Morgunblaðið - 27.08.2018, Blaðsíða 6
Ég elska jólin svo mér
finnst þetta ótrúlega
spennandi. Ég er ekki að
kaupa mér neitt núna,
bara að dást að þessu. Ég
myndi ekki kaupa mér
neitt svo snemma þó,
finnst bara gaman að sjá
þetta í búðunum.
Elskar jólin
Sóley Reynisdóttir
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Dalirnir eru dreifbýlt svæði og
staðan í atvinnumálum hér er
brothætt. Í sveitunum eru menn
háðir hvor öðrum, enda samvinna
meðal bænda um margt. Bregði
einn búi veikir það undirstöður
búskaps þess næsta og þannig
koll af kolli. Í dag er afkoman í
sauðfjárbúskapnum sú að bændur
eru launalausir og verða það
áfram nema eitthvað breytist.
segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason
bóndi og ráðunautur í Ásgarði í
Hvammssveit og oddviti Dala-
byggðar.
Vilja mat fyrir lítið
Á úthallandi sumri fer nú –
eins og oft áður – af stað umræða
um erfiða stöðu sauðfjárbænda
og að rótttækar aðgerðir verði að
koma til. Í dag fá bændur greidd-
ar 350-400 kr. frá afurðastöðvum
fyrir hvert kíló af dilkakjöti eða
um 6.000-7.000 kr. fyrir lambið.
Við það bætast svo framlög skv.
búvörusamningi sem eru breyti-
leg eftir stöðu hvers bús. Þetta er
þó hvergi nærri nóg; greiðslur
þyrftu að vera 800-900 kr. fyrir
kílóið svo búskapur standi undir
lágmarkslaunum bænda sem vilja
geta farið í uppbyggingu og horft
til framtíðar, að sögn Eyjólfs sem
minnir á að Dalir hafi og séu mik-
ið sauðfjárræktarsvæði.
„Landbúnaður á Íslandi er á
tímamótum í dag. Þróunin er sú
að neytendur vilja matinn fyrir
lítið en auðvitað geta bændur
ekki framleitt sína vöru árum
saman undir kostnaðarverði. Þá
eru viðhorfin í samfélaginu mjög
að breytast. Í dreifbýlinu eins og
annarsstaðar gerir fólk miklar og
vaxandi kröfur um þjónustu og
það hvernig lífið eigi að vera. Ég
sjálfur er nægjusamur og sáttur
við mitt en dóttir mín, fjögurra
mánaða gömul, vill þegar þar að
kemur annað og meira. Því þurf-
um við að halda áfram að búa í
haginn með stöðugri þróun,“ seg-
ir Eyjólfur og heldur áfram:
Þrauka eitt ár í viðbót
„Tíminn til aðgerða í land-
búnaði gæti verið að renna út.
Bændur segjast margir ætla að
þrauka kannski ár í viðbót og sjá
til. Veruleikinn er sá að sauð-
fjárbændur vinna launalaust en
ber þó, á 400 kinda búi, að reikna
sér 161 þúsund krónur í laun á
mánuði skv. reglum skattstjóra.
Þær tekjur eru þó aldrei í hendi
og því þarf sveitafólk nauðsyn-
lega að sækja vinnu af bæ. Hér
hafa margir til dæmis farið á
loðnuvertíð á Akranesi, ein-
hverjir vinna við hjúkrunarheim-
ilin, grunnskólann og þjónustu-
starfsemi í Búðardal.
Ferðaþjónustan er í sókn og við
bindum vonir við Vínlandsetrið
sem verður opnað næsta vor.
Fólki má ekki fækka meira í
þessu 650 manna samfélagi. Hér
hefur verið viðvarandi fólks-
fækkun síðustu áratugi og við
megum ekki við meiru.“
Afkomandi Auðar djúpúðgu
Í Dalabyggð hefur frá 2010
tíðkast persónukjör til sveitar-
stjórnar; það er að allir með at-
kvæðisrétt eru í framboði. Eyjólfi
Ingva hugnast þetta; í fámenninu
þekkist flestir innbyrðis og því
geti fólk valið til forystu þá sem
það treystir best til starfa í þágu
fjöldans. Unnið sé saman óháð
flokkslínum að mikilvægum mál-
um. Sala eigna sveitarfélagsins á
Laugum í Sælingsdal var hitamál
fyrir kosningarnar í vor, en hún
hefur nú verið sett á ís, enda var
kauptilboðið sem barst ekki að-
gengilegt fyrir sveitarfélagið
„Málið er komið á núllpunkt aftur
en ég hefur engar áhyggjur af
því að Laugar, þar sem nú eru
sumarhótel og ungmennabúðir,
fái ekki hlutverk til framtíðar,“
segir Eyjólfur sem er Dalamaður
í húð og hár. Hann er 6. ættlið-
urinn sem býr í Ásgarði mekt-
arbýli í grösugri sveit og skammt
frá Hvammi hvar bjó Auður djúp-
úðga, formóðir Eyjólfs í 31. lið.
Þannig fléttast allt saman og ár
og aldir líða í sveitinni sem odd-
vitinn segir að eigi sér mörg
sóknarfæri sé rétt á málum hald-
ið.
Viðsjár í sauðfjárbúskap og undirstöður byggðar í Dölum að veikjast
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dalamaður Í dreifbýli eins og annarsstaðar gerir fólk miklar og vax-
andi kröfur um þjónustu, segir Eyjólfur bóndi í Ásgarði í Hvammssveit.
Bændur eru launalausir
Eyjólfur Ingvi Bjarnason er
fæddur 1984. Lærði búfræði
og búvísindi á Hvanneyri, fór
síðan í framhaldsnám til Nor-
egs og er með masterspróf í
erfða- og kynbótafræði búfjár
frá háskólanum í Ási árið 2011.
Ráðunautur í sauðfjárrækt
frá 2013 og hefur sinnt stunda-
kennslu í sauðfjárrækt við
LbhÍ. Hefur tekið virkan þátt í
félagsmálum bænda og tók
sæti í sveitarstjórn sem að-
almaður frá því í vor og er nú-
verandi oddviti sveitarfé-
lagsins. Tók við búskap í
Ásgarði í Hvammssveit í Dölum
af foreldrum sínum í byrjun
síðasta árs.
Hver er hann?
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Senn líður að haustinu með tilheyr-
andi skammdegi og kertaljósum og
því ekki úr vegi að fara að huga að
jólunum. Á laug-
ardaginn sl. hóf
Costco að selja
jólaskraut og
annan jólatengd-
an varning.
Að sögn Brett
Vigelskas, tals-
manns Costco á
Íslandi, er það
vanalegt að sala
á jólaskreyting-
um hefjist í búð-
um Costco um þetta leyti.
Aðspurður hvort hann hefði orð-
ið var við einhver neikvæð við-
brögð viðskiptavina vegna komu
skrautsins í verslunina svaraði
Brett léttur í bragði: „Hver ætti
svo sem að reiðast yfir jólunum?
Þetta er alvanalegt í mörgum búð-
um og fastur liður hjá okkur. Við
erum jafnframt að reyna að ná for-
skoti á aðra með því að byrja svo
snemma.“
Nýjar jólavörur
væntanlegar
Hann sagðist ekki vita hvernig
salan á jólavarningnum færi al-
mennt af stað en vissi þó að eitt-
hvað af gjafapappír hefði selst.
„Svo eigum við von á ýmsum jóla-
tengdum nýjungum næstu 4-8 vik-
urnar.“
Morgunblaðið fór í vettvangsferð
í verslunina í gær og ræddi við
nokkra viðskiptavini.
Þrátt fyrir að sólin skini úti og
sumarstemning ríkti fyrir utan
verslunina voru allir viðmælendur
sem blaðamaður ræddi við sam-
mála um að ekki væri of snemmt
að selja jólaskraut í verslunum og
virtust mjög áhugasamir um varn-
inginn.
Jólin eru komin í verslun Costco
Sala á jólaskreytingum hófst um helgina í Costco Alvanalegt í verslunum
okkar, segir talsmaður verslunarinnar Viðskiptavinir ánægðir með framtakið
Brett
Vigelskas
Morgunblaðið/Hari
Sindrandi Ung stúlka dáist að jólaskrauti í ágúst. Talsmaður Costco segir
að verslunarkeðjan sé vön því að hefja sölu á jólavarning um þetta leyti.
Mér finnst þetta æðislegt.
Finnst þetta bara fínt, ekk-
ert of snemmt. Bara gam-
an að skoða og pæla, þó ég
myndi ekki endilega byrja
að kaupa jóladót núna.
Gaman
að skoða
Brynja
Kristmannsdóttir
Mér finnst þetta frábært,
bara svolítið skemmtilegt.
Gaman að þeir séu á undan
mörgum öðrum líka. Ég er
alltaf spenntur fyrir jólunum.
Get alveg hugsað mér að
kaupa eitthvað núna þó ég sé
ekki að fara að skreyta strax.
Alltaf spenntur
fyrir jólunum
Óttar Guðlaugsson
Tilkynnt var um
þrjár líkams-
árásir á höfuð-
borgarsvæðinu í
gærmorgun, tvær
í miðborginni og
eina í Garðabæ.
Árásin átti sér
stað fyrir klukkan
átta að morgni, en
ráðist var á karl-
mann. Gerandinn
var farinn af vettvangi þegar lögreglu
bar að garði.
Fyrir helgi óskaði lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu eftir vitnum að
árás á stúlku, sem átti sér stað í Garða-
bæ sl. fimmtudag um klukkan 14:15.
Árásin átti sér stað á svæðinu við
Arnarnesmýri, nánar tiltekið á göngu-
stígum neðan við og meðfram Gullakri
og Góðakri. Lögreglan hafði engar
nýjar upplýsingar um málið í gær-
kvöldi er Morgunblaðið leitaði svara.
axel@mbl.is
Árásir í
Garðabæ
Vitna að árás á
stúlku leitað
Lögregla Vitna
að árás er leitað.