Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla 27. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.69 108.21 107.95 Sterlingspund 138.42 139.1 138.76 Kanadadalur 82.41 82.89 82.65 Dönsk króna 16.709 16.807 16.758 Norsk króna 12.868 12.944 12.906 Sænsk króna 11.804 11.874 11.839 Svissn. franki 109.44 110.06 109.75 Japanskt jen 0.9663 0.9719 0.9691 SDR 150.26 151.16 150.71 Evra 124.65 125.35 125.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5344 Hrávöruverð Gull 1189.95 ($/únsa) Ál 2021.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.73 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eftir viðræður við hluthafa og ráð- gjafa hefur Elon Musk ákveðið að freista þess ekki að afskrá hlutabréf rafbílaframleiðand- ans Tesla. Fyrirtækið greindi frá þessu á föstudag og Musk útskýrði ákvörðun sína nánar á laug- ardag en þá voru liðnar um það bil þrjár vikur frá því hann sendi frá sér tíst um að hann langaði að afskrá Tesla. „Í ljósi þeirra viðbragða sem ég hef fengið er mér ljóst að flestir hluthafar Tesla telja okkur betur borgið á hluta- bréfamarkaði,“ skrifaði Musk á vefsíðu fyrirtækisins. „Þó svo að meirihluti þeirra hluthafa sem ég hef rætt við segi að þeir myndu ekki vera á förum ef við myndum afskrá félagið þá var viðhorf þeirra í hnotskurn þetta: ‚vertu svo vænn að gera það ekki‘.“ ai@mbl.is Elon Musk vill ekki lengur afskrá Tesla Elon Musk STUTT BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sala húsgagna gengur ágætlega en gæti goldið fyrir það ef hægir á fast- eignamarkaði. Verð hefur verið á niðurleið og kaupmáttur almennings á uppleið en launakostnaður er farinn að þrengja að rekstri verslana. Þetta segja húsgagnasalar sem blaðamaður ræddi við. Egill Fannar Reynisson er fram- kvæmdastjóri GER-innflutnings sem rekur verslanir Húsgagnahallarinnar, Betra baks og Dorma og að auki GER-heildverslun sem einkum sinnir hótelmarkaðinum. Hann segir hreyf- ingar á fasteigna- markaði hafa hvað mest áhrif á sölu húsgagna en aðrir þættir geti líka ráðið þróuninni: „Þetta ár hefur verið prýðilegt heilt á litið en sal- an hefur þó róast með sumrinu og skýringin er hugs- anlega að landsmenn eru duglegri að ferðast til útlanda og velja jafnvel ferðalög fram yfir að ráðast í stærri fjárfestingar fyrir heimilið.“ Leður og merkjavara sækja á Að mati Egils virðast neytendur vera farnir að sækja í ögn vandaðri og dýrari vörur. „Sem dæmi hefur sala á leðursófum aukist á kostnað sófa með tauáklæði sem alla jafna eru ódýrari. Fólk leyfir sér líka að kaupa merkja- vöru, og sækir almennt meira í vand- aðri húsgögn hvort heldur er fyrir stofuna eða svefnherbergið.“ Greina má mun á hegðun ólíkra ald- urshópa, og ástæðan líkast til að al- gengara er að húsnæðiskostnaður unga fólksins sé hlutfallslega hærri, og fleiri þeirra á leigumarkaði. „Neyt- endahópurinn 25-35 ára býr oft í skammtímahúsnæði og er ef til vill þess vegna ekki á þeim buxunum að kaupa húsgögn sem þau vilja eiga lengi. Þessi aldurshópur kaupir vissu- lega húsgögn, en leitar í ódýrari kost- inn.“ Athygli vekur að allir aldurshópar virðast kjósa að staðgreiða húsgögn- in. „Jafnvel ef við bjóðum vaxtalausar raðgreiðslur þá er fólk ekki að nýta sér það. Mig grunar að neytendur hafi lært í hruninu að þeim þyki gott að hafa allt sitt á hreinu, og taka ekki neina áhættu með það að eiga örugg- lega fyrir öllum reikningum um mán- aðamótin.“ Egill álítur að húsgagnamarkaður- inn hafi náð jafnvægi. „Við virðumst vera að nálgast 3-5% vöxt árlega, sem er ekki mikil söluaukning en þætti eðlileg þróun í öðrum löndum. Á sama tíma standa verslanir aftur á móti frammi fyrir ört hækkandi launa- kostnaði og þó svo að núna standi yfir góðæristímabil má finna merki um að handan við hornið sé meira krefjandi tímabil. Í verslunum okkar förum við því mjög varlega þegar kemur að því að bæta við fólki og ef starfsmenn söðla um þá skoðum við mjög vand- lega hvort við getum komist af án þess að ráða nýja manneskju í staðinn.“ Margir með góðan kaupmátt Skúli Rósantsson, eigandi Casa, hefur svipaða sögu að segja og Egill. „Ástandið er eðlilegt og gott, og ekk- ert rugl í gangi eins og var árið 2007.“ Reksturinn hjá Skúla hefur vaxið töluvert á undanförnum árum. Fyrir tíu árum voru verslanirnar tvær: stór aðalverslun í Skeifunni og minni gjafavöruverslun í Kringlunni, en núna rekur fyrirtækið einnig Casa gjafavöruverslun á Glerártorgi á Akureyri, verslun Duka í Smáralind og Kringlunni, og Ittala-búð í Kringl- unni. Skúli segir þessa aukningu í um- svifum hafa verið til þess gerða að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstrin- um. „Við tókum líka í notkun vandaða netverslun fyrir tveimur árum og hef- ur hún gefið okkur mikla viðbótar- veltu. Það eru einkum minni vörur sem við seljum yfir netið en margir heimsækja vefsíðuna fyrst til að skoða dýrari vöruna og koma svo í versl- unina til að sjá með eigin augum og ganga frá kaupunum,“ segir Skúli og tekur undir að notendavæn netversl- un hjálpi t.d. til við að ná betur til fólks á landsbyggðinni. „En svo eru sumir sem einfaldlega finnst hentugra að panta húsgögn og húsmuni yfir netið og t.d. fengum við einu sinni pöntun úr Fellsmúlanum sem er innan við hundrað metra frá Casa-búðinni.“ Skúli segir hægt að greina það á viðskiptavinum að kaupmáttur hins dæmigerða neytanda er fjarskagóður um þessar mundir. „Þar spila saman hækkandi laun, sterkari króna og lækkað verð á húsgögnum. Sam- keppnin er hörð og heilbrigð, og hjá fyrirtækjum eins og okkar er stærðarhagkvæmnin að skila sér til viðskiptavina.“ Aðspurður hvort hann sjái blikur á lofti kveðst Skúli einkum kvíða harð- vítugum kjaradeilum. „Það er stað- reynd að ákveðinn hópur fólks hefur ekki notið sömu kjarabóta og allur þorri landsmanna, og þörf á inngrip- um til að bæta stöðu þeirra, en það væri engum til góða ef kjarabaráttan leiðir til verkfalla, líkt og sumir ótt- ast.“ Hækkandi launakostnaður þrengir að rekstrinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þróun Skúli Rósantsson í Casa segir heilbrigða samkeppni og sterkara gengi hafa stuðlað að lægra verði. Sala yfir netið hefur gengið vel.  Gott hljóð er í húsgagnasölum og sala á dýrari mublum er að aukast Egill Fannar Reynisson Netverslanir hafa haft þau áhrif að verð neytendavöru breytast mun hraðar en áður. Þetta veldur því að seðlabankar eiga erfiðara með að beita peningastefnu og öðrum úr- ræðum til að stuðla að betra jafn- vægi framboðs og eftirspurnar. Þetta er ein af niðurstöðum áhugaverðrar rannsóknar sem kynnt var á árlegri ráðstefnu seðla- bankastjóra í bænum Jackson Hole í síðustu viku. Höfundur rannsóknarinnar, Al- berto Cavallo dósent við Harvardhá- skóla, segir „Amazon-áhrifin“ valda því að jafnt netverslanir og hefð- bundnar verslanir breyti verði mun oftar og að minni munur sé á verði á milli verslana. Reuters greinir frá að fyrir vikið hafi þættir á borð við breytingar á gengi bandaríkjadals mun meiri og skjótari áhrif á verð neysluvöru og á bensínverð. Árið 2008 var algengt að stórar verslanir á borð við Walmart breyttu verði á vörum á 6,5 mánaða fresti en árið 2017 var bilið á milli verðbreytinga komið niður í 3,7 mánuði, samkvæmt athugunum Cavallo. Þetta þýðir að seðlabönkum er vandi á höndum þegar þeir reyna að nota gögn á borð við verðbólgu- og atvinnuleysistölur til að ákvarða rétt vaxtastig. Þá minnkar áhrifamáttur breyttrar peningastefnu eftir því sem verðteygni er meiri. ai@mbl.is AFP Sveigjanleg Amazon-áhrifin hafa smitað út frá sér til verslana á borð við Walmart. Algrím sjá um að breyta verði og allir fylgjast með öllum. Netverslanir flækja starf seðlabankanna  Tíðari verðbreytingar draga úr áhrifum hefðbundinna stjórntækja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.