Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Eva Marín Hlynsdóttir, sérfræðing-
ur í opinberri stjórnsýslu og lektor
við stjórnmála-
deild Háskóla Ís-
lands, telur vel
mögulegt að
borgarritari og
skrifstofustjóri
Reykjavíkur-
borgar hafi
hlaupið á sig þeg-
ar þau áminntu
kjörinn fulltrúa
borgarinnar, Vig-
dísi Hauksdóttur,
borgarfulltrúa Miðflokksins, og sök-
uðu hana um trúnaðarbrest.
Man ekki eftir tilviki sem þessu
Annar sérfræðingur á sviði opin-
berrar stjórnsýslu sem rætt var við
tekur dýpra í árinni en Eva Marín og
segist ekki muna eftir tilviki eins og
þessu. „Það eru ákveðnar hefðir,
hvort sem mönnum líkar betur eða
verr, að embættismenn eru að starfa
fyrir pólitíska fulltrúa og eru þjónar
þeirra. Það felst í því að vera emb-
ættismaður að gera það sem manni
er sagt. Embættismaður hefur bara
ekki sama tjáningarfrelsi og pólitískt
kjörinn fulltrúi eða almenningur úti í
bæ,“ segir hann.
Sérfræðingurinn telur að líkja
megi þessum „árásum“ borgarritara
og skrifstofustjóra borgarinnar við
það að ráðuneytisstjórar og skrif-
stofustjórar væru að tjá sig um
gjörðir ráðherra og gagnrýna sem
bara gerist ekki.
Sérstakar aðstæður
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Evu Marín hvort það væri
ekki sjaldgæft í opinberri stjórn-
sýslu að opinberir embættismenn,
eins og borgarritari og skrifstofu-
stjórinn réðust með slíkum hætti að
kjörnum fulltrúa eða fulltrúum: „Ég
myndi nú ætla það. Það eru sérstak-
ar aðstæður sem komu þarna upp og
ég þekki engin nýleg dæmi þess að
embættismenn hafi komið fram með
þessum hætti,“ sagði Eva Marín.
„Það er raunar mjög sérstakt að
það eigi sér stað opinberlega átök á
milli stjórnsýslunnar og kjörinna
fulltrúa. Maður hlýtur að álykta að
þarna séu einhver undirliggjandi
átök sem eru að koma upp á yfir-
borðið,“ sagði Eva Marín.
Blaðamaður rifjaði upp að Vigdís
lagði tvö bréf frá Kjarafélagi við-
skipta- og hagfræðinga fram á fundi
forsætisnefndar í síðustu viku og
upplýsingarnar sem hún hafði áður
vitnað til væru úr þeim bréfum sem
hún og aðrir oddvitar minnihlutans í
borgarstjórn fengu send, annars
vegar 9. ágúst og hins vegar 16.
ágúst.
Ekki úr stjórnsýslunni
„Þessi borgarfulltrúi fékk upplýs-
ingarnar annars staðar frá, sam-
kvæmt þessu, þannig að í rauninni
var hún ekki að fara með upplýsing-
ar sem hún hafði fengið innan úr
stjórnsýslunni. Það er því vel mögu-
legt að einhver eða einhverjir hafi
hlaupið á sig og verið of fljótir að
bregðast við með þeim hætti sem
gert var,“ sagði Eva Marín.
Eva Marín sagði jafnframt að það
væri alls ekki gott þegar upp kæmi
opinber ágreiningur á milli kjörinna
fulltrúa og stjórnsýslunnar. „Stjórn-
sýslan á að geta unnið með öllum
kjörnum fulltrúum, hvort sem þeir
eru í minnihluta eða meirihluta. Það
á vitanlega einnig við um kjörna full-
trúa, þeir eiga allir að geta unnið
með stjórnsýslunni, hvort sem þeir
tilheyra meirihluta eða minnihluta,“
sagði Eva Marín.
Fer gegn öllum hefðum
Hinn sérfræðingurinn sem rætt
var við benti á að embættismenn í
borgarkerfinu og sveitarstjórnum
almennt væru að starfa fyrir alla
kjörna fulltrúa, ekki bara fyrir
meirihlutann. „Svo finnst mér furðu-
legt að borgarstjóri skuli ekki hafa
brugðist við. Það hefði verið hið eðli-
lega ferli, vegna þess að þetta á ekki
að vera samtal á milli embættis-
manns borgarinnar og minnihlutans.
Borgarstjóri ber ábyrgð á öllum sín-
um embættismönnum og þessi fram-
gangsmáti fer gegn öllum hefðum í
stjórnskipan borgarinnar,“ sagði
sérfræðingurinn.
Hann telur að eðlilegt hefði verið
ef embættismaðurinn hefði talið að
ekki væri farið eftir reglum, að hann
ræddi það sérstaklega við borgar-
stjóra, sem samkvæmt hefðinni hefði
komið athugasemdum, ef nauðsyn-
legt hefði verið talið, á framfæri.
„Svona framganga embættis-
manna hlýtur að vera mjög stuðandi
fyrir kjörna borgarfulltrúa í minni-
hlutanum,“ sagði sérfræðingurinn.
Embættismenn hlupu líklega á sig
Sérfræðingar í opinberri stjórnsýslu sammála um að embættismenn starfi fyrir alla kjörna fulltrúa
Borgarstjóri beri ábyrgð á öllum embættismönnum borgarinnar og hafi átt að bregðast við
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Sérfræðingar í opinberri stjórnsýslu telja einsdæmi að embætt-
ismenn hafi ráðist á kjörinn fulltrúa og sakað fulltrúann um trúnaðarbrest.
Eva Marín
Hlynsdóttir
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Ég fagna þessum áformum,“ segir
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sam-
bands garðyrkjubænda, í samtali við
Morgunblaðið um drög að frumvarpi
um framlengingu og víkkun gildis-
sviðs laga um svæðisbundna flutn-
ingsjöfnun. Frumvarpsdrögin fela í
sér að gildissvið laganna er víkkað
þannig að þau taki einnig til fram-
leiðslu garðyrkjubænda sem rækta
ávexti, blóm eða grænmeti og full-
vinna framleiðslu sína í söluhæfar
umbúðir.
Dropinn holaði steininn
„Ég hef furðað mig á því af hverju
garðyrkjuafurðir hafa ekki verið inn-
an gildissviðslaga um flutnings-
jöfnuð til þessa. Við höfum beitt okk-
ur í því að fá framleiðslu garðyrkju-
bænda inn í lög, þannig að ég held að
dropinn hafi holað steininn,“ segir
Gunnar og hlær við.
Þá er lagt til í frumvarpsdrög-
unum að lágmarksflutnings-
vegalengd styrk-
hæfrar
framleiðslu verði
lækkuð úr 245 km
í 150 km. Þessi
aðgerð mun
fjölga þeim sem
rétt geta átt á
styrk vegna
framleiðslu sinn-
ar. Er Gunnar að
sama skapi afar
ánægður með þau áform og segir
lækkun á lágmarksflutnings-
vegalengd skipta gífurlegu máli.
„Það mun hafa heilmikil áhrif fyrir
þá garðyrkjubændur sem eru hvað
lengst í burtu og þurfa að greiða
flutning fyrir afurðir sínar til höfuð-
borgarsvæðisins t.d. frá Eyjafjarð-
arsvæðinu, Hornafirði og Húsavík.
Þetta telur allt saman,“ segir Gunn-
ar.
Aðspurður segir Gunnar að það sé
ekki stór hluti garðyrkjubænda sem
búi hvað lengst frá mörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu, en þeir eigi
meira undir högg að sækja þess
vegna þess hve langt þeir þurfi að
sækja aðföng og senda afurðir. „Það
er helst það sem við höfum verið að
horfa til,“ segir Gunnar til viðbótar.
„Auðvitað eru heilmargir kart-
öflubændur í Eyjafirði sem senda
kartöflur til höfuðborgarsvæðisins
og eins er annar stærsti tómatafram-
leiðandinn á Húsavíkursvæðinu.“
Önnur barátta tekur við
Gunnar segir mikinn sigur unninn
ef frumvarpið taki gildi, en önnur
baráttumál taki þá við í staðinn. „Það
er t.a.m. önnur barátta um hvað er
þéttbýli og hvað er ekki þéttbýli þeg-
ar kemur að raforku. RARIK er með
eina skilgreiningu og Skipulags-
stofnun er með aðra. Svo er ein garð-
yrkjustöð að nota meira rafmagn en
venjulegt þéttbýli en þá er stöðin
samt skilgreind sem dreifbýli og þarf
þá að borga hærra raforkuverð,“
segir Gunnar. Sú barátta hefur stað-
ið lengi og Gunnar segir í léttu
bragði að hann búist við því að sá
slagur muni vara enn lengur og jafn-
vel til eilífðarnóns.
Fagnar drögum að frum-
varpi um jöfnunarstyrki
Gildissvið taki einnig til framleiðslu garðyrkjubænda
Morgunblaðið/Sigurður Guðmundsson
Mál Garðyrkjubændur hafa barist fyrir því síðustu misseri að framleiðsla þeirra sé innan laga um flutningsjöfnun.
Gunnar
Þorgeirsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
13% barna sem sótt hafa um leik-
skólapláss í Reykjavík í haust eru
á biðlista eða um 208 börn. Í
fréttatilkynningu frá Reykjavíkur-
borg kemur fram að ráðningar fyr-
ir haustið hafi gengið betur nú en í
fyrra.
Í leikskóla borgarinnar á eftir
að ráða í 61,8 stöðugildi, en búið er
að ráða í 93,6% stöðugilda. Á sama
tíma í fyrra var óráðið í um 120
stöðugildi á leikskólunum. Helm-
ingur leikskóla er fullmannaður, í
17 þeirra er ómannað í eina til eina
og hálfa stöðu, fimm leikskóla
vantar starfsfólk í 2-2,63 stöður,
fjóra leikskóla vantar þrjá starfs-
menn og fjóra skóla vantar fjóra
starfsmenn. Í einum leikskóla er
óráðið í fimm stöður.
Óvíst er með dagsetningar inn-
töku 128 barna af þeim 1.400 sem
hafa fengið boð um vistun á leik-
skólum borgarinnar í haust vegna
manneklunnar.
Í grunnskóla á eftir að ráða í
33,4 stöðugildi, en búið er að ráða í
98,3% stöðugilda. Í 16 skólum hef-
ur verið ráðið í allar stöður, en í 5
grunnskóla vantar í 0,5-0,75 stöð-
ur, í 8 þeirra vantar í 1-1,5 stöður
og í 4 grunnskóla vantar í 2-2,8
stöður. Í tvo skóla vantar í 3 stöð-
ur og í einn vantar í 5,1 stöðu.
Kennara vantar í 18 stöðugildi,
stuðningsfulltrúa í 17 stöðugildi og
15,8 stöðugildi skólaliða. Í 3,5
stöðugildi þroskaþjálfa vantar og 4
stöðugildi í mötuneyti.
Staða ráðninga er verst í frí-
stundaheimilum, en þar vantar 211
starfsmenn í 103,3 stöðugildi, en
yfirleitt er um 50% störf að ræða.
Búið er að ráða í 71,1% stöðugildi,
en aðeins á tveimur frístundaheim-
ilum hefur verið ráðið í allar stöð-
ur.
208 börn bíða eftir
plássi í Reykjavík
Ráðningar gengið betur en í fyrra