Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sýningar vetrarins eiga það sam-
eiginlegt að skoða manneskjuna og
samfélagið í öllum sínum myndum.
Við leggjum upp með mikla fjöl-
breytni og kraftmikil verk sem ætl-
að er að örva hug og hjarta áhorf-
enda,“ segir Kristín Eysteinsdóttir
borgarleikhússtjóri um komandi
starfsár.
Fyrsta frumsýning vetrarins er á
Litla sviðinu 14. september þar sem
Valur Freyr Einarsson leikur í ein-
leiknum Allt sem er frábært eftir
Duncan Macmillan í þýðingu Krist-
ínar Eiríksdóttur og leikstjórn Ólafs
Egils Egilssonar. „Okkur hefur
lengi langað til að nýta Litla sviðið
sem hringsvið, enda besta hringsvið
landsins og frábært leikrými, og
þarna gefst tækifæri til þess,“ segir
Kristín. Hún lýsir leikritinu sem vel-
líðunarverki þótt vissulega sé um-
fjöllunarefnið bæði vandasamt og
brýnt. „Verkið fjallar um samband
drengs við móður sem er að glíma
við þunglyndi og sjálfsvígstilraunir.
Hann ákveður að gera lista yfir allt
sem er gott í heiminum og gerir lífið
þess virði að lifa því. Til að byrja
með rata inn á listann hlutir eins og
ís og vatnsslagur, en breytist með
árunum í ævilanga áminningu um
það að gleði er ekki síst að finna í
hlutum sem við fyrstu sýn virðast
léttvægir.“
Nóra snýr aftur 15 árum síðar
Fyrsta frumsýningin á Nýja svið-
inu verður 21. september, en þar er
um að ræða Dúkkuheimili, 2. hluta
eftir Lucas Hnath í þýðingu Sölku
Guðmundsdóttur og leikstjórn Unu
Þorleifsdóttur. Í verkinu, sem er frá
2017, skoðar Hnath hvað gerist þeg-
ar Nóra Helmer, sem yfirgaf eigin-
mann sinn og börn undir lok Dúkku-
heimilis Ibsens, snýr aftur 15 árum
síðar.
„Verkið hefur sópað að sér Tony-
verðlaunum vestanhafs og er ótrú-
lega vel skrifað verk um hjónaband-
ið og hvað það inniber að eiga í sam-
bandi við aðra manneskju,“ segir
Kristín og tekur fram að stjórn-
endum leikhússins hafi þótt spenn-
andi að gefa Unni Ösp Stef-
ánsdóttur og Hilmi Snæ Guðnasyni,
sem fóru með hlutverk Helmer-
hjónanna í margverðlaunaðri upp-
færslu Borgarleikhússins á Dúkku-
heimilinu sem frumsýnd var í árslok
2014, tækifæri á að nálgast sömu
persónur aftur í nýjum kring-
umstæðum enda ekki oft sem leik-
arar fá tækifæri til þess.
Með önnur hlutverk fara Ebba
Katrín Finnsdóttir og Margrét
Helga Jóhannsdóttir. „Það er ótrú-
lega gaman að fá Margréti Helgu
aftur á svið, en hún leikur fóstruna
sem ól fyrst upp Nóru og síðan dótt-
ur hennar. Með hlutverk dóttur-
innar fer Ebba Katrín, sem er nýút-
skrifuð leikkona sem við kynnum til
leiks. Leikritið byggist mikið á upp-
gjörsdrifnum tveggja manna senum.
Það sem heillaði mig mest við verk-
ið, fyrir utan hvað það er vel skrifað,
eru hugleiðingarnar um stöðu
hjónabandsins í nútímasamfélagi. Í
uppfærslu okkar á Dúkkuheimili
Ibsen fórum við þá leið að færa
klassíkina nær samtímanum.
Dúkkuheimili, 2. hluti er staðsett í
kringum aldamótin 1900, en verkið á
í afar áhugaverðu og virku samtali
við samtímann.“
Alltaf gaman að kynna nýtt
íslenskt leikskáld til leiks
Að vanda leggur Borgarleikhúsið
rækt við íslensk leikskáld, en fyrsta
frumsýning leikársins á íslensku
verki er Tvískinnungur eftir Jón
Magnús Arnarsson í leikstjórn Ólafs
Egils Egilssonar á Litla sviðinu 3.
nóvember. „Við erum stolt af því að
sjá hverju þetta ræktarstarf okkar
við íslenska höfunda hefur skilað.
Það skiptir miklu máli að eiga gott
samtal við höfunda, styðja við þá og
gefa þeim tíma og rými til að þróa
verk sín,“ segir Kristín og rifjar upp
að á Listahátíð í Reykjavík 2016 hafi
Jón Magnús tekið þátt í höfunda-
smiðju Borgarleikhússins í sam-
starfi við Félag leikskálda og hand-
ritshöfunda.
„Við vorum mjög hrifin af örverk-
inu hans sem þá var sýnt og hvött-
um hann til að skrifa örverkið út
sem verk í fullri lengd,“ segir Krist-
ín og tekur fram að það sé alltaf
gaman að kynna nýtt leikskáld til
leiks. „Jón Magnús hefur einstakan
stíl og nýja rödd, en hann vinnur
mikið með nútímatexta sem er að
stórum hluta í bundnu máli.“ Tví-
skinnungi er lýst sem einvígi þar
sem tveir leikarar takast á við tví-
saga fortíð. „Þetta er hrátt verk og
sveitt, þar sem fíkn, meðvirkni, ást-
ríður og þráhyggja eru leiðarstefið,“
segir Kristín. Með hlutverk fara
Haraldur Ari Stefánsson og Þuríður
Blær Jóhannsdóttir.
Ríkharður glímir við fimm
kynslóðir kvenna
Síðasta frumsýningin í ár og jafn-
framt sú fyrsta á Stóra sviðinu er
Ríkharður III eftir William Shake-
speare í þýðingu Kristjáns Þórðar
Hrafnssonar og leikstjórn Brynhild-
ar Guðjónsdóttur. Uppfærslan verð-
ur frumsýnd 29. desember. „Það er
orðið töluvert langt síðan við negld-
um þetta verk sem næstu jólasýn-
ingu okkar. Þetta er einstakt verk
og kominn tími á þessa sögu núna.
Það er ótrúlega spennandi að fá
Brynhildi til að leikstýra þessu leik-
riti sem er frá þeim tíma í leiklistar-
sögunni sem hún hefur mikinn
áhuga á og hefur grúskað mikið í.
Hennar sýn á verkið heillaði okkur
mjög,“ segir Kristín og bendir á að
Brynhildur leggi áherslu á átök
kynjanna.
„Í verkinu setja valdamiklir karl-
ar leikreglur heimsins og valdalitlar
og fámálar konur eiga ekki annarra
kosta völ en að hlýða. Markmið Rík-
harðs er að ná algerum yfirráðum
og leið hans til valda er blóði drifin.
Ríkharður glímir við fimm kynslóðir
kvenna sem gera allt sem þær geta
til að hindra framgöngu hans,“ segir
Kristín og bendir á að oft þegar leik-
ritið sé sett upp sé kvenhlutverkum
fækkað og meiri áhersla lögð á karl-
hlutverkin.
„Við erum með miklar hæfileika-
konur í hlutverkum lykilkvenna í lífi
Ríkharðs. Kristbjörg Kjeld leikur
Margréti, Sigrún Edda Björnsdóttir
leikur Sesselju móður Ríkharðs,
Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur
Elísabetu, Þórunn Arna Kristjáns-
dóttir leikur lafði Önnu og dans-
arinn Sólbjört Sigurðardóttir túlkar
Elísabetu yngri,“ segir Kristín, en
með titilhlutverkið fer Hjörtur
Jóhann Jónsson. „Hann er á hár-
réttum stað á sínum ferli til að tak-
ast á við þetta hlutverk og það verð-
ur afar spennandi áskorun fyrir
hann að glíma við þetta hlutverk.“
Lífið frá sjónarhóli dauðans
Fyrsta frumsýning á nýju ári og
jafnframt fyrra samstarfsverkefni
Borgarleikhússins af tveimur þetta
leikárið er þriðji einleikur Charlotte
Bøving. Hann nefnist Ég dey og
verður frumsýndur á Nýja sviðinu 4.
janúar. „Við vitum auðvitað öll að
við munum einhvern tímann deyja,
engu að síður er dauðinn útilokaður
úr samfélaginu. Þegar vinkona
Charlotte veiktist fór hún að skoða
lífið frá sjónarhóli dauðans og dauð-
ann frá sjónarhóli lífsins. Hún gerir
þetta á fallegan, skemmtilegan og
einlægan hátt. Ég held að þetta
verði sýning sem muni rista mjög
djúpt, en jafnframt vekja ákveðna
vellíðan.“ Leikstjóri uppfærslunnar
er Bergur Þór Ingólfsson, en hún er
unnin í samstarfi við Opið út.
Núna 2019 er yfirskrift sýningar
sem frumsýnd verður á Litla sviðinu
11. janúar þegar liðin verða 122 ár
frá stofnun Leikfélags Reykjavíkur.
„Þetta er framhald af sýningunni
Núna sem rataði á svið 2013, en þá
voru sýnd stuttverk eftir Tyrfing
Tyrfingsson, Kristínu Eiríksdóttur
og Sölku Guðmundsdóttur sem hafa
öll skipað sér í framvarðarsveit
íslenskra leikskálda. Okkur langaði
að endurtaka leikinn og leituðum til
sex ungra höfunda um hugmyndir
að 30 mínútna leikritum og urðu
þrjár kraftmiklar og spennandi hug-
myndir fyrir valinu.“
Höfundar þeirra eru Hildur
Selma Sigbertsdóttir, Matthías
Tryggvi Haraldsson og Þórdís
Helgadóttir. „Verk þeirra hafa síðan
verið þróuð áfram í samvinnu við
dramatúrga Borgarleikhússins og
leikstjóra verkefnisins, Kristínu Jó-
hannesdóttur, og verða sýnd saman
á einu kvöldi,“ segir Kristín og tekur
fram að sér hafi þótt spennandi að
tefla ungum óreyndum höfundunum
saman við mjög reyndan leikstjóra.
„Það býr til afar spennandi samtal á
báða bóga,“ segir Kristín og tekur
fram að vonandi verði hægt að sýna
ný íslensk leikrit undir yfirskriftinni
Núna á um þriggja ára fresti.
„Enda finnst okkur mikilvægt að
leggja rækt við og efla ung upprenn-
andi leikskáld. Á síðustu misserum
höfum við aukið þróunarstarf okkar
með höfundum. Ef við höfum trú á
einhverri hugmynd eða drögum sem
við sjáum veitum við viðkomandi
leikskáldi starfslaun í tvo til þrjá
mánuði til að vinna verkið lengra og
ef okkur líkar afraksturinn kaupum
við það til uppsetningar. Markmið
okkar er að styðja við leikskáldin og
fá fleiri íslensk verk til að fara alla
leið.“
Matthildur stútfull af töfrum
Seinna samstarfsverkefni ársins
nefnist Club Romantica og er eftir
Friðgeir Einarsson í leikstjórn höf-
undar. Uppfærslan, sem unnin er í
samtarfi við Kriðpleir, verður frum-
sýnd á Nýja sviðinu 28. febrúar.
„Þetta byrjaði allt með mynda-
albúmi ókunnugrar konu sem Frið-
geir keypti á flóamarkaði í Belgíu. Í
sýningunni reynir hann, út frá
myndunum, að geta í eyðurnar um
það hvernig líf þessarar konu hafi
verið. Sýningin spyr áhugaverðra
spurninga um hvernig við sköpum
minningar, ekki síst á tímum þar
sem við erum stanslaust að taka
myndir,“ segir Kristín og bendir á
að með Friðgeiri á sviðinu verður
tónlistarmaðurinn Snorri Helgason
sem semur tónlist sérstaklega fyrir
verkið.
Söngleikurinn Matthildur, sem
byggist á samnefndri skáldsögu
Roalds Dahl í leikgerð Dennis Kelly
og með tónlist eftir Tim Minchin,
verður frumsýndur á Stóra sviðinu
15. mars í leikstjórn Bergs Þórs
Ingólfssonar, en þýðandi er Gísli
Rúnar Jónsson. „Við höfum um
nokkurra ára bil haft áhugastað á
þessu verki,“ segir Kristín, en söng-
leikurinn var frumsýndur hjá Royal
Shakespeare Company 2010 og fór
þaðan á bæði West End og Broad-
way þar sem hann hefur slegið að-
sóknarmet. Að sögn Kristínar gildir
um Matthildi, líkt og fyrri söng-
leikjauppfærslur Borgarleikhússins,
að listrænir stjórnendur hafa frjáls-
ar hendur í sínu sköpunarferli og
fylgja ekki neinni forskrift að utan.
„Þetta er frábær fjölskyldusöng-
leikur því hann virkar á tveimur
plönum og talar samtímis til barna
og fullorðinna. Þetta er mjög mikil-
væg saga um stúlku sem býr við erf-
iðar aðstæður þar sem foreldrar
hennar sjá ekki úr hverju hún er
gerð og hvar hæfileikar hennar
liggja. Hún berst við ranglæti
heimsins með töfrum, en skólastjór-
inn Karítas Mínherfa er hreinasta
martröð,“ segir Kristín og bendir á
að Matthildur þrói með sér ofur-
krafta. „Það er spennandi áskorun
að útfæra þá krafta fyrir leiksviðið.
Það er smá Harry Potter-andblær
yfir þessari sögu og djúpur boð-
skapur. Þetta er sýning sem er stút-
full af töfrum og húmor, þótt hún sé
dökk,“ segir Kristín og tekur fram
að skemmtilegt hafi verið að leita að
öllum þeim hæfileikabörnum sem
taka þátt í sýningunni.
Vald og valdaleysi
leiðarstef í Kæru Jelenu
Leikritið Kæra Jelena eftir Ljúd-
mílu Razúmovskaju í leikstjórn
Unnar Aspar Stefánsdóttur verður
frumsýnt á Litla sviðinu 12. apríl.
„Við lásum og heilluðumst af þessu
leikriti, sem sló rækilega í gegn hér-
„Verk sem ætlað er að örva
Þrír nýir einleikir rata á svið hjá Borgarleikhúsinu í vetur
Hjónabandið og samskipti kynjanna til skoðunar í verkum
leikársins Sex ný verk eftir íslenska höfunda frumsýnd
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.