Morgunblaðið - 27.08.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 200. tölublað 106. árgangur
HÚSASMIÐURINN
SEM VARÐ
HÖNNUÐUR
KABARETT
FER VEL Í
REYKVÍKINGA
AÐ MÖRGU ER
AÐ HYGGJA VIÐ
SVEPPATÍNSLU
VIKULEGAR SÝNINGAR 29 SVEPPATÍÐIN 12RAGNA RAGNARSDÓTTIR 26
Fjöldi Íslendinga fer til útlanda,
einkum til landa í Austur-Evrópu,
gagngert til að fara til tannlækna og
getur munurinn á kostnaði við tann-
læknaþjónustu þar og hér verið all-
verulegur.
Dæmi eru um að þjónustan kosti
þar um 20% af því sem hún kostar
hér á landi. Stofurnar auglýsa starf-
semi sína á íslensku á netinu og á
samfélagsmiðlum, og nú er farið að
bjóða upp á hópferðir á þessar stofur.
Ingvar Jónsson ráðgjafi og fram-
kvæmdastjóri fór í síðustu viku til
tannlæknis í borginni Gdansk í Pól-
landi. Tannlæknir hans hér á landi
hafði áætlað að viðgerðir á tönnum
hans myndu kosta um 800.000 krón-
ur. Ingvar ákvað að kanna fleiri
möguleika og fékk verðmat hjá tann-
læknastofu í borginni Gdansk í Pól-
landi eftir að hafa kynnt sér starf-
semi stofunnar. Hann flaug síðan
utan í síðustu viku og fékk viðgerðir á
tönnum sínum. Fyrir það greiddi
hann 160.000 krónur, eða um 20% af
verðinu sem honum hafði verið gefið
upp hér á landi. Að auki greiddi Ingv-
ar fyrir flugferðir og gistingu í
Gdansk.
Spurð hvers vegna svona mikill
verðmunur sé á tannlæknaþjónustu
hér á landi og t.d. í löndum Austur-
Evrópu, segir Elín Sigurgeirsdóttir,
formaður Tannlæknafélags Íslands,
að á því gætu verið nokkrar skýring-
ar. Hugsanlega sé verið að nota ódýr-
ari hráefni þar en hér og þá sé vinnu-
afl almennt ódýrara í löndum
Austur-Evrópu en hér á landi. Hún
segir að félaginu hafi verið tilkynnt
um nokkur tilvik þar sem vinnu er-
lendra tannlækna hafi verið ábóta-
vant. »4
Fara í hópum til tannlækna í útlöndum
Getty Images/iStockphoto
Tannlæknir Nokkuð er um að Íslend-
ingar fari til tannlækna erlendis.
Miklu munar á verði Ýmsar skýringar að mati formanns Tannlæknafélagsins
Sólin skein á Reykvíkinga um helgina og nýttu margir sér sólardagana í útiveru og ferðalög. Fjölmenni var statt í
Húsdýra- og fjölskyldugarðinum og reyndist fallturninn vinsæll meðal bæði fullorðinna og barna, þeirra sem þora
í það minnsta. Gleðiöskrin ómuðu um Laugardalinn þegar turninn hófst upp og féll jafnskjótt aftur niður.
Morgunblaðið/Hari
Spennufall í
Laugardal
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Aðilar heildarsamtaka á vinnu-
markaði hafa ólíkar hugmyndir um
svigrúm til launahækkana á vinnu-
markaði, en almenn ánægja er með
samtalið við stjórnvöld í aðdraganda
kjaraviðræðna.
Í nýrri skýrslu
Gylfa Zoëga um
stöðu efnahags-
mála í aðdraganda
kjarasamninga
kemur m.a. fram
að minna svigrúm
sé nú til launa-
hækkana en árið
2015 og bent er á
aðrar leiðir til að bæta lífskjör fólks,
t.d. lækkun kostnaðar í bankakerfinu,
og umbætur í húsnæðismálum fyrir
ungt fólk og láglaunafólk.
„Við hljótum að axla þá ábyrgð og
gera þá kröfu til sjálfra okkar að við
ræðum málin út frá efnahagslegum
raunveruleika, ekki óskhyggju, held-
ur raunveruleika eins og hann birtist
öllum sem hafa skoðað þessi mál und-
anfarið,“ segir Halldór Benjamín Þor-
bergsson, framkvæmdstjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Launafólk sýni ekki eitt ábyrgð
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að ósætti ríki vegna úrskurða
Kjararáðs og umræðan um kjara-
málin verði því síður efnisleg. „At-
burðarásin síðustu tvö ár, alveg frá
því Kjararáð fór að grípa inn í þró-
unina með úrskurðum, sem menn
hafa ekki enn fundið rök fyrir og
stjórnvöld ekki viljað taka á, hefur
skapað mikið ósætti. Ég held það sé
dálítið erfitt að fara inn í baklandið
hjá okkur og tala fyrir ábyrgð og
skynsemi. Það er ekki launafólk eitt
sem á að sýna ábyrgð og skynsemi,
sérstaklega þegar stjórnvöld hafa
ekki viljað gera það. Þess vegna verð-
ur þetta ekki endilega efnisleg um-
ræða, heldur frekar kalt,“ segir Gylfi.
Búa sig
undir
viðræður
Ósammála um
svigrúm til hækkana
MÓlík sýn í aðdraganda »2
Sauðfjárbændur eru launalausir
og verða það áfram nema eitthvað
breytist. Þetta segir Eyjólfur Ingvi
Bjarnason, bóndi og ráðunautur í
Ásgarði í Hvammssveit og oddviti
Dalabyggðar.
Hann segir að nú fái bændur
greiddar 350-400 kr. frá af-
urðastöðvum fyrir hvert kíló af
dilkakjöti eða um 6.000-7.000 kr.
fyrir lambið. Við það bætast svo
framlög skv. búvörusamningi sem
eru breytileg eftir stöðu hvers bús.
Þetta sé þó hvergi nærri nóg;
greiðslur þyrftu að vera 800-900 kr.
fyrir kílóið svo búskapur standi
undir lágmarkslaunum bænda sem
vilja geta farið í uppbyggingu og
horft til framtíðar, að mati Eyjólfs.
„Landbúnaður á Íslandi er á tíma-
mótum í dag. Þróunin er sú að neyt-
endur vilja matinn fyrir lítið en
auðvitað geta bændur ekki fram-
leitt sína vöru árum saman undir
kostnaðarverði,“ segir hann. »6
Landbúnaður stend-
ur á tímamótum
Landbúnaður Eyjólfur I. Bjarnason bóndi
segir sauðfjárbændur vinna launalaust.
Atvinnutækifærum þroskahaml-
aðra fer ekki fjölgandi hér á landi
líkt og öðrum störfum. „Í uppgang-
inum sem hefur verið á vinnumark-
aði hefðu fleiri tækifæri átt að
skapast fyrir einstaklinga með
skerta vinnugetu,“ segir sviðsstjóri
hjá Vinnumálastofnun. VMST hefur
unnið að því að fjölga tækifærum
og auka fjölbreytni fyrir þennan
hóp á undanförnum árum, m.a. með
verkefninu Ráðning með stuðningi
þar sem fyrirtæki sem ráða starfs-
menn með skerta starfsgetu fá
stuðning frá stofnuninni. Að mati
formanns Þroskahjálpar er augljós
ávinningur fyrir samfélagið að fá
þennan hóp á vinnumarkað.
Atvinnutækifæri fyrir ein-
staklinga með skerta starfsgetu
hafa þó aukist á Vesturlandi, sam-
kvæmt ársskýrslu VMST fyrir árið
2017. »10
Fjölgar ekki í takt
við önnur störf