Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Músaland Heiðmörk er gósenland fyrir hagamúsina því að þar er gnótt matar, svo sem ber, fræ og skordýr, og nóg af gjótum til að búa sér heimili eða fela sig þegar óvinur nálgast, t.d. refur eða ugla. Bogi Þór Arason Tbilisi | Hverju sæt- ir það að oftsinnis eru það einræðisherrar heimsbyggðarinnar sem reynast einörð- ustu stuðningsmenn samsæriskenninga og almennra blekkingar- vefja? Vissulega telj- ast þeir sem einráðir eru almennt sérlund- aðir, en þar er þó varla skýringin öll og spyrja mætti með fullum rétti hvort tálsýnir séu vald- sæknum stjórnarháttum ómissandi. Nýfengin sönnun þess að svo sé blasir við úr brennidepli þeirra efnahagsþrenginga sem nú íþyngja Tyrklandi. Þrátt fyrir að landið sé skuldum vafið og gjaldmiðill þess, líran, í frjálsu falli hefur seðlabank- anum verið settur stóllinn fyrir dyrnar í að koma lírunni til bjargar með því að hækka vexti, þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti trúir því að hækkun vaxta sé það sem raunverulega veldur verðbólgu. Hagfræðingar kalla eftir breyt- ingu þessa viðhorfs en Erdogan skellir skollaeyrum við þeim, eins og mörgu öðru. Hins vegar skipar hann fullkomlega óhæfan tengda- son sinn, Berat Albayrak, í embætti fjármálaráðherra í því augnamiði að knýja seðlabankann til að fram- fylgja vafasamri peningastefnu for- setans. Eftir uppeldi mitt í Sovétríkj- unum er ég einkar viðkvæm fyrir áhrifum öfugsnúinna vísindakenn- inga á samfélög. Jósef Stalín hafnaði erfða- kenningu Mendels (grundvallarlögmáli erfðafræðinnar) og jafnvel þróunarkenn- ingu Darwins fyrir hin þokukenndu fræði Trofims Lysenkos, sovéska líffræðingsins sem trúði því að eig- inleikar mannskepn- unnar væru áunnir en ekki arfgengir. Með fulltingi Stalíns varp- aði Lysenko sovéskri líffræði ofan í tveggja áratuga djúpt svarthol vit- firringar eftir að hafa dæmt millj- ónir til hungursneyðar með vafa- sömum landbúnaðarrannsóknum sínum. Níkíta Khrústsjov kollvarpaði vissulega stalínismanum, en var engu að síður heftur fjötrum kenni- legs öfugsnúnings. Honum nægði ekki að styðja kenningar Lysenkos heldur trúði hann enn fremur hug- myndafræðilega forhertum verk- fræðingum og jarðfræðingum sem fullyrtu að regluverk kommúnism- ans væri náttúrulögmálum æðra. Þeir tjáðu aðalritaranum að sov- éskar kjarnorkusprengjur mætti nota til að snúa rennsli helstu fljóta, þannig að vatn þeirra yki frjómátt landbúnaðarins í stað þess að því væri „sóað“ í Norður-Íshafið. Reynsla Rússlands af banvænum sjónhverfingum valdsins er varla einsdæmi. Fylgispekt Hitlers við kynþátta-„vísindi“ á villigötum sveipaði heimsbyggðina myrkri og varð, nánast óumflýjanlega, kveikj- an að helförinni. Svo stöðluð var þústun hyggjuvitsins á valdatíma nasista að ólýsanlegar tilraunir Jós- efs Mengeles á manneskjum voru til umfjöllunar á vísindaráðstefnum eins og hver önnur læknisfræði. Sams konar vænisýkisleg hrifn- ing á vafasömum vísindum ýtir oft- ar en ekki undir meðbyr valdhafans í streymi samsæriskenninga. Er- dogan, sem lengi hefur verið þeirr- ar trúar að utanaðkomandi öfl vinni sleitulaust gegn veldi hans, er þar engin undantekning. Telur hann skuggaöfl þessi al- mennt starfa í gegnum fjármála- markaði og hefur, enn sem komið er, með naumindum stillt sig um að segja það upphátt að sameinaður gyðingdómur heimsins haldi þar um stjórnvölinn (þeir hinir sömu, að því er fjöldi tyrkneskra íslamista telur, og stóðu að baki ungtyrkj- abyltingunni 1908 og því veraldlega lýðveldi sem reis í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar). Einörðustu fylgismenn Erdogans greina þó boðskapinn dulda í formælingum hans í garð fjármagnsaflanna – þeirra afla sem nú heimta vaxta- hækkanir. Ef til vill er þó enginn núríkjandi leiðtogi ginnkeyptari fyrir torræð- um vísindum og hæpnum samsæris- kenningum en Bandaríkjaforsetinn drottnunargjarni Donald Trump. Ekki má það falla í gleymskunnar dá að Trump pukraði sér inn í hringiðu bandarískra stjórnmála með því að hampa fæðingarrökum kynþáttahyggjufólks, þess efnis að þáverandi forseti, Barack Obama, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum og uppfyllti því ekki hæfisskilyrði embættisins. Vitleysan hefur ekkert nema ágerst síðan Trump settist í Hvíta húsið. Fleiri en 20 færslur hans á Twitter hafa fjallað um möguleg tengsl milli bólusetninga og ein- hverfu. Þeim tengslum – sem runn- in eru undan rifjum fáfengilegs bresks læknis og fyrrverandi Playboy-leikfélaga – hefur vísinda- samfélagið hafnað. Enn fremur afneitar Trump hvers kyns tengslum milli mann- legra gjörða og loftslagsbreytinga, enn á ný í trássi við ráðandi niður- stöður vísindanna. Gegn mótmæl- um ótal hagfræðinga fullyrðir hann að halli á vöruskiptum sé merki um efnahagslegan veikleika Bandaríkj- anna. Alan Levinovitz, prófessor í trúarbragðafræðum við James Ma- dison-háskólann, segir Trump beita hástöfum í tístum sínum á sama hátt og skottulæknar og falstrúboð- ar gerðu til að slá ryki í augu al- mennings fyrr á öldum. Óljóst verður að telja með öllu hvort Trump þekki muninn á sviknu og ósviknu. Hann virðist sannfærður um að alríkislögreglan FBI og fjölmiðlar geri með sér samsæri um að fella hann af stalli. Trump hefur flutt það sem sagn- fræðingurinn Richard Hofstadter lýsti sem „vænisýkisstíl“ af jaðri bandarískra stjórnmála inn að mið- punkti þeirra. Ef til vill eru það sameiginleg áhrif þessarar væni- sýki sem fá Trump til að fikra sig nær Vladimír Pútín Rússlands- forseta sem statt og stöðugt hefur látið í veðri vaka að uppi sé alþjóð- legt samsæri um að svipta Rúss- land þeirri stórveldisstöðu sem það verðskuldi. Hvað sem öllu líður sýna þreng- ingar Tyrklands svo ekki verður um villst að jafnvel örgustu hindurvitni standa að lokum augliti til auglitis við raunveruleikann. „Heimurinn er það sem hann er,“ eins og V.S. Naipaul heitinn hóf skáldsögu sína A Bend in the River. „Þeir sem eru ekkert, eða leyfa sjálfum sér að verða ekkert, eiga sér engan sama- stað í honum.“ Hið sama mætti segja um stjórnendur valdræðisins. Þeir sem neita að sjá heiminn eins og hann er – hvort sem þeir horfa á hann frá Tyrklandi, Bandaríkj- unum, Venesúela eða hvaða öðru ríki sem vera skyldi – glata að lok- um stöðunni sem afneitun þeirra var ætlað að standa vörð um. Eftir Ninu L. Khrushchevu » Þeir sem neita að sjá heiminn eins og hann er – hvort sem þeir horfa á hann frá Tyrk- landi, Bandaríkjunum, Venesúela eða hvaða öðru ríki – glata að lok- um stöðunni sem afneit- un þeirra var ætlað að standa vörð um.Nina L. Khrushcheva Höfundur er prófessor í alþjóða- fræðum við The New School og rann- sóknarstyrkþegi hjá World Policy Institute. ©Project Syndicate, 2018. www.project-syndicate.org Valdblekkingar Erdogans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.