Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands taka höndum saman á ný og halda alls ferna tónleika í vikunni í Eldborgarsal Hörpu. Samstarf þeirra komst fyrst í hámæli árið 2013 þegar sveitirnar héldu nokkra tónleika saman við frábærar undirtektir. Í ár munu þrír kórar veita þeim liðsinni á tónleikunum; Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodia og Barna- kór Kársnesskóla. Hljómsveit- arstjóri er Bernharður Wilkinson. Leikið verður nýtt efni í bland við gamalkunn lög. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Næstu tónleikar verða á fimmtudagskvöld og föstu- dagskvöld kl. 20. Síðustu tónleik- arnir verða laugardaginn 25. ágúst kl. 17. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Prufa Við æfingu í Hörpu. Fjöldi tónlistarmanna kemur að tónleikunum í ár. Skálmöld og Sinfó snúa aftur lendis fyrir tæpum 30 árum. Leiðar- stef verksins um vald og valdleysi kallast með öflugum hætti á við um- ræðu samtímans,“ segir Kristín og bendir á að þótt verkið hafi verið skrifað 1980 og látið gerast í Sovét- ríkjunum hafi það elst mjög vel. „Í huga margra er þetta mjög eftir- minnileg sýning. Það verður gaman að færa áhorfendum þetta verk í nýjum búningi.“ Leikritið fjallar um hóp mennta- skólanemenda sem kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmæl- ið. Fljótlega kemur í ljós að raun- verulegur tilgangur heimsóknar- innar er allt annar en að gleðja kennara sinn. „Í Kæru Jelenu tak- ast á kynslóðir í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hug- sjónir. Hvar liggja mörk okkar frá því að vera framagjörn og metnaðarfull yfir í að vera yfirgangssöm, ofbeld- isfull og siðblind,“ segir Kristín og bendir á að Kristín Eiríksdóttir hafi yfirfarið þýðingu móður sinnar, Ingibjargar Haraldsdóttur, og fært það nær áhorfendum bæði í stað og tíma. Halldóra Geirharðsdóttir leik- ur kennslukonuna, en í hlutverkum nemendanna eru Aron Már Ólafs- son, Haraldur Ari Stefánsson, Sig- urður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Þenja þolmörk leikhússins Síðasta frumsýning leikársins verður á Nýja sviðinu 27. apríl. Þar er um að ræða Bæng! eftir Marius von Mayenburg í þýðingu Hafliða Arngrímssonar og leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur. „Hér er um að ræða nýjasta leikritið eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýska- lands,“ segir Kristín og tekur fram að hún sé mikill aðdáandi Mayen- burg sem leikskálds, en hún leik- stýrði leikritinu hans, Hinum ljóta, fyrir nokkrum árum. „Það er mjög gaman að vinna með leikritin hans sem leikstjóri, því hann gefur svo mikið rými til túlkunar. Það er eins og að leysa gestaþraut þegar maður vinnur með verkin hans, því hann leyfir manni ekki að vera hefðbund- inn. Maður verður að sleppa öllu lausu og leyfa ákveðið kaos í fagur- fræðinni. Hann er alltaf að reyna að þenja þolmörkin í leikhúsinu og það er skemmtileg áskorun fyrir leik- stjóra og leikhóp,“ segir Kristín og bendir á að Bæng! sé gegnsýrt af pólitískum tilfinningum og kolsvört- um húmor sem ekkert er heilagt. Leikritið fjallar um undrabarnið Hrólf Bæng, sem að eigin áliti er bjargvættur mannkyns. „Björn Thors túlkar þetta einstaka undra- barn sem fæðist fullskapað. For- eldrar hans, sem eru víðsýnt, vel stætt og gott fólk, eru staðráðnir í að ala upp óskabarn þjóðar. Þeir líta á hann sem snilling þó svo hann vaði yfir alla á skítugum skónum og hafi rutt tvíburasystur sinni úr vegi í móðurkviði.“ Fimm sýningar snúa aftur Ein gestasýning fer á svið þetta leikárið, en það er Kvenfólk eftir Hjörleif Hjartarson og Eirík Steph- ensen, sem skipa Hund í óskilum, í leikstjórn Ágústu Skúladóttur sem frumsýnd var hjá Leikfélagi Akur- eyrar á síðasta leikári. „Þeir hafa verið tvisvar áður með sýningar hérna og mjög gaman að fá þá í hús. Þeir eiga mjög stóran aðdáendahóp meðal okkar áhorfenda.“ Fimm sýningar frá fyrra leikári rata aftur á svið. Söngleikurinn Elly verður tekinn aftur til sýningar á Stóra sviðinu 31. ágúst; söngleik- urinn Rocky Horror verður tekinn aftur til sýningar á Stóra sviðinu 8. september; einleikurinn Jólaflækja snýr aftur á Litla sviðið í nóvember þar sem Björgvin Franz Gíslason tekur við hlutverki Einars af Bergi Þór; gamanleikurinn Sýningin sem klikkar flyst yfir á Stóra sviðið frá og með 6. apríl auk þess sem Fólk, staðir og hlutir snýr, vegna mikillar eftirspurnar, aftur á Litla sviðið frá og með 13. febrúar, en aðeins er hægt að sýna 20 sýningar. Alltaf að leita að nýjum góðum verkum eftir konur Líkt og í fyrra er kynjahlutfall leikstjóra jafnt á komandi leikári, en athygli vekur að það hallar nokk- uð á konur í hópi leikskálda. Spurð hvernig henni líði með það svarar Kristín: „Við ræddum þetta gaum- gæfilega þegar við skipulögðum leikárið. Við erum alltaf að leita að nýjum góðum verkum eftir konur og finnst þess vegna spennandi að vera með tvær ungar konur í hópi höfunda í Núna 2019. Leikhúsheim- urinn hefur í gegnum tíðina verið mjög karllægur og það er enn þann- ig að mörg af þeim nýju verkum sem slá í gegn úti í hinum stóra heimi eru eftir karlmenn. Þannig að slagsíðan frá fyrri tíma er enn til staðar. Við erum mjög meðvituð um kynjahlutfallið í hópi höfunda og erum alltaf að leitast við að gera betur.“ Starfsmenn leikhússins komi sér saman um samskiptareglur Ekki er hægt að sleppa Kristínu án þess að ræða hvernig stjórn- endur hafa tekið á kynferðislegri áreitni innan menningarstofnana í sviðslistum. Kristín er formaður SAVÍST, samtaka atvinnuveitenda í sviðslistum, sem í kjölfar #metoo- byltingarinnar síðasta vetur létu sálfræðistofuna Líf og sál gera fag- lega úttekt á stöðunni hjá þeim menningarstofnunum sem aðild eiga að samtökunum, en það eru Borgarleikhúsið, Harpa, Íslenska óperan, Íslenski dansflokkurinn, Menningarfélag Akureyrar, RÚV, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóð- leikhúsið. Rannsóknarniðurstöður lágu fyrir fyrr í sumar og þar sögð- ust alls 7,5% svarenda hafa orðið fyrir einelti í starfi, 7% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, 7,6% sögðust hafa orðið fyrir kyn- bundinni áreitni og 5,1% sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi, einkum andlegu eða sálrænu, á því 24 mán- aða tímabili sem til rannsóknar var. „Hver stofnun fékk síðan niður- stöðurnar sem snúa að henni. Á starfsdegi með öllum starfs- mönnum Borgarleikhússins í upp- hafi leikárs kynnti starfsmaður frá Lífi og sál niðurstöður sem snúa að okkur og kom með tillögur að leið- um að því að vinna framhaldið. Lið- ur í því er að starfsmenn leikhúss- ins komi sér saman um samskipta- reglur,“ segir Kristín og bendir á að ráðning mannauðsstjóra við Borg- arleikhúsið sé einnig ein af tillög- unum sem fylgt verði. Bendir hún á að nokkur ár séu síðan því fyrir- komulagi var komið á hjá Borg- arleikhúsinu að hafa trúnaðarmann í hverri leiksýningu auk þess sem trúnaðarmenn stéttarfélaga gegni mikilvægu hlutverki í að taka á þeim málum sem upp kunna að koma. „Ég upplifi ákveðna viðhorfs- breytingu og að fólk eigi almennt auðveldara með að ræða þau erfiðu mál sem upp kunna að koma. Ég vona að minnsta kosti að svo sé.“ hug og hjarta“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon » Við erum stolt af þvíað sjá hverju þetta ræktarstarf okkar við íslenska höfunda hefur skilað. Það skiptir miklu máli að eiga gott samtal við höfunda, styðja við þá og gefa þeim tíma og rými til að þróa verk sín. Fjölbreytileiki „Sýningar vetrarins eiga það sameig- inlegt að skoða manneskjuna og samfélagið í öllum sínum myndum,“ segir Kristín Eysteinsdóttir borgarleik- hússtjóri um komandi leikár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.