Morgunblaðið - 22.08.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Finndu út hvar þú best getur komið
skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að
hlustað sé á þig. Þú ert komin/n yfir erfiðasta
hjallann í peningamálum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta getur orðið mjög afkastamikill
dagur í vinnunni. Samskipti þín við aðra verða
lágstemmd en ánægjuleg. Láttu glósur ann-
arra sem vind um eyru þjóta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er kjörinn til hvers
kyns viðgerða á heimilinu. Þú vildir geta snúið
hjóli tímans til baka en það er ekki í boði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Talaðu sem minnst um þitt starf, en
hlustaðu þeim mun betur á aðra. Ekki mála
sjálfa/n þig út í horn í samskiptum við aðra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að hafa hemil á tilfinningum þín-
um þótt þér finnist erfitt að halda aftur af þér í
persónulegum málum. Einbeittu þér að þeim
sem þurfa á meiri hjálp að halda en þú.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er sjálfsagt að velta tilgangi lífsins
fyrir sér. Mundu að neyðin kennir naktri konu
að spinna og hikaðu ekki við að gera alvöru úr
hugmyndum þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefðir gott af því að breyta til á ein-
hvern hátt, hvort sem er heima fyrir eða í
vinnunni. Farðu í stutta ökuferð til að njóta út-
sýnisins eða skoðaðu þig um í búðum eða
söfnum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú lendir í klemmu þegar náinn
vinur leitar til þín um ráðgjöf en vill í raun
heyra allt annað en sannleikann. Þar sem fólk
fær eitthvað út úr því að gera þér greiða skaltu
leyfa því það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vinir fara yfir strikið í einlægri við-
leitni sinni til þess að hjálpa þér. Þú hefur verið
eins og útspýtt hundskinn síðustu vikur, nú
skaltu hvíla þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Á komandi vikum er allt eins líklegt
að þér gefist kostur á að fara í skemmtiferð.
Byrjaðu á því að losa þig við þá tilfinningu að
þú eigir það ekki skilið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hættu að velta þér upp úr mistök-
unum. Komdu vinum þínum á óvart með því að
setja gamla uppskrift í nýjan búning. Ræddu
málin því alltaf má eitthvað læra af öðrum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gerðu þér ekki of miklar vonir því þá
verða vonbrigðin ekki eins mikil ef hlutirnir
ganga ekki upp. Samtöl koma upp um fólk.
Kúrðu með ástvini þínum.
Kötturinn Jósefína Meuleng-racht Dietrich mjálmaði:
„Meðan fólkið þvældist til borg-
arinnar gekk ég fram á marbakk-
ann“:
Föngulegan feng ég greip úr fangi sjávar,
ýsu sem ég ætla að éta
enda kann ég gott að meta.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði
á fimmtudaginn: „Gröfur á gröfum.
– Vinnustaður minn er beint á móti
gafli Landssímahússins þar sem
stórvirkar vinnuvélar hafa farið
hamförum við niðurrif. Telja sumir
að grafarró þeirra sem hvíla í Vík-
urkirkjugarði sé ógnað:
Hér handan við götu á hótel að rísa
og harkið frá gröfum fer illa með taugar.
En sjálfsagt við megum þó sæl okkur
prísa
ef sjást ei úr gröfunum rísa upp draugar.
Guðrún Bjarnadóttir spurði:
Sem gufa við lághitalaugar?
Eða lurkar farnir á stjá?
Ef upprísa einstaka draugar,
ná augu vor þá að sjá???
Sigurlín Hermannsdóttir svaraði:
„Nú á að fara í uppbyggingu og
fyrsti áfangi er að reka niður stálþil
svo ekki gæti flóðs og fjöru.
Plöturnar í þetta þil komu í gær“:
Kirkjugarðinn hylja haugar
högg á okkur bylja.
Úr gröfum hrekjast gamlir draugar.
geymdir milli þilja.
Þessa limru kallar Helgi R. Ein-
arsson „Straumhvörf“:
Ég þekki’ eina helst til hressa,
samt háttprúða fram til þessa.
Hvort syndin á bankar
og sakleysið hankar
er spurning um hormóna’og vessa.
Jón Atli Játvarðarson skrifar: „Í
tilefni af því að Landgræðslan hef-
ur skipt um hlutverk og gengið í lið
með eitursprautunum og mótororf-
unum, gegn gróðurframvindunni
eins og við besta þekkjum hana
besta, þá varð þessi til nú í morgun:
Bara sjá nú berjalyng
og brekkur gróskuþunnar.
Engan þola umfeðming
árar Landgræðslunnar.“
Helgi Ingólfsson bætti við:
Í vegagerð við varla neinn svíkjum
og vörnum því að sprettan sé græn.
Á vegaköntum ráða nú ríkjum
Roundup-suddi og lúpína væn.
Jón Thoroddsen orti á Mælifells-
sandi:
Mælifell í mósku vafið,
merkjalaus þá verður andi.
Strútur einn með stormahafið
stingur höfði upp úr sandi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af fangi sjávar og grafarró
„EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF ÞESSUM FUNDI.
EINN DROPI AF ÞESSU Í KAFFIÐ HANS
OG HANN SAMÞYKKIR ALLT SEM ÞÚ
SEGIR.“
„HVAÐ ER „STÓRSLYS DAGSINS“?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skilja að hún hefur
marga hæfileika.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EINHVER GAF ODDA
LEIKFANGABANGSA
MÉR ÞYKIR LEITT AÐ ÞÚ
SKULIR HAFA SÉÐ ÞETTA
SLÆMAR FRÉTTIR, HRÓLFUR!
ÞÚ ERT GJALDÞROTA! KALLARÐU
ÞAÐ
SLÆMAR
FRÉTTIR?
HELGA! VIÐ ERUM FARNIR Í RÁNSFERÐ
– SJÁUMST SEINNA!!
ÞAÐ ERU
GÓÐAR
FRÉTTIR!
Víkverji lagði leið sína í Selárdal ný-verið og hreifst af því hvernig
verk Samúels Jónssonar heitins, sem
var bóndi í Brautarholti, hafa verið
gerð upp. Samúel var stórhuga með
listræna taug. Þegar sóknarnefnd
kirkjunnar í Selárdal vildi ekki þiggja
altaristöflu, sem hann málaði, að gjöf
á 100 ára afmæli hennar vegna þess
að önnur var fyrir í kirkjunni ákvað
hann að reisa sjálfur kirkju svo að
taflan nyti sín. Fyrir vikið eru nú
tvær kirkjur í dalnum.
x x x
Byrjað var að gera upp hús og verkSamúels í kringum aldamótin.
Er nokkuð líklegt að hefði ekki verið
hafist handa þá væri lítið eftir af
styttunum sem hann gerði. Samúel,
sem fæddist 1884 og lést 1969, hefur
verið kallaður naívisti, en það má
spyrja hvort sú nafngift sé sanngjörn.
Þótt ekki væri hann víðförull var
hann forvitinn um heiminn og sótti
innblástur til fjarlægra landa. Hann
gerði líkan af Péturskirkjunni í Róm
og fyrirmyndina að ljónagosbrunn-
inum, sem hann steypti, sótti hann til
Alhambra á Spáni.
x x x
Hollvinafélagið um uppbyggingu ídalnum hefur unnið þarft starf
og heimsókn í dalinn er vissulega
þess virði. Þýski myndhöggvarinn
Gerhard König hefur tekið ástfóstri
við staðinn og á mikinn heiður af upp-
byggingunni. Hann hefur um árabil
unnið að því að gera upp húsin og
listaverkin í Brautarholti, oft með er-
lend ungmenni sér til aðstoðar. Hann
segir að erfiðast hafi verið að vinna að
uppbyggingunni á árunum eftir
bankahrunið því að þá hafi lítinn
stuðning verið að hafa og oft hafi
hann verið einn að athafna sig.
x x x
Heimildir um hvernig umhorfs var íBrautarholti eru ekki miklar og
oft þarf að geta sér til um til dæmis
hvaða liti eigi að nota. Litir á ljós-
myndum geta hafa dofnað og fölnað
og gætu eins hafa verið teknar
nokkru eftir að var málað og því borið
vindi og veðrum vitni. Það er hins
vegar til fyrirmyndar að minningu
Samúels skuli haldið á lofti með þess-
um hætti. vikverji@mbl.is
Víkverji
Og þetta er traustið sem við berum til
hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir
hans vilja, þá heyrir hann okkur.
(Fyrsta Jóhannesarbréf 5.14)