Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ RíkisstjórnSuður-Afríku kvartaði fyrir helgi undan því að Do- nald Trump Bandaríkjaforseti hefði sent frá sér tíst á twitter, en Trump sagðist þar hafa beðið Mike Pompeo utanríkisráðherra um að skoða náið fyrirhugaða þjóðnýtingu Suður-Afríku- manna á jörðum og bændabýl- um auk morða á bændum. Mótmæli Suður-Afríku- stjórnar drógu að sér nokkra athygli og vöktu jafnvel gagn- rýni á Trump á sumum frétta- miðlum, sem er svo sem engin nýlunda og þarf ekki alltaf mikið til að þeir hjálpi honum að halda sviðsljósinu. Tilefni umfjöllunarinnar virðist þó hafa farið að mestu framhjá fjölmiðlum á Vesturlöndum og er það áhyggjuefni, enda ekki gott ef hávaði um aukaatriði skyggir á efni mikilvægra mála. Fyrir suðurafríska þinginu liggur nefnilega tillaga um breytingu á 25. grein stjórn- arskrár landsins sem mun gera ríkisstjórninni kleift í ákveðnum tilvikum að gera jarðnæði hvítra bænda upp- tækt án þess að bætur komi fyrir. Líklegt er að tillagan nái fram að ganga, þar sem bæði Afríska þjóðarráðið, sem nú er við völd, og helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, sem kenna sig við „frelsihetjur efnahags- ins“, styðja að lengra verði gengið í endurúthlutun rækt- arlands en nú þegar hefur ver- ið gert. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, réttlætti stefnu ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Financial Times fyrir helgi með því að minna á það að nærri 25 ár væru liðin frá því að aðskilnaðarstefna hvíta minnihlutans leið undir lok. Á þeim tíma hefði hins vegar ekki tekist að bæta kjör svartra Suður-Afríkumanna, meðal annars með auknu aðgengi þeirra að landi til þess að hefja búskap. Allt að 72% rækt- arlands eru nú sögð í höndum hvítra bænda, jafnvel þó að einungis einn af hverjum tíu Suður-Afríkumönnum séu hvítir. Þá benti Ramaphosa á, að mikið af því landi, sem nú væri í höndum hvítra bænda hefði verið tekið eignarnámi á fyrri hluta síðustu aldar í skjóli að- skilnaðarstefnunnar. „Umbæt- urnar“ væru því bæði leið til þess að rétta hlut svarta meiri- hlutans og til að leiðrétta sögu- legt ranglæti sem spratt af að- skilnaðarstefnunni. Ekki þarf að efast um að Ra- maphosa hefur töluvert til síns máls um sögulegar skýringar á skipt- ingu jarðnæðis í Suður-Afríku. Sporin hræða hins vegar, þar sem ekki þarf að fara lengra frá Suður-Afríku en til ná- grannaríkisins Zimbabwe til þess að sjá dæmi um land, þar sem stórfelld eignaupptaka á landareignum hvítra í tíð Ro- berts Mugabe leiddi til þess að matvælaiðnaður landsins hrundi, sem aftur færði enn meiri hörmungar yfir landið. Og slíkar hörmungar bitna ekki mest á þeim efnameiri. Fyrir sitt leyti vísaði Ra- maphosa því á bug að farið yrði að fordæmi Zimbabwe, og tók hann sérstaklega fram að þeir sem myndu fá land til afnota myndu hljóta stuðning ríkisins til þess að hefja sinn búskap. Tillögunni væri ekki ætlað að réttlæta þjófnað ríkisins á landi heldur eingöngu að skýra hvenær ríkisvaldið mætti gera land upptækt. Augljóslega líta stjórnvöld í Suður-Afríku á markmið sín sem göfug, og telja skiljanlega að bæta þurfi úr því ójafnvægi, sem áratugastjórn hvíta minni- hlutans skapaði í Suður- Afríku. Reynslan sýnir hins vegar að það getur reynst tví- bent sverð að vega að eign- arréttinum með þeim hætti sem í undirbúningi er í Suður- Afríku. Ríkisstjórn landsins og þingmeirihluti þurfa að stíga varlega til jarðar, eigi ekki að endurtaka mistökin frá Zim- babwe og fleiri ríkjum sem far- ið hafa slíka ógæfuleið. Afar mikilvægt er að fólk geti treyst því að eignir þess séu óhultar og varðar með lögum. Óvissa um slíkt er til þess fallin að draga úr hagvexti og lífs- kjarabata. Ennfremur er mikilvægt að fyrir liggi hvert eignarhaldið er, en töluvert hefur vantað upp á skráningu á því í Suður- Afríku og raunar víðar í álf- unni. Sá sem ekki getur sýnt fram á eignarhald á erfiðara með að ráðast í fjárfestingar og þetta hefur þvælst fyrir víða í Afríku. Þá háttar svo til í Suð- ur-Afríku að um tíundi hluti landsins er í eigu ríkisins og í því gætu legið tækifæri til að úthluta landi án þess að ganga á eignarrétt annarra og valda uppnámi og óstöðugleika. Í Suður-Afríku eru mikil tækifæri. Vonandi spilla stjórnvöld þeim ekki með sam- bærilegum aðgerðum og skað- að hafa almenning víða um heim. Áform ríkisstjórnar Suður-Afríku vekja ugg} Lærdómurinn frá Zimbabwe B lessuð sólin elskar allt og allt með kossi vekur. Þessir fallegu sólskinsdagar fylla mig af bjart- sýni og trú á það góða. Það ligg- ur nærri að ég trúi því að rík- isstjórnin sé velviljuð þeim sem höllustum fæti standa. Vilji raunverulega gera eitthvað með þennan galopna stjórnarsáttmála sem nefnir varla fátækt á nafn. Að 149. löggjaf- arþing muni gjörbreyta aðstæðum og aðbún- aði fátæks fólks. En það er bara sólin og þessir fallegu undangengnu dagar sem rugla mig í ríminu, því ég veit svo miklu, miklu betur. Jafnvel sól og sumarylur getur ekki fært þeim bjartsýni og bros sem horfa á tóman diskinn sinn og eiga ekkert að borða. Það eru jú einmitt þeir sem þurfa að standa í röðum fyrir utan Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar og biðja um hjálp. Biðja um mat til að svelta ekki í hel í boði stjórnvalda. Sitjandi ríkisstjórn hefur ekki sýnt í verki að hún beri hag þeirra tekjulægstu fyrir brjósti. Þvert á móti hefur hún sýnt það með aðgerðarleysi sínu og hroka að henni er nákvæmlega sama. Það gengur það langt, að ákveðnir stjórnarliðar halda því fram að ástandið sé ekki eins slæmt og það raunverulega er. Þeir snúa blinda auganu að örbirgðinni allt um kring, þ.e.a.s ef þeir eru ekki blindir á báðum. Ef þeir hafa það sjálfir gott þá er þeim nákvæmlega sama um hina. Taumlaus græðgi og spilling hafa tekið völdin. Það að skara eld að eigin köku er ná- kvæmlega það sem þeir kunna best. Hags- munagæsla er kjörorð þeirra flestra. Hug- sjónir og baráttu til að standa með þeim sem þurfa hvað mest á hjálpinni að halda er hvergi að finna á matseðli þeirra. Ófjöfn- uðurinn eykst dag frá degi. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. En við megum ekki gefast upp, megum aldrei hætta að berjast fyrir réttlætinu Að lokum birti ég brot úr ræðu forsætis- ráðherra Katrínar Jakobsdóttur vegna stefnuræðu Bjarna Benediktssonar þáver- andi forsætisráðherra er hann flutti á 147. löggjafaþingi fyrir tæpu ári síðan. „Og fólk á lægstu launum er beðið að vera þakklátt fyrir 20 þúsund krónur því að hlutfallslega sé það nú ekki lítið. Því miður þarf að bíða aðeins með réttlætið fyrir þig, er viðkvæðið, en allt stendur þetta til bóta. Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er um leið verið að neita því um rétt- læti“. Nú er Katrín Jakobsdóttir hæstvirtur forsætisráð- herra og um leið skipstjórinn á stjórnarskútunni. Hún hlýtur að vilja stýra henni í átt að réttlætinu sem fá- tækt fólk getur ekki lengur beðið eftir. Inga Sæland Pistill Það kostar ekkert að láta sig dreyma Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Álaugardaginn, 25. ágúst,var liðið ár frá því að lítillhópur skæruliða úr hópiRohingja-múslima réðist á og drap 12 hermenn í Mjanmar (Búrma). Í kjölfarið fyrirskipaði rík- isstjórn Mjanmar ofbeldisfullar að- gerðir á hendur minnihlutahópi Roh- ingja í Rakhine-héraði. Á næstu vikum hóf herinn við að drepa, pynta og nauðga fjölmörgum úr hópi Rohingja ásamt því að brenna þorp þeirra. Alls dóu þrjú þúsund manns í árásunum sem varð til þess að Rohingjar hófu í stríðum straumum að flýja yfir til ná- grannalandsins Bangladess. Á nokkr- um mánuðum höfðu yfir 700 þúsund Rohingja flúið heimili sín . Flestir þeirra búa nú í flóttamannabúðum í Cox’s Bazar í Bangladess við erfiðar aðstæður. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi um stöðu mála á svæðinu segir að þrátt fyrir að stjórnvöld í Bangladess hafi tekið fólk- inu vel og allar hjálparstofnanir geri sitt allra besta séu aðstæður í búð- unum langt frá því að vera í lagi. Margir þjáist af næringarskorti og hreinlæti og salernisaðstöðu sé ábóta- vant. Þá sé ekki minnst á sálrænu eft- irköstin sem fólkið hefur þurft að glíma við í kjölfar voðaverkanna í heimalandi sínu. Hverjir eru Rohingjar? Rohingjar eru ríkislaus þjóð í Rakhine-héraði í Mjanmar. Roh- ingjar eru yfir 1,5 milljónir og tala sitt eigið tungumál sem er af indó- arískum uppruna. Meirihluti þeirra eru múslimar en lítill hluti hindúa- trúar. Sú staðreynd að þeir tala ann- að tungumál og stunda aðra trú hef- ur ýtt undir það viðhorf að þeir séu útlendingar í landi sínu. Þeir teljast nú einn ofsóttasti minnihlutahópur í heimi. Þrátt fyrir að Rohingjaþjóðin sem slík eigi sögu sem nær aftur til 8. aldar er þeim neitað í lögum Mjanmar um að eiga þjóðerni. Þjóðernishreinsun Opinber afstaða núverandi ríkisstjórnar Mjanmar gagnvart Rohingjum er að þeir séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess. Þá hefur hópurinn einnig þurft að þola ofsóknir af hendi þjóðernissinnaðra Búddista í landinu sem hafa tekið þátt í árásunum á þá. Í nóvember í fyrra heimsótti þá- verandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Rex W. Tillerson, Mjanmar og lýsti því yfir að árásum hersins á Rohingja mætti lýsa sem þjóðernis- hreinsun. Æðsti yfirmaður hersins, Min Aung Hlaing og aðrir leiðtogar í Mjanmar hafa hingað til sloppið við alþjóðleg ámæli og Hlaing hefur statt og stöðugt neitað því að einhverskon- ar þjóðarmorð hafi átt sér stað í land- inu. Hafa yfirvöld í landinu t.a.m. gripið til þess ráðs að fangelsa og hóta blaðamönnum sem hafa rann- sakað og fjallað um voðaverkin. Opinberlega hefur ríkisstjórnin gefið út þá skýringu að flestir Roh- ingjar hafi flúið vegna þess að þeir hræddust að herinn myndi saka þá um aðild að hryðjaverkaárásum og kveikt sjálfir í þorpunum sínum til að geta komið sök á ríkisstjórnina. Flestir vilja þó meina að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar, en hershöfðinginn Hlaing hafði áður gefið það út að Rohingjar væru „vanda- mál“ sem þyrfti að leysa. Á ársafmæli voðaverk- anna sást til Hlaing í Rússlandi í vopnakaupaleið- angri. Engin lausn í sjónmáli í málefnum Rohingja „Aðstoð okkar hefur verið tví- þætt, við höfum sent út sendifull- trúa, 24 talsins, sem hafa unnið á tjaldsjúkrahúsi sem norskar og finnskar hjálparstofnanir hafa séð um,“ segir Brynhildur Bolla- dóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Þangað hafa farið læknar, starfsfólk og tæknimenn því að mörgu er að huga. Svo höf- um við sent út fjármagn í sálræn- an stuðning, þ.e. verkefni sem er ætlað að þjálfa upp sjálfboðaliða í Bangladess til að veita sálrænan stuðning. Það er það sem við er- um svolítið góð í og höfum ver- ið að sérhæfa okkur í.“ Brynhildur segir að þrátt fyrir ötula hjálp og aðstoð frá hjálparstofnunum sé staðan í Bangladess mjög erfið. „Það virðist ekki vera nein lausn í sjónmáli, það er það sem er verið að kalla eftir, einhver póli- tískri lausn á ástand- inu.“ Engin lausn í sjónmáli AÐSTOÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Í BANGLADESS Brynhildur Bolladóttir AFP Harmleikur Rohingjar í mótmælagöngu í flóttamannabúðum í Bangladess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.