Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 12

Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Ég skrifaði pistil í síðustuviku um þá sem eru 60 áraog eldri. Viðbrögðin voru góð, ég hef heyrt í mörgum 60 ára og eldri sem hafa lýst yfir ánægju sinni með hugleiðingarnar. Mér þótti sérstaklega vænt um 60 ára plús hjónin sem komu til mín á fót- boltaleik í síðustu viku og sögðust vera algerlega sammála mér. Mað- urinn, 73 ára, hljóp 10 km í mara- þoninu um síðustu helgi eins og hann hefur gert undanfarin ár. Fannst það ekkert erfiðara en síð- ast, var bara örlítið lengur að því. Með hans orðum, maður getur haldið áfram að gera það sem maður var að gera þegar maður var þrítugur – er bara aðeins leng- ur að því. Frábært viðhorf enda geisla þau hjónin af hreysti og eiga alveg örugglega mörg góð ár eftir eins dugleg og þau eru að hreyfa sig og gera það sem þeim finnst skemmtilegt. Í sömu viku kom í fjölmiðlum frétt af 95 ára veð- urfræðingi sem var nýbúinn að fara í sitt fyrsta fallhlífarstökk. Fannst það mjög gaman og auð- veldara líkamlega en að labba rösklega 100 metra. Leikur og gleði er mikilvæg ef maður vill lifa vel og lengi. Maður verður fyrst gamall þegar maður hættir að leika sér, er sagt, og að mínu mati er það hárrétt. Við hugsum mörg allt of mikið um hvort þetta sé nú viðeigandi, hvort við eigum að vera að standa í þessu á okkar aldri (sem getur verið hver sem er). Það er miklu skemmtilegra að láta vaða, hætta að velta því fyrir sér hvort einhver sé að spá í hvort við ættum að vera að leika okkur eða ekki. Það skiptir bara engu máli. Og þar fyrir utan er ég viss um að flestum finnist það meira hvetjandi en óviðeigandi. Það var allavega það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las um fljúgandi veðurfræðing- inn. Hann er 46 árum eldri en ég. Næstum tvöfalt eldri. Þvílík fyr- irmynd! Maður er aldrei of gamall til að leika sér og maður er aldrei of gamall til að læra eitthvað nýtt. Ég ætla til dæmis að skella mér á 4 vikna skriðsundsnámskeið í sept- ember. Hlakka mikið til þess og bind miklar væntingar við það. Kominn tími til að læra skriðsund- ið almennilega. Ekki fyrir keppni, heldur fyrir mig sjálfan. Af því að mig langar til þess. Njótum ferðalagsins! 60 plús – framhald Morgunblaðið/Árni Sæberg Njóttu ferðalagsins! Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Haustið er minn tími ogmér finnst fáttskemmtilegra enskreppa aðeins út fyrir bæinn og tína sveppi,“ segir Smári Pálsson taugasálfræðingur. Fyrir helgina fóru þau Jóhanna Björk Weisshappel kona hans upp í Heiðmörk í leit að sveppum og fundu kynstrin öll. Mest var af furusveppi, sem eins og nafnið ber með sér spretta við furutré. Aðrir kalla þá reyndar smjörsveppi, gjarnan smjörsteiktir á pönnu og þykja vera herramannsmatur. Annarsstaðar í náttúrunni má svo finna lerki- og kóngssveppi, en þær afurðir eru utan þessarar frá- sagnar. Ysta lagið flysjað Smári kynntist sveppatínslu fyrir margt löngu og minnist þess til dæmis að hafa farið með for- eldrum sínum í slíkan leiðangur í Hallormsstaðaskógi fyrir um 40 árum. Sem fulltíða maður tók hann með fjölskyldu sinni upp sið- inn og er farið í uppskeruferðir á hverju hausti. „Ég vil fara upp á heiðar eða í skógana við sveppaleit. Alls ekki vera niðri í byggð eða nærri um- ferð því þá er alltaf hætta á meng- un. Í Heiðmörk, á Hólmsheiði og þar í kring er mest að hafa af furusveppunum og þegar heim er komið flysja ég af þeim ysta lagið; bæði stilkinn og hattinn. Eftir það þurrkar maður sveppinn við til dæmis lágan hita í hálfopnum bak- arofni og setur í krukku. Hin að- ferðin er síðan sú að setja svepp- ina hreinsaða í krukkur eða slík ílát og geyma í frysti og raunar geri ég talsvert af því,“ segir Smári. Smekkur og tilfinning Sveppir nýtast með flestum mat og bragðast vel. Matreiðslan getur verið eftir höfði, smekk og tilfinningu hvers og eins en sjálf- um finnst Smára hreindýrakjöt og íslenskir furusveppir fara einkar vel saman. „Með ýmsum réttum, til dæmis lambakjötinu, er svo alveg frábært að vera með sveppasósu, sem er einfalt að útbúa. Í pottinn þarf svo sem 250 dl. af rjóma, ost, salt, pipar og tíu sveppi og ef vel er hrært í getur ekkert klikkað,“ segir Smári sem hvetur fólk til að leita sér upplýsinga á netinu um sveppi og matreiðslu á þeim áður en farið er í skóginn – hvað þá eldamennskuna. Í náttúru landsins má víða finna fjallagrös og margir leggja sig eftir að ná þeim, en í íslenskri alþýðumenningu frá fyrri tíð er rík hefð fyrir að nýta þau. „Fjallagrösin eru víða, til dæmis í mólendi nálægt mosa og kræki- berjalyngi við skóga og ég tíni alltaf svolítið af þeim á haustin og þurrka. Set þau svo í pott með mjólk, sýð við vægan hita og mixa grösin svo niður með matvinnslu- sprota. Blanda svo í þetta púð- ursykri, vanillu og ögn af salti. Hægt er að blanda í þetta smá Baileýs fyrir fullorðna og íssósu með karamellubragði fyrir börn – svo útkoman er heimsins besta bragð,“ segir Smári Pálsson. Stilkur og hattur Sveppatíðin er snemma á haustin. Í skógum landsins má finna ýmsar tegundir matarsveppa, og þá er hægt að matbúa af list og borða með góðri lyst. Margt þarf þó að hafa í huga þegar svepp- irnir eru tíndir. Ljósmynd/Úr einkasafni Skógarferð Smári Pálsson í Heiðmerkurskógi með furusvepp, en kynstrin öll af slíku má finna þar og í öðrum skógum sem nú eru að taka á sig haustsvip. Bragðgott Góður svepparéttur. Matargerð Sveppirnir í pottinum. Á Íslandi vaxa nær 700 tegundir kófsveppa og fæstar þeirra eru mat- ur. Margar raunar eitraðar og eða bera hættuleg eiturefni, segir á vef Skógræktarinnar. Einkennandi er fyrir sveppi að þeir eiga eigið lífríki – svepparíkið – og eru ófrumbjarga lífveru sem geta ekki ljóstillífað og myndað þannig sína eigin næringu eins og aðrar plöntur gera. Þurfa að lifa á og með öðrum plöntum, þá einkum og helst trjám í skógum. Til að ná sveppum óskemmdum úr jarðvegi er best að taka neðst um stilkinn, snúa upp á hann og lyfta upp. Við það losnar sveppurinn í heilu lagi. Gott er að hafa hníf meðferðis og skera burt skemmdir á sveppunum sem eru rakaríkir. Því þarf loft að geta leikið um þá. Ber því að varast að tína sveppi í plastpoka; körfur, eða pappakassar henta betur. Rakaríkir og sumir eitraðir ÍSLENSKA SVEPPAFLÓRAN ER HUNDRUÐ TEGUNDA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.