins vegar síst minna til málanna að leggja og sumir töluðu af meiri skynsemi og yfirvegun en þeir sem dvöldu lang- dvölum í ræðustól. Hættulegur mælikvarði magnsins Öll þessi tölfræði getur verið áhugaverð í stuttan tíma en skiptir litlu til lengri tíma. Hún miðast öll við mælikvarða magnsins. Engin tilraun er gerð til að greina efnis- atriði eða áhrif lagasetninga á líf al- mennings og starfsemi fyrirtækja. Þegar frumvörp eru lögð fram af ríkisstjórn er einblínt á hvaða áhrif væntanleg lög hafa á tekjur eða gjöld ríkissjóðs og á stundum sveit- arfélaga. Það er undantekning en ekki regla að fjölmiðlar sýni því áhuga að rannsaka efni lagasetn- ingar og draga fram áhrif hennar á almenning og fyrirtæki. Sjálfstæðar hugveitur – sem eru því miður fáar – hafa ekki burði til að sinna slíkum rannsóknum. Hags- munasamtök launafólks og fyrir- tækja sinna greiningum af þessu tagi illa og yfirleitt aðeins ef það hefur með beinum hætti áhrif á hagsmuni umbjóðenda þeirra. Afleiðing þessa alls er aðhalds- leysi. Löggjafinn fer sínu fram og styðst við hættulegan mælikvarða magns. Ráðherrar, nauðugir vilj- ugir, leggja fram hvert frumvarpið á fætur öðru til að vera ekki fundn- ir sekir um dugleysi – vera verklitl- ir í embætti. Þingmenn leggja fram fjölda þingmála til að vekja athygli á sjálfum sér og styrkja sig í sessi meðal sérhagsmuna. Uppboðsmarkaður loforða Það er eðli stjórnmálamanna að tryggja eins vel og kostur er að þeir nái endurkjöri. Með loforðum, fyrirheitum og heitstrengingum er reynt að vekja vonir og væntingar í brjósti kjósenda og auka þar með líkurnar á endurkjöri. Stjórnmála- maður sem engu lofar um aukin út- gjöld og gefur lítil fyrirheit á tak- markaða möguleika á að fanga athygli fjölmiðla. Vegna þessa verð- ur til eins konar uppboðsmarkaður loforða. Raunar eru uppboðsmark- aðirnir margbreytilegir, allt frá ein- stökum byggðarlögum til kjör- dæma, frá ungum kjósendum til eldri borgara, frá verkalýðshreyf- ingunni til atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja. Freistingin sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir er mikil. Áhættan er hverfandi en vonin um ávinning er töluverð. Þess vegna eru loforð gefin, kosningavíxlar slegnir, viljayfirlýsingar undirrit- aðar, þingsályktanir lagðar fram, frumvörp kynnt. Í samkeppninni um atkvæði freistast stjórn- málamenn og ekki síst ráðherrar til að lofa því sem þeir geta ekki staðið við, gefa út víxla sem aðrir eiga að greiða, leggja fram tillögur sem hafa lítið gildi og kynna frumvörp sem þeir hafa lítinn eða engan áhuga á að nái fram að ganga. Ég hef áður haldið því fram að fjölmiðlar gefi stjórnmálamönnum tækifæri til að gefa loforð og hafa uppi stór orð sem lítil eða engin innistæða eru fyrir. Stjórnmála- maður sem lofar auknum út- gjöldum, stórbættri opinberri þjón- ustu, fær yfirleitt hljóðnema fjölmiðlanna og frið til að flytja boðskapinn. Sá er berst fyrir lækk- un skatta er hins vegar krafinn svara við því hvernig hann ætli að „fjármagna“ lækkun skatta. Og það er eins gott fyrir þingmann sem vill draga úr umsvifum ríkisins – minnka báknið – að vera tilbúinn til að svara hvernig í ósköpunum hon- um komi slíkt til hugar. Upphaf og endir lífsgæða Mér virðist sem töluverður meiri- hluti fjölmiðlunga, líkt og meirihluti stjórnmálamanna, sé sannfærður um að ríkið sé upphaf og endir lífs- gæða almennings – að velferð sam- félagsins byggist á umsvifum hins opinbera. Þess vegna séu aukin umsvif ríkis, sveitarfélaga og op- inberra fyrirtækja ekki aðeins æskileg heldur sérstakt markmið í sjálfu sér til að auka velferð. Því miður hefur hugmyndafræði gamalla vinstrimanna náð yf- irhöndinni. Hugmyndafræði sem leggur meiri áherslu á hversu stóra sneið hið opinbera tekur af þjóð- arkökunni en að stöðugt sé unnið að því að baka stærri þjóðarköku. (Einhverjir eru raunar á móti því að kakan stækki.) Á slíkan mælikvarða er velferð almennings meiri þegar ríkið tekur 50% af 2.000 milljarða þjóðarköku en ef sneiðin er „aðeins“ 40% af 3.000 milljarða köku. Engu skiptir þótt útgjöld hins opinbera séu 200 milljörðum meiri en sneiðin hlut- fallslega minni. Þegar þing kemur saman eftir tæpar þrjár vikur verðum við, sem viljum draga úr umsvifum ríkisins, lækka skatta á almenning og fyrir- tæki og ýta undir framtaksmennina svo þjóðarkakan stækki, í minni- hluta, eins og oftast áður. Við get- um ekki reiknað með að fjölmiðlar eða sterkir sérhagsmunahópar veiti okkur stuðning. Að þessu leyti er við ramman reip að draga. En það er fráleitt að gefast upp. Í þessum efnum holar dropinn stein- inn. Eftir Óla Björn Kárason » Í samkeppninni um atkvæði freistast sumir stjórnmálamenn til að lofa því sem þeir geta ekki staðið við og gefa út víxla sem aðrir eiga að greiða. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Við erum í minnihluta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.