Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 10

Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 ❁ Auðveldara að þrífa penslana ❁Gufar ekki upp ❁Má margnota sama löginn ❁Notendur anda ekki að sér eiturefnum ❁ Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum ❁UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þroskahamlaðir eru fullfærir um að taka þátt í þjóðfélaginu og eiga ekki að þurfa að sitja heima aðgerðar- lausir. Það eru næg tækifæri á vinnu- markaði,“ segir Þórunn Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Tann- læknastofunnar í Glæsibæ. Hún bauð Örnu Dís Ólafsdóttur, ungri þroska- hamlaðri konu, starf eftir að hafa les- ið umfjöllun um slæma stöðu hennar og annarra þroskahamlaðra að loknu námi á starfsnámsbrautum fram- haldsskóla. „Ég hafði heyrt um þetta áður en gerði ekkert. Þegar ég sá umfjöll- un Morgunblaðsins á þriðjudaginn þá hugsaði ég; nú verð að gera eitthvað. Við höfum næg verkefni fyrir Örnu Dís. Tannlæknastofan í Glæsibæ er fjölmennur vinnustaður, hjá okkur starfa fjórir sérfræðingar, fjöldi tann- lækna og annað starfsfólk. Við eigum eftir að ræða við Örnu Dís hvar áhugi hennar liggur mest og bjóða henni þau verkefni sem hún hefur mestan áhuga á að sinna,“ segir Þórunn 1% með þroskahömlun „Það er frábært að Arna Dís er komin með vinnu. Ég samgleðst og fagna góðum viðbrögðum eftir að móðir hennar kom fram í fjölmiðlum og lýsti úrræðaleysinu sem tók við að lokinni útskrift á starfsnámsbraut. En það eru fleiri sem bíða eftir sama tækifæri,“ segir Bryndís Snæbjörns- dóttir, formaður Þroskahjálpar og bendir á að auk þeirra sem bíða úr- ræða eftir að námi þeirra lauk í vor bíði enn einstaklingar, sem hafa út- skrifast undanfarin ár, eftir starfi. „Það þarf að kynna vinnumark- aðnum betur atvinnu með stuðningi. Fyrirtæki sem ráða starfsfólk með samningi við Vinnumálastofnun þurfa ekki ein að bera kostnað af ráðningu fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir,“ segir Bryndís. Hún segir slíkar ráðningar ávinning fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og samfélagið. „Það er ekki ólíklegt að 1% þjóð- arinnar eða um 3500 manns séu með þroskahömlun eða skyldar raskanir. Þetta er jaðarsettur hópur sem fæð- ist með fötlun. Hann hefur ekki tök á að beita þrýstingi og aðstandendur eru margir svo útkeyrðir að þeir hafa ekki orku til þess að berjast,“ segir Bryndís. Greitt með starfsmönnum Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðs- stjóri ráðgjafar- og vinnumiðlunar- sviðs Vinnumálstofnunnar segir að stofnunin fagni allri umræðu sem varpi ljósi á stöðu ungs fólks með fötl- un og möguleika þeirra á vinnumark- aði. Hún segir að Vinnumálastofnun hafi unnið að því að fjölga tækifærum og auka fjölbreytni fyrir þennan hóp. „Árið 2014 var sett á stofn átakið Virkjum hæfileikana, alla hæfileikana sem var samstarfsverkefni okkar, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins. Átakið var til þess ætlað að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að skapa störf fyrir unga atvinnuleitendur með skerta starfs- getu. Launagreiðendur geta fengið hluta af launum og launatengdum gjöldum endurgreiddan gegn þjálfun starfsmanns á vinnustað, stuðningi og eftirfylgd,“ segir Hrafnhildur. Ráðning með stuðningi er annað verkefni sem VMST hefur unnið að og í stöðuskýrslu um verkefnið frá því í mars kemur fram að það hafi staðið yfir í tvö ár. Markhópurinn hafi verið væntanlegir útskriftarnemar af starfsbrautum framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og fólk með þroskahömlum í starfstengdu diplómanámi við HÍ. „.Nemendum var kynnt þjón- usta VMST og við hófum samstarf við skólana um undirbúning fyrir at- vinnuleit. Í samstarfi við atvinnulífið var lögð áhersla á að draga úr for- dómum, auka þekkingu, skilning og höfða til samfélagslegar ábyrgðar,“ segir Hrafnhildur og bætir við að verkefnið hafi skilað því að allmörg fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á að taka þátt. Einnig hafi verið rætt við Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð íslenskra fyrirtækja. Hrafn- hildur segir að fyrsta áfanga sé lokið og verkefnið sé komið til að vera. Gestastarfsmenn í einn dag „Á haustin er Fyrirmyndardag- urinn haldinn. Þann dag gefst fyr- irtækjum kostur á að bjóða atvinnu- leitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn og einn dag. Í framhaldi af slíkri heimsókn hafa einhverjir fengið vinnu,“ segir Hrafnhildur og bætir við að í haust sé í undirbúningi verkefni sem feli í sér að bjóða fyrirtækjum að þjálfa men- tor sem hefði það hlutverk að styðja og leiðbeina ungmenni með fötlun eða þroskahömlun sem fengi starf hjá fyrirtækinu. Hrafnhildur segir að auðvitað vilji VMST sjá hlutina gerast hraðar en dropinn holi steininn og það hafi sýnt sig að samvinna ólíkra aðili skili ávinningi fyrir alla. „Í uppganginum sem verið hefur á vinnumarkaði hefðu fleiri tækifæri átt að skapast fyrir einstaklinga með skerta vinnugetu. En kannski hefur krafan um að allir eigi vera á milljón komið í veg fyrir það,“ segir Hrafn- hildur og bendir á að á heimasíðu VMST sé að finna upplýsingar um leiðir fyrirtækja til þess að ráða at- vinnuleitendur með skerta starfsgetu í vinnu og þann stuðning sem Vinnu- málastofnun getur veitt. Þau eru fullfær um að taka þátt Ljósmynd/Vinnumálastofnun Gestastarfsmaður Ásgeir Tómas Arnarson skoðar aðstæður á vinnustað í heimsókn hjá Forseta Íslands sem tók þátt í árlegum Fyrirmyndardegi.  Það er ávinningur fyrir samfélagið allt að fólk með þroskahamlanir sé á vinnumarkaði að mati formanns Þroskahjálpar  Atvinnutækifærum þroskahamlaðra fjölgar ekki eins og öðrum störfum Atvinnutækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu hafa aukist á Vesturlandi að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnumálastofnunar fyrir árið 2017. Samstarf Vinnumálastofnunar, sveitarfélaga, starfsendurhæfingar og atvinnurekenda hefur stuðlað að því. 42 einstaklingar með skerta starfsþjálfun og 40 fyrirtæki tóku á Vesturlandi þátt í Fyrirmyndar- degi sl. haust. Fjórir einstaklingar fengu í kjölfarið starf á almennum vinnumarkaði og losuðu þannig um pláss fyrir aðra á vernduðum vinnustöðum. Í grunnskóla Akraness starfa fjórir einstaklingar með skerta starfsgetu í tveimur stöðugildum. Tækifæri á Vesturlandi SKERT STARFSGETA Gestastarfsmaðurinn Hildur Sigurðardóttir og starfsmenn Örnu-íss & kaffibars. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna framkvæmda stoðdeildar ríkislög- reglustjóra í málum 597 einstaklinga á árinu 2017 nam rúmlega 62 millj- ónum króna. Deildin sér um undir- búning og framkvæmd brottvísunar útlendinga af landinu samkvæmt ákvörðunum Útlendingastofnunar. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkis- lögreglustjóra fyrir árið 2017. Inni í þessari tölu eru þau mál sem hætt var við áður en til brott- flutnings kom „en þess ber þó að geta að sú vinna sem átt hefur sér stað áður en hætt er við er sú sama við undirbúning og tekur frá mannafla,“ segir í skýrslunni. Heildarkostnaður fyrir utan launakostnað og endurgreiðslur vegna þessara verkefna nam 291 milljón króna. Endurgreiðslur námu tæplega 229 milljónum króna og því nam beinn kostnaður Íslands rúm- lega 62 milljónum króna. Að frátöldum ferðum sem hætt var við flutti stoðdeildin 549 manns frá Íslandi, eða 45 að meðaltali á mánuði. 155 voru fluttir samkvæmt Dyflinnarreglugerð í 104 ferðum. Þá voru 293 manns fluttir til heima- lands síns í 19 ferðum á vegum Frontex. Í ferðum á vegum Frontex endurgreiðir stofnunin allan eða meginhluta kostnaðar sem hlýst af ferðinni fyrir utan vinnulaun lög- reglumanna. Aðrar framkvæmdir telja 94 einstaklinga í 72 ferðum. Alls tóku 779 lögreglumenn þátt í ferðum ársins 2017, segir í skýrsl- unni, en þess ber þó að geta að lög- reglumennirnir 779 eru í mörgum tilvikum þeir sömu, svo sem lög- reglumenn stoðdeildar auka annarra embætta og deilda sem aðstoða við framkvæmdirnar. Aðrir starfsmenn í ferðum eru meðal annars starfsfólk Mannréttindaskrifstofu Íslands og túlkar. Tugmilljóna kostnaður við brottvísanir útlendinga  Að meðaltali voru 45 manns fluttir úr landi á mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmd Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór með ríkisborgara 44 landa frá Íslandi árið 2017. Flestir voru frá Makedóníu eða 158 einstaklingar. Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan mann fyrir peninga- þvætti og meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum sem hann á að hafa framið. Hann er sakaður um að hafa nýtt virðisaukaskatt, sem inn- heimtur var í rekstri fyrirtækjanna, í eigin þágu. Upphæðin nemur samtals tæplega 40 milljónum króna. Meint brot mannsins geta varðað fangelsi allt að sex árum auk fésektar. Maðurinn er ákærður er fyrir sömu brot sem ýmist prókúruhafi, stjórn- armaður, framkvæmdastjóri eða daglegur stjórnandi þriggja mismunandi verktakafyrirtækja. Ákærður fyrir peningaþvætti og skattsvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.